Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 50
50 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006
mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó?
eee
S.V. MBL.
Mögnuð endurgerð af hinn
klassísku The Omen !LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ?
eee
VJV - TOPP5.is
eee
S.V. MBL.
YFIR 48.000 GESTIR!
eee
D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM
SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS.
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
www.xy.is
200 kr afsláttur
fyrir XY félaga
eee
B.J. BLAÐIÐ
eee
S.V. MBL.
eee
V.J.V.Topp5.is
Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins!
VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG!
Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...?
...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað?
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 4, 6, 8 OG 10.10 B.I. 12.ÁRA.
Click kl. 2 (400 kr), 4, 8, 10.10 B.i. 10 ára
Just My Luck kl. 2 (400 kr)
RV kl. 6
Click kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Click LÚXUS kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Just My Luck kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
RV kl. 1.30, 3.40, 5.50 og 8
X-Men 3 kl. 10.10 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 1.30 og 4
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 1.30
Frábær unglinga gamanmynd með
Lindsey Lohan í fantaformi!
HÚN VAR HEPPNASTA STELPAN Í BÆNUM
ÞANGAÐ TIL DRAUMAPRINSINN EYÐILAGÐI ALLT!
ROBIN WILLIAMS
1 fjölskylda - 8 hjól
ENGAR BREMSUR
eee
Topp5.is - VJV
Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins.
Fimmtudagskvöldið var gottkvöld hér á Hróarskeldu.Skýjað var yfir daginn enþegar leið á kvöldið létti
svo um munaði og í gær byrjaði sól-
in að skína. Íslendingarnir hér eru
flestir bleikir eins og rækjur, þar
sem við höfum ekki notið mikillar
sólar í sumar. Hitinn er nánast
óbærilegur á morgnana og eru rað-
irnar í sturturnar farnar að lengj-
ast. Oft þarf fólk að bíða í hálftíma
bara til þess að komast á klósett
eða fá mat á tjaldstæðunum. Í
morgun hélt ég að ég myndi hrein-
lega pissa í buxurnar þar sem ég
stóð og beið í röð. Starfsfólk hátíð-
arinnar hefur ekki undan að tína
upp rusl, en flöskum, plasti og dós-
um geta gestir skilað í bjórsölurnar
og fengið peninga í staðinn. Vegna
þessa er lítið um drasl og glerbrot,
eins og ég hef oft séð á útihátíðum
heima. Fólkið hér er mjög samrýnt
og má segja að vinahugur ríki með-
al langflestra sem hér eru og er
andrúmsloftið hér einstaklega gott.
Man fífil sinn fegurri
Guns‘n Roses er án efa mest um-
talaða hljómsveit hátíðarinnar.
Margir efuðust um að forsprakki
sveitarinnar, W. Axl Rose, myndi
láta sjá sig og þegar æstir áhorf-
endur voru búnir að bíða í tæplega
klukkutíma umfram auglýstan tíma,
lét maðurinn loksins sjá sig. Honum
var fagnað einstaklega vel og mér
þótti frábært að fá loksins að sjá
manninn sem heiðraði ungmeyj-
ardrauma mína sem mest á árum
áður. Hljómsveitin byrjaði á að
spila ,,Welcome to the Jungle“ og
eftir það rak hver smellurinn ann-
an. Þó var ekki laust við að Slash og
fyrri meðlima sveitarinnar væri
saknað, Axl er farinn að eldast og
má muna fífil sinn fegurri. Hann
var með hræðilega hallærislegar
gervifléttur í hárinu og mér þótti
hann ekki gefa mikið af sér. Samt
var gaman að sjá hann, rödd hans á
sér enga líka og lögin standa alltaf
fyrir sínu. Guns’n Roses spiluðu í
rúmlega tvo klukkutíma, ný lög og
gömul ásamt því að taka lög ann-
arra sveita eins og til dæmis For-
eigner. Afar áhugavert.
Rígmontnir Íslendingar
Þegar leið á kvöldið rölti ég yfir á
Arena-sviðið sem Sigur Rós spiluðu
á og ég verð að segja að það er al-
veg með ólíkindum hvers konar
áhrif hljómsveitin hefur á tónleika-
gesti. Fyrir þá sem hafa aldrei séð
Sigur Rós spila áður er það mikil
upplifun að sjá hegðun aðdáenda
sveitarinnar. Fólk baðaði út öllum
öngum, sumir lögðust í jörðina hálf-
grátandi á meðan aðrir föðmuðust
eða fóru í eitthvert óskiljanlegt
ástand. Við félagarnir stóðum í
hnapp rígmontin yfir því að vera Ís-
lendingar og brostum allan hring-
inn. Þar sem Sigur Rós var síðasta
hljómsveit kvöldsins fórum við
nokkur í heimsókn til þeirra bak-
sviðs, nutum gestrisni þeirra og
skemmtum okkur saman fram á
rauða nótt. Strákarnir voru afar
ánægðir með tónleikana og lofuðu
tónleikagesti mikið, en á tónleika
Sigur Rósar mættu um tuttugu þús-
und áhorfendur. Það var mikið um
gleðskap á tjaldsvæðunum um nótt-
ina, partítjöld hafa verið reist víða
og sumir hafa tekið með sér hingað
risavaxna magnara og spila úr þeim
danstónlist fram undir morgun.
Þögult diskótek
Af tónleikum föstudagsins var
það líklega koma Bob Dylans sem
mér þótti mest um. Reyndar
spiluðu Happy Mondays á sama
tíma svo að mikið var um hlaup,
sem betur fer eru sviðin ekki langt
frá hvort öðru, því auðvelt er að
eyðileggja fyrir sér dvölina hér með
lúnum beinum. Hin færeyska Eivör
Pálsdóttir spilaði í Roskilde Lo-
unge, sem er lítið svið með sandi í
stað gólfs undir tjaldinu. Þar spilaði
hún ein og mátti sjá marga Íslend-
inga og Færeyinga á hljómleikum
hennar. Henni var fagnað vel og var
hún afar sæl með tónleikana.
Í kvöld fáum við m.a. að sjá Ka-
nye West og uppáhaldið mitt,
George Clinton. Það verður því
mikið um hiphop og funk á þessum
fallega laugardegi. Einnig koma
fram sveitirnar Primal Scream og
Tool sem njóta talsverðrar hylli.
Á daginn þegar færri sveitir spila
má finna sér ýmislegt skemmtilegt
að gera. Hér er svo mikið af búðum
og mörkuðum að ég gæti eytt allri
hátíðinni þar án þess að leiðast. Hér
er ótrúlega fyndið diskótek þar sem
tónlistin kemur eingöngu úr heyrn-
artólum sem maður fær við inngang
þess en þá virðist sem allir séu að
dansa í þögn. Hér er hár og mikill
klifurveggur fyrir þá sem vilja
klifra og margt fleira skemmtilegt.
Með því kveð ég og held áfram að
njóta þessarar skemmtilegu hátíð-
ar.
Tónlist | Hróarskelda: Annar dagur af fjórum
20.000 manns
fylgdust með
Sigur Rós
AP
Hljómsveitin Guns’n Roses með Axl Rose í broddi fylkingar lék á Gula sviðinu á fimmtudagskvöldið.
Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur