Morgunblaðið - 22.07.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 41
MENNING
SUMARTÓNLEIKARÖÐ veitinga-
hússins Jómfrúarinnar við Lækjar-
götu er í fullum gangi. Í dag verða
áttundu tónleikar
sumarsins en þar
kemur fram
Kvartett píanó-
leikarans Sunnu
Gunnlaugsdóttur
og Scotts McLe-
more trommu-
leikara. Þeim til
fulltingis eru
Óskar Guðjóns-
son á saxófón og
Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.
„Við ætlum að spila þekkta slag-
ara, svona djassstandarda. Þetta er
skemmtilegt efni sem ég vona að
sem flestir kannist við,“ segir Sunna
um efnisskrána. „Bandið var sett
saman nú fyrir stuttu sérstaklega
fyrir þessa uppákomu svo að um
fyrstu tónleikana er að ræða. Svo
verðum við bara að sjá hvort það
verði ekki eitthvert framhald í
haust.“
Tónleikarnir hefjast klukkan 16
og standa til 18. Ef veður leyfir verð-
ur leikið utandyra á Jómfrúartorg-
inu, en annars inni á Jómfrúnni.
Kvartett Sunnu
og Scott
spilar djass-
standarda
Sunna
Gunnlaugsdóttir
FJÓRÐU sumartónleikar við Mý-
vatn verða í Reykjahlíðarkirkju í
kvöld klukkan 21. Flytjendur eru
Hanna Loftsdóttir, sem spilar á
barokkselló, og Guðný Ein-
arsdóttir orgelleikari sem nýverið
fékk lofsamlega dóma fyrir
frammistöðu sína á Alþjóðlegu
orgelsumri í Hallgrímskirkju. Báð-
ar hafa þær lokið framhaldsnámi
við Konunglegu tónlistarakadem-
íuna í Kaupmannahöfn og stefna á
frekara nám á næsta vetri, Guðný í
París og Hanna í Haag.
Á tónleikunum í kvöld munu
þær leika kammertónlist og ein-
leiksverk frá barokktíma og út-
setningar á íslenskum þjóðlögum.
Sem fyrr er aðgangur er ókeyp-
is.
Barokkselló og
orgel við Mývatn
Morgunblaðið/Golli
Hanna og Guðný spila saman á sumartónleikum við Mývatn í kvöld.
SUMARHEFTI tíma-
ritsins Þjóðmála er
komið út. Tímaritið er
gefið út fjórum sinn-
um á ári, einu sinni á
hverri árstíð, en rit-
stjóri er Jakob F. Ás-
geirsson.
Meðal efnis að
þessu sinni er viða-
mikil umfjöllun um ný-
skipan varnar- og ör-
yggismála. Björn
Bjarnason dóms-
málaráðherra, Einar
Karl Haraldsson fv.
ritstjóri og Magnea
Marinósdóttir stjórnmálafræðingur
skrifa um varnarsamninginn við
Bandaríkin og þá kosti sem blasa við
Íslendingum í öryggis- og varnar-
málum í breyttu umhverfi á alþjóða-
vettvangi.
Stefán Sigurðsson hagfræðingur
skrifar um íslensku útrásina og ásýnd
íslensks efnahagslífs erlendis og
Gunnar Haraldsson hagfræðingur
fjallar um nýlegar skýrslur erlendra
greiningarfyrirtækja og viðbrögð ís-
lenskra fjölmiðla. Þá skrifar Ragnhild-
ur Kolka lífeindafræðingur um þjóð-
nýtingu barnauppeldis, en opinberar
stofnanir taka nú yfir flest sem lýtur
að uppeldi barna.
Stefán Máni rithöfundur segir frá
hugmyndum sínum um nýtt fyrir-
komulag við veitingu styrkja til rithöf-
unda. Gunnar Þór Bjarnason sagn-
fræðingur fjallar um
samband Íslands og
Ísraels í tímans rás.
Guðbjörg H. Kolbeins
fjölmiðlafræðingur
skrifar um samþjöpp-
un á fjarskipta- og fjöl-
miðlamarkaði. Þórður
Pálsson, forstöðu-
maður greiningar-
deildar KB-banka,
fjallar um hugmyndir
breska heimspek-
ingsins Johns Stuarts
Mills í tilefni af því að
200 ár eru frá fæð-
ingu hans. Atli Harð-
arson heimspekingur skrifar grein
sem ber yfirskriftina „Verðmæti, nátt-
úruspjöll og flótti frá veruleikanum.“
Þá er sagt frá hinni sérkennilegu
bókabúð Shakespeare and Company
í París og eiganda hennar.
Í bókadómum sumarheftisins gerir
Örn Ólafsson bókmenntafræðingur
samanburð á nýútkomnum ævisög-
um um Halldór Laxness eftir Halldór
Guðmundsson og Hannes Hólmstein
Gissurarson. Egill Helgason blaða-
maður skrifar um bókina Fjölmiðlar
2005 eftir Ólaf Teit Guðnason. Björn
Bjarnason fjallar um bókina After the
Neocons eftir Francis Fukuyama. Þor-
steinn Siglaugsson hagfræðingur
skrifar um Draumalandið eftir Andra
Snæ Magnason. Loks skrifar Hannes
Hólmsteinn Gissurarson um bókina
Listin að lesa eftir Árna Bergmann.
