Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 48
48 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Dans á Rósum
frá Vestmannaeyjum í kvöld
Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar
www.kringlukrain.is sími 568 0878
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
1. júlí kl. 12.00:
Per Ahlman, orgel.
2. júlí kl. 20.00:
Per Ahlman, organisti frá Svíþjóð,
leikur verk m.a. eftir
Bach, Mozart, Whitlock og
Olsson.
Á ÞAKINU
Í dag Uppselt
6. júlí kl. 20.00 örfá sæti
7. júlí kl. 20.00 örfá sæti
8. júlí kl. 20.00 laus sæti
13. júlí kl. 20.00 laus sæti
14. júlí kl. 20.00 laus sæti
15. júlí kl. 20.00 laus sæti
Miðasalan er í síma 568 8000
www.borgarleikhus.is
www.minnsirkus.is/footloose
SJÁLFSTÆÐU
LEIKHÚSIN
Tjarnarbíó
Sími 561 0250
Mán. 3/7 Kl. 20:30
Otomoto
– Danmörk
History of My Stupidity
– Króatía
Miðaverð 2.500
Sun. 16/7 Kl. 20:30
This Side Up
– Singapore
Miðaverð 2.000
www.leikhopar.is
! " ! # $! % & !!
! '((
)
* + ,
*
,! ,# -! ( !!
* + ,
*
,! ,# -! ( !!
).
.
/ !"
$ 0
/#
*# + ,
* 1
*
2
!
# ! "# !!
3 "
4! 5
# $% &! Í LISTASAFNI ASÍ verður í dag
opnuð sýning á vatnslitamyndum
fimm listamanna. Yfirskrift sýning-
arinnar er „AKVARELL ASÍ
REYKJAVÍK“ og er Kristín Þor-
kelsdóttir meðal sýnenda: „Á sýn-
ingunni gefur að líta þrjár kynslóðir
íslenskra listamanna, þann elsta
fæddan 1909 og þann yngsta 1954,“
segir Kristín. „Allir hafa þessir mál-
arar ástríðu fyrir vatnslitun, en það
er árátta sem óhætt er að segja að
maður losnar ekki svo glatt við þeg-
ar hún nær á manni tökum.“
Elstu verkin á sýningunni eru
eftir Svavar Guðnason og úr eigu
listasafnsins. Svavar var frumherji
abstraktlistar á Íslandi en verkin á
sýningunni eru gjöf ekkju lista-
mannsins, Ástu Eiríksdóttur, til
safnsins.
„Eiríkur Smith er fæddur 1935.
Verk hans eru óhlutbundin en hafa
sterka skírskotun til náttúrunnar.
Hafsteinn Austmann er fæddur
1934, og gerir í verkum sínum til-
raunir með byggingu, hreyfingu og
liti,“ útskýrir Kristín sem sjálf er
fædd 1936 og sýnir í listasafninu
landslagsmyndir sem hún lýsir sem
ljóðrænum abstraksjónum af
náttúrunni en verk hennar á sýn-
ingunni bera yfirskriftina „Seint
verða fjöllin fullmáluð.“
Yngstur er Daði Guðbjörnsson,
fæddur 1954: „Það má greina tölu-
verðan mun á verkum hans og eldri
listamannanna á sýningunni. Mynd-
ir hans eru ærslafengnar og bjartar,
og stundum sagt um Daða að hann
sé að stofna til ærslafenginnar há-
tíðar í þeirri von að ofurlítil geggjun
komi vitinu fyrir fólk,“ segir Krist-
ín.
Myndlist | Fimm íslenskir vatnslitamálarar í Listasafni ASÍ
Þrjár kynslóðir listamanna
Morgunblaðið/Eggert
Daði Guðbjörnsson, Hafsteinn Austmann, Eiríkur Smith og Kristín Þorkelsdóttir eiga öll verk á sýningunni.
Sýningin AKVARELL ASÍ REYKJA-
VÍK stendur til 13. ágúst.
Listasafn ASÍ er opið alla daga
nema mánudaga frá 13 til 17 og er
aðgangur að safninu ókeypis.
