Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 45
DAGBÓK
Hvernig var
umhverfið
við landnám?
Sýningin er opin
alla daga frá 10–17
Aðalstræti 16
101 Reykjavík
www.reykjavik871.is
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Magi og melting
Acidophilus
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Bogfimiíþróttin hefur notið vaxandi vin-sælda hér á landi á síðustu árum. Boðiðverður upp á námskeið í bogfimi í sum-ar í Íþróttahúsi fatlaðra.
Þröstur Steinþórsson er kennari á námskeið-
inu: „Undanfarin þrjú sumur höfum við auglýst
námskeið af þessu tagi við ágætar móttökur.
Námskeiðið er haldið á vegum Íþróttafélags fatl-
aðra en er öllum opið, ófötluðum jafnt sem fötl-
uðum áhugamönnum um bogfimi,“ segir Þröstur.
„Við höfum reynt að höfða sérstaklega til þeirra
ungmenna og unglinga, sem hafa ef til vill minni
áhuga á boltaíþróttanámskeiðum, sem vanalega
er nóg framboð af yfir sumartímann. Hins vegar
eru allir velkomnir á námskeiðið, á öllum aldri, og
þannig ekki óalgengt að foreldrar smitist af áhug-
anum og taki líka þátt í æfingum.“
Íþróttafélag fatlaðra hefur ágæta æfingaað-
stöðu í íþróttahúsi sínu og fá þátttakendur lán-
aðan boga við sitt hæfi:
„Á námskeiðinu er gefin kynning á grunn-
atriðum bogfimiíþróttarinnar, þátttakendur læra
undirstöðuatriði þeirrar tækni sem beitt er þegar
skotið er af boga og fá tilsögn á æfingum,“ út-
skýrir Þröstur.
Bogfimiíþróttina geta allir stundað, óháð aldri,
kyni styrkleika eða fötlun: „Samkvæmt lögum
þurfa þátttakendur að vera 12 ára eða eldri, en
bogfimi er á flestra færi að stunda, og höfum við
átt liðtæka bogmenn hérlendis sem komnir eru á
áttræðisaldur. Það er algengur misskilningur að
bogfimi krefjist mikils styrkleika, en raunin er sú
að bogfimi er umfram allt tæknileg íþrótt og
skiptir mestu um árangur að nota vöðva líkamans
rétt. Þannig hef ég séð mann sem æfði lyftingar
en gat ekki valdið boganum því hann beitti sér
ekki á réttan hátt.“
Bogfimi er keppnisíþrótt á ólympíuleikunum og
með elstu íþróttum sem stundaðar eru, enda bog-
inn talinn hafa fylgt manninum í yfir 50.000 ár:
„Þetta er einstaklingsíþrótt, en æfð í góðum fé-
lagsskap og getur verið mjög gefandi frístund,“
segir Þröstur.
Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir æfi bogfimi hér-
lendis segir Þröstur að áhugi fyrir íþróttinni hafi
farið vaxandi undanfarið: „Hér er æft bæði með
ólympískum bogum og trissubogum, og eigum við
nokkrar stórgóðar skyttur sem náð hafa ágætis
árangri á mótum erlendis.“
Íþróttahús fatlaðra er í Hátúni 14 og er þar æft
innanhúss á 18 metra færi, sem er stöðluð lengd.
Einnig eru æfingar stundaðar utanhúss, og þá á
30, 40 og 50 metra færi.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Íþrótta-
félags fatlaðra í Reykjavík á slóðinni www.ifr.is.
Einnig má finna á netinu Íslenska bogfimivefinn,
á slóðinni www.islandia.is/~jonei/.
Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Íþrótta-
húsi fatlaðra í síma 561 8266.
Íþróttir | Bogfimiíþróttin er við allra hæfi og stunduð jafnt af ungum sem öldnum
Sumarnámskeið í bogfimi
Þröstur Stein-
þórsson fæddist í
Reykjavík 1960. Hann
nam húsasmíði við Iðn-
skólann í Reykjavík. Á
árunum 1983 til 1988
starfaði Þröstur við
húsasmíði, en var leigu-
bílstjóri á árunum 1988
til 2002. Frá árinu
2002 hefur Þröstur
starfað hjá Íþrótta-
félagi fatlaðra. Þröstur hefur stundað bogfimi
til fjölda ára og í tvígang verið valinn íþrótta-
maður ársins í bogfimi. Þröstur sat í stjórn
Íþróttafélags fatlaðra frá 1997 til 2005. Sam-
býliskona Þrastar er Hanna Margrét Krist-
leifsdóttir förðunarfræðingur.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Árnaðheilla
ritstjorn@mbl.is
50 ÁRA afmæli. Í dag, 1. júlí, erfimmtug Auður Þorkelsdóttir.
