Morgunblaðið - 19.07.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 19.07.2006, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sést hefur: Um næstu mánaðarmót. RÉTT VÆRI: Um næstu mánaðamót. (Ath.: Mánaða-mót eins og ára-mót (EKKI árs-mót)). Gætum tungunnar Í BYRJUN árs skipaði rík- isstjórnin nefnd til þess að fjalla um matvælaverð og voru kallaðir til fulltrúar helstu hagsmunaaðila, þar á meðal Bænda- samtakanna, ASÍ, BSRB, SA og Við- skiptaráðs. Vegna aðkomu BSRB að nefndinni hef ég fylgst náið með starfi hennar en fulltrúi BSRB hefur upplýst stjórn sam- takanna reglulega um gang mála. Ég skal játa að frá upphafi þótti mér ástæða til að óttast að sjónarhorn nefnd- arinnar yrði of þröngt til þess að ná mætti breiðri sam- stöðu um aðgerðir til lækkunar matvælaverðs en ljóst var að sjón- um yrði fyrst og fremst beint að innlendri matvöruframleiðslu og hvernig mætti þröngva henni til frekari „hagræðingar“, og þá eink- um með afnámi tolla. Minna yrði hirt um hvernig einokun og fá- keppni á matvörumarkaði hefði áhrif á vöruverð og hvað væri þar til ráða. Nú er það svo að nefndinni var ætlað að skila áliti fyrir mitt ár. Það tókst ekki. En þótt ekki hafi tekist að ná samkomulagi um sam- eiginlega niðurstöðu hefur það nú gerst að formaður nefndarinnar efnir til fréttamannafundar og leggur fram eigin álitsgerð. Í sum- um fjölmiðlum er vísað í álitsgerð hans sem álit nefndarinnar í heild sinni. Svo er ekki og er ekki einu sinni svo gott að um meirihlutaálit sé að ræða. Fréttaflutningurinn af þessu starfi hefur því orðið nokk- uð bjagaður og misvísandi. Það er mjög mikilvægt að leiðir verði fundnar til þess að ná mat- vælaverði niður og má það ekki gerast að menn gefist upp í því starfi. Ekki hef ég nákvæmar töl- ur um fækkun bænda á und- anförnum árum en eftir því sem ég kemst næst nemur fækkunin á milli 30% og 40% á undangengn- um hálfum öðrum áratug. Þessa fækkun myndu eflaust einhverjir segja endurspegla „hagræðingu“ í grein- inni og má það til sanns vegar færa að því leyti, að ný tækni og nýjar aðstæður hafa kallað á breytta búskaparhætti með færri en stærri fram- leiðslueiningum. Þyk- ir þeim sem til þekkja líklegt að langt sé frá því að séð sé fyrir endann á þessari þró- un. Mikilvægt er að hafa hemil á henni og stýra henni á þann hátt að hún valdi ekki ónauðsyn- legum skaða. Við skulum ekki gleyma því að fyrir barðinu á þessum breytingum verða heil byggðarlög og þúsundir ein- staklinga, bæði þeir sem starfa í landbúnaðinum beint og einnig hinn mikli fjöldi sem starfar í úr- vinnsluiðnaði og tengdum grein- um. Enn er þess að geta, og þá síðast en ekki síst, að verðlagið eitt er ekki eini mælikvarðinn á matvöru heldur matvælaöryggi og gæði vörunnar. Óumdeilt er að ís- lensk landbúnaðarvara er í há- gæðaflokki og væri það mikil skammsýni að grafa undan henni með því að veikja undirstöður hennar á markaði þar sem sveiflu- kennt verðlag réði úrslitum. Und- irboð og tímabundnar verðsveiflur gætu haft varanlega neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað, sem er þegar allt kemur til alls smár og viðkvæmur og þarf á ákveðnum stöðugleika að halda. Íslenskur landbúnaður er miklu mikilvægari í menningarlegu, félagslegu og at- vinnulegu tilliti en umræðan, eins og hún birtist tíðum þessa dagana, gefur tilefni til að ætla. Þröng verðlagsnálgun er í reynd gam- aldags og skammsýnt viðhorf. Gagnkvæm virðing Þetta breytir því ekki að mik- ilvægt er að ná verðlagi á matvöru niður