Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 22

Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VETNISVÆÐING OG GRUNDVALLARSPURNINGAR Jón Björn Skúlason, framkvæmda-stjóri Íslenzkrar nýorku, semstendur fyrir tilraunum með vetn- isknúin farartæki á Íslandi, segir í Morgunblaðinu í gær að möguleg næstu skref í þeim tilraunum séu tvenns kon- ar. Annars vegar að hingað til lands kæmu vetnisknúnir fólksbílar, sem mætti prófa við íslenzkar aðstæður. Hins vegar yrði sett vetnisvél um borð í bát. Tilraunir með vetnisknúna strætis- vagna í Reykjavík hafa gefið góða raun. Ef mönnum er alvara með að leitast við að skapa á Íslandi fyrsta „vetnissam- félag“ heims, er nauðsynlegt að taka næstu skref. Takist að vetnisvæða ann- ars vegar bílaflota og hins vegar skipa- og bátaflota Íslendinga á komandi árum og áratugum er til mikils unnið, því að hvor um sig tekur til sín um 40% af allri olíunotkun innanlands. Jón Björn segir að til þess að taka megi næstu skref verði opinberir aðilar að leggja meira fé til tilraunanna. Vænt- anlega hefur verið gengið út frá því frá upphafi við stefnumótun ríkisstjórnar- innar, sem stefnir að „frekari áföngum í vetnisvæðingu þjóðarinnar“ að fjárfest yrði í þeim rannsóknum, sem nauðsyn- legt er að gera í samstarfi við erlenda bíla- og vélaframleiðendur til að vetnis- væðingin geti gengið eftir. Stuðningur opinberra aðila við slík verkefni hér á landi verður að vera nægilegur til þess að þau alþjóðlegu stórfyrirtæki, sem hafa séð sér hag í samstarfi við Íslend- inga, leiti ekki frekar annað, þar sem stjórnvöld eru hugsanlega reiðubúin að leggja meira af mörkum. Ísland er eitt fárra landa í heiminum, sem eiga raunhæfa möguleika á vetnis- væðingu hagkerfisins vegna hinna miklu endurnýjanlegu orkulinda okkar, sem hægt væri að nota til að framleiða vetni með rafgreiningu. Ávinningurinn af vetnisvæðingunni væri m.a. að meng- un og útblástur gróðurhúsalofttegunda myndi minnka. Ísland yrði óháð sveifl- um í verði olíu, sem hafa nú mikil áhrif víða um heim og bitu síðast í gær í buddu landsmanna. Ísland gæti öðlazt ákveðið samkeppnisforskot í samkeppni við hagkerfi, sem yrðu að reiða sig á ol- íu. Og ætla má að ímynd Íslands sem lands hreinleika og gæða myndi enn styrkjast, ef meira og minna öll orka, sem landsmenn notuðu, kæmi úr end- urnýjanlegum orkulindum. A.m.k. væri andstæðan töluverð við t.d. Ástralíu, þar sem stjórnvöld boða nú stóraukinn útflutning á kolum, gasi og olíu, auk virkjunar kjarnorku – og reyndar líka sólarorku – til að fullnægja hraðvaxandi orkuþörf Asíuríkja á borð við Indland og Kína. Það er því full ástæða til að stefna áfram að vetnisvæðingu. Ákveðnar grundvallarspurningar koma hins vegar upp vegna þessarar stefnu, sem ástæða er til að stjórnvöld fari að leita svara við. Gizkað hefur verið á að álíka mikla orku og framleidd verður í Kárahnjúka- virkjun þurfi til að framleiða vetni fyrir bíla- og skipaflota Íslendinga. Hvar og hvernig á að virkja þá orku? Á það að gerast með vatnsafls- eða jarðvarma- virkjunum? Verður meiri samstaða um virkjanir til þeirra nota en vegna stór- iðju? Getur verið að ástæða sé til að nýta umhverfisvæna virkjunarkosti fremur til vetnisframleiðslu en til ál- framleiðslu? Ef alvara er að baki stefn- unni um vetnisvæðingu, þarf að leita svara við þessum spurningum og fleir- um. H reinn Pálsson fór á veg- um utanríkisráðuneyt- isins með flugvélinni sem sótti Íslendingana og fleiri Norðurlanda- búa til Damaskus og hafði veg og vanda af því að hlutirnir gengju upp. „Ég er mjög ánægður með hvern- ig rættist úr þessu öllu saman,“ sagði hann. „Það er starf okkar í ráðuneyt- inu að bjarga fólki sem lendir í neyð og við erum ánægð með hvað þetta tókst vel. Það eru allir heilir á húfi og á góðri leið með að komast heim í heiðardalinn.“ Ferðin gekk að mestu eftir áætlun og segir Hreinn að þriggja klukku- stunda seinkun á fluginu frá London hafi verið eðlileg þar sem fyrirvarinn á fluginu hafi einungis verið um einn sólarhringur. „Við vorum auðvitað stressuð yfir því að það var fólk sem beið eftir okkur en þetta gekk allt upp á end- anum. Það voru tæknilegir hlutir sem ollu seinkuninni en þeir sem komu að þessu í London stóðu sig allir vel,“ sagði hann. „Við stoppuð- um síðan mjög stutt í Damaskus því þar beið fólk tilbúið eftir okkur. Við vorum fljótt komin í loftið aftur.