Morgunblaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 25
UMRÆÐAN
UMRÆÐA um íslenska lífeyr-
issjóði að undanförnu hefur velt upp
mörgum mikilvægum spurningum
um starfsemi þeirra og hlutverk. Má
þar m.a. nefna spurninguna um með
hvaða hætti lífeyrissjóðunum er
stjórnað og hvernig
sjóðsfélagar geti haft
áhrif á rekstur þeirra
og stjórnun.
Miklar breytingar
hafa orðið á lífeyr-
issjóðum hér á landi á
undanförnum árum.
Sjóðum hefur fækkað
og hagræðing í rekstri
hefur orðið talsverð.
Ávöxtun þeirra hefur
almennt verið í takt við
uppgang á íslenskum
og erlendum hluta-
bréfamörkuðum. Ef
ávöxtun tiltekinna sjóða
hefði verið neikvæð eða ekki í sam-
ræmi við væntingar sjóðsfélaganna
gætu þeir engu um það ráðið hvort
þeir greiddu áfram í þann sjóð sem
þeir greiddu allajafna í. Sjóðsfélagar
eru oftast bundnir af því að greiða í
tiltekna sjóði, allt eftir því hvaða
starfshópi eða starfsstétt þeir til-
heyra. Þeir geta ekki valið milli sjóða
hvort sem þeim líkar fjárfest-
ingastefna og stjórnun þeirra eða
ekki. Varla eru launþegar sáttir við
að geta hvorki fengið að velja sér sjóð
né heldur hverjir fara með stjórn
þeirra fjármuna sem þeir fela sjóð-
unum til ávöxtunar.
Stjórnir lífeyrissjóðanna eru kjörn-
ar af hagsmunasamtökum atvinnu-
lífsins og verkalýðsfélaganna. Þannig
eru sjóðsfélagarnir áhrifalausir um
val þeirra einstaklinga sem stýra líf-
eyrissjóðunum. Eignir lífeyrissjóð-
anna nema nærri 1.200 milljörðum
króna. Ýmsir hafa viljað
koma á beinu vali sjóðs-
félaga á stjórnum líf-
eyrissjóða. Slíkum hug-
myndum hefur jafnan
verið mætt með því af
forsvarsmönnum sjóð-
anna að það sé útilokað í
framkvæmd, eins og nú
síðast var bent á í grein
formanns VR í Morg-
unblaðinu 15. þ.m. Það
skal hér látið liggja á
milli hluta hvaða hags-
munir liggja að baki því
sjónarmiði. Eftir stend-
ur hins vegar sá vandi
að sjóðsfélagar, almennir launamenn,
geta engu um það ráðið hvernig farið
er með þann skyldusparnað þeirra
sem liggur í lífeyrissjóði þeirra
starfsstéttar.
Að undanförnu höfum við enn og
aftur orðið vitni að því hvernig for-
svarsmenn Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna hafa notað peninga sjóðs-
félaga með annarleg sjónarmið að
leiðarljósi. Undir þessu verða al-
mennir sjóðsfélagar að sitja og sætta
sig við að ávöxtun á réttindum þeirra
í lífeyrissjóðnum er látin víkja fyrir
valdabrölti sjóðsforystunnar.
Nú þegar lífeyrissjóðir eru al-
mennt orðnir stærri og öflugri,
gegnsæi er meira um ávöxtun þeirra
og almennir launamenn hafa betri tök
á að fylgjast með þeim kostum sem
eru í boði við ávöxtun lífeyrisréttinda
þá er tími til kominn að breyta því
fyrirkomulagi skylduaðildar að til-
teknum lífeyrissjóðum sem nú ríkir.
Þannig ættu launþegar að geta fært
sig á milli lífeyrissjóða ef þeim líkar
ekki sú ávöxtun sem þeim býðst eða
sú stjórnarstefna sem ríkir í þeirra
sjóði. Með þessu breytta fyr-
irkomulagi gætu launþegar með ein-
földum hætti tjáð afstöðu sína til þess
sem stjórnir lífeyrissjóðanna gera og
ekki yrði hróflað við því fyr-
irkomulagi að verkalýðsforingjar og
iðnjöfrar sitji saman í stjórnum sjóð-
anna.
Leyfum sjóðsfélögum að velja
Skarphéðinn Berg Steinarsson
fjallar um lífeyrissjóði ’Að undanförnu höfumvið enn og aftur orðið
vitni að því hvernig for-
svarsmenn Lífeyrissjóðs
verslunarmanna hafa
notað peninga sjóðs-
félaga með annarleg
sjónarmið að leiðarljósi. ‘
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá
Baugi group hf. og stjórnarformaður
FL group hf.
