Morgunblaðið - 22.07.2006, Side 34
34 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnagæsla
„AU-PAIR“ LONDON Okkur
vantar barngóða og reyklausa
„au-pair“ frá september til að
gæta 9 mán. stráks í 6-12 mánuði
í London. Þarf að vera eldri en 18
ára. aupairhallo@googlemail.com
og s. 820 6850.
Ferðalög
Syðsti bær landsins
Sumarhúsið að Görðum í Reynis-
hverfi býður upp á notalega
gistingu í nánd við stórbrotna
náttúrufegurð. Upplýsingar í síma
487 1260.
Gisting
Gisting. Sólgarðaskóli í Fljótum.
Gisting í svefnpokaplássi og upp-
búnum rúmum. Sundlaug á
staðnum. Stutt til Siglufj., Ólafsfj.
og Hofsóss. Uppl. í símum
467 1054 og 851 1885.
Ferðalangar athugið.
Höfum nýuppgerða 160 m2 íbúð
í miðbæ Akureyrar til leigu. Gisti-
rými fyrir allt að 7 manns, tilvalið
fyrir 1-2 fjölskyldur.
Upplýsingar gefnar í símum
570 7000 og 695 7045.
Heilsa
Þessir einu sönnu fyrir heil-
brigðisstarfsfólk – og fætur sem
mikið mæðir á. Heilsusandalar
með mýkt frá GREEN COMFORT
draga úr þreytu. Hvítir og svartir.
Fótaaðgerðastofa Guðrúnar
Alfreðsdóttur, Listhúsinu,
Engjateigi 17-19, sími 553 3503.
OPIÐ mán.-mið.-fös. kl. 13-17.
www.friskarifaetur.is.
Húsnæði í boði
Til leigu snotur stúdíóíbúð í 101
(Frakkarstíg). Íbúðin er með hús-
búnaði og er laus, einungis reyk-
lausir og reglusamir leigjendur
koma til greina.
Upplýsingar í síma 895 2807.
Íbúð í Barcelona til leigu til 28.
ágúst Vel staðsett með sólríkri
verönd og þremur herbergjum.
Leigist allt tímabilið eða að hluta.
Brynja, brynja76@hotmail.com
Húsnæði óskast
Mosfellsbær Hjón með 3 börn
og einn mjög gæfan labrador
hund óska eftir íbúð á leigu í
Mosfellsbæ. Eru bæði reyklaus
og mjög reglusöm. Fyrirfram-
greiðsla ekki vandamál. Uppl. í
s. 616 2757.
Húsnæði óskast 24 ára háskóla-
nemi óskar eftir húsnæði sem
næst HÍ (sv. 101, 105, 107), her-
bergi eða sem meðleigjandi að
íbúð. Er reyklaus og reglusamur.
Sími 864 5710 (Kári).
Bílskúr
Vantar bílskúr undir búslóð
Mig vantar pláss undir búslóð í
ca 12 mán. Rvík eða Árborgar-
svæði. Borga 6 mán. fyrirfram.
Uppl. í s. 897 8947 eða
bjorneh@islandia.is
Sumarhús
Veðursæld og náttúrufegurð!
Til sölu mjög fallegar sumarhúsa-
lóðir á kjarri vöxnu hrauni við
Ytri-Rangá, 102 km frá Reykjavík.
Svæðið er rómað fyrir náttúrufeg-
urð, fjallasýn og veðursæld. Hit-
inn í fyrrasumar fór upp í 28 stig
og oft í 20 - 24 stig og nú í maí
varð heitast 23 stig. Svæðið, sem
heitir Fjallaland, er mjög vel skip-
ulagt og boðið er upp á heitt og
kalt vatn, rafmagn, háhraða int-
ernettengingu og önnur nú-
tímaþægindi og margvíslega
þjónustu. Nánari uppl. í síma
8935046 og á fjallaland.is.
Sumarhús — orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Rotþrær
Framleiðum rotþrær, 2.300-25.000
lítra.
Öll fráveiturör og tengistykki í
grunninn.
Sérboruð siturrör og tengistykki
í siturlögnina.
Heildarlausn á hagstæðu verði.
Borgarplast, Seltjarnarnesi,
sími 561 2211.
Borgarplast, Borgarnesi,
sími 437 1370.
Heimasíða:
www.borgarplast.is
Námskeið
Microsoft kerfisstjóranám á
haustönn Frá 4.9 til 31.1.2007.
