Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JÚLÍ Spennandi vikuferð til borgarinnar sem var höfuðborg Rússlands og telst án efa miðstöð menningar og lista. Margir telja borgina eina þá fallegustu í heimi. Flogið í beinu flugi með Icelandair. Fararstjóri ferðarinnar er maður með reynslu, en Pétur Óli hefur búið árum saman í borginni og þekkir því hvern krók og kima. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir um borgina og nágrennið. Reynt er að kynnast sögu og menningu á sem fjölbreyttastan hátt, bæði með því að skoða merka staði og borða góðan mat. Hér gefst að sjálfsögðu einnig tími til að slappa aðeins af og versla. Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson Haust 1 St. Pétursborg s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 27. september – 4. október Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r Verð: 124.900 kr. Mikið innifalið! Orðsporið stenst væntingar,Melbourne er yndisleg.Borgin tekur faðmandi ámóti þér, líkt og náinn fjölskyldumeðlimur sem þú hefur ekki séð í háa herrans tíð. Í svo mik- illi fjarlægð frá klakanum líður ferðamanni frá Íslandi eins og heima hjá sér. Melbourne er fjölmenningarborg sem hefur óendanlega marga staði til að sjá og skoða auk þess sem íbú- arnir eru afslappaðir og vinalegir. Í um 15 mínútna göngufjarlægð frá aðalverslunargötunni er Queen Vic- toria-markaðurinn. Á þessum gríð- arstóra markaði má fá flest sem hugurinn girnist, s.s. föt og auka- hluti af öllum stærðum og gerðum, húsgögn og aðra innanstokksmuni, lífrænan mat og heimatilbúið sæl- gæti – allt á viðráðanlegu verði. Litl- ir hvolpar og kettlingar í búri sem horfa biðjandi á vegfarendur geta þá freistað gesta og gangandi og götu- listamenn krydda líflega stemn- inguna enn meira með listum sínum og atriðum. Segja má að það sé skylda að heimsækja Queen Vic- toria-markaðinn þegar til Melbo- urne er komið. Ekki dans á rósum Saga áströlsku þjóðarinnar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Saga Ástralíu er full af árekstrum og átökum og deilur milli frumbyggja og hinna aðfluttu landnámsmanna hafa á köflum verið snarpar. Þannig hafði landsvæðið sem Melbourne stendur á til að mynda trúarlegan tilgang í huga frumbyggja áður fyrr, og gerir raunar enn. Er landnáms- mennirnir settust þar hins vegar að tóku þeir yfir ýmsa staði er voru frumbyggjunum mikilvægir og byggðu upp við litla hrifningu þeirra síðarnefndu. Sögum af Melbourne og raunar Ástralíu allri er hægt að njóta í Melbourne-safninu sem er einn fjölsóttasti staður borgarinnar. Safnið er líka fjölþætt – allt frá því að sýna minjar um stofnun Melbourne til þess að veita innsýn í heim sjónvarpsþáttanna víðfrægu um Nágranna. Að týna sér í Melbourne Melbourne býr yfir ótrúlegri fjöl- breytni og eru skúmaskotin oft bráðskemmtileg að sjá. Góð aðferð til að fá heildarmynd af borginni er að leyfa sér að týnast – fara upp í næstu lest og lenda í nýjum ævin- týrum. Kynnast þannig líkt og fyrir tilviljun draumastöðum á borð við rólega sólarstrandarhverfinu St. Kilda eða líflega listahverfinu Fitzroy. Rúsínan í pylsuendanum Eftir langan og yfirgripsmikinn dag í Melbourne, þar sem búið er að kynnast nokkrum hluta þeirrar fjöl- breytni sem borgin býður upp á, er síðan kominn tími til að róa sig niður og upplifa þann sjarma Melbourne að fá einfaldlega að falla inn í hóp íbúanna í stað þess að skynja sig sem ókunnan gest á framandi stað. Handan sviplítils götuhorns á Elizabeth Street er til að mynda lát- laust kaffihús, Rue Bebelons. Þar býður litrík heimshornatónlist gesti velkoma inn á frekar óaðlaðandi og borulegt kaffihús. En um leið og sest er niður með kaldan drykk í hönd breytist ásýnd staðarins. Þjónn staðarins og aðrir gestir eru nefnilega allt eins líklegir til að gefa sig á tal við ferðamanninn og spjalla við hann um daginn og veginn eins og gamlan kunningja. Þetta er heillandi upplifun í framandi stór- borg. Ef vilji er til að kynnast Melbourne-búum og „melta“ aðeins upplifanir dagsins er lítil vinaleg kaffihús, líkt og Rue Bebelons, að finna á mörgum götuhornunum. Þótt þau séu hvorki áberandi ásýnd- ar né í alfaraleið eru þau engu að síður mjög lýsandi fyrir borgina í heild sinni og á góðan hátt, því Melbourne er litrík, fjölbreytt og vinaleg borg sem allir ættu að reyna að heimsækja. Dagur í Melbourne  ÁSTRALÍA Ástralía er e.t.v. ekki á ferðaplani allra Íslend- inga en þeir sem þangað rata bera landi og þjóð vel söguna. Guðrún Hulda Pálsdóttir lét heillast af borginni Melbourne. Ávextirnir á Queen Viktoria-markaðinum eru með þeim bestu. Morgunblaðið/Guðrún Hulda Pálsdóttir Kaffihús af öllum stærðum og gerðum eru út um alla borg. Melbourne er miðstöð viðskipta og lista og hefur upp á margt að bjóða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.