“ Hreinn sagði loks að ferðalangarn- ir væru auðvitað slegnir og mjög þreyttir en bæru sig engu að síður vel. „Það verða allir fegnir að komast heim til að hvíla sig og ná áttum eftir þetta allt saman.“ Horfðu á sprengingarnar þegar Líbanarnir hlupu grátandi „Ég er komin sjö og hálfan mánuð á leið en ekki átta eins og sagt hefur verið. Þá hefði ég nú ekki farið í þetta ferðalag,“ sagði Arndís Kjart- ansdóttir, sem var í fríi í Líbanon ásamt eiginmanni sínum, Karli Demian, sem er hálfíslenskur og hálflíbanskur, og dætrum sínum tveimur, Katrínu, tíu ára, og Karen, átta ára. „Það hjálpaði í raun heil- mikið til að ég var ólétt og vegna þess komumst við í gegnum ýmsar hindranir á leiðinni.“ Arndís og fjölskylda hennar fengu far með norsku rútunni og sagði hún Karl hafa verið mjög ákveðinn og fengið far fyrir þau vegna óléttunn- ar. „Það er greinilega borin mikil virðing fyrir óléttum konum þarna og ástand mitt bjargaði okkur aftur við landamærin að Sýrlandi. Við vor- um líka svo ótrúlega heppin að fá hótelherbergi í Damaskus í gegnum einhverja klíku, því það var annars allt fullt þar.“ Arndís sagði rútuferðina frá Bei- rút til Sýrlands hafa verið það erf- iðasta við upplifunina. „Hún tók sautján klukkustundir þótt þetta væri ekki nema um hundr- að kílómetra leið,“ sagði hún. „Svo máttum við ekki fara út úr rútunni og fleira. Rútuferðin var í raun erf- iðari en sprengjurnar.“ Fjölskyldan var í sumarfríi að heimsækja fjölskyldu og vini Karls og bjó hún á kristna svæðinu fyrir norðan Beirút. „Við vorum bara í sumarfríi en ekki að þvælast í neinni vitleysu. Maður er svo hræddur um að fólk haldi það en það var ekki þannig. Svo bara skall þetta allt í einu á,“ sagði hún. „Það var allt fullt af ferðamönn- um þarna og þetta átti að verða mesta ferðamannasumarið síðan 1974, fyrir borgarastyrjöldina. Þetta gæti orðið algjör ferðamannaparadís ef hún fengi að vera í friði og friður héldist á milli hópa.“ Arndís sagði Líbana treysta mik- ið á araba í ferðamennskuiðnaði sínum en að þeir hafi fljótt orðið hræddir og hypjað sig á brott. „Þeir koma örugglega ekki aftur á næstunni. Þetta er allt saman al- gjör synd,“ sagði hún. „Það eru fimmtán ár síðan stríðið hætti og það hefur verið mikil uppbygging í gangi. Nú hefur hún verið eyðilögð á nokkrum dögum. Fólk þarna er vant stríði og við urðum vör við að margir voru að flýja auk þess sem fólk var farið að hamstra brauð og bensín.“ Arndís sagði hafa verið erfitt að upplifa sig eins og fugl í búri. „Það voru allar útgönguleiðir að lokast og allar aðalleiðir á landi, sjóleiðin og loftleiðin voru þegar orðnar óvirkar. Þetta var mjög erf- itt enda eru Íslendingar ekki vanir slíkri frelsissviptingu,“ sagði hún og hún sagði þau varla hafa vitað heldur hvernig þau ættu að bregð- ast við sprengingunum. „Þegar það heyrðist í sprengjum hlupu Líban- arnir hágrátandi inn og niður á hót- elinu en þá fórum ég og dæturnar út á svalir til að sjá. Þeir eru ýmsu vanir en við höfum aldrei upplifað neitt þessu líkt. Svo vorum við auð- vitað sóttar og farið inn með okk- ur.“ Arndís sagði stelpurnar hafa bor- ið sig vel, en þó orðið hræddar þeg- ar þær sáu hin börnin gráta. „Við vorum á góðum stað og það var ekki verið að sprengja í næsta húsi. Við sáum ekki fólk deyja eða neitt slíkt,“ sagði hún en bætti við að sumir Líbananna teldu að árás- irnar myndu aukast nú þegar stór hluti erlendra ríkisborgara færi úr landi. Hún sagði þau hafa verið hálf- feimin við frábærar móttökur Ís- lendinganna eftir framkomu Norð- manna og landamæravarðanna á Sýrlandi. „Maður metur það svo mikils að vera Íslendingur og hér er hvert mannslíf svo mikils metið,“ sagði hún og vildi koma á framfæri inni- legu þakklæti til utanríkisráðuneyt- isins. „Sérstaklega til Hreins Páls- sonar, hann er stórkostlegur maður. Röddin í honum í símann var svo róandi og við treystum al- gjörlega á hann.