Morgunblaðið - 01.07.2006, Side 49

Morgunblaðið - 01.07.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 49 MENNING Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Trieste á Ítalíu 5. júlí í 1 eða 2 vikur eða 12. júlí í viku. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Ítalíu eða yfir til Króatíu á einstökum kjörum. Gisting í Porec í Króatíu í boði og hinum einstaklega fallega bæ Rovinj. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Ítalíu/Króatíu 5. eða 12. júlí frá kr. 19.990 Aðeins örfá sæti Munið Mastercard ferðaávísunina Gisting frá kr. 2.900 Netverð á mann á nótt, m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði á Hotel Delfin í Porec. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann. Mr. Skallagrímsson - leiksýning í Borgarnesi MIÐAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist Leikhústilboð. frá kr. 4000 - 4800 Matur, leiksýning og frítt í Hvalfjarðargöngin til baka. í boði Landnámsseturs Lau. 1. júlí kl. 20 laus sæti Sun.2. júlí kl. 20 laus sæti Fös. 7. júlí kl. 20 laus sæti Lau. 8. júlí kl. 20 laus sæti Sun.9. júlí kl. 20 laus sæti Fös. 14. júlí kl. 20 laus sæti Lau. 15. júlí kl. 20 laus sæti Sun.16. júlí kl. 20 laus sæti Fös. 21. júlí kl. 20 laus sæti Lau. 22. júlí kl. 20 laus sæti Sun.23. júlí kl. 20 laus sæti Fös. 28. júlí kl. 20 laus sæti Lau. 29. júlí kl. 20 laus sæti Sun.30. júlí kl. 20 laus sæti ÞAÐ kemur ekki á óvart að dansinn er í aðalhlutverki í þessari sýningu á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Kvikmyndin sem þessi söngleikur er byggður á var ekki söngvamynd heldur voru samin ýmis lög og textar sem vísuðu til atriða í myndinni og persónurnar gátu dansað eftir. Aðrar slíkar myndir frá svipuðum tíma sem koma upp í hugann eru Flashdance frá 1983 og Dirty Dancing frá 1987. Þessar þrjár myndir eiga það líka sameiginlegt að dans er í þeim öllum tákn fyrir frelsi einstaklingsins gegn utanaðkomandi öflum sem vilja hefta aðalpersónurnar á einhvern hátt. Söguhetjurnar nota dansinn til að berjast fyrir einhverju sem skiptir þær miklu máli, gegn því sem stend- ur þeim fyrir þrifum og svo auðvitað til að tjá drauma sína og þrár. Unnur Ösp Stefánsdóttir kemur hér fram á sjónarsviðið sem leikstjóri í atvinnuleikhúsi og má vel við una. Það er ekki heiglum hent að stýra tuttugu og þremur leikurum, döns- urum og söngvurum á sviði samtímis. Enda kemur á daginn að hún hafði tækifæri til að fylgjast með þeim leikstjóra íslenskum sem hefur náð hvað bestum árangri í fjölmennum sýningum, Þórhildi Þorleifsdóttur, en Unnur var henni til aðstoðar við uppsetningu á söngleiknum Chicago fyrir tveimur og hálfu ári. Unnur hef- ur líka lært af því sem þar fór miður og fellur aldrei í þá gryfju að hleypa lítt fótafimum leikurum á svið til að dansa í hópatriðum. Hér dansa að- eins þeir sem til þess eru færir með frábærum árangri. Sænski danshöfundurinn Roine Söderlundh hefur unnið stórvirki við að ná því besta fram úr danshópnum. Hann leggur litla áherslu á stífan hópdans þar sem allir dansa sömu sporin á sama tíma enda á mörk- unum að karldansararnir nái að dansa sannfærandi saman í takt. Í staðinn leyfir hann hverjum ein- stökum dansara að njóta sín í því sem hann gerir best. Hvort sem dans- ararnir koma úr