og þar með verði á innlendri landbúnaðarvöru, sem þarf að vera samkeppnishæf við aðra framleiðslu. Til þess að takast megi að ná því takmarki að færa matvælaverðið niður þarf að vanda til verkanna. Þörf er á sam- stilltu átaki af hálfu framleiðenda, neytenda, stjórnvalda og ekki síst söluaðila. Hér dugir því enginn einleikur. Krafa neytenda í garð bænda og annarra aðila að þessu ferli er að þeir sýni samstarfsvilja og séu opnir fyrir skynsamlegum og sanngjörnum lausnum. Á móti hljóta neytendur og þá ekki síst verkalýðshreyfingin að hvetja til þess að komið verði fram við bændur og samtök bænda á sama hátt og við viljum að komið sé fram við samtök launafólks; að sjónarmið þeirra séu virt þegar um lífskjör þeirra er að tefla. Á þessum forsendum hefur BSRB talað fyrir mikilvægi þess að ná þjóðarsátt um landbún- aðarmálin. Ef okkur tekst að beina umræðunni um matvælaverð inn í slíkan farveg mun koma í ljós, að því er ég hygg, að hags- munir bænda og launafólks fara saman. Beinum landbúnaðarumræð- unni í uppbyggilegan farveg Ögmundur Jónasson fjallar um landbúnaðarvörur og matvælaverð ’Krafa neytenda í garðbænda og annarra aðila að þessu ferli er að þeir sýni samstarfsvilja og séu opnir fyrir skynsamlegum og sanngjörnum lausnum. ‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður BSRB. HELSTI sérfræðingur Morg- unblaðsins í sjávarútvegsmálum, Hjörtur Gíslason, ritar hinn 10. júlí síðastliðinn athyglisverða grein í greinaflokknum „Bryggjuspjall“. Ekki ber á öðru en að greinarhöf- undur sé að leiðrétta misskilning einhverra um að Morgunblaðið hafi fjallað á neikvæð- an hátt um kvótakerfið þegar blaðið gerði óvart skilmerkilega grein fyrir algjöru ár- angursleysi kerfisins. Í greininni kemur sem sagt fram sönn skoðun og stefna Morgunblaðsins þar sem tilurð kvótakerf- isins og eyðing sjáv- arbyggða er réttlætt. Í sjálfu sér væri ekkert um það að segja ef bryggjuspjallari Morg- unblaðsins beitti ekki hálfsannleik og blekkingum sem felast m.a. í því að gefið er sterklega í skyn að þorskstofninn hafi verið verr á sig kominn í árdaga kerfisins en nú er. Samkvæmt skýrslu Hafró var við- miðunarstofn þorsks árið 1984 þeg- ar kvótakerfið var tekið upp 28% stærri en hann er nú. Í réttlætingu sérfræðings Morg- unblaðsins á kvótakerfinu er alger- lega hlaupið yfir augljósa galla eins og byggðaeyðingu, að veiðiheimildir staðbundinna fiskistofna séu seldar landshorna á milli, brottkast og öm- urlegt leiguliðakerfi sem felur í sér að sjómenn greiða leigu sem svarar til tveggja þriðju af aflaverðmæti fyrir aðgang að auðlindinni. Ekki dregur Morgunblaðið heldur fram að sjómenn á minnstu bátunum hafa ekki kjarasamning. Ekki ber á öðru en að í réttlætingu Morg- unblaðsins sé litið á það með velþóknun að hin stærri sjáv- arútvegsfyrirtæki kaupi þau smærri upp og að fjármunir streymi út úr sjávar- útveginum. Sjaldan er litið með gagnrýnum hætti á stöðu stærri sjávar- útvegsfyrirtækjanna, s.s. Granda sem er öfl- ugasta útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki landsmanna og hefur úr meira en 11% af aflaverðmætum landsmanna að spila. Ekki hef ég heyrt annað en að fyrirtækið sé ágætlega vel rekið og búi, að sögn sérfræðings Morgunblaðsins, við besta fiskveiðistjórnunarkerfi sem völ er á. Nýlega var greint frá því að meira væri upp úr því að hafa að brjóta þetta öflugasta sjávarútvegsfyr- irtæki landsmanna upp og selja það í bútum en að halda áfram rekstri þess. Það munaði allt að 40% sem það gæfi meira í aðra hönd að brjóta fyrirtækið upp. Þetta segir auðvitað heilmikla sögu um stöðu sjáv- arútvegsins, um að ekki borgi sig að reka stærsta og öflugasta fyrirtækið í undirstöðuatvinnugrein lands- manna. Einnig ættu menn að íhuga þá staðreynd að verðmat á Granda, í rekstri vel að merkja, er ekki nema um sjöföld sú upphæð sem fæst fyr- ir trilluútgerðina sem á að selja í Grímsey fyrir um 2 milljarða króna. Þetta er auðvitað galið kerfi sem Morgunblaðið reynir að réttlæta. Hvers vegna ætli það sé? Ekki er blaðið að vernda hagsmuni þjóð- arinnar. Mögulega gætir Morg- unblaðið hagsmuna Sjálfstæð- isflokksins sem hefur staðið vörð um kvótakerfið á kostnað Íslendinga. Réttlætir Morgunblaðið eyðingu sjávarþorpa? Sigurjón Þórðarson fjallar um Morgunblaðið og kvótakerfið ’Ekki er blaðið aðvernda hagsmuni þjóð- arinnar. Mögulega gætir Morgunblaðið hagsmuna Sjálfstæðisflokksins sem hefur staðið vörð um kvótakerfið á kostnað Ís- lendinga.‘ Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MEÐ bréfi þessu er vakin athygli á dómi sem féll í Héraðsdómi Norður- lands eystra föstudaginn 24. mars 2006 í máli nr. E-420/2005. Sagan á bak við málaferlin er sú að undirrituð tryggði sér íbúð í nýbygg- ingu í apríl 2004 og skrifaði undir kauptilboð á Fasteignasölunni Hóli á Akureyri 7. júní 2004. Verðið á íbúð- inni hljóðaði upp á 12.600.000.- krón- ur og var hvergi getið um vísitölu í kauptilboðinu. 27. júlí 2004 var ég boðuð á fasteignasöluna og skrifaði þá kaupsamning um íbúðarkaupin en þar var búið að bæta inn bygging- arvísitölu sem merkt var einungis sem „285,6“ og ekkert nánar tiltekið um það hvað það þýddi. Ég tók ekki eftir þessari breytingu og gerði mér ekki grein fyrir hvað henni fylgdi. Ég taldi mig vera búna að skrifa undir bindandi kauptilboð og kaupsamn- ingur yrði einungis staðfesting á því sem í kauptilboðinu stóð. Vísitalan, 285,6, sem sett var inn í kaupsamninginn að mér óvitandi, var vísitala frá því í maí 2003. En það verða að teljast óvenjuleg vinnubrögð því teikningar voru ekki samþykktar fyrr en í desember 2003 og fyrsta skóflustungan tekin eftir það. Sam- kvæmt kaupsamninginum á ég því að greiða vexti af lánum og bygging- arefni frá því í maí 2003 eða sjö mán- uðum áður en teikningar eru sam- þykktar og hækkar því verð íbúðarinnar um 700.000.- krónur. Venjan í fasteignaviðskiptum er hins vegar sú að byggingavísitala miðast við dagsetningu undirskriftar kaup- samnings eða í nokkrum tilfellum kauptilboðs. Lánskjaravísitala miðast við þann dag sem lánið er tekið.Þegar ég skrifaði undir kaupsamninginn treysti ég fyllilega að minna hags- muna yrði gætt af starfsmönnum Fasteignasölunnar Hóls og því kom mér ekki til hugar að bera kaupsamn- inginn undir lögfræðing áður en hann var undirritaður. Fyrir dómi var um- ræddur starfsmaður fasteignasöl- unnar kallaður fyrir sem hlutlaust vitni en að mínu mati getur starfs- maðurinn ekki verið með öllu hlutlaus því hann gerði kaupsamninginn og þarf því að verja sín vinnubrögð. En dómarinn tekur vitnisburð starfs- mannsins framar öllu trúanlegan og dæmir samkvæmt því að ég hafi breytt samningnum með því að skrifa undir hann. Vinnubrögð þau sem Fasteignasalan Hóll og bygging- arfyrirtækið Hyrnan viðhafa og Hér- aðsdómur Norðurlands dæmir lögleg opna leið fyrir víðtæk misferli í fast- eigna- og lánaviðskiptum. Ef grandalausir kaupendur setja traust sitt á starfsmenn fasteignasala og skrifa undir kaupsamninga þar sem notaðar eru gamlar vísitölur, eða