Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Nýtt sumarhús í Ásgarðslandi, Grímsnesi á
5800 fm eignalóð. Bústaðurinn er fullkláraður
að utan en einangraður og plastaður að innan
án innveggja og gólfefnis. Búið er að leggja heitt og kalt vatn að húsvegg og
tengja 3000 l rotþró. Vandaður bústaður á fallegum og kjarrgrónum stað.
V. 13,9 millj. 7361. Steindór sýnir bústaðinn. S: 899 1775.
Sýningarhelgi í Grímsnesi á milli
kl. 14-17 í dag og sunnudag
Ca. 20 fm sumarhús á einstaklega fallegri
7300 fm eignarlóð. Stórkostlegt útsýni er frá
landinu. Tilvalin kaup fyrir aðila sem vilja eign-
ast fallega lóð í Grímsnesi og geta notað hús-
ið sem vinnuaðstöðu meðan á byggingu húss
stendur og síðar sem gestahús. V. 6,3 millj. 7362.
Steindór sýnir bústaðinn. S: 899 1775.
Sumarhús Ásabraut 9 - Grímsnesi
Sumarhús - Lokastígur 16
Ásgarðslandi - Grímsnesi
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands hækkaði um 0,31% í gær í
5.458 stig. Viðskipti með hlutabréf
námu rúmum milljarði króna en mest
viðskipti voru með bréf KB banka
eða fyrir 423 milljónir. Gengi bréfa
Glitnis hækkaði um 1,8% og gengi
bréfa Straums-Burðaráss og FL
Group um 1,2%. Gengi bréfa Alfesca
lækkaði um 1,4% og bréfa Mosaic
Fashions um 1,2%. Krónan veiktist
lítillega í gær og kostar dollarinn nú
73,5 krónur, evran 93,1 og pundið
136,5 krónur.
Bréf Glitnis hækka
● STEFNT er að því að auka
stofnfé Sparisjóðs Skagafjarðar
um 200 milljónir króna, úr 100 í
300 milljónir.
Í fréttablaðinu Feyki á Sauð-
árkróki segir að breytingar hafi
orðið á eigendahópi sparisjóðsins
og eignaraðildin sé nú dreifðari en
áður. Stærsti einstaki eigandi
stofnfjár er Sparisjóður Mýrasýslu
með rúm 5%. Feykir segir að Kaup-
félag Skagfirðinga og tengdir að-
ilar hafi minnkað sitt stofnfé en
kaupfélagið átti á sínum tíma í
deilum við aðra stofnfjáreigendur
um eignaraðildina. Haft er eftir
Ólafi Jónssyni, stjórnarformanni
Sparisjóðs Skagafjarðar og spari-
sjóðsstjóra á Siglufirði, að stefna
stjórnarinnar sé að efla sjóðinn og
finna honum stærra framtíðarhús-
næði.
Stofnfé Sparisjóðs
Skagafjarðar aukið
● HAGNAÐUR Sparisjóðs Mýra-
sýslu nam tæpum 603 milljónum
króna fyrstu sex mánuði ársins
samanborið við rúmlega 213 millj-
óna króna hagnað á sama tímabili
í fyrra.
Fram kemur í tilkynningu spari-
sjóðsins að meginhluta geng-
ishagnaðar á tímabilinu megi rekja
til uppfærslu og innlausnar á eign-
arhlut sparisjóðsins í Exista ehf.
Sparisjóður Ólafsfjarðar og
Sparisjóður Siglufjarðar eru dótt-
urfélög Sparisjóðs Mýrasýslu en
eru báðir reknir sem sjálfstæðar
einingar.
SPM hagnast
um 600 milljónir
ÞAÐ ER of snemmt að fara að líta jákvæðum aug-
um á íslensku bankana. Þeir eru rétt að byrja að
aðlaga sig nýjum og breyttum aðstæðum eins og
raunar allt íslenska hagkerfið. Fjármögnun er
veikasti hlekkurinn hjá íslensku bönkunum og þar
stendur Kaupþing banki höllustum fæti.
