Morgunblaðið - 19.07.2006, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mallorca í ágúst
Viva Tropic
55.000,-Verð frá:
9. ágúst m.v. 2 fullorðna og 2 börn í viku.
Viva Tropic – íbúðahótel
Gestamóttaka 24/7
Strönd 200 m
Bar Já
Veitingastaður Já
Sundlaug | Garður Já | Já
Barnalaug | Leiksvæði Já | Já
Sólbekkir | Handklæði Já | Já
Skemmtidagskrá | Fyrir börn Já | Já
Heilsurækt Já
Tennisvöllur Já
Aðstaða fyrir fatlaða Já
Fyrsta flokks kostur á góðum stað í Alcúdia.
Þægilegar íbúðir og sérlega skemmtilegt leiksvæði
fyrir alla fjölskylduna. Sannarlega mikið fyrir lítið!
– ERU BETRI EN AÐRAR!
www.sumarferdir.is
Sími 575 1515
KOMNIR FRÁ BEIRÚT
Miklir fagnaðarfundir urðu í
Leifsstöð í gær þegar Íslendingarnir
sem voru í Beirút komust til Íslands
eftir langt og strangt ferðalag allt
frá því á sunnudagsmorgun. Þús-
undir erlendra borgara hafa verið
fluttar á brott frá Líbanon eftir að
sprengjur Ísraelsmanna byrjuðu að
falla á Beirút.
Vill verja landbúnaðinn
Geir Haarde forsætisráðherra
leggur áherslu á að finna þurfi sátta-
grundvöll þegar tekist er á um hvort
hægt sé að grípa til breytinga á
landbúnaðarkerfinu. Hann segist
vilja standa vörð um landbúnaðinn
og að stjórnarflokkarnir séu sam-
stíga um það.
Þrjár nýjar þyrlur
Lagt er til í nýrri skýrslu um
framtíðarskipulag þyrlubjörgunar-
þjónustu að hjá Landhelgisgæslunni
verði til frambúðar þrjár nýjar, stór-
ar, langdrægar björgunarþyrlur auk
TF-SIF, en Super Puma-vél Land-
helgisgæslunnar, TF-LIF, verði
seld.
Mikill flótti frá Líbanon
Talið er að um hálf milljón manna
sé á flótta frá Líbanon eða hafi misst
heimili sín þar undanfarna daga. Ísr-
aelsher býst við bardögum í nokkrar
vikur til viðbótar en sendinefnd SÞ
hefur reynt að ná samkomulagi milli
aðila. Hátt í 40 létust í átökum í gær.
Tré á Suðurskautinu?
Gangi spár bandarísks loftslags-
sérfræðings eftir munu tré vaxa á
Suðurskautslandinu eftir 100 ár. Ro-
bert Dunbar prófessor segir að mikil
losun koltvíoxíðs geti leitt til þess að
hlýnunin verði svo mikil að tré og
runnar geti þrifist á svæðinu.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 21/25
Fréttaskýring 8 Forystugrein 22
Viðskipti 12 Bréf 24
Verið 13 Minningar 26/29
Erlent 14/15 Myndasögur 32
Minn staður 16 Dagbók 32/35
Akureyri 17 Staður og stund 34
Suðurnes 18 Leikhús 36
Höfuðborgin 19 Bíó 38/41
Landið 19 Ljósvakamiðlar 42
Menning 19 Veður 43
Daglegt líf 20 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Á FUNDI Hitaveitu Suðurnesja með varnarliðinu
í gærmorgun var rætt með hvaða hætti gengið
yrði lögformlega frá samningsriftun þess síðar-
nefnda. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS,
skýrðu fulltrúar varnarliðsins á fundinum hvaða
þarfir varnarliðið hefði í framtíðinni, t.d. hvaða
hús væri nú þegar ljóst að varnarliðið hefði þörf
fyrir að kaupa heitt vatn fyrir, en þeirra á meðal
eru t.d. byggingar sem NATO er með.
„Síðan fóru þeir yfir lagalegu hliðina og óskuðu
eftir því, án nokkurrar ábyrgðar, að við settum
fram okkar kröfur með formlegum hætti, sem við
komum til með að gera í næstu viku, en ráðgert er
að funda í framhaldinu af því, þ.e. í ágústbyrjun,“
segir Júlíus og tekur fram að þessi viðbrögð varn-
arliðsins lofi góðu, en hins vegar sé enn ekkert í
hendi.
Lögfræðingum falið að útbúa kröfugerð
Eins og fram hefur komið telja stjórnendur
Hitaveitu Suðurnesja það samningsbrot af hálfu
varnarliðsins að segja samningnum upp fyrirvara-
laust, en í viðauka við hitaveitusamning HS við
varnarliðið frá árinu 1998 er tekið fram að varn-
arliðið megi minnka magnkaup sín hjá HS um 4%
á ári. Þar er einnig kveðið á um það að aðiljar
semji um ákveðna greiðslu, fari varnarliðið af
landi brott, en engrar ákveðinnar upphæðar er
getið í viðaukanum.
