Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Eggert SUMARSKÓLINN efndi til lokahófs Austurbæjarskóla í gær. Þar var verkefnið Málrækt í sumarvinnu sýnt og þátttakendur í íslenskunámskeiði skemmtu gestum. Námsflokkar Reykjavíkur hafa undanfarin ár boðið fólki á öllum aldri af erlendu bergi brotnu upp á ís- lenskunám og grunnfræðslu um íslenskt þjóðfélag. Í hófið mættu Sabrina Bautz frá Þýskalandi og munk- arnir Reter Fintor og Anton Hajercak frá Slóvakíu. Læra íslensku í sumarvinnu MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra undirrituðu í Hinu húsinu í gær samkomulag við samtökin Nýja leið ehf. um að sjá um meðferð- arstarf fyrir ungt fólk með áhættusama hegðun og geð- og hegðunarraskanir. Verkefnið hefur hlotið nafnið Lífslist og hefst það strax í haust. Um er að ræða tilraunaverkefni á sviði forvarnar sem nær til næstu tveggja ára og á þeim tíma mun félagsmála- ráðuneytið leggja 12 milljónir króna í verkefnið og heilbrigðisráðuneytið samtals 4 milljónir kr. Að sögn Páls Biering, formanns stýrihóps um verkefnið, felur samkomulagið í sér að Ný leið bjóði ungu fólki á aldrinum 15–18 ára upp á þann kost að stunda listsköpun og þjálfun í samskiptum og lífs- leikni í því skyni að minnka líkurnar á áhættusamri hegðun. Segir hann að ungmennum verði kennt að láta sér líða vel án vímuefna. Beitt verður hugrænni atferlismeðferð til að kenna unglingum nýjar leiðir til að bregðast við erfiðum aðstæðum og auka fé- lagslega færni þeirra. Að sögn Páls byggist verk- efnið á erlendri fyrirmynd, sem sálfræðingurinn Harvey Milkman er höfundur að, en reynslan er- lendis frá þykir góð og hafa rannsóknir sýnt að meðferðarúrræði sem ekki fela í sér stofnanavistun gagnist unglingum með hegðunarvandamál betur en vist og meðferð á stofnun. Spennandi verkefni Í samtali við heilbrigðisráðherra sagðist hún binda miklar vonir við verkefnið og hafa fulla trú á því að þegar það verði metið að reynslutíma lokn- um verði niðurstaðan sú að halda því áfram. Sagði hún verkefnið að sínu mati sérlega spennandi fyrir margra hluta sakir, þeirra á meðal að hér væri sjónum beint að aldurshópi sem ekki hefur verið sinnt með viðlíka hætti áður, í þessu felist meðferð utan stofnana, auk þess sem hér væri um að ræða samstarf tveggja ráðuneyta við einkaaðila. Félagsmálaráðherra lagði áherslu á mikilvægi forvarnar allan ársins hring í sem fjölbreytilegustu myndum. Sagði hann markmiðið að ná til sem flestra með árangursríkum hætti. „Með þessum samningi er í mínum huga verið að styrkja forvarnar- og meðferðarstarf í landinu, þannig að börn og unglingar eigi enn frekar mögu- leika til þess að eiga innihaldsrík og gefandi upp- vaxtarár, sjálfum sér og samfélaginu öllu til hags- bóta.“ Allar nánari upplýsingar um verkefnið má nálg- ast á netinu á vefslóðinni: www.nyleid.is. Ný leið í forvarnarmálum fyrir ungt fólk með hegðunarraskanir Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Stefánsson, Siv Friðleifsdóttir og Páll Biering, formaður stýrihóps um verkefnið, skrifuðu undir samkomulagið. Fyrir aftan eru Guðrún Björg Ágústsdóttir og Jón Guðbergsson frá Nýrri leið. Lífslist verður hleypt af stokk- unum með haustinu. Silja Björk Huldudóttir kynnti sér málið. silja@mbl.is Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is Á ÍSLANDI er ekki í gildi svokölluð CFC- skattalöggjöf sem veitir skattyfirvöldum heim- ild til þess að skattleggja tekjur einstaklings eða félags í eigu íslenskra ríkisborgara í lönd- um sem hafa litla sem enga skattskyldu. „Ráðuneytið hefur skoðað þetta, en það liggur ekki fyrir nein endanleg niðurstaða. Það eru skiptar skoðanir um nytsemi þess og mikilvægi að svona löggjöf verði tekin upp,“ segir Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, um málið. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá því að að- ilar sem skráðir eru á Ermasundseyjunni Gu- ernsey eigi beina fjármunaeign upp á 41 millj- arð á Íslandi. Haft var eftir ríkisskattstjóra að um vaxandi skattundanskot væri að ræða. „Það má líka nefna í því sambandi að það eru að fara af stað viðræður við þessar eyjar um upplýsingaskiptasamninga í skattamálum og þar verðum við í samstarfi við hin Norðurlönd- in,“ segir Baldur um þessa hlið málsins en Gu- ernsey hefur litlar skattaálögur á fyrirtæki og telst „skattaparadís“. CFC er skammstöfun fyrir Control Foreign Companies og eiga reglurnar rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en er í dag að finna víð- ast