Bækur
EF ÉG skil hugmyndina að baki
Döff-leikhúsi rétt þá er hugsjón þess
að skapa leiklist sem heyrandi og
heyrnarlausir geta notið saman og á
sömu forsendum.
Og hvað er þá einfaldara og rök-
réttara en látbragðsleikurinn, sú
ævaforna list að segja sögu án orða
með líkamstjáningunni einni?
Ramesh Meyyappan frá Singapore
heimsótti Ísland sem þátttakandi í
Döff-leiklistarhátíð Draumasmiðj-
unnar á Akureyri, en gerði einnig
stuttan stans í Reykjavík og sýndi
listir sínar í Tjarnarbíói fyrir óþarf-
lega fáa áhorfendur á sunnudags-
kvöldið.
Eins og með dans og aðrar „líkam-
legar“ sviðslistir þá dregur mímuleik-
urinn einatt athyglina frá innihaldinu
og að forminu, en þó sérstaklega að
færni og frammistöðu listamannsins
á sviðinu. Viðfangsefni hans, sagan
sem hann segir eða hugmyndirnar
sem hann vill miðla, reynist oftast
minna áhugaverð en hin framandi
tækni sem beitt er við að koma henni
á framfæri. Þannig fór líka hér, enda
Ramesh Meyappan einkar ásjálegur
flytjandi með lipra tækni og fallegar
hreyfingar.
Önnur helsta gleðin við að horfa á
flinkan látbragðsleikara er einfald-
lega gleðin sem felst í því að sjá hvað
hann er að reyna að gera, sérstaklega
ef maður hefur eitt andartak misst
sjónar á því. Það voru ófá slík andar-
tök í sýningunni. Nokkrum sinnum
missti ég þó þráðinn sem tengdi mig
við listamanninn og skildi ekki hvað
hann var að sýna, en skelli skuldinni á
óþarflega snúinn söguþráð fremur en
vöntun á færni hjá honum eða athygli
hjá mér. Það eru vitaskuld takmörk
fyrir því hverju hægt er að miðla með
látbragðinu einu.
This side up segir frá ævintýra-
legum hversdagsraunum póstburðar-
manns og samskiptum hans við hefð-
bundna ógnvalda póstsins, grimma
hunda og illvíga byssumenn. At-
burðarásin var einatt fremur ólík-
indaleg, og Ramesh gekk vel að
greina á milli ólíkra persóna með ör-
lítilli hjálp frá kaskeitinu sínu. Hann
er óhræddur við að hverfa út úr raun-
sæinu og treystir tækni sinni og máli
látbragðsleiksins greinilega fullkom-
lega til að draga áhorfendur með sér
út úr hversdagsleikanum og á vit
fantasíunnar.
Þetta tókst oftast, en eins og áður
sagði missti ég á nokkrum stöðum til-
finninguna fyrir því hvert var verið
að fara.
Þetta var skemmtileg lítil sýning
og hefði verðskuldað betri mætingu,
enda ekki eins og látbragðsleikur af
þessum gæðum sé stöðugt á borðum
íslenskra leikhúsáhugamanna.
Eins og áður sagði er Ramesh
Meyyappan hingað kominn vegna
Döff-leiklistarhátíðar Draumasmiðj-
unnar sem fram fór á Akureyri í síð-
ustu viku. Þar voru í boði sjö sýning-
ar frá ýmsum löndum. Með stuttu
millibili hafa sem sagt verið haldnar
hér tvær alþjóðlegar leiklistarhátíðir
á vegum sjálfstæðra leikhópa, vænt-
anlega af fjárhagslegum vanefnum
en örugglega með glæsibrag að öðru
leyti.
Þessi framtakssemi er vitaskuld
mikið gleðiefni og verður vonandi
framhald á. Leiklistarþjóðin þarf
leiklistarhátíðir.
Póstur frá
Singapore
LEIKLIST
Ramesh Meyyappan
Sýnt í Tjarnarbíói á vegum Döff leiklistar-
hátíðar Draumasmiðjunnar. Sunnudagur-
inn 16. júlí 2006.
THIS SIDE UP
Þorgeir Tryggvason
HJÁ Máli og menningu eru komnar út
tvær bækur fyrir yngstu bókaormana,
Max fer á leikvöllinn og Max fer í felu-
leik. Bækurnar eru eftir belgíska lista-
manninn Guido van Genechten og
þýddar af Kristínu Steinsdóttur.
Í fyrri bókinni fer Max út á leikvöll
þar sem eru rennibraut og ruggudýr,
sandkassi og vegasalt. Allt er þetta
skemmtilegt en skemmtilegast af öllu
er þó að Max
eignast nýja vin-
konu.
Í seinni bók-
inni er Max úti í
skógi og alls
staðar heyrast
skrýtin hljóð.
Glaðlegar og fjörugar sögur fyrir litla
bókaorma.
Bækur
Þeir blaðberar, fyrrverandi og núverandi, sem
eru með blaðburðarpoka en þurfa ekki á þeim
að halda við blaðburð, vinsamlegast komi þeim
til blaðadreifingar Morgunblaðsins, Hádegismó-
um 2, 110 Reykjavík. Móttakan er opin virka
daga milli kl. 9 og 17.
Ef þið hafið ekki tök á að skila þeim, hafið þá
samband við blaðadreifingu í síma 569 1440 og
við sækjum þá.