BANDARÍSKA myndlistarkonan
Joan Backes opnar í dag sýningu í
Safni við Laugaveg 37 í Reykjavík.
Hún verður sjálf viðstödd opnunina.
Yfirskrift sýningarinnar er Beneath
the Surface og samanstendur af ný-
legum málverkum eftir listakonuna.
Joan Backes kom fyrst til Íslands
árið 1989 og hefur dvalist hér á landi
reglulega eftir það. Hún notast við
ýmsa miðla í verkum sínum en
þungamiðja þeirra er fínleg vinna
með tré úr skógum ýmissa landa. Til
dæmis hefur Backes stækkað upp
hluta af trjáberki í verkum sínum og
þannig dregið fram smáatriði þeirra
að því marki að verkin verða óhlut-
bundin.
Vekur spurningar um
náttúruvernd í verkum sínum
Viðfangsefnið og hinn sjónræni
þáttur afbyggingarinnar vekja upp
spurningar um náttúruvernd og vísa
til samsömunar milli skóga og menn-
ingarlegs sjálfsskilnings, kemur
fram í fréttatilkynningu. Verkin eru
máluð með akrýlmálningu á viðar-
plötur. Þau hafa verið sýnd víða í
Bandaríkjunum og einnig í Kanada,
Þýskalandi og Tyrklandi.
Auk verka Backes verða sýnd
verk úr safneign Safnsins. Opnun
sýninganna er kl. 16 í dag og þær
munu standa til 6. ágúst.
Myndlist | Opnun
í Safni í dag
Backes
kafar undir
yfirborðið
Joan Backes stækkar
upp hluta af trjáberki
í verkum sínum.
SÝNINGIN Alþjóðleg sýn – Inter-
national View 2006 verður opnuð í
dag kl. 15 í Listasal Mosfellinga í
Kjarnanum. Í tengslum við sýning-
una verður svo opnuð Alþjóðleg
vinnusmiðja – International
Workshop 2006 föstudaginn 7. júlí
kl. 20.
Fyrir sýningunni og vinnusmiðj-
unni standa 13 listamenn frá 5 Evr-
ópulöndum. Þau eru Aase Hojer,
Bertine Knudsen og Bodil Rosen-
berg frá Danmörku; Cormac Healy
frá Írlandi; Wiebe Bloemena, Nico
Lootsma og Ellen Timmerman frá
Hollandi; Giovanna Martinelli frá
Ítalíu; Laufey Pálsdóttir, Hildur
Margrétardóttir, Ólöf Oddgeirs-
dóttir, Kristín Geirsdóttir og Hlíf
Ásgrímsdóttir frá Íslandi.
Kjarni þessa fjölþjóðlega hóps
varð til árið 1997 þegar hann tók
þátt í International Artist Plenary í
Litháen. Síðan þá hefur hópurinn
komið saman í ýmsum löndum við
ólíkar aðstæður, vaxið og endurnýj-
ast. Þetta er áttunda verkefni hans
í sex löndum.
Listamennirnir koma með verk
sérstaklega unnin fyrir sýninguna,
en uppsetning og skipulag er á
höndum Hildar Margrétardóttur. Á
meðan á dvöl erlendu listamann-
anna stendur vinna þeir svo með ís-
lensku listamönnunum í vinnu-
smiðju í Listsalnum í Þrúðvangi í
Álafosskvosinni. Unnið verður und-
ir vinnuheitinu „View“ eða „Sýn“
þar sem sjónum verður beint að
landi og þjóð með ýmiss konar
skissuvinnu, teikningum og óvænt-
um uppákomum. Gera má ráð fyrir
að listamennirnir sjálfir verði fyrir
áhrifum af íslenskri náttúru sem
gæti speglast með einhverjum
hætti í verkum þeirra.
Sýningin og vinnusmiðjan standa
yfir til 10. júlí.
Frá vinnusmiðju/sýningu á síðasta ári sem var í borginni Nay undir
Píreneafjöllunum. Myndina tók Wiebe Bloemena, einn þátttakendanna.
Sýningin Alþjóðleg sýn og
vinnusmiðja í Mosfellsbæ