Morgunblaðið - 01.07.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 33
UMRÆÐAN
Í DAG taka gildi ný heildarlög um
atvinnuleysistryggingar og vinnu-
markaðsaðgerðir. Hér er um að ræða
gríðarlega réttarbót fyrir atvinnu-
lausa og þá sem eru í atvinnuleit og
er þetta stórt skref í áttina að búa
betur að atvinnulausum. Helsta
breytingin með lögunum lýtur að því
að þeir sem teljast
tryggðir eiga rétt á
tekjutengdum atvinnu-
leysisbótum í allt að
þrjá mánuði. Getur
mánaðarleg greiðsla
numið 70% af heild-
arlaunum viðkomandi,
en hámarksgreiðsla á
mánuði samkvæmt
frumvarpinu verður
180 þús. kr. miðað við
óskerta atvinnuleys-
istryggingu. Að þessu
þriggja mánaða tíma-
bili loknu getur við-
komandi átt rétt á grunnatvinnuleys-
isbótum. Þetta er mjög í takt við
samþykkt síðasta flokksþings Fram-
sóknarflokksins en þar segir:
„Fyrstu þrjá mánuði atvinnuleys-
istímabils skal stefna að því að tengja
atvinnuleysisbætur við ákveðið hlut-
fall fyrri launa. Þannig má forða fólki
frá því að lenda í fátæktargildru í
kjölfar atvinnumissis.“ Auk þessa
ákvað félagsmálanefnd að koma enn
frekar til móts við hóp atvinnulausra
og lagði því nefndin til breytingu á
mótframlagi Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs í lífeyrissjóð. Framlagið
verður nú 8% en ekki 6%.
Allir séu virkir á vinnumarkaði
Vinnumarkaðsaðgerðir eru afar
mikilvægar, ekki síst á svo litlum og
viðkvæmum atvinnumarkaði sem Ís-
land er. Í lögum um vinnumarkaðs-
aðgerðir kemur fram breytt skipulag
á vinnumarkaðsaðgerðum en með því
er átt við vinnumiðlun, mat á hæfni
atvinnuleitanda og skipulag vinnu-
markaðsúrræða með hliðsjón af
færni og þörfum þess sem leitar eftir
atvinnu. Lagt er til að mismunandi
tegundir vinnumarkaðsúrræða verði
fyrir hendi, svo sem afmörkuð þjón-
usta eða öflug og víðtæk hjálp. Í fé-
lagsmálanefnd var lögð áhersla á að
virkja einstaklinginn og stuðla að því
að sem flestir fái tækifæri til að vera
virkir á vinnumarkaði sjálfum sér og
samfélaginu til hagsbóta. Í því mark-
miði er lagt til breytt
skipulag á vinnumark-
aðsaðgerðum sem leit-
ast við að gera kerfið
einfaldara og skilvirk-
ara. Í nefndinni var
rætt um samhengi
þessara laga við aðra
þjónustuþætti svo sem
heilbrigðisþjónustu, at-
vinnumál fatlaðra o.fl.
Nefndin telur mik-
ilvægt að þau úrræði
sem eru og verða til
staðar skarist ekki
heldur virki saman. Því
vil ég minnast á atvinnumál fatlaðra,
en þar er að því stefnt að þjónustan
verði með sama hætti og fyrir aðra
hópa. Þó má gera ráð fyrir að það
kunni að taka tíma að færa atvinnu-
mál fatlaðra frá svæðisskrifstofum
um málefni fatlaðra. Með þessu er
því verið að fella atvinnumál fatlaðra
undir Vinnumálastofnun eins og aðr-
ar vinnumarkaðsaðgerðir fyrir alla
þá sem eru í atvinnuleit. Þetta er
þýðingarmikið skref þar sem að-
greiningu verður hætt.
Framtíðarhorfur í atvinnu-
greinum kannaðar
Í 17. gr. laga um vinnumarkaðs-
aðgerðir er ákvæði þess efnis að
Vinnumálastofnun afli upplýsinga
um atvinnuástandið í landinu. Nefnd-
in lagði til breytingu á þessari grein
þannig að kveðið verði á um að stofn-
unin skuli kanna mannaflaþörf og
framtíðarhorfur í atvinnugreinum.
Þannig verður unnt að meta atvinnu-
möguleika þeirra sem stunda nám.