ÞORSTEINN Ingi Sigfússon
(ÞIS) ritaði hugvekju um sjálfbæra
orku og afkolun í Lesbók Morg-
unblaðsins laugardaginn 8. júlí. Það
hefur viðgengist hér á landi í áratugi
einhver mennta-
skólameinloka um vetni
sem eldsneyti. Það hef-
ur tekist að festa þessa
vitleysu svo rækilega í
huga ráðamanna að það
þarf ekki annað en
nefna vetni þá opnast
flóðgáttir rannsókna-
og þróunarsjóða.
Ég sný mér þá að
grein ÞIS. Fyrst vil ég
benda á að orðið vetn-
iskol sem hann notar
þar sem hann hlýtur að
eiga við kolhydröt (kol-
vetni). Vetniskol hefur verið notað yf-
ir það sem á ensku er kallað „hydroc-
arbon“, þ.e. olía, jarðgas o.s.frv. Hann
fjallar um hvað hægt er að gera til
þess að draga úr koldíoxíðlosun Ís-
lands. Hann minnist samt ekki á einn
nærtækan möguleika. Það er að Ís-
land hætti að flytja inn áburð sem er
framleiddur úr vetni sem aftur er
framleitt með orku úr jarðgasi, en við
það myndast koldíoxíð, en noti heldur
þetta vetni okkar Íslendinga sem
framleitt er með okkar ódýru og vist-
vænu raforku. Það kynni kannski ein-
hver að spyrja, er það ekki einmitt
þetta sem var gert í Gufunesi. Jú,
mikið rétt, en af hverju var þá hætt
að framleiða áburð á Íslandi? Skyldi
það vera vegna þess að framleiðsla
vetnis með rafgreiningu er ekki sam-
keppnisfær við vetni framleitt með
jarðgasi. Hvað um vetni á vetnisvagn-
ana? Á að styrkja það með opinberu
fé frekar en kaupa það á markaði?
ÞIS og Íslensk nýorka (ÍN) segja
væntanlega að allar þessar forsendur
breytist þegar jarðefnaeldsneyti
hækkar enn meira í verði. Þegar þar
að kemur væri þá ekki skynsamlegra
að við Íslendingar færum út í áburð-
arframleiðslu í stórum stíl og útflutn-
ing með fullkomlega þekktri fram-
leiðslutækni heldur en að hanga á
þessari vetnisvitleysu fyrir skip og
bíla eins og hundur á roði.
Í víðara samhengi er koldíox-
íðlosun fyrst og fremst afleiðing
orkuframleiðslu og þá skiptir máli að
nýta þá orku vel sem framleidd er.
Sóun 75–80% raforkunnar með vetn-
isvögnum og vetnisbílum í stað þess
að nýta yfir 60% af þessari orku í
rafknúið samgöngutæki
eða enn betur til ann-
arrar framleiðslu er
ekki líkleg framtíð-
arlausn á orkumálum
heimsins. Það væri
reyndar æskilegt að
heyra álit ÞIS og ÍN á
þessu með tilliti til
þeirra rannsóknanið-
urstaðna sem þegar
liggja fyrir.
Vetni má framleiða
með rafgreiningu en
það er ekki samkeppn-
ishæf framleiðsluaðferð
í dag. Í þessari framleiðsluaðferð er
vatn einfaldlega klofið í frumefni sín,
vetni og súrefni. Það er hægt að
framleiða vetni úr kolum og vatns-
gufu. Til þess að gera þetta þarf að-
eins að hita kolin með vatnsgufunni
upp í hitastig sem er yfir þúsund
gráður á Celsíus en við það hitastig
eru kolmónoxíð og vetni varmafræði-
lega stöðugri en kolefnið og vatns-
gufan. Blanda af kolmónoxíði og vetni
framleitt á þennan hátt kallast vatns-
gas. Í dag er vetni framleitt úr jarð-
gasi og vatni en þá myndast líka
kolmónoxíð og vetni en í öðrum hlut-
föllum. Þessi blanda kallast efna-
smíðagas (synthesis gas). Nákvæm-
lega sömu lögmál varmafræðinnar
koma við sögu hér. Við lægra hitastig
yfir hvata er hægt að fá meira vetni í
hvarfi sem kallast vatnsgas hliðr-
unarhvarfið (water gas shift reac-
tion). Þessi ferli losa þess vegna vetn-
ið sem var bundið í jarðgasinu og
vatninu en á sama tíma losnar allt
kolefnið sem var í kolunum eða jarð-
gasinu sem koldíoxíð. Ef þetta vetni
væri notað sem eldsneyti er það að
sjálfsögðu mjög hreint og myndar
bara vatn við bruna en allt kolefnið
sem var í frumorkugjafanum (jarð-
gasinu eða kolunum) var þegar búið
að losa út í umhverfið sem koldíoxíð.
