Morgunblaðið - 19.07.2006, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ég er líka alveg steinhissa. Mér vitanlega hefur þú aldrei svo mikið sem kysst beljurassgat.
Strætó bs. var stofnaðárið 2001 með sam-runa Strætisvagna
Reykjavíkur (SVR) og Al-
menningsvagna bs. Al-
menningsvagnar voru þá
orðnir tíu ára gamalt
byggðasamlag Bessa-
staðahrepps, Garðabæjar,
Hafnarfjarðar, Kópavogs
og Mosfellsbæjar sem
stofnað var 1991 til að ann-
ast almenningssamgöngur
þessara sveitarfélaga. Áð-
ur höfðu 5–7 aðilar annast
almenningssamgöngur á
höfuðborgarsvæðinu.
SVR, Strætisvagnar
Kópavogs, Landleiðir og Mosfells-
leið, auk tveggja sérleyfishafa sem
þjónuðu Kjalarnesi og Bessastaða-
hreppi.
Leiðakerfi Strætós bs. fyrir allt
höfuðborgarsvæðið var tekið í
notkun 23. júlí 2005. Kerfið byggði
á stofnleiðum, það er akstri um
greiðfærustu og fljótförnustu
akstursleiðirnar. Vagnar á stofn-
leiðum skyldu aka á allt að tíu mín-
útna fresti. Breyting var gerð á
leiðakerfinu 5. mars síðastliðinn til
að sníða af helstu hnökra.
Nú hefur stjórn Strætós bs.
ákveðið að fella niður stofnleið S5
og fækka ferðum á stofnleiðum
þegar þær voru á 10 mínútna
fresti. Farþegum Strætós bs. hef-
ur fækkað miðað við sama tíma í
fyrra um rúmlega 50 þúsund. Þeir
voru það sem af er af árinu orðnir
tæpar 3,9 milljónir. Ármann Kr.
Ólafsson, stjórnarformaður Stræ-
tós bs., var spurður hvort hann
teldi að samstarfið í byggðasam-
laginu Strætó hefði skilað því sem
til var ætlast?
„Við erum alla vega með heild-
stætt leiðakerfi á höfuðborgar-
svæðinu. Við hugsum ekki lengur
út frá sveitarfélagamörkum, eins
og gert var áður. Hins vegar hafa
vonir okkar um að farþegum hætti
að fækka ekki gengið eftir,“ sagði
Ármann.
En væri ekki hægt að samræma
leiðakerfi, þótt rekstri almenn-
ingsvagna yrði skipt?
„Menn hafa talið að til að reka
samræmt leiðakerfi sé nauðsyn-
legt að hafa stjórnun á einni hendi.
Hvort það heitir byggðasamlag
eða eitthvað annað er ekki endi-
lega aðalatriðið. Ég gæti alveg eins
séð hlutafélagaformið leysa slíkt
verkefni. En ég tel nauðsynlegt að
heildarinnkaup á akstri séu á einni
hendi. Ýmsir aðilar geta svo selt
rekstraraðilanum þessa þjónustu.“
Engar horfur á
tekjuaukningu
Hann bendir á að sveitarfélögin
séu ekki að skerða framlög sín til
Strætó bs. Hins vegar hafi farþeg-
um haldið áfram að fækka og það
sé ástæða þess að skerða varð
þjónustuna. „Ef við sæjum farþeg-
um fjölga gæfi það tilefni til gera
allt annars konar áætlanir, en þeg-
ar þeim fækkar,“ sagði Ármann.
„Það er ekkert sem bendir til að
tekjur muni aukast vegna aukins
farþegafjölda, eins og gengið var
út frá þegar nýju leiðakerfi var
komið á. Við gerðum okkur vonir
um að til að byrja með myndum við
stoppa fækkunina og til lengri
tíma myndi farþegum fjölga. Þeir
bjartsýnustu töluðu um helmings
aukningu á 20 árum.“
Hann sagði það vissulega slæm-
an kost að þurfa að skerða þjón-
ustuna. „Leiðakerfi er eitthvað
sem alltaf hlýtur að vera í endur-
skoðun. Menn hljóta alltaf reyna
að bregðast við þeim breytingum
sem kunna að verða hverju sinni.“
Ármann telur að þrátt fyrir þessar
aðgerðir sé Strætó bs. eftir sem
áður að halda uppi mjög öflugu
strætókerfi og góðri þjónustu við
íbúana. „Við vonum að til frekari
niðurskurðar á þjónustu komi
ekki,“ sagði Ármann. En kemur til
greina að Strætó bs. fái meiri
framlög til reksturs?
„Ef sveitarfélögin eru tilbúin að
láta okkur fá meira fé mun það
auðvelda okkur okkar starf, en
verkefnið er það að reka Strætó
bs. fyrir það fjármagn sem við höf-
um,“ sagði Ármann.
Strætó bs. hefur um 2,3 millj-
arða í tekjur á ári, þar af koma
tæpar 800 milljónir frá fargjalda-
sölu og um 1,5 milljarðar eru fram-
lög sveitarfélaganna. Kostnaðar-
skipting sveitarfélaganna er sú
sama nú og var í upphafi byggða-
samlagsins. Við ákvörðun hennar
var einkum litið til þess kostnaðar
sem sveitarfélögin höfðu haft af
rekstri almenningsvagna, að sögn
Ármanns.
