Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 18

Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 18
18 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Gamlir hlutir hafa eitt- hvað notalegt við sig. Þeir eru með sál og gera umhverfið þar sem þeir eru persónulegt og notalegt,“ sagði Helga Salbjörg Guðmundsdóttir sem ásamt móður sinni Jósefínu Friðriksdóttur opnar í dag, laug- ardag, verslunina Maddömurnar – munir með sál. „Já og svo geyma hlutirnir sögu sem er notalegt að vita af og hún tengir það gamla við nútímann og sýnir að það þarf ekki alltaf að henda öllu þó nýir hlutir fá- ist í verslunum,“ sagði Jósefína. Verslun þeirra mæðgna er við Kirkjuveg númer 8, í litlu, gömlu húsi sem hýst hefur ýmsa starfsemi í gegnum tíðina, bakarí, sport- vöruverslun, hannyrðaverslun, saumastofu og efnalaug svo eitthvað sé nefnt. Verslunin verður opin frá fimmtudegi til sunnudags í viku hverri. Strax og komið er inn í verslunina skapa munirnir sem þar eru nota- lega tilfinningu og kalla á augað sem fer af einum hlut á annan en af nógu er að taka. „Sjáðu þennan sófa hérna, hann er yfir hundrað ára gamall og hugsaðu þér hvað hann hefur hlustað á mörg samtöl í gegn- um tíðina og klukkan hér fyrir ofan hann hvað hún hefur horft á í þeim húsakynnum þar sem hún hefur ver- ið,“ sagði Helga þegar hún benti á nokkra muni. „Og þetta skatthol hérna sem fólk hefur notað til að geyma fínu hlutina sína og setið við að skrifa bréf. Þetta er notalegt og verðmætt,“ sagði Jósefína. Gamall búðarkassi gerði útslagið „Þetta er gamall draumur sem við erum að láta rætast hérna,“ segir Helga sem hefur búið í Danmörku í 8 ár og segist hafa heillast af af- slöppuðu andrúmslofti og notaleg- heitum sem einkenna Dani og það hvernig fólk nýtir sér flóamarkað- ina. „Margir Danir nýta sér þessa markaði til að endurnýja hjá sér húsmuni nú eða bæta við munum,“ sagði Helga og Jósefína bætti við að þær hefðu verið að hugsa um þetta lengi og bræða þetta með sér. „Svo hringdi Helga einu sinni og sagðist vera búin að kaupa gamlan búð- arkassa og þá var ekki aftur snúið og þessi kassi er hérna í búðinni en auð- vitað þurfum við að nota nýjan og tæknilegan kassa við afgreiðslu- störfin,“ sagði Jósefína. „Svo höfum við verið með nefið ofan í húsablöð- um þar sem sýndar eru innréttingar og það hefur heillað okkur þessi „bland í poka-stíll“ sem er til í Dan- mörku og víðar og það grípur okkur að sjá þennan stíl í notkun,“ sagði Helga. „Já, þetta er svona dálítil lífs- stílshugjón að setja þessa verslun á stofn. Það er engin slík hér á Suður- landi og við höfum virkilega gaman af svona hlutum og vonum auðvitað að aðrir hafi það líka,“ sagði Jós- efína. „Bland í poka-stíllinn“ heillar „Þessir mörgu og ólíku hlutir hérna hjá okkur, bæði stórir og smá- ir, hafa allir sál því þeir hafa verið notaðir og þeim hefur verið sýnd al- úð og það hefur verið farið vel með þá. Munirnir eru frá ýmsum tíma og sumir yfir hundrað ára gamlir. Við fáum munina frá Danmörku, Svíþjóð og Austurríki og vonumst til þess að geta einnig fengið muni héðan frá Íslandi til að selja. Við gerum okkur vonir um að það sé markaður fyrir þessar vörur hérna og vitum reynd- ar að sumarhúsaeigendur eru mikið fyrir að nýta sér gamla muni til að hafa í kringum sig í bústöðunum. Svo er sagt að það séu breytingar framundan og fólk muni fara að leita meira aftur til fortíðar varðandi stíl- brigði í innréttingum og innan- stokksmunum,“ sagði Helga sem er nýflutt til Selfoss ásamt fjölskyld- unni, Sigurði Torfa Guðmundssyni óperusöngvara og þremur börnum, 13, 11 og 2 ára. Hún ætlar að starfa sem kennari í Vallaskóla og hlakkar til starfsins, kenndi einnig í Dan- mörku á meðan hún bjó þar og lærði reyndar líka margmiðlun og hefur gert góða heimasíðu fyrir verslunina www.maddomurnar.com. Jósefína hefur kennt í mörg ár við Vallaskóla en segist formlega hætt í því starfi þó svo hún muni kenna nokkra tíma á viku í vetur. „Það verður gaman að fást við annað en kennsluna. Mér þykir mjög vænt um kennarastarfið og börnin sem ég hef kennt og er að kenna,“ sagði Jósefína. „Það er yndislegt að búa í Dan- mörku, þar er mjög fjölskylduvænt samfélag og þægilegt andrúmsloft fyrir fjölskyldufólk. Maður finnur strax að hér er meiri spenna og hraði. Danir eru þekktir fyrir að njóta lífsins, hafa kannski minna umleikis en eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Við vonum að það fylgi búðinni hjá okkur einhver nota- legheit sem laðar að og fólk gefi sér tíma til að líta inn hjá okkur og velta vöngum yfir þeim munum sem við erum með,“ sagði Helga Salbjörg Guðmundsdóttir sem ásamt móður sinni er verslunarkona í Maddömun- um á Selfossi. Mæðgurnar Jósefína