Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 42

Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 42
42 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christo- pher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! Stay Alive kl. 8 og 10 B.i. 16.ára. Stick It kl. 4 (400 kr.), 8 og 10 The Benchwarmers kl. 4 (400 kr.) og 6 B.i. 10 ára Click kl. 6 B.i. 10 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 3, 5 og 7 Ultraviolet kl. 4.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 9 og 11.20 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 3 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALIBLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! eee L.I.B.Topp5.is Fimm síðustu plötum Red HotChili Peppers var stýrt afhonum, þ.m.t. það verk sem kom sveitinni endanlega á kortið, Blood Sugar Sex Magik. Johnny Cash gekk í endurnýjun lífdaga fyr- ir hans tilstilli og Metallica hefur nú leitað á hans náðir. Maðurinn á heiðurinn af því að koma rapp- tónlist á framfæri við hvíta með- bræður sína og systur og tók upp meistaraverk Slayer – Reign in Blood – sem er oft talin besta þungarokksplata sem nokkru sinni hefur verið gerð.    Það er því ekki nema von að RickRubin sé í dag eftirsóttasti upptökustjórnandi samtímans. Því að maðurinn með skeggið er líka maðurinn með lausnirnar. Ef risa- rokksveit (eins og t.d. Metallica) er pínu-óörugg yfir næstu skrefum, jafnvel mjög óörugg um hvert skal halda (sem er heldur en ekki málið í tilfelli Metallica) er Rubin rétti maðurinn til að koma henni á kjöl. Plötu lítt þekktrar rokksveitar mun nafn Rubins hins vegar fleyta upp í milljónasölu og kannski bara tíma- spursmál hvenær nafn hans verður sett framar sjálfri hljómsveitinni. Hin tiltölulega lítt þekkta The Faint hefur nú ráðið Rubin til starfa við næstu plötu sína og mað- ur er strax farinn að pæla í því hvernig aðkoma hans verður að tónlist sveitarinnar – meira heldur en í innleggi The Faint sjálfra. Staða Rubins er slík í dag, að það er líklegra en ekki að hikandi rokk- áhugamaður kaupi einhverja plöt- una nái hann að reka augun í nafn Rubins. Merkið, eða nafnið, tryggir gæðin.    Þetta nafn hefur verið áberandiundanfarin misseri. Margir af risum rokksins í dag, sveitir eins og System of a Down, Audioslave og Linkin Park (næstu plötu hennar verður stýrt af honum) hafa sótt í smiðju Rubins en nú hafa popp- stirnin einnig stigið fram. Síðasta plata Shakiru var tekin upp af Rub- in og næsta plata Justins Timber- lake, sem er væntanleg í sept- ember, einnig. Neil Diamond krafðist þess þá að fá „Cash“- meðferð í fyrra og plata Dixie Chicks sem út kom í ár, Taking The Long Way, hefur fengið lofsverða gagnrýni, allt vegna Rubins. Menn standa í röðum og vonast eftir því að Rubin strái töfrakryddinu sínu á verk þeirra. Þá eru þeir hólpnir. Gagnvart almenningi er Rubin ábyggilega þekktastur fyrir að hafa tekið upp American plötur Jo- hnny Cash, en sú fimmta er nýkom- in út og sú sjötta kemur mögulega út á næsta ári. Vinna hans að fyrstu plötunni í útgáfuröðinni þótti bera vott um snilldarlegt innsæi, Rubin kom auga á nokkuð sem engum hafði dottið í hug en eftir á að hyggja virðist eitthvað svo sjálf- sagt. Einfaldasta svarið er iðulega það réttasta voru einkunnarorð Sherlock Holmes og í þeim anda stillti Rubin upp hljóðnema fyrir framan Cash og gítarinn hans og ýtti svo á „rec“. Eins berstrípað og hugsast getur.    