Íslensku bankarnir hafa tekið skref í þá átt að
losa um krosseignartengsl og það er mikilvægt að
núverandi áform í þeim efnum gangi eftir. Hins
vegar er ástæða til þess að hafa áhyggjur af lán-
veitingum Kaupthing-Exista og Glitnis-Sjóvar til
stjórnenda í þessum fyrirtækjum og eins af átök-
um í Straumi-Burðarási. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í nýrri skýrslu alþjóðlega fjárfesting-
arbankans Merill Lynch sem ber titilinn: Icelandic
Banks – To soon to tell.
Ávöxtunarkrafa áfram há
Sérfræðingar Merill Lynch telja að Kaupþing
banki þurfi að afla 6,4 milljarða evra, jafngildi nær
600 milljarða íslenskra króna, fram til loka ársins
2007, til að standa straum af endurfjármögnun og
vexti en ekki er raunhæft að ætla að bankinn muni
ganga á veltufjármuni sína. En bæði Glitnir og
Landsbankinn munu líka þurfa að leita á fjár-
magnsmarkaðinn til þess að standa skil á lánum
upp á samtals 5,7 milljarða evra eða 535 milljarða
króna sem koma á gjalddaga á næsta ári. Af þess-
um sökum má reikna með að tryggingarálagið og
þar með ávöxtunarkrafan á skuldabréfum allra ís-
lensku bankanna muni áfram haldast há þótt álag-
ið hafi verið lægra hjá bæði Glitni og Landsbank-
anum en Kaupþingi banka.
Markaðurinn strangari en
yfirvöld á Íslandi
Sérfræðingar Merill Lynch segja að þeir geti
ekki fellt sig við
marga viðskiptahætti sem séu viðhafðir á Ís-
landi og nefna sérstaklega í því sambandi kross-
eignatengsl, umtalsverðar lánveitingar til hlut-
hafa, lán til hlutabréfakaupa fyrir stjórnendur, svo
dæmi séu tekin.
„En nú er verið að taka á þessum viðskiptahátt-
um en ekki vegna þess að löggjafinn skipaði svo
fyrir heldur vegna þess að aðilar á lánsfjármarkaði
kvörtuðu undan þeim. Hvers vegna var markaður-
inn ósáttur við þetta en yfirvöld að því er virðist
ekki?“ spyrja sérfræðingar Merill Lynch.
Þá benda þeir einnig á að Fjármálaeftirlitið hafi
verið seint að bregðast við ítrekuðum ábendingum
Seðlabankans um útlánavöxt bankanna til hluta-
bréfakaupa.
Flest atriði réttmæt í
„svörtu skýrslunni“ frá í vor
Merill Lynch sendi frá sér afar gagnrýna og á
þeim tíma umdeilda skýrslu um íslensku bankana í
byrjun mars í vor, Íslensku bankarnir – ekki það
sem maður heldur, en sú skýrsla skók bæði hluta-
bréfamarkaðinn og íslensku krónuna allhressilega
enda kusu sumir að kalla hana svörtu skýrsluna.
Sérfræðingar Merill Lynch segja að það sem
þeir hafi sett fram í þeirri skýrslu hafi að lang-
mestu leyti gengið eftir. Í henni hafi verið bent á
hversu viðkvæmir bankarnir væru fyrir ýmiss
konar ójafnvægi í efnahagsmálum en þeir séu nú
farnir að reyna að takast á við suma af þessum
þáttum. „En þetta ferli er bara rétt að hefjast. Á
undanförnum mánuðum, svo dæmi sé tekið, hafa
menn almennt orðið sammála um að hagvöxturinn
verði enginn (ef ekki neikvæður) árið 2007. Þetta
var ekki hin útbreidda skoðun þegar okkar skýrsla
kom út en mun vissulega hafa áhrif á bankana.“
Fjármögnun íslensku bankanna
áfram viðkvæmasti þátturinn
Lánsfjármarkaðurinn leiðréttir
vafasama viðskiptahætti en
ekki íslensk yfirvöld, segja
sérfræðingar Merill Lynch
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
&'
!
