Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 22. júlí kl. 12.00: Sophie-Véronique Cauchefer- Choplin, orgel. 23. júlí kl. 12.00: Sophie-Véronique Cauchefer- Choplin, organisti frá París, leikur verk m.a. eftir Bédard, Bach, Pierne, Mulet og Duruflé. Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ! Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Lau. 22. júlí kl. 20 uppselt Sun 23. júlí kl. 15 örfá sæti laus Sun. 23. júl kl. 20 uppselt Fös. 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus Lau. 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus Sun. 30 júlí kl. 15 aukasýning Sun. 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus Fös. 4. ágúst kl. 20 Lau. 5. ágúst kl. 20 Sun. 6. ágúst kl. 15 Sun. 6. ágúst kl. 20 Lau. 19. ágúst kl. 20 Sun. 20. ágúst kl. 15 Sun. 20 ágúst kl. 20 Fös. 25. ágúst kl. 20 Sun. 27. ágúst kl. 15 Sun. 27. ágúst kl. 20 Upplyfting í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 HULUNNI verður svipt af nýrri innsetningu eftir Hrein Friðfinnsson myndlistarmann í Galleríi Suðsuð- vestur klukkan 16 í dag. Innsetning- in ber titilinn Sögubrot og myndir og verður til sýnis í galleríinu til 20. ágústs næstkomandi. „Það er svolítið snúið að fjalla um verkið sem verður sýnt í dag,“ tekur Hreinn fram þegar hann er inntur eftir útskýringu. „Vegna eðlis hlut- arins er ekki mjög þægilegt að segja of mikið frá því, því þá er ekki of mikið eftir fyrir þá sem vilja sjá sýninguna. Maður má ekki gefa upp plottið,“ segir Hreinn og hlær. „Það sem ég get sagt er að verkið sem verður sýnt í Galleríi Suðsuð- vestur hefur verið sett upp áður á sýningu í vor í París. En ekki alveg á sama hátt, það eru nokkur frávik.“ Hreinn segir að það sem hægt sé að sjá í Galleríi Suðsuðvestur sé á viss- an hátt „orgínallinn“. „Við köllum þetta „Sögubrot og myndir“, en það er eiginlega svolítið til að segja minna heldur en meira.“ Verkið byggist á sannsögulegum atburðum og „efniviðurinn felur menningarsögulegan þátt í sér“, segir Hreinn. „Þetta fjallar um lítinn myndlistarlegan útgáfukafla sem átti sér stað fyrir 48 árum eða svo á dögum Helgafells. Verkið er svo að segja nýtt, þó að efnið sé komið til ára sinna. Þetta eru sjálfstæð verk, alls ekki mín verk, en í þessu formi er þetta mitt framlag sem sýning. Þetta er allt saman mjög loðið, en það er ekki hægt að fara nákvæm- lega í þetta.“ Hreinn á, eins og margir vita, að baki langan feril í myndlist og var í fararbroddi þeirra íslensku lista- manna sem unnu með hugmyndalist snemma á 8. áratug síðustu aldar. Hversdagsleikinn er algengt við- fangsefni í verkum Hreins. Eitthvað ofurvenjulegt verður efniviður verks sem býr yfir margræðum áhrifum. Hann vinnur úr efnivið sem er víða til staðar en bætir einhverju við til að gæða hann nýju lífi. Verðlaunaður listamaður Algengt er að lýsingarorðin „ljóð- ræn“ og „heimspekileg“ séu notuð til að lýsa verkum Hreins og er hann jafnvel sagður vera ljóðskáld sem sýnir fram á mikilvægi ljóss við skynjun. Hann hefur unnið m.a. með ljósmyndir og skeytt saman við þær texta en einnig farið aðrar tjáningar- leiðir. Hreinn fékk finnsk listverðlaun, Ars Fennica, árið 2000 og önnur verðlaun í Carnegie Art Award sama ár. Breyttu þau miklu? „Þau gerðu það nú reyndar ekki, nema þá bara á þeim tíma og það er nú orðið dálítið síðan. Þetta breytti hlutunum bara rétt fjárhagslega auk þess sem það var dálítið mikið að gera. Í Finnlandi voru tvær yfirlits- sýningar og gefin út bók. Þú hefur semsagt ekki orðið var við aukinn áhuga í kjölfarið? „Ekki fyrir utan norðrið. Það sem ég geri nú í Evrópu er í gegnum gömul sambönd sem hafa haldið sínu striki, en verðlaunin hafa ekki haft áhrif á þau mál.