ÞIS minnist líka á nýtingu vetnis með
svokallaðri Fischer-Tropsch aðferð
sem var fundin upp árið 1923 og Þjóð-
verjar notuðu til dæmis til fram-
leiðslu eldsneytis í seinni heimsstyrj-
öldinni. Þessi aðferð er enn notuð til
framleiðslu á olíu í S-Afríku.
Er hugmynd ÞIS sem sagt sú að
hætta við vetnisvagnana og vetn-
isskipin og fara að framleiða olíu með
ódýra vetninu okkar Íslendinga? Ef
hugmyndin er sú að nýta þetta
kolmónoxíð í útblæstri ofnanna í
Járnblendiverksmiðjunni á Grund-
artanga má benda á að hann þarf ekki
vetni til þess, vatnsgufa nægir til þess
að nýta orkuna sem er í kolmónox-
íðinu til þess að mynda vetni. Getur
verið að menn séu farnir að elta
skottið á sjálfum sér hérna?
Mest af því vetni sem framleitt er í
heiminum í dag er notað til fram-
leiðslu á köfnunarefnisáburði. Sú
framleiðsla byggist á svokallaðri Ha-
ber-Bosch framleiðslu á ammóníaki
sem var fundin upp árið 1916. Í þess-
ari framleiðslu er köfnunarefni and-
rúmsloftsins bundið með hvarfi við
vetni og myndefnið er ammóníak.
Venjulegur köfnunarefnisáburður er
ammóníum nítrat en það fæst með
hvarfi ammóníaks við saltpéturssýru
sem líka er framleidd úr ammóníak-
inu. Ef vetni á Íslandi er svona ódýrt,
eða verður það samanborið við annað
vetni í náinni framtíð, ættum við
byggja nýja áburðarverksmiðju,
kannski margar slíkar, og selja
heimsbyggðinni köfnunarefnisáburð
framleiddan með vistvæna vetninu
okkar.
Af hverju flytur Ísland
ekki út áburð í stórum stíl?
Sigþór Pétursson fjallar um
vetnisframleiðslu ’Mest af því vetni semframleitt er í heiminum í
dag er notað til fram-
leiðslu á köfnunarefn-
isáburði. Sú framleiðsla
byggist á svokallaðri Ha-
ber-Bosch framleiðslu á
ammóníaki sem var fund-
in upp árið 1916. ‘
Sigþór Pétursson
Höfundur er prófessor í efnafræði við
Háskólann á Akureyri.
Fyrir rúmum þrjá-
tíu árum byggðu Ásta
og Dalli sér hús, Ler-
kilund 42. Við hjónin
vorum svo heppin að verða nágrann-
ar þeirra. Dætur þeirra Sigga og
Drífa á sama aldri og okkar dætur. Á
milli þeirra mynduðust sterk vin-
áttutengsl sem haldist hafa síðan.
Upp í hugann koma margar ljúfar
minningar um þau ár sem við áttum
samleið. Við munum samheldna fjöl-
skyldu sem hafði gaman að ferðast
um landið sitt, hvort heldur á bíl,
gangandi eða á skíðum, fjölskyldu
sem hafði áhuga á náttúru og ræktun
landsins, fjölskyldu sem gott var að
deila með gleði og sorg og lét sér
annt um nágranna sína og vini.
Það voru margar gleðistundir sem
við nutum á heimili Ástu og Dalla.
Hvort heldur það voru stórar veislur
s.s. afmæli, fermingar, stúdenta-
fagnaðir, gifting eða bara smá kaffi-
sopi, alltaf var tekið á móti okkur
með fallegu brosi, gleði og hlýju.
Fyrir þetta allt viljum við þakka
og einnig þá umhyggjusemi og góð-
vild, sem dætur okkar nutu alla tíð
og síðan barnabörn.
Fyrir nokkrum árum, þegar dæt-
urnar voru farnar að heiman, fluttu
þau Ásta og Dalli í raðhúsaíbúð við
Hjallalund. Einnig keyptu þau sér
sumarbústað í Fnjóskadal þar sem
þau undu sér vel.
Í desember árið 2003 lést Dalli eft-
ir erfið veikindi. Ásta hefur nú einnig
kvatt okkur eftir langt og strangt
veikindastríð.
Elsku Sigga og Drífa, þið hafið
sýnt mikla fórnfýsi og ótrúlegt þrek
og styrk í veikindum foreldra ykkar
og þótt Ásta fengi ekki að njóta fleiri
ára með ykkur, eins og allir höfðu
vonað, eru árin sem þið áttuð saman
full af góðum minningum um góða
foreldra sem settu velferð ykkar og
fjölskyldunnar ofar öllu öðru.