!
AB " $(&C$3'7
A'B $3'7
A& $(&C$3'7
A" & $(&C$3'7
"$(&C$3'7
. , $3'7
-$(&C$3'7
( $, $3'7
CD $, $3'7
- ), $@ )$3'7
; $3'7
;& B$ 3 & $3'7
=5$A B$=&#
! # 8$
8'7, $3'7
E$3'7
( # ' )
$(&C$3'7
:$( ) $3'7
FB ) B$(&C$3'7
+%3
$3'7
G* # $3'7
6 $3'7
*
#" +,
!8'H $$! )$"'7
+-.
/
FI1J
!
" 7"
* $'8
'* $" 7"
K$
L
K$ L
K$
L
K$
L
K$
L
K$L
K$L
K$
L
K$
L
K$L
K$
L
: ) " C
)
G ,&$ $&$) ?
C$$$$$$$$$!
7 7
7
7 7
7
7 7 7 7
7
7
6 C $ $D7$7
AG:7$M$A3
)
" C
● HAGNAÐUR Nýherja eftir skatta
á öðrum ársfjórðungi nam 29,4
milljónum samanborið við 21 millj-
ón króna á sama tímabili í fyrra.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsgjöld (EBITDA) af starf-
seminni var 154,2 milljónir eða
7,3% en var 60 milljónir og 4,3% á
sama tíma í fyrra. Tekjur Nýherja á
öðrum ársfjórðungi losuðu 2,1
milljarð á móti tæpum 1,4 millj-
örðum á sama tíma í fyrra.
Tekjur Nýherja á fyrri helmingi
ársins námu um fjórum milljörðum
á móti tæpum 2,8 milljörðum á
sama tímabili í fyrra og jukust tekj-
urnar því um 44% milli ára. Rekstr-
arhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og
afskriftir var 312,6 milljónir eða
7,8%, en var 100,7 milljónir á fyrri
helmingi liðins árs. Hagnaður tíma-
bilsins eftir skatta var því 83,7
milljónir.
Í tilkynningu félagsins segir að í
áætlunum sé gert ráð fyrir að af-
koma af rekstri félagsins verði
áþekk á síðari helmingi ársins og
hún var á þeim fyrri.
Mikil tekjuaukning
hjá Nýherja
BRESKA fjármálajöfrinum David
Montgomery og fjárfestingasjóði
hans, Mecom, hefur enn ekki tekist
að afla nægjanlegs fjár til þess að
greiða fyrir umsamið kaupverð fyrir
fjölmiðlaveldið Orkla Media, sem
m.a. á danska dagblaðið Berlingske
Tidende.
Fram kemur í frétt norska við-
skiptablaðsins Dagens Næringsliv
og dönskum fjölmiðlum að hópur
fjárfesta hafi kippt að sér höndunum
einmitt vegna þess óvissuástands
sem skapast hefur á danska dag-
blaðamarkaðinum, m.a. vegna fyrir-
hugaðrar útgáfu Dagsbrúnar á frí-
dagblaði. Því virðist sem
Montgomery kunni að reynast erfitt
að afla þeirra 6,6 milljarða danskra
króna sem hann þarf að reiða af
hendi fyrir Orkla Media en í frétt
Berlingske Tidende segir að Mecom
vanti einn milljarð danskra króna til
að geta reitt kaupverðið af hendi.
Samkvæmt nýjustu fréttum
standa samningaviðræður enn yfir
og talsmaður segir að tímafresturinn
sé enn ekki útrunninn en enginn
vissa sé fyrir því að menn komist að
samkomulagi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Óvissa um söluna
á Orkla Media
+ ) N
!O=$
G!1
.AP
IAI$
<;P
<;P$3'
+
FI1P$ .&Q$9&
!