Á þessum tímamótum verður Auður
erlendis. Hennar ósk í nafni Lækna-
reglunnar (Reglu heilagrar Margrétar
Maríu Alacoque) er að í stað gjafa láti
fólk gott af sér leiða til barnahjálpar og
annarra málefna bágstaddra. Þeir sem
vilja senda afmæliskveðjur, vinsam-
lega sendi kveðjur á reglan@simnet.is
og sms-skeyti í síma 892 8482.
Klukkur
HALLDÓR heitinn Dungal var mik-
ill málvísindamaður og lét eftir sig
orðasafn um allt er varðar áliðnað.
Íslendingar eru eina þjóðin í heim-
inum sem á slíkt safn. Halldór sagði
að ef íslenska þyrfti tæknitexta gæti
verið gott að finna uppruna orðanna.
Nú er uppi ágreiningur um hver
sé munur á skipsklukku og skips-
bjöllu. Samkvæmt orðabók Cassels
frá 1940 er klukka (clock) tæki til að
mæla tíma, oftast kringlótt skífa
með tölustöfum 1–12 og tveimur vís-
um. Sama heimild segir að orðið bell
(bjalla) sé hlutur sem gefur frá sér
hljóð. Orðið er skylt orðinu bellows
sem er komið af forníslenska orðinu
belgr (belgur). Þegar físibelgir í
málmsmiðjum miðalda voru þandir
hvein í þeim og svo þegar smiðirnir
fóru að steypa bjöllur klipptu þeir
bara þrjá stafi aftan af orðinu bel-
lows og úr varð bell. Hvort á að
skrifa lukt með g eða k er ekki gott
að segja, ef það er skrifað með k get-
ur orðið þýtt lykt á sænsku og getur
á þann hátt valdið misskilningi.
Halldór Laxness fékk það við-
urkennt fyrir Hæstarétti að það
væri ritfrelsi á Íslandi og þess vegna
mættu menn skrifa öll orð með þeim
stöfum sem væru fallegastir. Mark
Twain sagði að í Þýskalandi væri
hægt að komast af með tvö orð sem
væru zu og Schlag. Schlagmutter
(tengdamamma), Schlaghammer
(slaghamar), svo fengju menn
Schlag (heilablóðfall) og þá væri far-
ið upp í rúm (zu Bett).
Sá er þetta ritar hefir komist að
því að í Rúmeníu er hægt að komast
af með þrjú orð. Una bere (einn
bjór) og do bere (tvo bjóra).
Gestur Gunnarsson.
Kvöldsagan Drekar
og smáfuglar
HÚSMÓÐIR í Kópavogi lætur í ljós
í Velvakanda 29. júní mikla ánægju
með kvöldsöguna sem nú er á Rás 1,
Drekar og smáfuglar.
Hún er ekki ein um að hrífast af
frábærum lestri þessarar merku
skáldsögu, sem er eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson. Þetta er síðasta bindið í
þriggja bóka flokki um Pál Jónsson
blaðamann og líf hans í Reykjavík á
fimmta tug aldarinnar sem leið. En
flytjandi sögunnnar er ekki Borgar
Garðarsson eins og missagt er hjá
béfritara, heldur Þorsteinn Gunn-
arsson. Drekar og smáfuglar er svo
löng saga að einungis fyrri hluti
hennar verður á dagskrá í sumar, en
seinni hlutinn kemur síðar. Vona ég
að bréfritari geti sér til ánægju
hlustað á fleiri kvöldsögur og raunar
líka útvarpssögur á daginn. Leitast
er við að velja jafnan góðar sögur,
hafa þær fjölbreyttar og vanda til
flutningsins eftir föngum.
Gunnar Stefánsson, RÚV.
50 ÁRA afmæli. Í dag, 1. júlí, verð-ur fimmtugur Stefán Sigurðs-
son framkvæmdastjóri. Í tilefni dags-
ins taka Stefán og Elín eiginkona hans
og synir á móti vinum og ættingjum í
vetrargarði Perlunnar milli kl. 17 og
19.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. h3 e6 5.
Bd3 d5 6. e5 Rfd7 7. Bc2 Rc6 8. d4 b6 9.
O-O cxd4 10. Ba4 Dc7 11. Rxd4 Rxd4
12. cxd4 Ba6 13. He1 b5 14. Bb3 Hc8
15. Bf4 Rb6 16. Df3 Rc4 17. Rc3 Db6
18. a4 b4 19. a5 Db7 20. Ba4+ Kd8 21.
Rd1 Bb5 22. Bg5+ Ke8 23. a6 Db6 24.
