Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 15

Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 15 ERLENT ÍSBJÖRN gæðir sér á frosnum gulrótum sem starfsmenn dýragarðsins í Berlín höfðu komið fyrir í fótboltalöguðum ísklumpi. Mjög heitt hefur ver- ið í veðri í Evrópu að undanförnu og í gær fengu ísbirnir dýragarðsins samtals 10 tonn af ís til að kæla sig niður í sumarhitunum. AP Kælandi gulrætur í „fótbolta“ TA MOK, sem var á árum áður einn helsti leiðtogi Rauðu kmeranna í Kambódíu, lést í gær á áttugasta og fyrsta aldursári. Ta Mok, sem hét réttu nafni Chhit Choen, var yfirhershöfð- ingi Rauðu kmeranna og gjarnan upp- nefndur „slátrarinn“, vegna aðildar sinnar að blóðbaðinu í Kambódíu á sjö- unda áratugnum, þegar 1,7 milljónir manna létu lífið í aðgerðum skæruliða- hreyfingar og síðar ríkisstjórnar kommúnista. Ta Mok beið þess að réttað yrði yfir honum á næsta ári í sérstökum stríðs- glæpadómstóli, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, vegna þátttöku hans í aðgerðum kmeranna. Hann var, auk Kaing Khek Iev, yfirmanns pyntingamiðstöðv- ar kmeranna, að- eins annar af eftir- lifandi herforingjum kmera-hreyfingar- innar sem enn voru í varðhaldi. Hefði dómur fallið í máli hans hefði hann því orðið fyrstur til að hljóta dóm fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mann- kyni í réttarhöldunum. Nú er hins vegar óvíst hvort rétt- arhöldin geta haldið áfram. Undir það síðasta þjáðist Ta Mok vegna berkla og hás blóðþrýstings, en hann var af mörgum talinn einn grimmasti herforingi kmeranna, sem börðust fyrir útbreiðslu kommúnisma í þessu blásnauða Asíuríki. Fyrir utan aðild að fjöldamorðum og mannránum áður en kmerarnir kom- ust til valda var hann talinn hafa stjórnað frægri hernaðaraðgerð árið 1974, þegar hið forna aðsetur konungs- fjölskyldunnar, borgin Oudong, var jöfnuð við jörðu með gríðarlegu mann- falli. Hann varð leiðtogi kmeranna árið 1997, árið áður en Pol Pot, fyrrverandi leiðtogi þeirra, féll frá, en var handtek- inn tveimur árum síðar og varði síð- ustu æviárunum á bak við lás og slá. Fjöldamorð kommúnista Blóðbaðið í Kambódíu á árunum 1975 til 1979, þegar vinstri öfgamenn úr röðum kommúnista gengu fram með harðstjórn og kúgun, er gjarnan flokkað meðal ægilegustu atburða í stjórnmálum heimsins á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Þeim var svo steypt í innrás Víetnama árið 1979, en á þessum árum er talið að tæplega fimmtungur kambódísku þjóðarinnar hafi látið lífið. Mörg fórnarlömb kmeranna voru því vonsvikin þegar fréttir bárust af andláti „slátrarans“, sem margir vildu sjá dæmdan fyrir glæpi gegn mann- kyni. „Slátrarinn“ í Kambódíu allur Ta Mok átti hlut að fjöldamorðum Rauðu kmeranna Ta Mok Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haag. AFP. | Charles Taylor, fyrr- verandi forseti Líberíu, mætti fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn í Haag í gær, þegar yfirheyrslur yfir honum vegna ákæra um glæpi gegn mannkyni hófust. Sérstakur stríðs- glæpadómstóll í Síerra Leóne, sem sér um saksóknina, hafði farið fram á að réttarhöldin yrðu flutt til Haag af öryggisástæðum, af ótta við að þau gætu leitt til blóðugra átaka í Freetown, höfuðborg landsins. Taylor var þögull í réttarsalnum í gær og áttu viðstaddir erfitt með að greina orðaskil er hann hvíslaði nokkrum orðum að lögmönnum sín- um, sem kvörtuðu undan slæmum aðbúnaði skjólstæðings síns og því harðræði að honum skyldi eingöngu vera boðið upp á evrópskan mat. Þá fóru þeir fram á að réttarhöld- unum, sem eiga að hefjast í febrúar á næsta ári, yrði frestað þangað til í júlí 2007, með þeim rökum að þeir þyrftu meiri tíma til að undirbúa málsvörnina. Alls hafa verið lagðar fram 11 ákærur á hendur honum vegna ásakana um glæpi gegn mannkyni, stríðsglæpi og gróf brot á mannrétt- indum. Þá er hann ákærður fyrir stuðning við skæruliða sem drápu, limlestu og nauðguðu tugum þús- unda manna í borgarastríðinu í Síerra Leóne, nágrannaríki Líber- íu. Réttarhöldin eru þau umfangs- mestu sem njóta stuðnings Samein- uðu þjóðanna um þessar mundir, en Taylor er talinn bera mikla ábyrgð á borgarastríðunum í Síerra Leóne og Líberíu á tímabilinu 1989 til 2003 sem drógu yfir 400.000 manns til dauða. Sameinuðu þjóðirnar, stjórn Síerra Leóne og ríki, sem hafa veitt landinu aðstoð, stofnuðu stríðs- glæpadómstólinn til að fjalla um stríðsglæpi sem framdir voru í land- inu. Enginn dómstólanna sem voru fyrir í Haag hafði umboð til að fjalla um þá glæpi sem Taylor er sakaður um. Taylor kom fyrir rétt í Haag AP T́aylor fyrir réttinum í Haag í gær. MAÐUR hjólar framhjá þúsundum para af skóm og sandölum sem var komið fyrir á sólbakaðri götunni til að þurrka þá eftir mikil flóð í borg- inni Shaoguan í Guangdong-héraði í Suður-Kína í vikunni. Flóðin komu í kjölfar hitabeltisstormsins Bilis sem reið yfir suðurhluta Kína um síðustu helgi. Í fyrstu var talið að á þriðja hundrað manns hefðu farist í storm- inum. Í gær tilkynntu hins vegar kínversk stjórnvöld að 482 menn hefðu týnt lífi af völdum Bilis. Óttast er að dánartalan geti hækkað enn, því að yfirvöld í Hunan-héraði segja 89 manna enn saknað eftir storminn. Bilis olli einnig eyðileggingu og mannskaða á Filippseyjum og í Taívan, en mikið regn og flóð í kjöl- far hans hafa eyðilagt hluta vega- kerfisins í Suður-Kína. Hátt í fimm hundruð látnir í Kína Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.