Starfshópur embættismanna
sveitarfélaganna, sem eiga Strætó
bs. er nú að endurskoða kostnaðar-
skiptinguna milli sveitarfélaganna.
Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar,
framkvæmdastjóra Strætós bs.
getur hópurinn líklega skilað af sér
í lok ágústmánaðar næstkomandi.
Ásgeir sagði að við stofnun fyrir-
tækisins 2001 hafi verið gert sam-
komulag milli eigenda, þar sem
kostnaðarskiptingin var ákveðin
hlutfallslega milli sveitarfélaga. Í
kjölfar nýs leiðakerfis var ákveðið
að endurskoða kostnaðarskipt-
inguna. Ásgeir sagði að kostnaðar-
skiptingin væri ekki alveg í sömu
hlutföllum og eignaraðildin. T.d. á
Reykjavíkurborg um 63% í Strætó
bs., en greiðir 69% framlaga sveit-
arfélaganna til byggðasamlagsins.
Fréttaskýring | Almenningssamgöngur
Of fáir taka
strætisvagna
Farþegum Strætós bs. fjölgaði ekki í kjöl-
far nýs leiðakerfis eins og vonast var eftir
Tæplega 3,9 milljónir farþega fóru með
strætó á fyrri árshelmingi þessa árs.
Kostnaðarskipting sveitar-
félaganna endurskoðuð
Strætó bs. er í eigu sjö sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu.
Það er Reykjavíkurborgar,
Kópavogsbæjar, Hafnarfjarð-
arbæjar, Garðabæjar, Mosfells-
bæjar, Seltjarnarneskaupstaðar
og Sveitarfélagsins Álftaness.
Eignarhlutföll sveitarfélaganna
fara eftir íbúafjölda þeirra.
Nefnd embættismanna fer nú í
saumana á kostnaðarskipting-
unni, en sameiginlega leggja
sveitarfélögin um 1,5 milljarða á
ári til Stætós bs.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
JÓNÍNA Bjart-
marz umhverfis-
ráðherra hvatti
til aukinnar þátt-
töku atvinnulífs-
ins í baráttu gegn
loftslagsbreyt-
ingum og til af-
náms á niður-
greiðslum sem
haft geta skaðleg
áhrif á umhverfið
á fundi evrópskra umhverfisráð-
herra í Turku í Finnlandi nú um
helgina.
Fundurinn var haldinn að frum-
kvæði Finna í tilefni þess að þeir
hafa tekið við formennsku í Evrópu-
sambandinu og vilja kynna hug-
myndir sínar um „nýja kynslóð“
stefnumiða í umhverfismálum. Í
hugmyndum Finna kemur fram að
ör hnattvæðing og vaxandi eftir-
spurn eftir orku kalli á hnattræna
sýn Evrópulanda í stefnumótun í
umhverfismálum. Útbúa þurfi efna-
hagslega hvata, fella niður umhverf-
isskaðlegar niðurgreiðslur og setja
á stofn sterkari alþjóðastofnanir á
sviði umhverfismála og sjálfbærrar
þróunar.
Áhyggjur af ástandi
mála í Sellafield
Umhverfisráðherra tók undir
sjónarmið um afnám á umhverfis-
skaðlegum niðurgreiðslum, m.a. í
sjávarútvegi, sem hvettu til ofnýt-
ingar náttúruauðlinda í stað sjálf-
bærrar nýtingar þeirra til langs
tíma. Hún lagði til að skoðað yrði
hvort hægt væri að setja markmið
um minni losun gróðurhúsaloftteg-
unda fyrir einstakar atvinnugreinar,
í viðbót við markmið fyrir losun ein-
stakra ríkja. Í heimi þar sem at-
vinnustarfsemi ætti æ auðveldara
með að færa sig um set þyrftu fyr-
irtæki og atvinnulíf í vaxandi mæli
að axla ábyrgð og vinna með stjórn-
völdum við að glíma við loftslags-
vandann.
Í tengslum við fundinn átti um-
hverfisráðherra fund með umhverf-
isráðherra Írlands og umhverfisráð-
herra Noregs. Ræddu þeir einkum
málefni kjarnorkuendurvinnslu-
stöðvarinnar í Sellafield og ítrekuð
vandamál sem þar hafa komið upp
varðandi öryggismál. Var ákveðið
að fylgjast grannt með þróun mála í
Sellafield á næstunni, einkum vegna
fyrirætlana um að opna að nýju
THORP-vinnslustöðina en henni
var lokað árið 2005 þegar upp komst
um langvarandi leka á geislavirkum
vökva innan hennar. 14. júlí sendu
umhverfisráðherrar Norður-
landanna bréf til breskra stjórn-
valda þar sem lýst var áhyggjum
vegna fyrirætlana um að opna stöð-
ina að nýju en lekinn þótti benda til
þess að brotalamir væru í eftirlits-
og öryggismálum Sellafield-stöðvar-
innar.
Atvinnugreinum verði sett
markmið um minni losun
Jónína
Bjartmarz