Aðspurður sagðist Júlíus að svo stöddu ekki
geta nefnt neinar tölur í þessu samhengi. Segir
hann lögfræðinga fyrirtækisins munu fara yfir það
á næstu dögum hverjar kröfur HS verði. Segir
hann kröfugerðina m.a. munu byggjast á því
tekjutapi sem HS verði fyrir við samningsrift-
unina, þeim kostnaði sem HS hefur lagt í mann-
virki til að uppfylla þarfir varnarliðsins sem ekki
munu lengur nýtast og einnig kostnaði við að fjar-
lægja slík mannvirki. Spurður hvenær ráðgert sé
að niðurstöður samninga liggi fyrir svarar Júlíus
því til að best sé auðvitað að þær liggi fyrir sem
fyrst.
Fulltrúar varnarliðsins ræddu við stjórnendur Hitaveitu Suðurnesja í gær
Hafa óskað eftir lögform-
legum kröfum frá HS
HULDA Bryndís og Hekla Kaðlín báru birgðir af rab-
arbara á göngu í Kópavogi. Sumum þykir gott að
gæða sér á honum ferskum en aðrir kjósa að sjóða
hann og laga til dæmis rabarbaraböku eða
rabarbarasultu.
Samkvæmt nýrri spá Veðurstofu Íslands verður
hitastig á landinu næstu daga enn hærra en spár sem
gerðar voru fyrr í vikunni gerðu ráð fyrir, auk þess
sem ekki verður jafnblautt. Spáð er breytilegri átt
eða hafgolu og bjartviðri fram á laugardag þó sums
staðar verði þokuloft við ströndina. Hlýtt verði í
veðri og hiti um eða yfir 20 stig í innsveitum þar sem
hlýjast verður. Gerir spáin ráð fyrir því að veðrið
haldist í svipuðu horfi fram yfir helgina.
Veðurstofa Íslands spáir enn betra veðri á landinu
Morgunblaðið/Eggert
Á rölti heim með rabarbara
„ÞAÐ eru vonbrigði að þetta hafi
gerst,“ segir Geir H. Haarde um
þær fréttir að matsfyrirtækið
Standard & Poor’s hefur lækkað
lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. „En
eins og framkvæmdastjóri sjóðsins
hefur bent á, er það ekki alveg
óviðbúið eða óvænt en er ákveðin
viðvörun.“
Hann segist taka undir að heppi-
legt sé að því óvissuástandi sem rík-
ir um framtíð sjóðsins og hugsan-
lega hefur áhrif á lánshæfismatið
ljúki. „Það er unnið að því undir for-
ystu félagsmálaráðherra að móta
framtíðarstefnu í málefnum sjóðs-
ins,“ segir Geir, sem jafnframt seg-
ist helst ekki vilja að það mál drag-
ist fram yfir kosningar.
„Lækkunin sveif yfir vötnum“
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra sagðist í sjálfu sér fátt
hafa um málið að segja en vísaði til
þess sem kom fram hjá fram-
kvæmdastjóra sjóðsins í Morgun-
blaðinu. „Þetta sveif yfir vötnum og
ég átti jafnvel von á því.“ Aðspurður
segir hann að aldrei sé hægt að vita
hvort um verði að ræða langvarandi
ástand. Verið sé að skoða málefni
sjóðsins.
Vonbrigði
með láns-
hæfismat
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur til
skoðunar erindi Þorsteins Ingasonar
varðandi ætluð brot innri endur-
skoðanda KB banka sem lúta að
ólögmætum viðskiptaháttum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
barst erindið síðastliðinn vetur og
hefur síðan þá verið til meðferðar hjá
lögreglunni. Engin ákvörðun hafi
hins vegar verið tekin um framhald
málsins og enginn hafi verið boðaður
í skýrslutökur vegna þess né gefin út
ákæra.
Erindið varðar skjal frá útlánaeft-
irliti Búnaðarbanka Íslands sem á að
hafa verið notað í viðskiptum með
refsiverðum hætti. Skjalið inniheld-
ur reiknað vaxtatap bankans vegna
viðskipta við fyrirtæki Þorsteins árið
1988 en hann telur forsendur bank-
ans við útreikningana rangar.
KB banki hefur sent frá sér yf-
irlýsingu vegna umfjöllunar um sam-
skipti bankans við Þorstein. Þar
kemur meðal annars fram að bank-
inn telji kæruna með öllu tilhæfu-
lausa en hvorki bankanum né innri
endurskoðanda bankans hafi borist
fyrirspurnir frá lögreglu vegna
málsins. Málið eigi rætur sínar að
rekja til ársins 1988 og Fjármálaeft-
irlitið hafi eftir skoðun þess ekki tal-
ið tilefni til aðgerða.
„Af bankans hálfu er ekkert því til
fyrirstöðu að þessi ágreiningur milli
bankans og Þorsteins Ingasonar
verði leiddur til lykta fyrir dómstól-
um. Þorsteinn Ingason hefur marg-
ítrekað höfðað slíkt mál gegn bank-
anum en jafnan fallið frá málsókn að
eigin frumkvæði,“ segir í yfirlýsingu
bankans.
Vilja leiða ágrein-
ing til lykta
fyrir dómstólum