“ „Ekki mikill planleggjari“ Það hefur ekki mikið farið fyrir myndlistarmanninum á síðum Morgunblaðsins frá því hann fékk verðlaunin og því stakk blaðamaður- inn upp á því við hann að rekja hvað á daga hans hefur drifið síðustu ár. „Það er nefnilega það. Það er nú ýmislegt sem hefur gerst upp á síð- kastið,“ segir hann. „Síðasta sýning sem ég hélt hér á landi var á Listahátíð 2005 í Slunkaríki á Ísa- firði, en hátíðinni var dreift um land- ið. Fyrir þremur árum síðan eða svo var kynning í Safni á Laugavegin- um. Svo hef ég verið með sýningar í París, Berlín og Brüssel undanfarið. Þetta eru svona helstu sýningar- staðir sem ég hef verið að sýna á.“ Hreinn segir að ekki séu fleiri einkasýningar fyrirhugaðar – alla vega ekki svo hann viti til. Hins veg- ar sé á þróunarstigi að setja upp tvö útiverk, annars vegar á Ísafirði og hins vegar í Frakklandi. Í báðum til- fellum er um að ræða verk sem munu standa en ekki tímabundnar sýningar. Verkið í Frakklandi verð- ur væntanlega sett upp nú í haust. Hreinn, þú hefur lengi verið bú- settur í Amsterdam. Hefurðu engan hug á að flytjast heim? „Mér hefur oft dottið í hug og haft áhuga á að vera í lengri tíma heima á Íslandi þegar ég heimsæki. Það hef- ur hins vegar stjórnast af því að ekki hefur verið tími eða aðstæður til þess. En að flytja heim alfarinn hef- ur mér alltaf fundist óraunhæft. Þetta hefur reyndar verið tiltölulega ákvörðunarlaust, það er ekkert beint plan á þessu stigi, Ég er ekki mikið fyrir að planleggja, þetta eru meira svona hugleiðingar.“ Myndlist | Hreinn Friðfinnsson opnar sýningu í Galleríi Suðsuðvestur Varpar ljósi á menningarsöguna Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Hreinn Friðfinnsson hefur verið í fremstu röð hugmyndalistamanna frá því í byrjun áttunda áratugarins og unnið til verðlauna fyrir list sína. Suðsuðvestur er opið fimmtudaga og föstudaga frá kl.16–18 og um helgar frá kl.14–17. Sjá www.sudsudvestur.is. SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 2006 hófst í gær þegar sungin var rómversk biskupsmessa af kaþólska biskupn- um í Reykjavík, herra Gijsen. Hátíð- arhöldin halda svo áfram í dag og á morgun með miklu trúar- og lista- starfi. Í dag verða samkomur í Skálholts- kirkju klukkan 14 og 16.30. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráð- herra mun flytja ávarp á fyrri sam- komunni en auk þess munu Jaap Schröder og Sigurður Halldórsson flytja tónlist eftir Mozart. Þá verður formlega tekið við stóru safni nótna- og tónlistarbókmennta sem er gjöf frá Schröder. Á síðari samkomu dagsins verður m.a. opnaður vefur um íslenskan trúar- og tónlistararf sem unninn hefur verið undir merkjum Helgisið- astofu í Skálholti. Matthías Johann- essen skáld les upp sýnishorn úr kveri sem nýlega kom út í samvinnu Háskólaútgáfu og Helgisiðastofu og Kammerkór Suðurlands mun flytja tónlist ásamt Guðrúnu Eddu Gunn- arsdóttur einsöngvara. Meðal þess sem sunnudagurinn ber í skauti sér fyrir Skálholtsgesti er hópreið sem verður farin heim á staðinn með fánaborg sem Halldór Ásgrímsson myndlistarmaður á heiðurinn af. Að hópreiðinni