Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 14

Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 14
14 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT TÍU dögum eftir að Ísraelsher hóf mannskæðar loftárásir á Líbanon eru Ísraelar nú farnir að efast um að hernaðurinn beri tilætlaðan árangur. Hernum hefur ekki tekist að binda enda á flugskeytaárásir Hizbollah á Ísrael, lífláta leiðtoga hreyfing- arinnar eða hrekja vopnaða liðsmenn hennar frá landamærunum. Ísraelar hafa einnig einsett sér að hindra vopnaflutninga frá Sýrlandi eða Íran til liðsmanna Hizbollah með því að gera loftárásir á vegi, brýr og alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Þá vilja Ísraelar knýja ráðamenn í Líbanon til að afvopna liðsmenn Hizbollah í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Reynslan af slíkum lofthernaði á síðustu árum hefur hins vegar sýnt að loftárásirnar einar og sér duga ekki til að sigrast á hefðbundnum herjum, hvað þá skæruliðahópum sem erfiðara er að finna og uppræta. Ísraelar hafa því þegar sent sér- þjálfaða hermenn til að gera „hárná- kvæmar“ skyndiárásir í sunnanverðu Líbanon. Þeir búa sig nú einnig undir að senda fjölmennara innrásarlið á svæðið. Slíkur landhernaður gæti endað með miklu mannfalli í liði Ísr- aela líkt og árið 1982 þegar hundruð ísraelskra hermanna féllu í innrás í Líbanon. „Herinn of sjálfsöruggur“ Þótt Ísraelsher hafi ekki náð meg- inmarkmiðum sínum hefur hann sýnt ráðamönnum í Líbanon hversu dýr- keypt það er að verða ekki við þeirri kröfu Ísraela að afvopna liðsmenn Hizbollah og senda hersveitir til suð- urhluta Líbanons til að hindra árásir yfir landamærin. Lofthernaðurinn hefur haft hrika- legar afleiðingar fyrir íbúa Líbanons. Um 340 Líbanar hafa beðið bana í árásunum, flestir þeirra almennir borgarar og hálf milljón manna hefur flúið heimili sín. Liðsmenn Hizbollah hafa skotið nær þúsund flugskeytum og eld- flaugum á norðurhluta Ísraels og um milljón Ísraela á stöðugt á hættu að verða fyrir árás. Um 30 Ísraelar liggja í valnum. „Það er ekki hægt að neita því að Ísraelar eru í klípu,“ hafði fréttastof- an AFP eftir ísraelska hermála- sérfræðingnum Reuven Pedatzur. „Herinn hefur verið of sjálfsöruggur og ofmetið möguleika sína á því að brjóta Hizbollah á bak aftur.“ „Hizbollah virðist halda þetta út og baráttuhugur liðsmanna hennar er ekkert farinn að slævast,“ sagði Shaul Mishal, fræðimaður við Tel Aviv-háskóla, sérfróður um ísl- amskar hreyfingar. Fjölmiðlar svartsýnir Eins og fleiri sérfræðingar í mál- efnum Mið-Austurlanda telur Mishal að ekki verði hægt að koma á friði nema með samkomulagi milli Ísraela og Líbana um að Sameinuðu þjóð- irnar sendi fjölþjóðlegt herlið til suð- urhluta Líbanons og veiti því víðtækt umboð til aðgerða. Fjölmiðlar í Ísrael hafa stutt hernaðinn í Líbanon en eru nú svartsýnir á að hann beri árangur. „Þessu stríði lýkur með súru bragði í munninum,“ sagði dagblaðið Yediot Aharonot. „Við náum ekki þremur meginmarkmiðum okkar að fullu. Við greiðum lausnargjald fyrir hermenn- ina okkar, sem voru teknir til fanga, Hizbollah-hreyfingin verður ekki af- vopnuð alveg og her Líbanons mun lítið aðhafast jafnvel þótt hann sendi ef til vill hermenn til suðurhluta landsins.“ Ísraelar teknir að efast um að markmiðin náist AP Bandarísk fjölskylda í Beirút á leið í skip sem flutti um 5.000 bandaríska borgara frá Líbanon í gær. ’Landhernaður gætiendað með miklu mann- falli í liði Ísraela líkt og árið 1982 þegar hundruð ísraelskra hermanna féllu í innrás í Líbanon.‘ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TIL eru ódýrar tegundir af Tequila, áfenginu mexíkóska sem gjarnan er drukkið með salti og sítrónusneið. En líka dýrar. Danska blaðið Jyllands- posten segir að nýlega hafi Tequila-flaska verið boðin til sölu í Mexíkó á 1,325 millj- ónir danskra króna sem sam- svarar um sextán milljónum ísl. kr. Það var fyrirtækið Tequila Ley .925 sem bauð þessa vöru en markmiðið var ekki síst að komast í heimsmetabók Guin- ness fyrir að selja dýrustu flösku allra tíma, a.m.k. með drykkjarhæfu innihaldi. Um er að ræða tegund sem kennd er við bláa agave-jurt, hefur verið geymd í sex ár og síðan hellt á flösku úr platínu. Aðeins 33 flöskur af þessari gerð voru framleiddar. Dýrir dropar af Tequila JAPANIR í baðkari fylltu af heitu vatni og krydd- blöndu í Hakone, vestan við Tókýó. Hermt er að krydd- blandan, meðal annars rauður pipar og túrmerik, bæti blóðstreymið í líkamanum og geri húðina fallegri. Reuters Baða sig í kryddblöndu París. AFP. | Að minnsta kosti 30 manns höfðu í gær látið lífið af völd- um hitabylgju í vestanverðri Evrópu og íbúar margra landa í álfunni voru hvattir til þess að kæla sig niður og forðast sólina. Spáð var svipuðum hita næstu daga. Í Frakklandi hafa um 20 látið lífið vegna hita, þeirra á meðal 15 mánaða gamalt barn. Frá byrjun vikunnar hafa því 30 látið lífið vegna hita í Vest- ur-Evrópu, samkvæmt tölum frá heil- brigðisstofnunum. Tveir létust á Spáni. 168 dóu umfram meðaltals- dánartíðni í Hollandi og er það m.a. rakið til hitabylgjunnar. Búist er við því að hitinn nái 38 gráðum í austanverðu Frakklandi. Franska veðurstofan hefur ráðlagt fólki að loka gluggum og hafa hlera fyrir þeim á daginn, fara oft í sturtu, drekka 1,5 lítra af vatni á dag hið minnsta og vera a.m.k. í þrjár klukku- stundir á dag á loftkældum stöðum. Fyrir þremur árum, sumarið 2003, létust 15.000 af völdum hita í Frakk- landi og helmingi fleiri í Evrópu allri. Tugir láta lífið í hitabylgju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.