Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 10

Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkir fákeppni á fatamarkaðnum? Fréttaskýring um breytt landslag í verslun með tískufatnað. á morgun HRINGVEGURINN mun stytt- ast um tíu til tólf kílómetra með breytinga á hringveginum um Hornafjarðarfljót við Hornafjörð, sem fyrirhugaðar eru. Um er að ræða ellefu til 18 km langa veg- lagningu sem mun ná frá hring- veginum vestan Hornafjarð- arfljóts yfir Hornafjarðarfljót og að hringveginum austan Hafn- arvegar sem liggur að Höfn. Vegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun vegna framkvæmdanna. 166 milljóna kr. fjárveiting er á vegaáætlun árs- ins 2008 til framkvæmda á hring- veginum um Hornafjarðarfljót. Einnig er fyrirhugað að fjár- magna framkvæmdina með sölu- andvirði Símans, fyrir 800 millj- ónir kr. Samtals eru því til staðar fjárveitingar til verksins sem hljóða upp á 966 milljónir kr. skv. upplýsingum Vegagerðarinnar. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir er hins vegar til muna meiri en gróft áætlað er kostn- aðurinn talinn munu nema 1,7 til 2,2 milljörðum kr. Þar af er kostnaður við brúargerð áætlaður um 880 milljónir kr. Við undirbúning verkefnisins hefur verið við það miðað, að framkvæmdir geti hafist árið 2008. Núverandi vegarkafli á Hring- vegi eitt sem fyrirhugað er að endurbyggja er 30,3 km langur og á honum eru þrjár einbreiðar brýr; yfir Djúpá, Hornafjarð- arfljót og Hoffellsá. Tilgangur framkvæmdarinnar við nýjan veg er að bæta sam- göngur á Suðausturlandi og styrkja byggðarlög á Suðaustur- og Austurlandi með bættu vega- sambandi á Hringvegi. Við skoðun Vegagerðarinnar á mögulegum veglínum um Horna- fjarðarfljót var ákveðið að gera tillögur að veglínum sem liggja minna úti í sjó en gert var ráð fyrir í aðalskipulagi Horna- fjarðar, sem nú er til endurskoð- unar, m.a. til að draga úr kostn- aði og liggja veglínurnar, sem kynntar eru í matsáætlun Vega- gerðarinnar, norðar á svæðinu. Þrjár leiðir koma til greina Vegagerðin kynnir þrjá mögu- lega kosti á lagningu vegarins, sem skiptist í leið1, leið 2 og leið 3. Leið 1. Veglínan sveigir frá nú- verandi Hringvegi vestan Horna- fjarðarfljóts, til suðurs á milli bæjanna Holts og Tjarnar. Hún þverar Hornafjarðarfljót á móts við Skógey og liggur þaðan norð- ur fyrir Hornafjarðarflugvöll. Veglínan sameinast Hringvegi á milli Seljavalla og Dýhóls. Þessi vegur yrði 11,1 km langur og styttir Hringveginn um 11,0 km. Leið 2. Veglínan sveigir frá nú- verandi Hringvegi um 2,5 km austan við Hólmsá. Þaðan liggur hún sunnan við Stóraból og þver- ar Hornafjarðarfljót á móts við Skógey, u.þ.b. 250 metrum sunn- ar en leið 1. Veglínan liggur skammt norðan við Hrísey og þaðan yfir í Árnanes. Frá Árna- nesi liggur veglínan í sunnanvert Dilksnes og stefnir þaðan yfir land að núverandi Hringvegi við Haga. Þessi veglína yrði 17,5 km löng og styttir hringveginn um 12 km. Leið 3. Veglínan fylgir leið 2 austur yfir Hornafjarðarfljót en liggur síðan sunnan við hana. Hún liggur í grennd við leið 2 frá Hornafjarðarfljóti að Hrísey. Frá Hrísey liggur veglínan í sunn- anvert Árnanes, síðan norðan við Hrafnsey, suður fyrir Hafnarnes og fylgir eftir það línu skv. að- alskipulagi Hornafjarðar að Hringvegi norðan við Haga. Leið- in liggur á rúmlega 500 metra kafla í Skarðsflóa, en hann er á náttúruminjaskrá. Þessi val- kostur er settur fram í samráði við sveitarstjórn Hornafjarðar. Þessi vegur yrði 18,8 km langur og styttir hringveginn um 11,5 km. Allar tengingar við nýja veginn verða með svonefndum T- vegamótum en þó verður til at- hugunar að tengja vegina við Höfn og Nes með fjögurra arma hringtorgi, en bæjarstjórn Hornafjarðar hefur lagt fram óskir um það. Mörg vatnsföll og lækir eru í vegarstæðinu. Stærsta áin á framkvæmdasvæðinu er Horna- fjarðarfljót en aðrar ár eru Bergá, Laxá og Hoffellsá í Nesj- um en Djúpá og Brunnhólsá á Mýrum. Hornafjarðarfljót er langstærst af vatnsföllum á svæðinu en vatnasvið Hornafjarð- arfljóts