Bxb5+ Dxb5 25. De2 h6 26. Be3 Be7
27. h4 b3 28. h5 Bb4 29. Hf1 Hc6 30.
Dd3 Hxa6 31. Hxa6 Dxa6 32. Dxb3
Db6 33. Dd3 Be7 34. f4 f5 35. exf6 Bxf6
36. Bf2 Kd7 37. f5 He8 38. fxe6+ Hxe6
39. Rc3 Dc6 40. b3 Rb6 41. Ha1 Db7 42.
Db5+ Ke7 43. Da6 Dxa6 44. Hxa6 Hd6
45. Hxa7+ Ke6 46. g4 Hc6 47. Re2 Hc2
48. Rf4+ Kd6 49. Rd3 Hc3 50. Rc5
Hc1+ 51. Kg2 Hc2 52. Kf3.
Staðan kom upp á hollenska meist-
aramótinu sem er nýlokið í Hilversum.
Stórmeistarinn Jan Smeets (2535)
hafði lengst af staðið höllum fæti með
svart gegn kollega sínum Friso Nijbo-
er (2584) en síðasti leikur hvíts gaf
svörtum færi á að snúa taflinu al-
gjörlega við. 52 … Hxf2+! 53. Kxf2
Bxd4+ 54. Kf3 Kxc5 55. Kf4 Kb4.
Svarta staðan er gjörunnin. 56. Kf5
Kxb3 57. Kg6 Rc4 58. Hb7+ Kc3 59.
Hc7 Be5 60. Hxg7 Bxg7 61. Kxg7 Re3
62. g5 hxg5 63. Kg6 Rg4 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Listasýning | Guðrún Pálína Guð-
mundsdóttir opnar í dag, laug-
ardag, sýninguna „Hlynur sterkur
Hlynur“ (portret af Hlyni Hallssyni
myndlistarmanni) á Café Karólínu í
Listagilinu á Ak-
ureyri. Þetta er
þriðja sýningin í
röðinni af
stjörnumerkja-
portrettum unn-
in sem innsetn-
ing í rými.
Formið á sýn-
ingunni „Hlynur
sterkur Hlynur“
er miðað við Café
Karólínu og lengd bekkjanna. Þetta
eru tvö jafnlöng verk og bekkirnir
og hæð þeirra miðast við A4 papp-
írsstærð. Formið er hugsað sem út-
breiddar blaðsíður úr handskrif-
aðri bók með stjörnukortum og
ljósmyndum af Hlyni og fjölskyldu
hans. Verkið er fyrst og fremst
sjónræn upplifun af illlæsilegum
texta, myndum og kortum frekar
en aðgengilegar upplýsingar út frá
stjörnukorti Hlyns.
Sýningin verður opnuð kl. 14 á
morgun og stendur til 4. ágúst. All-
ir eru velkomnir á opnunina.
Á sama tíma stendur yfir sýn-
ingin „Mjúkar línur / Smooth lines“
eftir Joris Rademaker á Karólínu
Restaurant.
„Hlynur sterkur
Hlynur“
Hlynur Hallsson
Í SUMAR verður menningarveisla á
Sólheimum í Grímsnesi með ýmsum
sýningum á verkum eftir íbúa
svæðisins, reglulegum staðarskoð-
unum og vikulegum tónleikum.
Í dag, 1. júlí, er komið að fimmtu
tónleikum sumarsins. Þá mun
brasskvintettinn Renaissance Brass
flytja okkur norræna tónlist og m.a.
frumflytja nýtt verk eftir Þóru
Marteinsdóttur. Renaissance Brass
er að hefja tónleikaferðalag um
Norðurlöndin og eru tónleikarnir á
Sólheimum fyrstu tónleikarnir í því
ferðalagi.
Tónleikarnir hefjast klukkan
13.30 og aðgangur er ókeypis.
Sumartónleikar á Sól-
heimum í Grímsnesi
SUMARSÝNINGIN 2006 er í sýning-
arsal Handverks og hönnunar. Til sýn-
is er bæði hefðbundinn íslenskur list-
iðnaður og nútímahönnun úr
fjölbreyttu hráefni. Á sýningunni eru
hlutir m.a. úr leir, gleri, pappír, tré,
roði, ull og silfri. Um uppsetningu sýn-
ingar sáu Margrét Jónsdóttir leir-
listakona og Ragna Fróða fatahönn-
uður.
Sýningin er haldin í kjölfar sam-
keppni sem fjölmargir tóku þátt í og
valdi dómnefnd muni frá þrjátíu og sjö
aðilum til sýningar.
Sýningin stendur frá 1. júlí til 27.
ágúst 2006.
Sumarsýn-
ing Hand-
verks og
hönnunar