Það er ekki oft sem upp-tökustjórar, mennirnir á bak- við borðið og glerrúðuna, verða sjálfir rokkstjörnur en um slíkt er að ræða í tilfelli Rick Rubin. Sömu sögu má segja um Steve Albini og svo má nefna fræga menn eins og George Martin og Phil Spector, þó þeir falli ekki undir það að vera rokkstjörnur. Áfram má telja, rétt er að tiltaka menn eins og Martin Hannett, Sam Phillips, Brian Eno og Butch Vig. Sameiginlegt ein- kenni allra þessara manna er að þeir eru taldir koma með eitthvað meira inn í tónlistina en að einfald- lega rúlla henni inn á band, framlag þeirra tekur sér bólfestu í sjálfri tónlistinni sem síðan er á borð bor- in. T.a.m. þekkir maður um leið handverk Steve Albini þegar hlýtt er á plötur sem hann hefur komið að, gott dæmi er Surfer Rosa með Pixies, þar sem það er Albini sem ljær plötunni auðheyranlegan kraft með upptökutækni sinni. Um hljóm- vegg Phil Spector þarf þá ekki að fjölyrða.    Rick Rubin lítur út eins og leið-togi vélhjólagengis eða æðsti prestur einhvers sértrúarhóps. Með langt, sítt skegg og sólgleraugu. Það er erfitt að átta sig á honum og einnig er erfiðara að negla niður „hljóm“-stíl Rubin en stíl Albinis t.a.m. Rubin hefur verið treyst til að draga fram það besta í hverjum og einum listamanni og því notar hann aðferðir sem henta hverju sinni. Plötur Cash eru jafn- áhrifaríkar og raun ber vitni vegna þess hversu lágstemmdar þær eru en í tilfelli Slipknot, en Rubin sá um þriðju (og síðustu) plötu hennar, var hávaðinn ærandi, hljóðþjöpp- unin (audio compression) gerir það að verkum að lögin öskra í eyrun á manni, sér í lagi ef menn nota heyrnartól. Þá ber að athuga að Rick Rubin er fyrst og fremst „amerískur“ upptökustjórnandi, eitthvað sem hann undirstrikaði sjálfur með því að gefa útgáfu sinni nafnið Americ- an Recordings. Rappið, testósteronrokk Audios- lave, blúsrokk Black Crowes, Chili Peppers, Cash, Dixie Chicks; allt er þetta mjög „amerískt“. Hvort Rub- in heldur þessari línu mark- miðsbundið er ekki vitað en aukin frægð hefur valdið því að „erlend- ir“ listamenn eru farnir að banka á dyrnar. Rubin hefur tekið upp plöt- ur með Donovan, Nusrat Fateh Ali Khan og hinum sænsku Int- ernational Noise Conspiracy en verkefni af því tagi heyra til und- antekninga. Síðasta dæmið var reyndar tilraun þeirrar sveitar til að stíga inn á amerískan markað og hvað er þá betra en láta Rubinera sig.    Rubin hefur fengið talsvert afgagnrýni að undanförnu, eðli- lega, enda er kalt á toppnum. Það að plötu sé upptökustýrt af honum gefur listamönnum óhjákvæmilega meira vægi (ég stenst t.d. ekki að tékka á næstu Linkin Park plötu, úr því að Rubin er nærri) en sumir Rubin-manna eru farnir að hafa áhyggjur af því að hann sé farinn að selja sig ódýrt, frægðin sé farin að slá ryki í augu (og eyru). Frá upphafsárunum og að Cashplöt- unum var ferill hans samfelld sig- urganga; Run DMC, Beastie Boys, Public Enemy, LL Cool J höfðu hagnast á Rubin í upphafi og eftir því sem nær dró tíunda áratugnum tók hann að einbeita sér meira að rokki. Mörgum kom svo á óvart að Cash skyldi fara í samstarf við Rub- in en það er óhætt að segja að báðir þessir aðilar hafi uppskorið ríku- lega af því. Rubin hefur mistekist, sjá t.d. Ballbreaker með AC/DC, Wandering Spirit með Mick Jagger og Northern Star með Mel C (guð minn almáttugur!). Þessi „mistök“ má þó helst rekja til efnisins sem lá fyrir og nafn Rubins væri líklega eina ástæða þess að maður legði sig sérstaklega eftir plötu Mel C t.d. Í augnablikinu virðist Rubin ósnertanlegur, fetar vel einstigið milli listrænnar viðurkenningar og markaðslegar farsældar. Menn selja sig og missa það, þannig ganga kaupin á eyrinni, og það gæti allt eins gerst með Rubin. Það er þó óþarfi að hafa miklar áhyggj- ur, enn a.m.k. Maðurinn með skeggið ’Einfaldasta svarið eriðulega það réttasta voru einkunnarorð Sherlock Holmes og í þeim anda stillti Rubin upp hljóð- nema fyrir framan Cash og gítarinn hans og ýtti svo á „rec“. Eins berstrípað og hugsast getur.‘ „Sértu lítt þekkt rokksveit mun nafn Rubins hins vegar fleyta plöt- unni upp í milljónasölu.“ arnart@mbl.is AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.