“ Arndís kvaðst hlakka til að kom- ast heim og hvíla sig en sagðist tví- mælalaust myndu fara aftur til Líb- anon síðar. „Ég elska Líbanon. Líbanar eru „Íslend vanir frel Það er erfitt að setja sig í fótspor þeirra t síðustu daga, en þeir komust til síns heima ræddi við nokkra þeirra í Kaupmannah Hreinn Pá isins, var á Hjónin Karl Demian og Arndís Kjartansdóttir ásamt dætrum sínum Karen Tinnu og Katrínu Hrefnu á Kastrup-flugvelli skömmu fyrir brottförina til Íslands. Fjölskyldurnar tvær ás Kjartansdóttir, Karen T TVÆR flugvélar frá inu Air Atlanta Icela þátt í að flytja Norðu þar á meðal Íslending maskus í Sýrlandi til mannahafnar og Lun það utanríkisráðuney og Danmerkur sem le arnar og fluttu þær á 900 farþega í ferðum Hannes Hilmarsson Air Atlanta, var ánæ að geta hjálpað til: „Þ af ánægjulegt að get á plóginn í svona mik málefnum, og á starf Atlanta Icelandic hró fyrir að bregðast við og raun ber vitni, sem strikar þann sveigjan viðbragðsflýti sem bý inu.“ Tvær véla frá Air Atlanta fl fólk frá Damasku TÍMASKEKKJA Í LEIFSSTÖÐ Samtök verzlunar og þjónustu hafakært til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) rekstur verzlunar á vegum rík- isvaldsins í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Samtökin telja ríkisrekst- ur á almennri verzlun brjóta í bága við ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og vilja að ríkið tak- marki sölustarfsemi sína í komusal flugstöðvarinnar við einkasöluvörurnar áfengi og tóbak. SVÞ vísa í tilkynningu, sem sam- tökin sendu frá sér, bæði til EES- samningsins og núgildandi tollalaga. Alveg burtséð frá því hverjar lagalegar hliðar málsins eru, liggur í augum uppi að það er fullkomin tímaskekkja að rík- isvaldið selji snyrtivörur, raftæki, leik- föng og geisladiska í samkeppni við einkaaðila. Það gengur raunar þvert á stefnu núverandi ríkisstjórnar, sem hefur markvisst selt eða lagt niður rík- isrekstur, sem hefur verið í samkeppni við einkarekstur. Ósanngirnin í þessari samkeppni verður enn hróplegri þegar það er haft í huga að ríkið selur vörurnar í Leifs- stöð án þeirra opinberu skatta og gjalda, sem það sjálft leggur á keppi- nauta sína í sölu snyrtivara, raftækja og allra hinna varanna, sem ríkisstarfs- menn bjóða til sölu í flugstöðinni. Þess vegna má ætla að álagning ríkisbúð- arinnar sé í ýmsum tilvikum mun ríf- legri en það, sem keppinautar hennar utan flugstöðvarinnar geta leyft sér. Ef á annað borð er vilji til að reka tollfrjálsa komuverzlun í Leifsstöð, er eðlilegast að bjóða slíkan rekstur út. Sama getur raunar átt við um verzl- un með a.m.k. annan vöruflokkinn, sem SVÞ undanskilja í kæru sinni, þ.e. áfengið. Ríkiseinkasala á þeirri vöru er löngu orðin álíka tímaskekkja og að ríkisstarfsmenn falbjóði snyrtivörur í Leifsstöð. Rökin fyrir áfengiseinkasölu eru að þar með megi takmarka aðgang að áfengi með heilbrigðissjónarmið í huga. Áfengiseinkasalan hefur hins vegar á undanförnum árum mætt æ betur sjálfsögðum kröfum neytenda, t.d. með lengri afgreiðslutíma, fleiri búðum (sem margar hverjar eru rekn- ar af einkaaðilum), betri þjónustu, meira úrvali og nú síðast auglýsingum, þrátt fyrir áfengisauglýsingabann á pappírnum. Allt stuðlar þetta auðvitað að því að auðvelda aðgang að áfengi og kippir um leið forsendunum endanlega undan hinu úrelta kerfi áfengiseinka- sölunnar. Það er vandséð úr þessu að allur munur væri á því að einstaklingar fengju að reka vínbúðir, sem háðar væru leyfum og skilyrðum, sem tryggðu ekki sízt að þeir fengju ekki að kaupa áfengi, sem ekki hefðu aldur til. Aðrar aðferðir en ríkisbúðir fyrir neyzluvörur eru svo vænlegri til árang- urs í baráttu við þau heilsufarslegu og félagslegu vandamál, sem fylgja of- neyzlu áfengis. Er ekki að verða tímabært að fram fari heildarúttekt á því á hvaða sviðum ríkið selur enn vörur og þjónustu, ým- ist í ójafnri samkeppni við einkaaðila, eða þar sem það virðist blasa við að einkaaðilar gætu gert jafnvel eða betur en ríkisvaldið? Og taka svo til í þessum síðustu leifum af úreltu kerfi?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.