Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 38

Morgunblaðið - 19.07.2006, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! Salma hayekpénelope cruz Stick It kl. 8 og 10 The Benchwarmers kl. 8 B.i. 10 ára Bandidas kl. 6 B.i. 10 ára FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 6 B.i. 12.ára. Click kl. 10 B.i. 10 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3, 5 og 7 Ultraviolet kl. 4.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 9 og 11.20 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 3 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALIBLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! REYKJAVÍK! er nafnið á rúmlega tveggja ára gamalli hljómsveit. Það sem grípur athyglina er upphróp- unarmerkið sem er kannski táknrænt fyrir hljómsveitina. Í það minnsta einkennandi. Sumir telja kraftinn og keyrslu hljómsveitarinnar minna á Fugazi á fyrri árum þeirrar ágætu hljóm- sveitar, og einhverjir hafa líkt Reykjavík! við hina afliðnu At the drive in. Alhörðustu poppspeking- arnir segja að S/H draumur líkist því sem hljómsveitin er að gera, og sumir benda á þá frægu Sonic Youth. En það skiptir ekki öllu hverju Reykjavík! líkist, það er mest um vert að hljómsveitin var að gefa út sína fyrstu plötu: Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol. Fyr- ir vikið settist blaðamaður Morg- unblaðsins niður með þeim Bóasi Hallgrímssyni söngvara og Hauki S. Magnússyni, gítarleikara og bak- raddasöngvara. Bakgrunnur Reykjavíkur! Í Reykjavík! eru alls fimm manns. Auk Bóasar og Hauks skipa hana Kristján á trommum, Valdimar á bassa og Guðmundur spilar á gítar. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa á einhvern hátt tengst öðrum hljóm- sveitum eða verið í þeim sjálfir. Bóas hefur áður gefið út þrjár plötur með öðrum hljómsveitum en þetta er að hans sögn fyrsta platan sem ber strikamerki. Haukur hefur líka sinn bakgrunn í tónlistinni og rak plötu- fyrirtæki á Ísafirði sem hét Dauða- rokk. Kristján og Valdi eru jafnframt í hljómsveit Dr. Gunna og Gummi spilar með 9-11’s. Allir nema einn úr hljómsveitinni eiga rætur að rekja til Ísafjarðar. Bóas og Haukur taka það samt fram að það sé ekkert svo mikilvægur þátt- ur í ferli þessarar hljómsveitar þar sem annar hver maður í miðbænum er ættaður utan af landi. Nafn hljóm- sveitarinnar er engu að síður tengt uppruna þeirra. „Við erum allir utan af landi og við áttum allir blauta drauma um Reykjavík,“ segir Bóas. „Reykjavík var mekka í gamla daga. Þá gat mað- ur farið upp á þriðju hæð í Kringlunni og skvett tómatsósu á fólk,“ bætir hann við. Haukur: „Þú veist hvernig fólk sem er úr miðbænum eða Reykjavík segist alltaf kaupa fötin sín í New York eða London –“ Bóas: „– þannig hugsuðum við til Reykjavíkur.“ Haukur: „Já, Reykjavík er okkar New York. Ég kaupi öll mín föt í Kringlunni og Smáralindinni.“ Raunverulegir áhrifavaldar Þótt nokkrar hljómsveitir hafi ver- ið taldar upp að ofan er engin þeirra beinn áhrifavaldur á hljómsveitina að sögn Hauks og Bóasar. Bóas: „Við erum allir að hlusta á sitthvora hlutina yfirleitt. Og við ber- um okkur aldrei saman við neinar hljómsveitir, það eru frekar þeir sem skrifa um okkur sem gera það.“ Haukur: „Hins vegar höfðu sumar hljómsveitir áhrif á viðhorf okkar til tónlistar. Til dæmis amerískt pönk og „gerðu það sjálfur“-andinn.“ Þeir benda á að kúgun, áfengi trúarbrögð og jökullandslag hafi haft sín áhrif á þá líkt og aðra Íslendinga, eins og titill plötunnar vísar til. Auk þess taka Haukur og Bóas fram að sem manneskjur séu þeir undir áhrif- um frá heimspekitextum, en þeir nema heimspeki í HÍ. Hins vegar draga þeir skýr mörk um að þeir séu ekki heimspekileg hljómsveit. „Rokk- tónlist er ekki heimspekileg. Þú getur verið með góða og íhugula texta en það er ekki heimspekileg greining á neinu. Hljómsveitir sem segjast vera heimspekilegar eru yfirleitt fávitar sem reykja of mikið hass,“ segir Haukur. „Ég held að það sé hárrétt,“ bætir Bóas við. „Það fer rosalega í taug- arnar á mér þegar talað er um að við séum heimspekileg hljómsveit.