Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 19
Umbúðir verða að vera í takt við eðlivörunnar, ímynd fyrirtækisins ogmarkhópinn en þær verða jafn-framt að vera þægilegar í notkun
eins og í flutningum, uppröðun í hillum versl-
ana og uppstillingum. Það er oft að mörgu að
hyggja því að umbúðirnar skipa stóran sess í
ímyndarsköpun vörunnar. Síðan þarf oft að
huga að öðrum þáttum eins og umhverfis-
vernd, þ.e. hvað verður um umbúðirnar þegar
neytandinn hefur tekið vöruna úr umbúð-
unum eða neytt hennar. Umbúðahönnun
reynir því á marga þætti í senn og er geysi-
lega skapandi,“ segir Tinna Pétursdóttir, en
hún lauk bæði grunn- og mastersnámi í graf-
ískri hönnun og umbúðahönnun við Istituto
eurpeo di design IED-skólann í ítölsku borg-
inni Mílanó.
„Borgin er auðvitað mekka tísku og hönn-
unar í Evrópu og ekki annað hægt en að verða
fyrir áhrifum,“ segir hún brosandi. „Skólinn
hefur mikil og góð tengsl við atvinnulífið og
kennararnir eru allir virkir hönnuðir eða
markaðsfræðingar og margir virtir í sínum
geira. Verkefnin sem við gerðum í masters-
náminu voru mjög fjölbreytt og öll hagnýt því
þau voru unnin í nánu samstarfi við fyrirtæki í
ýmsum geirum atvinnulífsins. Þannig fengu
nemendur einnig tækifæri til þess að kynnast
áhrifafólki þar.“
Samkeppnin eins og í
raunveruleikasjónvarpi
Hönnun Tinnu þótti oftar en ekki fram-
úrskarandi. „Ég lenti tvisvar í 2. sæti í hönn-
unarkeppnum nemenda en samkeppnin var
vægast sagt mjög mikil,“ segir hún hlæjandi
og bætir því við að stemningin hafi stundum
ekki verið ólík því sem raunveruleikaþættirnir
í sjónvarpi sýna.
„Það ríkir gífurleg samkeppni í þessum
heimi og til þess að komast áfram verður hver
að ota sínum tota. Það ríkir auk þess mikil
karlremba í ítölsku samfélagi. Ég skar mig úr,
ef til vill fyrir það að vera Íslendingur, enda
eru hér ekkert nema kvenskörungar. En ég
var líka eldri en flestir nemendurnir og hafði
því meiri lífsreynslu, bæði af vinnumarkaði og
eins hafði ég ferðast víðar og talaði fleiri
tungumál. Það reynir ef til vill meira á hvern
og einn einstakling í jafnlitlu samfélagi og Ís-
landi en í þeim sem skipta milljónum og ef til
vill fáum við líka fleiri tækifæri til þess að tak-
ast á við ólíka hluti. “
Ilmvatnsglas úr svörtu gleri sem Tinna
hannaði og lenti í 2. sæti í einni keppninni
fékk góða umfjöllun í ítalska fagtímaritinu
Imagine. „Verkefnið var að hanna glas fyrir
ilm sem ætlaður var báðum kynjum en mark-
hópurinn var hinir ofurríku. Þeir kaupa nefni-
lega ekki ilm í snyrtivöruverslunum, eins og
Armani eða Dolce & Gabbana, þótt okkur
flestum þyki þeir mjög fínir. Ilmfyrirtækið,
sem í þessu tilfelli var franskt, hannar sér-
staklega ilm fyrir þennan markhóp, sem er þá
framleiddur í mjög litlu magni en glasið getur
kostað tugi þúsunda. Ég verð að viðurkenna
að það var svolítið erfitt fyrir mig, fátækan, ís-
lenskan námsmann, að setja mig inn í hugar-
ástand þessa markhóps en það tókst greini-
lega bærilega,“ segir Tinna og hlær.
Óvænt afhjúpun flöskunnar Tinnu
En það var fleira sem átti eftir að koma
hugarástandi hönnuðarins unga í skemmtilegt
uppnám. „Í sumarbyrjun fékk ég tölvupóst og
boðskort frá ítalska fyrirtækinu Norda sem
framleiðir gæðavatn og selur á flöskum, líkt
og Sanpellegrino, þar sem mér var boðið að
vera viðstödd afhjúpun flösku í Mílanó, sem
ég hafði hannað í einni keppninni og valin
hefði verið undir framleiðslu fyrirtækisins, en
hún hafnaði í 2. sæti í keppninni. Ég kom al-
veg af fjöllum enda hafði enginn haft samband
við mig eða látið vita að þetta væri á döfinni
en svo sannarlega var þetta óvænt ánægja.
