Morgunblaðið - 19.07.2006, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.07.2006, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 7 FRÉTTIR Góðir farþegar Við minnum á að framkvæmdir standa yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hvetjum því farþega til að gefa sér góðan tíma fyrir flug. Ókeypis sætaferðir frá BSÍ kl. 4.30 í boði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Finnið rúturnar með okkar merki Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að sýna farseðil FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Gefðu þér tíma í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Innritun hefst kl. 5.00 eða 2 tímum fyrir brottför Tilboðið gildir til 31. ágúst 2006 Njótið ferðarinnar, mætið tímanlega HJÓN á áttræðisaldri voru flutt á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss á sjöunda tímanum á mánudag eftir jeppabifreið þeirra valt í Norðurárdal. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Borg- arnesi voru tildrög slyssins þau að ökumaður jeppans reyndi fram- úrakstur á norðurleið, rétt sunnan við bæinn Hvamm. Maðurinn var með hjólhýsi í eftirdragi og tók það að rása við tilraunina. Við það missti ökumaður stjórnina með þeim af- leiðingum að bifreiðin valt. Maðurinn var útskrifaður þá þeg- ar um kvöldið en kona hans þurfti að liggja yfir nótt vegna áverka. Hún er þó ekki talin alvarlega slösuð. Bif- reiðin er gjörónýt. Velti bifreið eftir framúrakstur SIGLINGASTOFNUN og syst- urstofnun hennar í Noregi, Kystver- ket, hafa ákveðið að efla samstarf sitt. Sérstök áhersla verður lögð á vöktun skipumferðar á hafsvæðinu milli Noregs og Íslands og miðlun upplýsinga um veður og sjólag á svæðinu, að því er fram kemur á vef Siglingastofnunar. „Þetta er mjög mikilvægt þar sem nú er orðið ljóst að Ísland kemur til með að liggja í þjóðbraut siglinga um Norður-Atlantshafið næstu árin. Það sem mestu ræður þar um er stóraukin umferð stórra tankskipa sem flytja munu gas og olíu frá Rúss- landi og Noregi til Bandaríkjanna. Í báðum löndunum er nú unnið að upp- byggingu móttökubúnaðar fyrir sjálf- virkt auðkennikerfa skipa (AIS) og ætlunin er að miðla upplýsingum úr þessum kerfum milli landanna. Þá er ætlunin að útvíkka til austurs svæðið sem upplýsingakerfi Sigl- ingastofnunar um veður og sjólag nær yfir þannig að það nái allt inn að landgrunni Noregs,“ segir í frétt Sigl- ingastofnunar. Á vef Kystverket kemur m.a. fram að samstarf þetta sé í samræmi við reglur Evrópusambandsins um vökt- un skipaumferðar við Evrópustrend- ur. Í kerfinu verður hægt að afla upp- lýsinga um veður á Norður-Atlants- hafi, allt frá Noregsströndum að austurströnd Ameríku. Siglinga- stofnun og Kystverket hafa um árabil átt gott samstarf. Þar má nefna að- komu Siglingastofnunar að hönnun grjótgarða í höfnum í Noregi og að- stoð Norðmanna við að undirbúa skipulag öryggiseftirlits (hafn- arverndar) í höfnum hér á landi. Vöktun skipaumferðar á N-Atlantshafi verður efld ATLANTSOLÍA, Orkan og ÓB hafa hækkað eldsneytisverð á sjálfs- afgreiðslustöðvum sínum eins og önnur olíufélög. Bensínlítri kostar 131,20 krónur á stöðvum Orkunnar og dísilolíulítrinn 123,80 krónur en á stöðvum Atlantsolíu, ÓB og Ego er verðið 0,10 krónum hærra. Hækka líka eldsneytisverð VEIÐAR á hreintörfum hófust 15. júlí síðastliðinn. Veiðar gengu vel fyrsta veiðidag tímabilsins, að því er fram kemur á heimasíðu veiðistjórn- unarsviðs Umhverfisstofnunar (UST). Fyrsta daginn féllu átta tarf- ar og voru menn sammála um dýrin hefðu verið ágætlega á sig komin, þótt enn vantaði nokkuð upp á að tarfarnir væru orðnir vel vænir sem er eðlilegt á þessum tíma. Á mánu- dagskvöld var búið að fella 11 hreintarfa. „Menn eru bjartsýnir og stórar hjarðir nálægt veginum á Fljótsdals- heiði, þar sem þægilegt er að skoða þau. Þar eru bæði kýr með kálfa og eins tarfahópar,“ sagði Jóhann G. Gunnarsson, starfsmaður UST á Egilsstöðum. Hann sagði að aldrei hefði verið úthlutað jafn mörgum hreindýraveiðileyfum og í ár, eða 909 alls. Leiðsögumenn hreindýra- veiðimanna eru um 80 talsins. „Menn eru alltaf jafn spenntir og hlakka til veiðanna. Maður heyrir á þeim sem fá leyfi aftur og aftur að þeim finnst það orðið hluti af tilver- unni að fara í hreindýr. Ef þeir fá ekki leyfi finnst þeim eitthvað vanta. Það hljóta að vera meðmæli með hreindýraveiðum,“ sagði Jóhann. Veiðar á hreinkúm, og kálfum sem fylgja felldum kúm, hefjast svo 1. ágúst næstkomandi. Hreindýra- veiðitímanum lýkur 15. september. Hreindýraveiðin hafin Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson VEGNA óviðráðanlegra orsaka seinkar útkomu Viðskipta- blaðsins, þ.e. þess hluta sem dreift er með Morgunblaðinu. Blaðið berst því til áskrifenda með Morgunblaðinu á morgun, fimmtudag. Vonir stóðu hins vegar til þess að sá hluti sem Íslandspóstur dreifir næði til áskrifenda í dag. Viðskipta- blaðið í dag er hins vegar að- gengilegt á vef þess, vb.is, á pdf-formi. Áskrifendur Við- skiptablaðsins eru beðnir vel- virðingar á þessu. Viðskipta- blaðinu seinkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.