lokinni verður gengið til messu þar sem herra Sig- urbjörn Einarsson predikar. Síðar um daginn verður svo aftur sam- koma í kirkjunni en þar munu for- seti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra flytja ávörp. Að auki verður hlutur tónlistar veglegur. Þorláksmessa á sumri Skálholtshátíð er ávallt haldin í kringum 20. júlí, en þá er Þorláks- messa að sumri í minningu þess að þann sama dag árið 1198 voru tekin upp bein Þorláks biskups helga Þór- hallsonar í Skálholti. Þorláksmessa var ein mesta hátíð í landinu fram að siðaskiptum. Um miðja síðustu öld, þegar teikn voru á lofti um endur- reisn Skálholts, fór áhugamanna- hópur að halda Skálholtshátíð, fyrst 1948. Átta árum síðar, árið 1956, var svo haldin stór hátíð á vegum Skál- holtsfélagsins og Alþingis í tilefni af 900 ára afmæli biskupsdóms í land- inu, en á þeim tímapunkti var búið að ákveða að byggja nýja kirkju og framkvæma fornleifauppgröftinn sem var undanfari þess. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar vígslubisk- ups hefur hátíðin verið haldin óslitin síðan ef frá eru talin tvö sumur þeg- ar uppgröfturinn náði ákveðnu há- marki. Í ár fagna Skálholtsvinir 950 ára afmæli Skálholtsstóls. Morgunblaðið/Ásdís Halldór við eitt verka sinna á sýn- ingunni Fjölþjóðaljóð frá 2003. Menning | Trúar- og listastarf Skálholts- hátíð hafin http://www.skalholt.is Í VINNUSTOFUNNI og sýningar- rýminu Skúla í túni verður opnuð sýning í dag kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina Upptekin! – hef annað og betra að gera. Það er listakonan Þóra Gunnarsdóttir sem sýnir. „Ég fæst í verkum mínum við mis- munandi sjónarhorn á lífið og til- veruna og ekki síst umhverfið. Ég skoða hvernig fólk túlkar annað fólk og sjálft sig í umhverfinu“, segir Þóra. Hún hefur undanfarið verið að taka fyrir í verkum sínum þá sem vinna einhæfa vinnu, og í þessari sýningu beinir hún sjónum að krön- um. „Það gleymist oft þegar maður fylgist með krönum að það er mann- eskja sem situr í krananum og fæst við þetta ábyrgðarmikla en líka al- gerlega einhæfa verk. Manneskja sem vinnur í algerri einsemd allan daginn“ Sýningin er sett saman úr tveimur þáttum. Annars vegar er um að ræða myndband sem tekið er út um glugga í íbúð í Berlín. Í því gefur að líta fimm krana sem „virðast tala hver við annan eða eiga í einhverjum samskiptum“, að sögn Þóru. Hins vegar er hægt að hlusta á fimm geisladiska með upplesnum textum sem tengjast krönunum. Þar veltir Þóra til dæmis fyrir sér hvað manneskjan getur verið að hugsa í krönunum og bregður ljósi á vinn- una. Þóra stundar um þessar mundir mastersnám í Gautaborg og hefur að eigin sögn unnið mikið með texta í náminu. Hún tekur fram að texta- vinnan hafi leynt eða ljóst farið af stað í tengslum við að hún stundar nám á öðru tungumáli, þ.e. ensku. Skúli í túni er sameiginleg aðstaða myndlistar- og hugvísindamanna við Skúlatún 4. Að sögn Þóru ákváðu að- standendur rýmisins Skúla í túni að stofna til þess til að koma sjálfum sér og ungum myndlistarmönnum erlendis á framfæri. Þau hafa staðið reglulega fyrir sýningum og uppá- komum í húsnæðinu undanfarið. www.thoragunn.is www.skulituni.com „Kranarnir virðast eiga í samskiptum,“ segir Þóra Gunnarsdóttir en mynd- bandið var tekið út um gluggann á gamalli íbúðabyggingu í Berlín. Manneskjan á bak við einhæfu verkin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.