Ég komst því miður ekki í hófið og hef enn
ekki fengið flösku í hendurnar en veit að
flöskuframleiðandinn nefndi þessa gerð Tinna
í höfuðið á hönnuðinum og það getur vel verið
að hún verði einhvern tímann notuð undir aðr-
ar vörur eins og t.d. tómatsósur.“
Í framleiðslu eru líka endurvinnanleg hulst-
ur úr pappír utan um DVD-mynddiska en það
var eitt verkefna Tinnu í náminu sem vakti at-
hygli bandarísks fyrirtækis sem dreifir slíkum
diskum um allan heim. „Hulstrið er eingöngu
úr endurvinnanlegum pappa og í raun eins og
samanbrotið blað, en við hvert brot verður til
meiri stuðningur og vernd fyrir sjálfan disk-
inn. Á blaðinu sjálfu er síðan hægt að setja
plakat myndarinnar eða þrautir og leiki fyrir
þær myndir sem ætlaðar eru börnum.“
Tinna segir að vitaskuld sé þetta óskabyrj-
un á ferlinum. „Ég hlakka til þess að fylgja
þessu eftir. Jafnvel þótt það gefi fyrst um sinn
ekki mikið í aðra hönd að koma hlutum sem
þessum í framleiðslu þá er þetta mjög mikill
heiður. Á Ítalíu snýst allt um að afla sér
reynslu eftir útskrift og koma sér upp góðri
möppu. Ég á vini sem vinna hjá Gucci og
Versace og þéna aðeins brot af því sem tíðkast
á auglýsingastofu hérlendis til þess eins að
afla sér meiri þekkingar, sambanda og
reynslu og eiga því varla fyrir salti í grautinn.
Það getur því liðið langur tími þar til hönn-
uðurinn fær vinnuframlag sitt metið,“ segir
Tinna sem innan tíðar hefur störf á ný hjá
auglýsingastofunni Jónsson og Le’macks.
„Ég vona að ég geti lagt mitt að mörkum til
íslenskrar umbúðahönnunar og þá lagt
áherslu á umbúðirnar sjálfar en ekki aðeins
grafísku hliðina.“
HÖNNUN | Vann til verðlauna í samkeppnum ítalsks hönnunarháskóla
Umbúðir eru
meira en útlit
Það er draumur hvers nýútskrifaðs hönnuðar að koma hönn-
un sinni í framleiðslu en það hvarflaði ekki að Tinnu Péturs-
dóttur, grafískum umbúðahönnuði, að það myndi gerast jafn-
fljótt og raun bar vitni. Unnur H. Jóhannsdóttir forvitnaðist
um hver væri galdurinn á bak við góða umbúðahönnun.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tinna Pétursdóttir segir að mörgum ólíkum
þáttum að huga við hönnun umbúða.
Háar fjallasprænur reyndust vera Tinnu inn-
blástur við hönnun vatnsflasknanna hér að ofan
sem geyma nú vatn fyrirtækisins Norda.
Svörtu glerhyrningarnir sem Tinna hannaði
fyrir ilm hinna ofurríku hlaut góða umfjöllun
í ítalska fagblaðinu Imagine.
Verkefn
i Tinnu
um endu
rvinnan
leg DVD
-
hulstur
vakti ath
ygli ban
darísks
dreifing
ar-
fyrirtæk
is og er
nú komi
ð í fram
leiðslu.
júlí
Daglegtlíf
FORELDRAR elska börnin sín eins
og þau eru enda finnst flestum for-
eldrum þau vera bæði einstök og
frábær. Foreldrar geta hvatt börnin
sín til að gera alltaf sitt besta og
kennt þeim að vera samviskusöm,
dugleg og vandvirk. Börnin þurfa að
fá tækifæri til að blómstra á eigin
forsendum. Þau þarf að styðja eins
og blómin með réttri umönnun og
réttri næringu. Eftirfarandi setn-
ingar gætu hjálpað foreldrum til að
gefa börnunum góð ráð.
Vertu hugrakkur/hugrökk.
Gefðu sjálfum/sjálfri þér tækifæri til
að gera mistök. Allir gera mistök.
Vertu tilbúin/n að prófa eitthvað
nýtt.