Byggist þessi tillaga á þingsályktun-
artillögu Jóhönnu Sigurðardóttur en
ég var meðflutningsmaður þeirrar
tillögu. Með þessu móti verður
Vinnumálastofnun kleift að byggja
upp þekkingu og yfirsýn sem verður
grundvöllur heildarstefnumótunar á
sviði vinnumarkaðsmála hér á landi.
Þar verður tekið tillit til breytinga í
atvinnulífinu samfara aukinni
tækniþróun og alþjóðavæðingu.
Meðal annars verður horft til mik-
ilvægis frumkvöðlastarfs og nýsköp-
unar og aukinna krafna til mennt-
unar á sviði bóknáms-, iðn-, tækni-
eða starfsnáms í þekkingarsamfélagi
nútímans. Eðlilegt er að Vinnu-
málastofnun leiti eftir samvinnu við
Samtök atvinnulífsins, náms- og
starfsráðgjafa í háskólum og Félag
náms- og starfsráðgjafa við upp-
byggingu þessa verkefnis. Með því
móti verður samvinna við atvinnulífið
tryggð og ráðgjöf við nemendur í
framhalds- og háskólanámi efld
þannig að byggja megi upp sam-
keppnishæft samfélag hér á landi til
frambúðar.
Mikilvæg lagasetning
Ég er ekki í vafa um að þessi lög
munu skipta okkur mjög miklu máli í
framtíðinni. Hér er verið að taka afar
faglega á málaflokknum og að baki
þessari lagasetningu liggur mikil
vinna ýmissa aðila. Ánægjulegt er að
þverpólitísk samstaða ríkti um málin
á Alþingi. Hér eru á ferð jákvæðar
breytingar fyrir atvinnulaust fólk í
landinu. Nú verður öryggisnetið þétt
enn frekar og er það fagnaðarefni.
Öryggisnetið þétt enn frekar
Dagný Jónsdóttir
skrifar um ný lög ’… þeir sem teljasttryggðir eiga rétt á
tekjutengdum atvinnu-
leysisbótum í allt að
þrjá mánuði. ‘
Dagný Jónsdóttir
Höfundur er formaður
félagsmálanefndar Alþingis.
Í MORGUNBLAÐINU 13. júní
koma fram á ritvöllinn þrír skjald-
sveinar samgönguráðherra til and-
svara við greinum undirritaðs um
fræðslurit stofnunarinnar.
Til að útskýra gang
mála var samgöngu-
ráðherra sent erindi
snemma árs 2005 með
fyrirspurn um merk-
ingu nokkurra orða í
reglum nr. 122/2004.
Eftir nokkrar ítrek-
anir á fyrirspurnum
kom svar frá hinu háa
ráðuneyti, starfsmanni
ráðuneytisins sem
hafði fengið málið til
afgreiðslu. Var bent á
að leita til Sigl-
ingastofnunar um
skýringar á illskiljanlegum orða-
samböndum í reglunum.
Hafði verið birt grein í Morg-
unblaðinu um hina allundarlegu
reglugerð ef það ýtti við ráðuneyt-
inu til að svara þegar tæpt ár var
frá fyrstu fyrirspurn til ráðuneyt-
isins.
Leitað var til Siglingastofnunar
(forstjórans) í lok maí 2005 sam-
kvæmt beiðni starfsmanns ráðu-
neytisins. Að ósk forstjórans var
samþykkt að bíða með málið þar til
aðilar Sverrir Konráðsson og Helgi
Jóhannesson og fleiri sem hugs-
anlega kæmu að málinu væru komn-
ir til starfa eftir sumarfrí. Í fram-
haldi af því var undirrituðum boðið
á fund hjá stofnuninni til viðræðna
um málið í lok ágúst 2005. Á fundi
þessum var auk Sverris og Helga
viðstaddur Kristinn Ingólfsson.
Var farið yfir athugasemdir sem
bornar voru fram og málið rætt í
vinsemd að því er virtist. Í lok fund-
arins spurði Helgi Jóhannesson
undirritaðan hvort nægjanlegt væri
að fá svör við fyrirspurn um merk-
ingu þeirra orða og
orðasambanda, sem at-
hugasemdir voru gerð-
ar við, fyrir sept-
emberlok 2005. Var
það samþykkt án at-
hugasemda.
Komið var að mán-
aðamótum október –
nóvember þegar haft
var samband í síma við
Helga. Taldi hann að
svar væri á næsta
leyti.