ofan brúar á leiðum 1, 2 og 3 er nánast það sama og vatnasviðið ofan núverandi brúar. Gert er ráð fyrir óbreyttri brúar- lengd þ.e. um það bil 250 metra langri brú. Einnig þarf að byggja alls tæplega 4 km langa varn- argarða til að beina Hornafjarð- arfljóti í farveg undir nýju brúna. Vatnasvið Djúpár ofan brúar á leiðum 1, 2 og 3 er einnig nánast það sama og vatnasviðið ofan nú- verandi brúar. Þar er gert er ráð fyrir óbreyttri brúarlengd þ.e. um 50 metra langri brú. Þá er gert ráð fyrir um 80 metra langri brú yfir Hoffellsá á leið 1. Á leiðum 2 og 3 er gert ráð fyrir að Hoffellsá og Laxá verði brúaðar saman í voginum á milli Hríseyjar og Árnaness og er þar gert ráð fyrir 100 metra langri brú. Vegagerðin undirbýr 11 til 18 km langan veg og brúargerð um Hornafjarðarfljót Styttir hringveginn um tíu til tólf km                                                         800 milljónum af Símafénu varið til verksins, sem talið er geta kostað allt að 2,2 milljörðum Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MEIRA af óhreinsuðum reyk hef- ur verið sleppt frá Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga síðast- liðna mánuði en áður. Reykurinn hefur lítil skaðleg áhrif á umhverf- ið en fólk á svæðinu telur þó mikla sjónmengun fylgja honum. Helgina 8.–10. júlí varð vart við mikinn reykjarmökk sem steig frá Járnblendiverksmiðjunni. Reyk- hreinsibúnaður sló út með þeim af- leiðingum að kísilryk hreinsaðist ekki úr reyknum og nauðsynlegt var að sleppa óhreinsuðum reykn- um út. Þorvaldur Magnússon, bóndi á Kalastöðum í Hvalfirði, segir að það færist í vöxt að reykur berist frá Járnblendiverksmiðj- unni. „Þetta hefur farið versnandi með árunum,“ segir Þorvaldur. Um það sé rætt í sveitinni að mikil sjónmengun sé af reyknum og hann setji slæman svip á svæðið enda sjáist reykurinn frá þjóðveg- inum. Vandamálið sé ekki einungis þegar reykurinn sé losaður vegna tilfallandi bilana heldur sé að stað- aldri nokkur mökkur frá verk- smiðjunni. Atvikið var tilkynnt til Umhverf- isstofnunar en slíkt er skylt sam- kvæmt starfsleyfi verksmiðjunnar. Að sögn Egils Einarssonar, fag- stjóra hjá Umhverfisstofnun, má reykhreinsibúnaður Járnblendi- verksmiðjunnar ekki vera óvirkur lengur en 2% af rekstrartíma ofna verksmiðjunnar samkvæmt starfs- leyfi hennar. Alls geti verksmiðjan því losað óhreinsaðan reyk í viku á ári án þess að fara út fyrir ramma starfsleyfisins. Hann segir að reyk- urinn sé sem slíkur ekki eitraður eða skaðlegur umhverfinu en um sé að ræða kísilryk sem sé ekki skaðlegt í þessu formi. „Þetta kís- ilryk er í sama mengunarflokki og náttúrulegt ryk og er því ekki skaðlegt heilsu eða náttúru,“ segir Egill. Þar sem þynning ryksins sé mikil valdi það mönnum ekki tjóni. Hann segir að Járnblendiverk- smiðjan hafi yfirleitt aldrei losað reyk lengur en 1% af rekstrartíma ofna og því haft nokkuð svigrúm til aukinnar losunar. Síðastliðna mán- uði hafi þó verið tilkynnt um fleiri tilvik en áður, þrátt fyrir að fátt bendi til að verksmiðjan fari fram yfir mörkin sem tilgreind eru í starfsleyfinu. Ástandið ætti að batna Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs Járnblendiverksmiðjunnar, stað- festir að losun reyks hafi verið meiri í ár en árin þar á undan. Tíð- ari bilanir hafi orðið í reykhreinsi- virki og rekstur í ofni hafi valdið erfiðleikum. Hann kannast hins vegar ekki við að viðvarandi leki hafi verið í verksmiðjunni. Til standi að skipta um klæðningar í reykhreinsibúnaðnum og þá ætti ástandið að batna verulega. „Við höfum áður verið langt innan þeirra marka sem starfsleyfi verk- smiðjunnar setur okkur og okkur þykir það því óásættanlegt að reyklosunin aukist núna. Við viljum því reyna að ná þessu niður aftur,“ segir Þórður. Aukið kísilryk frá Járn- blendiverksmiðjunni Morgunblaðið/Þorkell Árið 2002 bilaði reykhreinsibúnaður í Járnblendiverksmiðjunni og þurfti þá að hleypa kísilrykinu í andrúmsloftið. Sjónmengun er af reyknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.