Ítarlegt, vandað og hagnýtt nám
á mjög hagstæðu verði. Bættu
Microsoft í ferilskrána. Rafiðnað-
arskólinn, www.raf.is,
s. 86 321 86.
Til sölu
Sumarbústaðarland, eignaland
til sölu Landið er að hluta til
mosavaxið hraun, mjög fallegt í
um 10 mín. akstri austur af Self-
ossi. Kalt vatn og vegagerð að
lóðamörkum. Uppl. Hlynur í síma
824 3030.
Kristalsljósakrónur. Handslípað-
ar. Mikið úrval.
Slóvak Kristall,
Dalvegi 16b,
201 Kópavogur,
s. 544 4331.
Fælir frá flugur (sedrusviður)
Pallaefni og utanhúsklæðning.
Spónasalan ehf.
Smiðjuvegi 40, gul gata,
s. 567 5550.
Fyrirtæki
Bjálkahús - markaðssetning.
Kanadískur framleiðandi bjálka-
húsa leitar að fyrirtæki til að selja
og markaðssetja bjálkahús sín á
Íslandi. Fjármögnun í allt að 7
mán. til fyrirtækis sem þegar er
í rekstri. Vinsamlegast svarið á
ensku á netfangið:
dowandduggan@eastlink.ca eða
fax 001 902 852 3100.
www.dowandduggan.ca
Viðskipti
Óskum eftir fólki sem vill miklu
meiri laun:
www.KomduMed.com,
www.KomduMed.com,
www.KomduMed.com,
www.KomduMed.com,
www.KomduMed.com,
www.KomduMed.com,
www.KomduMed.com
Byggingavörur
Harðviðarklæðnig Til sölu er
Tatajuba harðviðarklæðning, nót
16 mm, breidd með nót 136 mm,
þykkt 20 mm. Lengdir 4-5 m. Verð
aðeins kr. 450 pr/meter. Kvistás
s/f Selfossi, s. 893 9503
www.kvistas.is
Veiði
Veiðileyfi 2 fyrir 1 Vegna forfalla
eru til sölu 2 stangir á Tanna-
staðatanga í Sogi (veiðihús) 15.
ágúst ´06. Fullt verð 39.600.- selj-
ast á 20.000. Uppl. í síma 864
6984.
Einkamál
Spenna, hraði, útrás, adrenalín,
þvingun, hræðsla, endir. Allt
þetta býð ég mínum skjólstæð-
ingum. Mr. X
x@gegndrepa.is
Hreingerningar
Heimilishjálp Traust og áreiðan-
leg manneskja óskast til að sjá
um þrif á 140 fm íbúð í 101 Rvk,
einu sinni í viku. Í heimili eru þrír
fullorðnir og umgengni góð. Uppl.
í síma 551 5958 eftir kl. 19.00.
Raðauglýsingar 569 1100
ÞÓRA Kristín Bjarnadóttir varði
doktorsritgerð 12. apríl sl., í lyfja-
fræði við læknadeild Háskólans í
Uppsölum (Biomedicinska Centr-
um). Ritgerðin nefnist á ensku „The
Gene Repertoire of G protein-
coupled Recept-
ors. New Genes,
Phylogeny, and
Evolution“.
Andmælandi
við doktorsvörn-
ina var dr. Kurt
Kristianssen frá
háskólanum í
Tromsö, en í próf-
nefnd voru þeir
dr. Svane Winberg, dósent við In-
stitutionen för fysiologi och utveck-
lingsbiologi, dr. Erik Bongcam-
Rudloff, dósent við Centrum för bio-
informatik, og dr. Pierre Le Grevés,
dósent við Institutionen för farma-
ceutisk biovetenskap við Uppsalahá-
skóla. Þóra Kristín vann að rann-
sóknum sínum um þriggja ára skeið
við Institutionen för neurovetenskap
undir leiðsögn dr. Helga B. Schiöth
dósents. Rannsóknirnar voru á sviði
lífupplýsingafræði (bioinformatics)
með framþróun í lyfjafræði í huga.
Meðleiðbeinandi var dr. Robert
Fredriksson.