einfaldlega þær vísitölur sem skila sem bestri afkomu í vasa bygging- arfyrirtækja, má spyrja sig hvort hér sé komin fram lögleg leið til að fé- fletta fólk. Samkvæmt þeim dómi sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra föstudaginn 24. mars er svarið já. Virðingarfyllst. EDDA HRAFNSDÓTTIR Tjarnartúni 5, Akureyri. Vísitölumisferli, er það til? Frá Eddu Hrafnsdóttur: ÉG HEYRÐI viðtal RÚV við Drífu Hjartardóttur 11. júlí og get ekki orða bundist. Þar heldur hún því blá- kalt fram að hún hafi engin gögn í höndunum um að einstaklingar eða fyrirtæki séu að safna jarðeignum í landinu. Nú er það vitað að fyr- irtækið Lífsval á yfir 100 jarðir í landinu, og er með fólk í vinnu við að rækta þær, það fólk er ekkert annað en leiguliðar nútímans. Hefur þing- maðurinn, formaður landbún- aðarnefndar, aldrei heyrt þetta fyr- irtæki nefnt? Í Vopnafirði er Jóhannes Kristinsson, flugstjóri í Lúxemborg, að kaupa upp hálfan Vopnafjörðinn. Andri Teitsson er að kaupa margar jarðir í Húnaþingi, í Víðidal og í Miðfirði. Þessar stað- reyndir hljóta að vera þingmanninum kunnar. Ef svo er ekki, efast ég alvar- lega um dómgreind hennar. Hafa ber í huga að hún er auðvitað þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en framkvæmdastjóri hans hefur per- sónulega einnig stundað jarð- eignasöfnun! Þess má geta að fyrir 100 árum var umræða um þjóðj- arðasölu ofarlega á baugi. Þá vöruðu margir einmitt við svona braski með jarðir, töldu jarðir eiga að lúta öðrum lögmálum í eignarétti en lausafé. Þetta er hægt að sjá í Alþingistíð- indum árið 1905. Og áhyggjur manna af jarðabraski er að finna víðar s.s. þetta dæmi úr Tímariti íslenzkra samvinnufélaga: „… og ekki fer það dult, að verðspenningur á þeim jörð- um og lóðum, sem komnar eru út á þá braut að ganga kaupum og sölum, eyðileggur alla eðlilega og hóflega notkun þeirra. Veitti því ekki af að landleiga legði hemil á slíkan ofvöxt í söluverði.“ (Tímarit íslenzkra sam- vinnufélaga 1919, 109). Nefnilega ofvöxtur í söluverði. Þá ar auðvelt að bregða búi og snúa sér að öðru, en hvernig er umhverfið fyr- ir þá sem vilja byrja búskap? Ætli maður þurfi ekki að punga út svona 80–90 milljónum fyrir kúabú, sem nær þó ekki meðalstærð! Það er s.s. auðvelt að komast út en erfitt að fara inn. Alveg eins og í kvótakerfinu góða. Það var áhugamál áhrifamikilla framsóknarmanna á fyrri hluta síð- ustu aldar, að jarðir söfnuðust ekki á fárra hendur. Hvar er nú fé- lagshyggja Framsóknarlokksins? Hafi Framsóknarflokkurinn ein- hverntímann verið hækja Sjálfstæð- isflokksins, þá er sú hækja nú orðin að framlengingu á hinni bláu hönd hans. Stefnan var sú lengst af á síð- ustu öld að sem flestir gætu ekki endilega átt jarðir, heldur stundað landbúnað í sæmilega öruggu um- hverfi, t.d. með lífstíðarábúð og erfðaábúð. Ég legg því til að ann- aðhvort verði kvótakerfi í landbúnaði afnumið og algert frelsi innleitt í landbúnaðarkerfið, eða að sérstakur skattur verði lagður á óræktuð lönd svo jarðeignasöfnun hætti að borga sig, og sveitarfélög fái aftur ákveðinn umráðarétt yfir nýtingu lands. Ég tel það mjög mikilvægt að réttar upplýs- ingar um þetta mál komi fram. Hátt- virtur þingmaður Drífa Hjartardóttir hlýtur að leiðrétta mál sitt nema hún vilji halda upplýsingum um jarð- eignasöfnun leyndum fyrir þjóðinni. Það væri mjög alvarlegt mál. ÞÓRÐUR MAR ÞORSTEINSSON, Snorrabraut 34, Reykjavík. Jarðabraskið Frá Þórði Mar Þorsteinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.