Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 19

Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 19 MENNING Hinn eini sanni Primus í ferðalagið! H im in n o g h a f/ S ÍA Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1 • Akureyri • Sími 460 3636 Póstsendum um land allt Primus-ferðagasgrill Þyngd 2,5 kg Orka 3000 W Ending 10 klst. m.v. 2 kg kút Primus-hella 2089 m/kveikju Þyngd 726 g Primus-lugt 2152 án kveikju Þyngd 390 kg Ending 20 klst.m.v 2 kg kút Primus-lugt 2179 m/kveikju Þyngd 740 g Ending 40 klst. m.v. 2 kg kút Ljósið í myrkrinu, ylurinn í kuldanum og galdurinn við veisluna í útilegunni. 4.400 kr. 3.900 kr. 4.900 kr. 4.700 kr. Vörunr. 06964 Vörunr. 07057 Vörunr. 29776Vörunr. 06962 „TILGANGURINN er að gefa heildarmynd af menningunni á Ís- landi,“ segir Bergur Þorgeirsson, for- stöðumaður Snorra- stofu í Reykholti, um menningarvef ferða- þjónustunnar, en hann hefur verið op- inn sem til- raunaverkefni um skeið. Vefurinn er nú óðum að taka á sig endanlega mynd en hugmyndin er sú að gefa þeim sem bjóða upp á menningar- viðburði tækifæri til að koma upplýs- ingum um þá á fram- færi ókeypis og að landsmenn sem og ferðamenn hafi aðgang að þeim upplýsingum. Allir sem vilja koma einhverju menningartengdu til skila geta gert það með því að senda tölvupóst á netfangið menningarvefur@snorra- stofa.is og segir Bergur að tilkynn- ingin verði í framhaldi birt á vefn- um. „Það má segja að þarna sé öll menning, við ætlum ekki að vera með einhverja þrönga skilgreiningu á menningu, en birtum til dæmis ekki upplýsingar um íþróttavið- burði. Ég sé nú heldur ekki alveg fyrir mér að við förum að setja inn leikhús- eða bíóauglýsingar vegna þess að það er einfaldlega allt of mikil vinna. Það er bara ein manneskja sem sér um að uppfæra vefinn og er hann því ódýr í rekstri,“ segir Bergur en Snorrastofa byggði vef- inn upp á vegum sam- gönguráðuneytis en hann hefur einnig notið stuðnings frá ráðu- neytum menntamála og iðnaðar. Hugmyndina um að Snorrastofa ætti að sjá um menningarvef- inn má rekja til nefndar sem vann tillögur upp úr skýrslu annarrar nefnd- ar um menningartengda ferðaþjónustu sem sam- gönguráðherra skipaði fyrir nokkr- um árum. „Það þarf ekki allt að vera í Reykjavík. Við erum hér með mjög góða aðstöðu fyrir þessa vinnu.“ Til í nágrannalöndum Íslands Bergur segir að mesta undirbún- ingsvinnan hafi farið í það að safna saman upplýsingum um alla þá staði sem tengjast menningu á Íslandi í sérstakan gagnagrunn, sem finna má á vefnum. Þetta hafi verið nauð- synlegt til að vefurinn gæti þjónað því hlutverki að veita upplýsingar um menningu fyrir allt landið á ein- faldan og aðgengilegan hátt en hann segir að það hafi verið vöntun á því. „Svona menningarvefir eru til í flestum nágrannalöndum okkar og vinnan við þennan vef hefur tekið mið af því hvernig þeir eru upp- byggðir,“ segir Bergur og nefnir að nú þegar sé talsvert farið inn á vef- inn, á íslensku útgáfuna en einnig þá ensku. „Með því að hafa aðgang að þessum gagnagrunni getur ferða- maðurinn nú séð hvað er í gangi á hverjum stað fyrir sig og ákveðið hvert og hvenær hann ferðast með hliðsjón af þeim upplýsingum.“ Fyrir utan það að veita upplýs- ingar um viðburði er það einnig hlutverk vefjarins að vera tengsl- anet sem leiðbeinir fólki á aðrar síð- ur sem eru með nánari upplýsingar um einstaka staði. Bergur segist bjartsýnn á að vefurinn muni festa sig í sessi. Hann sé ókeypis, fullur af upplýsingum og uppfærður reglulega. Menningarvefritið Kist- an.is er samstarfsvefur menning- arvefjarins. Allt á einum stað Menning | Vefurinn Menning.is veitir upplýsingar um menningarviðburði Morgunblaðið/Golli Bergur segir aðstöðuna í Snorrastofu henta vel menningarvefnum. Bergur Þorgeirsson Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is www.menning.is (íslenska úgáfan) og www.culture.is (enska útgáfan). TÓNVERKIÐ Mozaik, eftir Kjartan Ólafsson var frumlutt á tónlistarhá- tíðinni New Music Indaba í Suður- Afríku í byrjun júlí, en hátíðin mun vera sú stærsta sinnar tegundar þar í landi. Verkið er fyrir saxófónkv- artett og fjölrása tónband, en það var frumflutt af Stokkhólm Saxó- fónkvartett. Í tilkynningu frá Ís- lenskri tónverkamiðstöð er haft eftir Jörgens Petterson einum meðlimi kvartettsins að frumflutningurinn hafi tekist mjög vel þrátt fyrir flókna