dansflokknum, hafa þroskast í samkvæmisdönsum eða hlotið þjálfun í fjölmörgum söng- leikjauppsetningum síðari ára fá allir hér tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og hópatriðin eru á stundum ein- staklega glæsilega útfærð. Heildar- útkoman í flutningi lagsins „Sá eini sanni“ var t.d. frábær, þar var spenn- an byggð upp hægt og bítandi og þó að söngurinn hefði mátt vera betur heppnaður voru allir aðrir þættir eins og best verður á kosið. Ísak Halldórsson Nguyen, Guð- mundur Elías Knudsen, Brad Sykes, Maxim Petrov og Bjartmar Þórð- arson standa sig best karldans- aranna og komust ágætlega frá því að leika lítil hlutverk. Sigurjón Brink og Þorvaldur Davíð Kristjánsson fylgja þeim fast á eftir. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Selma Björnsdóttir eru fremstar í flokki danskvenna, Halla Vilhjálmsdóttir var alveg á hæla þeim ásamt Írisi Maríu Stef- ánsdóttur og Ástu Bærings Bjarna- dóttur. Dansatriðin iðuðu af lífi: sífellt ný spor, sannfærandi heildarmynd, skiptingar á dönsurum úr og í dans- inn skapaði endalausa fjölbreytni svo það var nær aldrei dauður punktur. Söderlundh hefur greinilega einstaka hæfileika til að byggja upp drama- tíska spennu í hverjum dansi þar til hápunkti er náð. Sviðsmyndin var einföld, gríð- arlegur stillans með alls níu rýmum sem sum styttri atriðin voru leikin í. Veigameiri hlutar voru leiknir fram- arlega á sviðinu og í fjölmennari at- riðum var járnbákninu lyft til að gefa rými og fjölbreytni. Það var greini- legt að leikmyndin var hugsuð út frá dansinum og sem slík nýttist hún vel. Myndum og munstrum var varpað á fletina til að gefa til kynna breytta staðhætti. Ljósahönnunin var fjölbreytt en það hefði verið gaman ef gengið hefði verið lengra og ljósin höfð ýktari í anda tímabilsins, sérstaklega þegar tillit er tekið til fábreytni leikmynd- arinnar. Einnig kom það nokkuð á óvart að búningarnir væru ekki meira notaðir til að ýta undir grínið. Kannski hafa aðstandendur talið að ýktustu þætt- irnir í tísku tímabilsins yrðu leik- urunum fjötur um fót en í raun er þarna upplagt tækifæri látið ónotað. Leikurinn kemur í heild skemmti- lega á óvart. Þó að verkið sjálft gefi ekki færi á mjög djúpri persónusköp- un var flest vel af hendi leyst. Þor- valdur Davíð Kristjánsson og Halla Vilhjálmsdóttir eru mjög sannfær- andi sem hið aðlaðandi ástfangna par enda bæði stórglæsileg með mikinn sviðssjarma. Það eru Aðalbjörg Árnadóttir og Jörundur Ragnarsson sem koma mest á óvart á gamannótunum í hlut- verkum „bestu vina aðal“. Aðalbjörg finnur sífellt nýjar skoplegar hliðar á persónu sinni til að leyfa áhorfendum að hlæja að og það var hrein unun að fylgjast með Jörundi kljást við hinn einfalda sveitadreng. Hann gefur aldrei neitt eftir og er ávallt jafn sannfærandi í túlkun persónunnar, hvort sem er í tali, tiktúrum, dansi eða söng. Selma Björnsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir komast vel frá sínu í hlutverkum vinkvennanna sem og Guðmundur Ingi Þorvaldsson sem hinn ofbeldisfulli kærasti prestsdótt- urinnar. Jóhann Sigurðarson nær vel að sökkva sér ofan í persónu hins tregafulla predikara rétt eins og hóp- ur rútíneraðra leikara, Sóley Elías- dóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Páll