“ Í stað þess bendir Bóas á að Reykjavík! er melódísk rokk- hljómsveit með pönkívafi og „stæl- um“. „Áhrifavaldar okkar eru eig- inlega of margir til að telja upp og koma svo víða fyrir,“ segir hann. „Það heyrist alveg á þessari plötu því hún er svo rosalega „skitsófrenísk“.“ Skemmtilegast á tónleikum Hljómsveitin er þaulreynd og hef- ur komið fram við góðan orðstír á Innipúkanum, tvennum Aldrei fór ég suður og Airwaves-hátíðum og farið í ferð til Lundúna og Brighton á veg- um Xfm-útvarpsstöðvar þar í landi og vefritsins Drownedinsound.com. Þrátt fyrir það segjast strákarnir yf- irleitt aldrei fá borgað fyrir að spila. Þeir litlu peningar sem þeir fá fara í að gleðja áhangendur þeirra. Reykjavík! leggur nefnilega mikið upp úr því að hún hefur ekki aðdá- endur heldur áhangendur. Bóas og Haukur leggja áherslu á að þeir séu á sama plani og ekki skör ofar en þeir sem fíla tónlistina. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir tónleika sína og magnaða sviðs- framkomu. Það er mikið um brjálæði á sviðinu og líflegar lýsingar til á því sem þar fer fram. Haukur hefur til að mynda átt í vandræðum með að halda jafnvægi á meðan hann spilar á gítar og dettur því stundum. Bóas er aftur á móti sífellt á iði og stekkur fram og aftur. Samkvæmt lítilli ritgerð ljóð- skáldsins Eiríks Arnar Norðdahl aft- ast í hulstri disksins getur það jafnvel gerst að Bóas týnist á tónleikum, en heldur samt áfram að syngja. „Okkur finnst bara gaman að spila á tónleikum,“ segir Haukur. „Bara frábært. Það er þess vegna sem við erum í hljómsveit. Að spila á tón- leikum er það skemmtilegasta sem ég geri,“ bætir hann við, og Bóas tekur undir það. „Reykjavík! hefur alltaf verið stemning,“ segir Bóas. „Það hefur eiginlega verið lykilatriði frá því við settumst fyrst niður og ætluðum að semja ljúfsárar ballöður. Við ætl- uðum að vera alvarlegir listamenn. En svo snerist þetta bara upp í þá gleði og stemningu, sem hefur verið viðloðandi þessa hljómsveit í tvö ár.“ „Þetta er líka afsökun fyrir að drekka,“ bætir Haukur við. Strákarnir segja að hljómsveitin hafi mest gaman af að spila á óhefð- bundnum og ólíkum tónleikastöðum. „Við höfum meira gaman af því þegar okkur tekst að mynda veislustemn- ingu frekar en halda hefðbundna tón- leika,“ segir Bóas. Síðustu tónleikar hljómsveitarinnar var til að mynda „skírnarveisla“, þar sem boðið var upp á brauðtertur og heitt kakó. Stoltir af nýju plötunni Þótt tónleikar hafi hingað til borið nafn hljómsveitarinnar uppi telja Bóas og Haukur að diskurinn geri það hér eftir. „Ég er voða stoltur af þessari plötu,“ segir Bóas. 12 tónar sáu um að gefa út plötuna. Upptökustjóri var Valgeir Sigurðs- son; „sá snillingur“, eins og Bóas seg- ir, en Valgeir hefur m.a. unnið með Björk og Bonnie Prince Billy. Sam- starfið gekk vel á milli hans og Reykjavíkur! og fagmennska Val- geirs og skipulag var gott mótvægi við aðferðir hljómsveitarinnar að sögn strákanna. „Þetta var fyrst eins og að setja fíl inn í postulínsbúð,“ seg- ir Bóas, „en svo fór þetta að ganga.“ Útgáfutónleikar vegna disksins verða haldnir í ágúst en hljómsveitin er víst í fríi um þessar mundir. Reyndar mun hljómsveitin bjóða upp á Leyni-bónustónleika á Barnum nk. fimmtudagskvöld ásamt Bent og Jeff Who? Í kvöld spilar hljómsveitin einnig í verslun Máls og menningar í útgáfuteiti vegna bókarinnar Inside Reykjavík – The Grapevine Guide. Áhangendur verða ekki sviknir af því að mæta á tónleikana enda munu þeir að vanda leika nýtt efni eða spila nýjar nálganir á gamalt efni. „Við erum „rísómískir“ listamenn eins og Bob Dylan,“ útskýrir Haukur, og vísar til heimspekingsins Deleuze. „Við neitum að láta hólfa okkur niður og spila lögin okkar eins og þau eru á diskum, heldur erum sífellt að finna þau upp aftur. Enda á sköpunin sjálf sér stað á sviðinu alveg eins og í hljóðverinu, ef ekki meira.“ Tónlist | Reykjavík! með fyrstu plötuna Sköpunin á sér stað á sviðinu Reykjavík! hefur vakið athygli fyrir magnaða sviðsframkomu á tónleikum. Frá vinstri: Guðmundur B. Halldórs- son, Haukur S. Magnússon, Valdimar Jóhannsson, Bóas Hallgrímsson og Kristján Freyr Halldórsson. Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.