tækniumgjörð. Áheyrendur tóku verkinu einnig vel að hans sögn, en í tónsmíðinni er teflt saman gömlu efni og nýjum aðferðum. Mótíf frá Mozart notuð sem efniviður Árlega koma fram á hátíðinni New Music Indaba margir af þekkt- asta tónlistarfólki heims, á sviði djass, þjóðlagatónlistar eða fram- sækinnar nútímatónlistar. Hátíðin er aðili að ISCM (International Society for Contemporary Music) sem er alþjóðleg samtök nútíma- tónlistarhátíðar. Í ár var lögð áhersla á 250 ára afmæli Mozarts og eru margir viðburðir á hátíðinni tengdir afmælisárinu. Verkið Mozaik var samið á ár- unum 2005–2006 að beiðni Stokk- hólmssaxófónkvartettsins, sem er vel þekktur í Evrópu, með stuðningi frá NOMUS. Verkið er unnið með tónsmíðakerfinu CALMUS þar sem stutt mótíf úr minna þekktum tón- smíðum Mozarts eru notuð sem efni- viður í tónsmíðina. Stefnt er að frumflutningi Mozaik á Íslandi á Norrænum músíkdögum sem haldn- ir verða í Reykjavík í október nk. en Stokkhólmsaxófónkvartett verður meðal fjölda erlendra gesta sem þá koma hingað til lands. Frumflutn- ingur á íslensku verki í Suð- ur-Afríku Kjartan Ólafsson tónskáld. Morgunblaðið/Kristinn JOAN Backes má líklega flokka í hóp Íslandsvina, en hún hefur nú sýnt verk sín nokkrum sinnum hér á landi, í Hafnarborg og nú í fyrsta sinn í Safni við Laugaveg. Joan sækir innblástur til náttúrunnar, en hún kom hingað fyrst m.a. vegna áhuga síns á málverkum Þórarins B. Þorlákssonar og fleiri ís- lenskra málara frá upphafi síðustu aldar. Backes er nú að nokkru leyti á svipuðum slóðum og á sýningu sinni í Hafnarborg 2003 en hún hefur þrengt viðfangsefnið og einfaldað heildarmyndina sem kemur verkum hennar og ætlun til góða. Uppi- staða sýningarinnar í Safni er málverk af trjáberki ýmissa trjátegunda, tegundin er þó ekki tilgreind heldur landið þar sem málverkið er málað en lista- konan hefur dvalið á norðurslóðum, Íslandi, Finn- landi og Nova Scotia. Innsetning hennar í litlu her- bergi á annarri hæð er sannfærandi, þar sem brúnleitur bakgrunnur skapar andrúmsloft sem minnir á söfn fyrri tíma, náttúrugripasafn eða lista- safn með dökkmáluðum veggjum en vísar líka til lita náttúrunnar. Backes leitast við að herma nákvæmlega eftir dálitlum hluta trjástofna, en myndirnar verða, mynstursins vegna og vegna tengslaleysis við greinar, lauf eða annað þekkjanlegt, óhlutbundin. Áhorfandinn getur því valið hvernig hann skoðar þær, línur og liti eða hvort hann reynir að þekkja trjátegundina. Á efstu hæð í Safni sýnir Backes „lamíneruð“ laufblöð, svipað og sjá mátti 2003 og lítil tré eins og steypt í mót, auk málverka en sá hluti sýningarinnar er ekki eins heilsteyptur og innsetningin á annarri hæð. Í málverkum sínum kemur Backes inn á fleti sem hafa verið ofarlega á döfinni í listum um nokkurt skeið. Hún nálgast viðfangsefni sitt að hluta til á vísindalegan hátt, setur sig í hlutverk rannsókn- armanns sem rannsakar ekki aðeins myndefni sitt heldur málverkið og eðli þess um leið. Þessi hálfvís- indalega nálgun, eins konar skrásetning, birtist á ýmsan máta í samtímalistum, myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi setti t.d. upp eftirminnilega sýn- ingu á birtingarmyndum náttúrunnar í sýningunni Flogið yfir Heklu þar sem hann var sýningarstjóri árið 2001 og velti þannig fyrir sér hlutverki lands- ins. Húbert Nói málar rómantískt landslag en skrá- ir um leið GPS-staðsetningu líkt og landmæl- ingamaður, Roni Horn rannsakar vatnsyfirborð, Olga Bergmann vinnur að list sinni í nafni vísinda- mannsins Doktor B. Nálgun þessara listamanna er að sjálfsögðu ekki vísindaleg í raun heldur aðeins í formi vísindalegrar nálgunar, sá sem vildi rannsaka trjábörk tæki lík- lega ljósmyndir frekar en að velja afmarkaða fleti og mála þá eins og Backes gerir. Málverk hennar falla heldur ekki undir raunsæisstefnu, til þess er sjónarsviðið of afmarkað og markmið þeirra annað. Innsetning Backes hefur nostalgískt yfirbragð sem gefur verkum hennar ljóðrænan blæ og kallar fram trega vegna hverfandi og deyjandi skóga. Hún sýn- ir hvernig mjög afmörkuð og einföld hugmynd get- ur margfaldast og orðið að eftirminnilegu lista- verki, þó á hógværum nótum sé. Skrásetning skógarins MYNDLIST Safn Til 6. ágúst. Opið mið.–fös. frá kl. 14–18, lau. og sun. kl. 14–17. Joan Backes Eitt verka Joan Backes í Safni. Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.