Þrátt fyrir nokkrar
ítrekanir og sífelldan
undanslátt af hálfu starfsmanna
stofnunarinnar var leitað til um-
boðsmanns Alþingis og kvartað
undan afgreiðslu Siglingastofnunar
í byrjun ársins 2006. Í svari stofn-
unarinnar til Umboðsmanns töldu
starfsmenn (forstjóri eða hver sem
svaraði bréfum umboðsmanns) að af
hálfu stofnunarinnar væri engin
skylda til að svara erindinu heldur
ætti að beina því til ráðuneytisins.
Umboðsmaður féllst á þá skoðun.
Þar sem um er að ræða óábyrga
stofnun (en starfsmenn hennar
höfðu með þýðingu á meginhluta af
reglum nr. 122/2004 að gera og af
hálfu ráðuneytisins var vísað á
stofnunina) var ljóst að ekki þjónaði
neinum tilgangi að snúa sér til þess
embættis. Ráðherra og ráðuneyti
hans væri ábyrgt fyrir gjörðum
starfsmanna Siglingastofnunar.
Því er ekkert undarlegt þótt
skjaldsveinarnir í liði Siglingastofn-
unar rísi upp ráðherra sínum til
varnar nema þeim hafi verið fyr-
irskipað það.
Svo undarlega bregður við í svari
sem Guðjón Ármann Eyjólfsson,
fyrrverandi skólameistari Stýri-
mannaskólans, leggur nafn sitt við
að hann afneitar því sem kennt var
við skólann áður en hann tók við
stjórninni. Heiðursmaðurinn Helgi
J. Halldórsson kenndi íslensku við
skólann til margra ára og reyndi að
kenna okkur „íslensku“. Má finna
því stoð í fjölda útvarps- og sjón-
varpsþátta þar sem Helgi flutti sitt
mál og var þar bent á m.a. dönsku-
sletturnar sem lætt hefur verið inn í
málið á undanförnum áratugum.
Merkilegt verður það að teljast að
allt púður þremenninganna fer í að
reyna að verja íslenskukunnáttu
sína með vísan til „keyrslu á katli“.
Þótt málhelti hrjái suma menn er
það afleitt þegar það bitnar á op-
inberum lögum og reglum.
Þremenningunum til fróðleiks var
ég skipverji á skipi sem knúið var
með gufuafli. Á þeim tíma heyrðist
aldrei minnst á að gufuketillinn
væri keyrður. Það nýtískuorðaval
að öllu skulu ekið, hverju nafni sem
það nefnist, er einkenni á latmælgi
sem kemur skýrt fram hjá þeim
sem kalla öll tól og tæki „græjur“,
hvort sem um er að ræða vélknúin
tæki eða handverkfæri.
Í þessu sambandi má geta þess
að það ljóta málhelti „að keyra
skip“ hefur breiðst út. Verður það
næsta nýorðasamsetningin sem
kemur í lögum og reglum frá reglu-
gerðameisturum ráðuneytisins.
Það sem vekur undrun undirrit-
aðs er að ekki er gerð tilraun af
hálfu þremenninganna til að snúa út
úr beinum athugasemdum í grein-
unum við efnislega þætti. Má þar
nefna: 1) eðlilegur stafnhalli, 2) ef
beitt er stjórntökum o.s.frv., 3)
varageymar, 4) forðast ber að
leggja niður hvers konar óþarfa
starfsemi og truflanir, 5) Stjórn-
skipanir við gangskiptingu í brú og
vélarrúmi, og fleira mætti telja.
Af hálfu þremenninganna er ýjað
að því að greinar undirritaðs jaðri
við atvinnuróg. Það er gott ef það er
huggun í harmi þeirra vegna erf-
iðleika við að gefa skýringar á því
sem miður fer í fræðslubækl-
ingnum.
Fræðslubæklingur Siglingastofn-
unar er slæmur en reglur 122/2004
eru afleitar og ekki hægt að fara
eftir þeim.
Er virðingarvert að þremenning-
arnir ætla að axla ábyrgð varðandi
agnúana á umræddu fræðsluriti.
Fræðslurit Siglingastofnunar og grein
þriggja starfsmanna stofnunarinnar
Kristján Guðmundsson skrifar
um grein fulltrúa Siglinga-
stofnunar 13. júní sl. ’ Það sem vekur undrunundirritaðs er að ekki er
gerð tilraun af hálfu þre-
menninganna til að snúa
út úr beinum athuga-
semdum í greinunum við
efnislega þætti. ‘
Kristján Guðmundsson
Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.