og Helga Salbjörg opna fornmunaverslun á Selfossi í dag Gamlir hlutir hafa sögu og gera umhverfið persónulegt og notalegt Eftir Sigurð Jónsson Mæðgurnar Jósefína Friðriksdóttir og Helga Salbjörg Guðmundsdóttir við afgreiðsluborðið í Maddömunum, með gamla búðarkassann á milli sín. Flúðir | Ekki eru öll 13 ára börn jafnheppin og hann Bjarki Guð- mundsson á Flúðum en hann vinnur við að pakka paprikum í nokkrar klukkustundir á dag. Bjarki starfar í garðyrkjustöðinni Jörfa en frá henni eru send 1.800 til 2.500 kg af papriku í hverri viku. Þannig tekst honum að safna sér notadrjúgum vasapeningum og jafnvel fyrir þeim hlutum sem hann girnist hverju sinni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Pakkar papriku fyrir vasapeninga LANDIÐ Blönduós | Illur fengur, kuldaboli og hverafnyk- ur er eitthvað sem menn kannast við úr daglega lífinu en Fjalla-Eyvindur í baði er eitthvað sem fær menn til að staldra við. Sauðaþjófurinn, nýi matsölustaðurinn á Hótel Blönduósi, býður upp á allt þetta og meira til á matseðli sínum þetta sumarið. Undirmálskvik- indi og uppáhald sauðaþjófsins er þar einnig að finna. Holgeir Clausen, hótelstjóri á Hótel Blönduósi, upplýsti í samtali við fréttaritara Morgunblaðs- ins að nöfnin á réttunum væru gripin úr hún- vetnskri sögu og gat þess til dæmis að soðið lambakjöt hefði verið kallað „Fjalla-Eyvindur“ að minnsta kosti í Vestur-Húnavatnssýslu og því væri það deginum ljósara að Fjalla-Eyvindur í baði hlyti að vera kjötsúpa. Spurður um „illan feng“, sem er grafinn lax á matseðlinum, hvort hér væri um illa fenginn lax úr Blöndu að ræða hló Holgeir við og sagði svo ekki vera en sagði það ekki skemma að menn leyfðu ímyndaraflinu að njóta sín. Undirmálskvikindi sem munu vera soðin hrossabjúgu vildi Holgeir lítið tjá sig um. En á bak við þann rétt sagði hann að væri samt saga – sem ekki ætti erindi í fjölmiðla. Kannski er hægt að fá hana sagða með því að heimsækja Hótel Blönduós á ferðalagi um þjóð- vegina? Sauðaþjófurinn er genginn í endurnýjun lífdaga á Blönduósi og býr á hótelinu en yfir- bragðið er mildara. Má bjóða þér Fjalla-Eyvind í baði? Matseðill sauðaþjófsins Ekki er alls víst um hvort Fjalla-Eyvindur hafi átt úr svo mörgum girnilegum réttum að velja á sínum tíma. Grundarfjörður | Sólarglennan að undanförnu hefur heldur betur hleypt fjöri í mannlífið. En á meðan flestir spóka sig í sólinni eða grípa til málningarpensilsins þá fær ljós- myndarinn Mats Wibe Lund fiðring í fingurna og flýgur um loftin blá til að fanga augnablikið. Fréttaritari Morgunblaðsins á Grundarfirði veitti því athygli á fimmtudaginn að þyrla sveimaði yfir bænum. Þyrlan lenti síðan vestan- vert í útjaðri hans. Þar reyndust á ferð Mats ljósmyndari ásamt Reyni sem er þyrluflugmaður hjá Þyrlu- þjónustunni. Mats kvaðst hafa verið orðinn kaffiþyrstur eftir ferð um loftin blá og ákveðið að banka upp á í Hellna- felli. Þar átti hann von á að Sandra vinkona hans byggi enn. En þar reyndist þá kominn nýr ábúandi frá því um síðustu helgi, Kolbrún Grét- arsdóttir. Hún Kolbrún reyndist höfðingi heim að sækja og bauð þessum vinnandi mönnum að sjálf- sögðu upp á kaffisopa. „Renndi“ í hlað á þyrlunni til að fá kaffi Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Kaffi við Kirkjufell Reynir og Mats við þyrluna á hlaðinu í Hellnafelli, með staðartáknið í baksýn. Stokkseyri | „Ég er ekki að hætta í glerinu en er að flytja mig um set og verð í Súðavogi 26 í Reykjavík. Þar ætla ég meðal annars að vinna stærri glerlistaverk fyrir sýningu mína á Korpúlfsstöðum en þar mun ég leggja áherslu á mannveruna, heilar manneskjur og andlit í þrí- vídd,“ sagði Elínborg, eða Ella Rós- inkrans, glerlistakona á Stokks- eyri, en þar hefur hún verið með verkstæði og Gallerí ER. Hún ætlar að auðvelda sér flutn- inginn með því að bjóða muni sem eru í Galleríinu á 50% afslætti en opið er til ágústloka. „Þetta eru alls konar munir, myndir, skálar og skúlptúrar,“ sagði Elínborg sem áfram verður með tengingu við Stokkseyri þó hún flytji sig um set. Hún á áfram húsnæðið í Menning- arverstöðinni Hólmaröst á Stokks- eyri þar sem galleríið er til húsa. „Þessi staður hér á Stokkseyri er fínn og góð tenging við náttúruna í fjörunni hér fram undan húsinu og hrein upplifun að lifa og hrærast hér. En ég ætla núna að fara úr nytjalistinni í skúlptúra og vil byrja á auðu plani. Þar er spennandi svæði en stefnt er að því að gatan verði listamannagata á næstu ár- um,“ sagði glerlistakonan Elínborg. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hjarta á réttum stað Ella með glermunina sína í Galleríi ER. Úr nytjalist í skúlpt- úra með áherslu á manneskjuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.