Sigþór Pálsson, Margrét Áka- dóttir og Björk Jakobsdóttir, fer létt með lítil hlutverk fullorðna fólksins. Söngvarar og dansarar leika svo ennþá minni hlutverk með ágætum. Gísli Rúnar Jónsson leikur sér að nútímaorðfæri með viðeigandi slett- um og orðskrípum þó að fjölmargt slíkt af flóknara taginu skili sér illa fram í sal. Helstu söngtextarnir hitta beint í mark enda vandaðir og smellnir en á stundum er klisjum hlaðið á klisjur ofan eins og í texta Jóhanns Sigurðarsonar undir lokin þar sem Gísli Rúnar leitar m.a. fanga í Aravísum. Það er greinilegt að grín- ið hvetur þýðandann til stórra verka en væmnislegu kaflarnir lama dug hans og þor. Útsetningar Þorvalds Bjarna Þor- valdssonar eru hæfilega mikið í anda níunda áratugarins auk þess sem hann lagar þær að nútímagildum. Í upphafi „Þess eina sanna“ leikur hann sér t.d. mjög skemmtilega að því að bjaga hljóminn áður en hann breikkar hann út eins og mögulegt er. Þetta er aðeins ein af fjölmörgum skemmtilegum lausnum og það er greinilegt að Þorvaldi er umhugað um að ná sem mestum mögulegum krafti út úr hröðu lögunum með þétt- um hljómi enda hljóðfæraleikurinn snarpur, áferðarfallegur og snurðu- laus. Í þeim tilfellum sem óskyld lög frá tímabilinu hafa verið valin í sýn- inguna og önnur felld úr söng- leiknum í staðinn er það til bóta enda nauðsynlegt hér að áhorfendur grípi laglínuna í meirihluta tónlistarinnar. Hver sá sem ætlar að setja upp söngleik hér á landi stendur ósjálf- rátt frammi fyrir töluverðum vanda. Hvað á að vera í fyrirrúmi við val á flytjendum. Sönghæfileikar, dansk- unnátta, færni í leik, útlit og fyrri sigrar í skemmtanabransanum eru allt þættir sem koma til greina. Þar sem dansinn er hér greinilega í fyr- irrúmi með glæsilegum árangri verð- ur eitthvað undan að láta og hér á það við söng nokkurra flytjendanna. Sumir söngvaranna standa sig samt með prýði. Selma Björnsdóttir er þar fremst í flokki og Aðalheiður Ólafsdóttir (Heiða í „Idol“) skilar vandaðri vinnu. Jóhann Sigurðarson fer líka létt með þann söng sem hon- um er falinn og Matthías Matthías- son hljómar að vanda vel. Þessir söngvarar ásamt ýmsum öðrum eru svo akkeri sýningarinnar í kór- söngnum sem bregst hvergi. Vandamálið er frammistaða söngvara í aðalhlutverkum. Það er samt langt í frá að þau valdi ekki hlutverkunum enda ekkert út á túlk- un þeirra í lögunum að setja, það hljómar meira eins og þau hafi ekki lært nógu mikið á raddir sínar til að beita þeim skynsamlega. Þau áttu það öll sammerkt á frum- sýningu Þorvaldur Davíð Krist- jánsson, Halla Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson að ná ekki hæstu tónunum í kraftmeiri lög- unum og í raun virtist gæta þreytu í röddinni í öllum þremur tilfellunum þannig að örlaði á hæsi. Það sem rennir stoðir undir þetta er að þau voru öll betri á aðalæfingu. Þorvald- ur og Halla skiluðu aftur á móti söngnum mun betur í rólegu lög- unum á frumsýningu. Öll hafa þau fallegar raddir, eins og t.d. frammi- staða Höllu á kynningarútgáfu „Þess eina sanna“ sýnir, þess hefur bara ekki verið gætt að ofgera þeim ekki. Þetta er lýti á annars vel heppnaðri sýningu og það er að vona að þre- menningunum gefist ráðrúm til að hvíla raddirnar og beita þeim betur. Frumuppsetning söngleiksins Fo- otloose hér á landi er skemmtileg sýning og vel útfærð. Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson og Roine Söderlundh mega vera stolt af sínum þætti í sýningunni og Halla Vilhjálmsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aðalbjörg Árna- dóttir og Jörundur Ragnarsson sanna að þau eiga framtíð fyrir sér á sviði. Aðal sýningarinnar er fjör- mikil, fjölbreytt og glæsileg dans- atriði, kunnugleg tónlist sem er gam- an að rifja upp að nýju og lunkinn gamanleikur. Aðstandendum var klappað lof í lófa. Í dóminum segir að listrænir stjórnendur megi vera stoltir af sínum þætti. Dansinn í fyrirrúmi LEIKLIST Borgarleikhúsið – 3 Sagas Entertainment og Á þakinu Höfundar söngleiksins: Dean Pitchford og Walter Bobbie. Höfundur upphaflegs kvikmyndahandrits og söngtexta: Dean Pitchford. Íslensk þýðing, aðlögun og leikgerð: Gísli Rúnar Jónsson. Höfundur meginhluta tónlistar: Tom Snow. Aðrir lagahöfundar: Eric Carmen, Sammy Hag- ar, John Cougar Mellencamp, Kenny Loggins, Michael Sembello og Jim Stein- man. Tónlistarstjóri og útsetjandi: Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson. Hljóðfæraleik- arar: Friðrik Sturluson, Kjartan Valdemarsson, Ólafur Hólm, Vignir Snær Vigfússon og Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son. Danshöfundur: Roine Söderlundh. Útlitshönnun (ljós og leikmynd): Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir. Búningahönnun: Hildur Hafstein. Förðun: Fríða María Harðardóttir. Hár: Magni Þor- steinsson. Hljóð: Gunnar Árnason. Leik- stjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir. Leikarar, dansarar og söngvarar: Aðalbjörg Árna- dóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Ásta Bær- ings Bjarnadóttir, Bjartmar Þórðarson, Björk Jakobsdóttir, Brad Sykes, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halla Vilhjálmsdóttir, Íris María Stef- ánsdóttir, Ísak Halldórsson Nguyen, Jó- hann Sigurðarson, Jörundur Ragnarsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Margrét Áka- dóttir, Matthías Matthíasson, Maxim Petrov, Páll Sigþór Pálsson, Selma Björnsdóttir, Sigurjón Brink, Sóley Elías- dóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Borgarleikhúsið: Fimmtudagur 29. júní. FOOTLOOSE Sveinn Haraldsson UM þessar mundir hefst 20. starfsár Sumartónleika við Mývatn og verða fyrstu tónleikarnir í Reykjahlíðar- kirkju í kvöld kl. 21. Margrét Bóas- dóttir hefur verið listrænn stjórn- andi frá upphafi og verða lokatónleikar sumarsins hundr- uðustu tónleikarnir. Á fyrstu tón- leikunum kemur fram tónlistarhóp- urinn Katla. Kötlu skipa Svava K. Ingólfsdóttir, Jóhanna Valsdóttir, Magnús Ragnarsson og Bjartur Logi Guðnason. Á efnisskránni eru íslensk þjóðlög, einsöngslög, kór- tónlist og útsetningar og frumsamin tónlist eftir Magnús og Bjart Loga. Tónlistarflytjendurnir í sumar tengjast allir Mývatnssveitinni á einhvern hátt. Tónleikarnir eru að jafnaði klukkustund og er aðgangur ókeypis. Þeir verða í Reykjahlíð- arkirkju öll laugardagskvöld í júlí og einnig verða tvennir tónleikar á sunnudagskvöldum í Skútustaða- kirkju. Sumartón- leikar við Mývatn Morgunblaðið/ Jim Smart Tónlistarhópurinn leikur á fyrstu Sumartónleikunum við Mývatn í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.