FÉLAGIÐ Framtíðarlandið var
stofnað þjóðhátíðardaginn 17. júní
sl. Þar er um að ræða félag áhuga-
fólks um framtíð Ís-
lands. Ég fagnaði
stofnun þessa félags
þegar ég heyrði af
henni þó ég væri ekki
viðstaddur stofnfund-
inn. Ég fagnaði henni
því það skortir alltaf
á skynsamlega um-
ræðu sem lýtur að
framtíðinni, umræðu
sem er í jafnvægi og
án öfga. Ég eygði
þarna möguleika á að
vettvangur væri kom-
inn fyrir þá umræðu.
Fögnuðurinn breytt-
ist þó fljótt því það
sem ég hef svo séð
frá þeim sem að
þessu standa bendir
ekki til að framundan
sé á þeirra vegum
öfgalaus umræða og í
fullkomnu jafnvægi
um framtíð Íslands. Í
greinarkorni sem
birtist daginn eftir
stofnfundinn í Fréttablaðinu var
hægt að lesa að þetta er baráttu-
félag gegn núverandi ríkisstjórn
og „… úreltri atvinnustefnu þar
sem höfuðáherslan er lögð á stór-
iðju með tilheyrandi vatnsafls-
virkjunum og stórfelldri og óaft-
urkræfri eyðileggingu náttúru“.
Það er sem sagt búið að stofna
einn hópinn enn um þetta málefni
til viðbótar Íslandsvinum, Um-
hverfisvinum, Náttúruvernd-
arsamtökum Íslands og öðrum
hópum, sem virðast meira og
minna vera byggðir upp af sama
fólkinu.
„Ísland er á teikniborðinu“ er
slagorðið hjá hinu nýstofnaða fé-
lagi að mér skilst. Hvílík vitleysa.
Ísland er ekki á neinu teikniborði.
Það er hinsvegar og hefur verið
undanfarna áratugi sífellt verið
unnið að því að nýta
náttúruauðlindir
landsmanna, jafnt til
lands og sjávar, á
skynsamlegan máta
svo að landsmenn allir
geti lifað hér sóma-
samlegu lífi. Til að
hver íbúi landsins geti
haft það sem best þarf
að gæta ákveðins jafn-
vægis í mörgum hlut-
um þ.á m. atvinnuveg-
unum og útflutningi,
og þar með gjaldeyr-
isöflun, landsmanna.
Hér áður var það svo
að þjóðin nötraði hálft
árið yfir fréttum af því
hvort loðna myndi nú
veiðast eða ekki. Það
gat valdið því hvort
stór hluti fólks í sjáv-
arútvegi hefði vinnu
eða ekki það árið. Það
gat stjórnað efnahags-
ástandi þjóðarinnar
það árið. Nú er svo
komið að mikilvægi loðnuveiðanna
er ekki það sama og áður fyrir
þjóðina í heild þó að vissulega
skipti þær veiðar okkur máli. Á til-
tölulega fáum árum er svo komið
að það ríkir ágætis jafnvægi í at-
vinnumálum og útflutningi þjóð-
arinnar. Hér eru í dag öflugar út-
flutningsatvinnugreinar í
sjávarútvegi, ferðaþjónustu, fjár-
málaþjónustu, landbúnaði, afþrey-
ingu, listum, vísindum, ýmiss kon-
ar iðnaði og síðast en ekki síst
hátækniiðnaður sem tengist sjáv-
arútvegi, virkjunum og áliðnaði.
Allt er þetta hluti af fjölbreyttri
atvinnuheild sem stjórnvöld hafa
átt sinn þátt í að leggja grunninn
að á undanförnum árum. Fjöl-
breyttri atvinnuheild sem gerir
það að verkum að við höfum það
jafn gott hér í dag og raun ber
vitni.
Þetta ættu stofnendur Framtíð-
arlandsins að hafa í huga.
Framtíðarlandið
Ísland
Eyjólfur Árni Rafnsson fjallar
um „framtíðarlandið Ísland“
Eyjólfur Árni Rafnsson
’Fjölbreyttri at-vinnuheild sem
gerir það að
verkum að við
höfum það jafn
gott hér í dag og
raun ber vitni.‘
Höfundur er forstjóri Hönnunar og
áhugamaður um framtíð Íslands.
Norræn hönnunun • www.bergis.is
COPENHAGEN