Haltu huganum opnum. Taktu
vel eftir gerðum þínum og við-
brögðum. Hlustaðu á þinn innri
mann. Taktu eftir því hvað gengur
vel og hvað ekki. Nýttu það sem far-
ið hefur miður til að læra af því.
Vertu opin/n fyrir breytingum.
Vertu virkur námsmaður/
nemandi. Góðir nemendur eru virkir
nemendur. Spurðu spurninga. Not-
aðu fjölbreyttar aðferðir við námið.
Foreldraráðin
„VIÐ teljum að ekki skipti öllu máli
hvort barnið okkar hefur fengið
formlega greiningu heldur að við
getum aðstoðað og hjálpað barninu
okkar á þess forsendum með hags-
muni þess að leiðarljósi. Við trúum
því að öll börn geti lært, en þau læra
með ólíkum hætti og ekki öll það
sama. Stundum þurfum við að leita
upplýsinga hjá fagfólki og stundum
erum við fagfólkið vegna þess að
enginn þekkir barnið okkar betur en
við gerum. En það sem skiptir öllu
máli er að við foreldrar gerum okkur
grein fyrir að við skiptum sköpum í
skólagöngu þeirra,“ segir m.a. í ný-
legum upplýsingabæklingi, sem
samin hefur verið af Hrönn Rík-
harðsdóttur og Sigurði Arnari Sig-
urðssyni, sem bæði eru foreldrar og
kennarar við Grundaskóla á Akra-
nesi.
Engill úr paradís
Bæklingurinn ber yfirskriftina
„Engill úr paradís“ og er ætlaður
foreldrum barna á grunnskólaaldri.
Við verkið nutu þau Hrönn og Sig-
urður styrks frá Verkefna- og náms-
styrkjasjóði Kennarasambands Ís-
lands. Heiti bæklingsins er sótt í ljóð
Matthíasar Jochumssonar, sem
hann orti til móður sinnar, en hug-
myndin að baki verkefninu var að
enginn væri betur til þess fallinn en
foreldrar að sinna börnum, bæði í
námi almennt og ekki síst heima-
námi. „Foreldrarnir eru börnum
sem englar úr paradís því enginn
þekkir þau betur en foreldrarnir þó
stundum sé ýjað að því að foreldrar
hafi ekkert vit á námi barna sinna.
Við erum því algjörlega ósammála.
Sem kennarar höfum við oft fengið
spurningar frá foreldrum um eitt og
annað er viðkemur t.d. lesblindu, of-
virkni og prófkvíða. Við höfum lesið
okkur til og reynt eftir bestu getu að
afla okkur upplýsinga, sem gætu
komið foreldrum að gagni, og lagt
okkur fram um að svara á einföldu
máli. Við erum einfaldlega foreldrar,
sem erum að reyna að leiðbeina öðr-
um foreldrum,“ sagði Hrönn í sam-
tali við Daglegt líf.
Læra með ólíkum hætti
Í bæklingnum er m.a. fjallað um
samstarf heimilis og skóla, lestur al-
mennt og lesblindu sérstaklega,
námstækni, hvernig bæta má minn-
ið, prófkvíða og prófundirbúning.
Minnst er á ofvirkni, þunglyndi og
átröskun. Nefnd eru atriði sem bent
gætu til þroskaraskana og bent á
hvert má leita með ýmis vandamál.
„Viðhorf foreldra, væntumþykja
og jákvæðni skipta sköpum í öllu
uppeldi og við trúum því að öll börn
geti lært þó þau læri með ólíkum
hætti og ekki öll það sama. Við erum
líka þeirrar skoðunar að greiningar
séu lykill að lausn, en ekki vanda-
mál. Bæði kennarar og foreldrar
hafa tilhneigingu til að líta á grein-
ingu sem skýringu eða afsökun á því
að hlutirnir gangi ekki smurt fyrir
sig. En við lítum svo á að með grein-
ingunni hafi foreldrar og kennarar
fengið tæki til lausnar. Rétt er að
hafa í huga að lesblinda eða ofvirkni
hefur nefnilega ekkert með greind
að gera,“ segir Hrönn og bætir við
að bæklingnum sé fyrst og fremst
ætlað að veita foreldrum upplýs-
ingar, sem þeir geti nýtt sér til að-
stoðar börnum sínum þar sem for-
eldrarnir séu alltaf best til þess
fallnir.
UPPELDI | Foreldrar eru alltaf best fallnir til að sinna þörfum barna sinna
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Börn læra með ólíkum hætti