Við hugsum til ykkar, Sigga og
Drífa, og biðjum góðan Guð að vaka
yfir ykkur, Zoran og litlu barnabörn-
unum sem voru sólargeislarnir í lífi
foreldra ykkar.
Blessuð sé minning þessara heið-
urshjóna.
Valgerður og Baldur.
Flest fyrstu ár okkar systkina hóf-
ust í Lerkilundinum hjá Ástu og
Dalla þar sem þeim lauk einnig.
Bingókúlur blönduðust við ártöl,
flugelda, púðursykurstertur, brún-
tertur, kjúklinga og franskar og há-
tíðirnar eru í minningunni jafn mikið
heima og heima hjá Ástu þar sem við
vorum ávallt velkomin og fengum
auk frábærra veitinga frú Ástu ávallt
helling af lífsgleði og visku frá þeim
hjónum og dætrum þeirra sem alla
tíð hafa verið meðal okkar bestu og
traustustu vina. Þetta eru minningar
sem lykta vel og voru góðar á bragð-
ið, þær eru hlýjar og bjartar eins og
húsmóðirin sem hjálpaði til við að
búa þær til.
Fjölskyldurnar tvær voru alla tíð
afar nánar og fóru oft saman í ferða-
lög með alla hersinguna, bæði í sum-
arbústaði handan fjalla og löndin
handan hafsins. Þá lærðum við um
allt það skrautlega fólk sem heim-
sótti Akureyri í gegnum hótelstarfs-
manninn Ástu og vitum innst inni að
margir gestirnir komu aftur á Hótel
KEA vegna alúðlegu konunnar í af-
greiðslunni ekki síður en kirkju-
trappanna sem voru fyrir ofan hót-
elið.
Þótt Ásta teljist aðeins tengd okk-
ur var hún alltaf í okkar huga ein
okkar nánasta frænka enda megna
orðin kona bróður pabba engan veg-
ÁSTA BJÖRG
ÞORSTEINSDÓTTIR
✝ Ásta Björg Þor-steinsdóttir
fæddist í Fagrabæ í
Grýtubakkahreppi
5. desember 1937.
Hún lést á Landspít-
alanum í Reykjavík
9. júlí síðastliðinn og
var jarðsungin frá
Akureyrarkirkju
18. júlí.
inn að fanga minningu
okkar um þessa góðu
konu.
Síðustu ár Ástu
voru oft þrautaganga.
Hún missti Dalla sinn
fyrir rúmum tveimur
árum og hafði þá sjálf
fyrir nokkru hafið erf-
iða baráttu við eigin
veikindi. Þau veikindi
voru langvinn og erfið
og stóðu þær Sigga og
Drífa þétt við hlið
móður sinnar í barátt-
unni og stóðu sig eins
og hetjur og létu fjarlægðina við
æskustöðvarnar ekki stöðva sig í að
hjálpa Ástu eins og hægt var.
En þótt baráttan hafi verið erfið
og tapast á endanum vitum við að
hún var þess virði fyrir Ástu. Því hún
fékk tækifæri til þess að kynnast
margtyngdum barnabörnum sínum
úr Ölpunum þeim Aleksandar, Söru
og Davíð og eiga nokkrar lokastund-
ir með dætrum sínum. Þá erum við
einnig þakklát fyrir að börn Ár-
manns, Vala Pauline og Ari Dal-
mann, fengu tækifæri til þess að
hitta Ástu skömmu fyrir andlátið.
Nú er árum okkar með Ástu lokið í
bili og erum við eilíflega þakklát fyr-
ir þau. Siggu og Drífu, Zoran, Aleks-
andar, Söru og Davíð sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ármann, Auður og Ásgeir
Ingólfsbörn.
Nú kveðjum við kæra vinkonu sem
við höfum átt samleið með í nærri
hálfa öld. Við hittumst þegar við fór-
um að vinna saman á Landsímanum
á Akureyri um svipað leyti og þá
myndaðist vinátta sem aldrei féll
skuggi á.
Í huga okkar er sár söknuður en
líka þakklæti fyrir einstakan vin-
skap. Ástu fylgdi ætíð gleði, gaman,
gestrisni og hlýja. Við fórum saman í
margar ferðir innanlands og utan –
um fjöll og firnindi, í sumarbústaði
og ótal matar- og kaffiboð. Alltaf var
gleðin við völd hvar sem Ásta og
hennar góða fjölskylda var með í
hópnum. Það verður sárt að hittast
án hennar en við getum yljað okkur
við allar góðu minningarnar og
þökkum af alhug fyrir liðnar stundir.
Elsku Sigga Drífa og allir úr fjöl-
skyldu Ástu, innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð geymi þig, elsku Ásta.
Þínar vinkonur,
Edda, Erla og Kolbrún.
MINNINGAR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést.
Minningar-
greinar