hvar á Vesturlöndum. Gera má ráð fyrir að allt að 25 ríki hafi nú þegar sett sér eða séu um það bil að setja sér slíkar reglur. Í reglunum er miðað að því að bregðast við ólögmætum skattaflótta þar sem eignarhaldsfélög á lág- skattasvæðum eru notuð sem meginuppistaða í skattskipulagningu. Ákvæði á Íslandi Samhliða upptöku CFC-reglna er gerður listi þar sem lágskattasvæði eru skilgreind ná- kvæmlega. Í Danmörku, eins og á hinum Norð- urlöndunum, eru í gildi CFC-reglur sem taka til félaga sem stofnuð eru erlendis en lúta í raun meirihlutastjórn danskra hluthafa. Þurfa danskir hluthafar fyrirtækisins að greiða fjár- magnstekjuskatt vegna fyrirtækisins til danskra yfirvalda, en þó dregst frá sá hluti sem sannanlega hefur verið greiddur á lágskatta- svæðinu. Engin alþjóðleg samræming er til um fram- kvæmd og setningu CFC-reglna og geta þær því verið mjög fjölbreytilegar og ýtarlegar. Í íslenskum skattalögum er sums staðar að finna reglur sem eru settar með sömu mark- mið í huga og CFC-reglur. Í 8. tl. 31. gr. tekju- skattslaga segir t.d. að félag sem fái greiddan arð frá erlendu félagi þurfi að sýna fram á að hagnaður hins erlenda félags hafi verið skatt- lagður með sambærilegum hætti og gert sé hér á landi. CFC-löggjöf til skoðunar hér á landi ALÞJÓÐA Rauði krossinn hefur lýst yfir neyðarbeiðni vegna ástandsins í Líbanon í kjölfar sprengjuárásanna sem nú hafa stað- ið meira en viku. Í yfirlýsingunni kemur fram að hundruð óbreyttra borgara hafi farist í átökunum og enn fleiri særst. „Þegar ástandið verður svona hræðilegt, hvort sem það er vegna náttúruhamfara eða átaka, og starfs- menn stjórnvalda eða Rauða kross- ins í landinu ráða ekki við það, er send út svona neyðarbeiðni. Þá er kallað eftir aðstoð Rauða krossins í öllum löndum og eftir atvikum eru starfsmenn sendir á vettvang,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossi Íslands. Að mati Rauða krossins bitna sprengingarnar hvað verst á óbreyttum borgurum og verður sí- fellt erfiðara að veita læknisaðstoð. Alþjóðaráð Rauða krossins hefur aukið við stuðning sinn í Líbanon til að hjálpa særðum og sjúkum og kall- ar eftir frekari aðstoð. Neyðar- beiðnin hljóðar upp á 590 millj- ónir íslenskra króna. Þá hafa ísraelsk yfirvöld og liðsmenn Hezbollah-sam- takanna verið minntir á að virða í einu og öllu alþjóðleg mannúðarlög. Fleiri starfsmenn „Það er verið að leita eftir fjár- stuðningi til þess að geta haldið úti nauðsynlegum heilbrigðisverkum og sjúkraflutningum,“ segir Sólveig og bætir við að til þess þurfi meira fólk og að alþjóðaráðið ætli að fjölga starfsmönnum. „Rauði kross Íslands mun að sjálfsögðu leggja til mann- skap ef eftir því verður leitað,“ bætir Sólveig við, spurð um aðkomu Rauða kross Íslands að verkefninu. Neyðarbeiðni vegna Líbanons Sólveig Ólafsdóttir STEFNT er að opnun nýrrar stórverslunar Ikea í Urriða- holti í Garðabæ í september næstkomandi, að sögn Þórarins Ævarssonar, verslunarstjóra Ikea. Þá verður versluninni sem verið hefur í Holtagörðum lokað. Nýja verslunarhúsið í Garðabæ verður um 21 þúsund fermetrar að stærð og stendur á 56 þúsund fermetra lóð. Verslunarhúsnæði Ikea í Holtagörðum er í eigu Fast- eignafélagsins Stoða hf. og er um níu þúsund fermetrar að stærð. Örn V. Kjartansson, hjá eignaumsýslu Fasteignafélags- ins Stoða hf., sagði ljóst að þarna yrði áfram verslun, en ekki hafi verið gengið frá samn- ingum við nýja leigjendur sem taki við húsnæðinu eftir að Ikea flytur. Góður staður „Við erum að skoða þau mál,“ sagði Örn. Hann sagði enn fremur að reynt yrði að fá nýja leigjendur í húsnæðið sem fyrst. Ef til vill þyrfti að gera einhverjar breytingar á hús- næðinu áður en nýr verslunar- rekstur hefst í Holtagörðum. „Þetta er góður staður og gott húsnæði að okkar mati,“ sagði Örn enn fremur um versl- unarhúsnæðið í Holtagörðum í Reykjavík. Nýtt Ikea opnað í haust Ekki enn ljóst hver flytur í Holtagarða GERA má ráð fyrir að um 120 einstaklingar á aldrinum 15–18 ára njóti góðs af verkefninu Lífslist á næstu tveimur árum. Rápgert er að allt að 15 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu standi úrræðið til boða á hverju misseri, auk 15–30 einstaklinga utan höfuðborgarsvæð- isins. Ný leið mun alfarið sjá um allan rekstur verkefnisins á höfuðborgarsvæðinu, en rekst- ur verkefnisins við ungmennahús á lands- byggðinni verður í samvinnu við Rauða kross Íslands. Mun nýtast um 120 ungmennum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.