Megintilgangur rannsóknanna var
að finna kjarnsýruraðir tiltekinna
arfbera í erfðamengi mannsins með
aðstoð tölvugreiningar og bera þær
saman við samstofna arfbera í öðrum
lífverum, einkum mús, rottu og fisk-
um. Um er að ræða stóran hóp viðta-
kapróteina sem finnast á ytra borði
frumna og spanna frumuhimnur með
einkennandi hætti; svokallaða
G-próteinháða viðtaka. Þessir við-
takar mynda eina stærstu fjölskyldu
próteina í erfðamenginu og eru afar
fjölbreyttir að gerð. Þóru Kristínu
tókst í verkefni sínu að finna og
flokka nokkur hundruð slíkra viðtaka
í fimm meginflokka og allmarga und-
irflokka.
Í framhaldi voru þróunartengsl
greind. Kom í ljós að mismunandi
dýrategundir hafa þróað mismun-
andi fjölda og afbrigði af viðtökum
innan hvers flokks. Þar voru sér-
staklega kannaðir viðtakar fyrir
hormónið glútamat og sk. „ad-
hesion“-viðtakar í mismunandi dýra-
tegundum. Loks voru leiddar líkur
að hlutverki þessara próteina í lík-
amanum, en mörg þeirra voru áður
óþekkt.
Opinber deildarfyrirlestur Þóru
Kristínar fjallaði í samandregnu máli
um hlutverk G-próteintengdra við-
taka í ýmsum boðskiptaferlum svo
sem við lyktarskynjun, í fæðing-
arhríðum, frumusamloðun o.fl. Þess
er vænst að slíkir viðtakar geti orðið
frekara rannsóknarefni og opnað
leiðir til lyfjaþróunar í framtíðinni.
Þóra Kristín er fædd í Bristol á
Englandi 1. ágúst 1978. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1998 og hóf nám í lyfja-
fræði haustið 1998. Kandídatsprófi í
lyfjafræði lauk hún frá HÍ vorið 2003.
Sambýlismaður Þóru Kristínar er
Hákon Ágústsson tölvunarfræðingur
og eiga þau dóttur. Foreldrar Þóru
Kristínar eru þau Vigdís Valsdóttir
tannsmiður og Bjarni Ásgeirsson,
prófessor í lífefnafræði.
Doktor í lyfjafræði
Furða sig á einkavæðingu öryggiseftirlits
ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs lýsir furðu á þeirri
ákvörðun flugmálayfirvalda að einkavæða
öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli og tek-
ur undir varnaðarorð talsmanna Lands-
sambands lögreglumanna og Tollvarða-
félags Íslands um hve misráðin þessi
ráðstöfun sé. „Fráleitt er að fela einkaað-
ilum lögregluvald, sem með þessu fyrir-
komulagi er í reynd verið að gera. Auk
þess eru öryggisfyrirtæki á markaði rekin
með það að leiðarljósi að skila eigendum
sínum hagnaði og stangast það á við al-
mannahagsmuni þegar um er að ræða al-
menna öryggisgæslu.
Fyrirsláttur yfirvalda um nauðsyn
þessa vegna gagnrýni af hálfu aðila á veg-
um eftirlitsstofnunar Evrópska efnahags-
svæðisins er gersamlega út í hött. Því sem
kann að vera áfátt á sviði öryggisgæslunn-
ar á Keflavíkurflugvelli, er hægur vandinn
að bæta úr án þess að taka verkefnið úr
höndum ábyrgra opinberra aðila. Þvert á
móti ber að efla þá í starfi.“
NÝVERIÐ var styrkveiting úr Minningar- og vís-
indasjóði Arnórs Björnssonar. Sjóðurinn var
stofnaður til minningar um Arnór Björnsson sem
lést 1996 er hann var við doktorsnám í sálfræði.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja íslenskar rann-
sóknir í sálfræði.
Þrjár konur hlutu rannsóknarstyrk í þetta sinn
og var hver styrkur 250 þúsund krónur.
Ragnhildur Guðmundsdóttir hlaut styrk fyrir
rannsóknina Árangur hugrænnar atferlismeð-
ferðar við langvinnri geðlægð.
Þórdís Rúnarsdóttir fékk styrk til rannsókn-
arinnar Sálræn líðan íslenskra kvenna á aldrinum
13–24 ára, sérstök áhersla á átröskunareinkenni.
Þrúður Gunnarsdóttir fékk styrk til rannsóknar
sem heitir Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð fyrir
of þung börn.
Styrkveiting til
sálfræðirannsókna