Morgunblaðið - 22.07.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 2006 43
Sími - 551 9000
-bara lúxus
ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKA-
FYLLSTA OG SKEMMTI-
LEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS
FRÁ HÖFUNDI
BRING IT ON
Sýnd kl. 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára
Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára
Sýnd kl. 2, 4 og 6
-bara lúxus
Adam Sandler, Kate
Beckinsale og Christopher
Walken í fyndnustu
gamanmynd ársins!
Ultraviolet kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 12 ára
The Benchwarmers kl. 3, 6, 8 og 10 B.i. 10 ára
Click kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára
Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
Ísöld 2 m.ísl tali kl. 3
Rauðhetta m.ísl tali kl. 3
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 ENSKT TAL
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 ÍSLENSKT TAL
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
Þau ætla að ná aftur hverfinu...
...einn bita í einu!
400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
eee
L.I.B.Topp5.is
UMBOÐSSKRIFSTOFAN Concert
auglýsir þessa dagana eftir upprenn-
andi unglingahljómsveitum til að
skemmta á fjölskylduhátíðinni í Galta-
læk um verslunarmannahelgina. Þar
munu þær hljómsveitir sem veljast til
þátttöku fá sjaldgefið tækifæri til að
koma fram og spila í alvöru hljóðkerfi
fyrir framan áhorfendur.
Í Galtalæk er hefð fyrir því að spilað
sé á tveimur sviðum, annars vegar
„stóra sviðinu“, þar sem fullorðna fólk-
ið og hinir yngri í krakkahópnum
koma saman, og hins vegar því sem
kallað er Kúlan. Þar fá hinar útvöldu
sveitir að spreyta sig. „Í Kúlunni er
alltaf unglingaskemmtun,“ segir
Helga Lilja Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjá Concert. „Hún hef-
ur áður verið notuð sem vettvangur
fyrir ungar og upprennandi hljóm-
sveitir að koma fram og skemmta, sem
er tækifæri sem þær fá ekki oft. Þá
voru fengnar til leiks nokkrar hljóm-
sveitir úr Músíktilraunum en nú viljum
við gera fleirum kleift að taka þátt.“
Hljómsveitirnar
höfði til unglinga
Að sögn Helgu er stefnan að nokkr-
ar hljómsveitir komi fram á hverju
kvöldi meðan á fjölskylduskemmt-
uninni standi. Á endanum fari dag-
skráin þó eftir því hversu margar
frambærilegar hljómsveitir sýni mál-
inu áhuga. Hún upplýsir jafnframt að í
raun sé ekki lagt af stað með neina
skilgreiningu á unglingahljómsveit.
„En viðmiðið er hljómsveitir sem hafa
tekið þátt í Músíktilraunum og frekar
miðað við að hljómsveitirnar höfði til
unglinga en aldur sjálfra hljómsveita-
meðlima.“
Ungmenni eru hvött til að senda
upplýsingar um hljómsveitir sínar og
tónlist. Valið verður úr þeim hópi sem
sendir eftir því sem Concert-fólki þyk-
ir passa við hlustendahópinn og hafa
þegar nokkrar sveitir lýst yfir áhuga
sínum. „Valið er óháð tónlistarstefnu.
Allt kemur til greina. Rokk, popp,
rapp. Það er alveg frjálst. Því meiri
blöndu sem hægt er að ná fram því
skemmtilegra.“
Tónlist | Leitað að unglingahljómsveitum til að spila í Galtalæk
Því meiri blanda því betra
Morgunblaðið/Kristinn
Verslunarmannahelgin er ekki hvað síst hátíð unglinganna. Nú fá ung-
lingahljómsveitirnar að láta ljós sitt skína í Galtalæk.
KLUKKAN 17 í dag verður opn-
uð í versluninni kronkron sýn-
ing þar sem listamennirnir Hug-
leikur Dagsson og Bjarni massi
verða hvor með sína ljós-
myndaröðina.
„Ég hef sýnt mitt efni einu
sinni áður, í Galleríi Nema hvað,
þegar ég var í Listaháskól-
anum,“ segir Hugleikur um sinn
þátt í sýningunni. „Sú sýning
var bara svo stutt og mér fannst
þetta svo fínt verk að ég set það
aftur upp.
Þetta eru ljósmyndir af bróð-
ur mínu, Þormóði Dagssyni. Ég
tók reyndar ekki eina einustu
ljósmynd. Þær voru allar teknar
í Bandaríkjunum af móður
minni og stjúpföður og eru
svona ferðamyndir. Ég var á Ís-
landi á meðan. Þegar ég hins
vegar leit yfir myndirnar af
Þorra þá fannst mér þær svo til-
valdar í seríu. Þannig að þetta
er svona meira tökuverk ef eitt-
hvað er.“
Hugleikur segir framlag
Bjarna massa til sýningarinnar
vera „meiri dokkúmentasjón“.
Um er að ræða heimild-
armyndaröð sem sýnir konu
þrífa slasaðan, tannbrotinn
mann sem er brotinn á báðum
höndum.
Að sögn Stefáns Svans Að-
alheiðarsonar, verslunarstjóra
kronkron, er enn óráðið hve
lengi verslunin hýsir sýningu
Hugleiks og Bjarna en hann full-
yrðir að hún fái að lifa áfram í
góðan tíma, enda sé um „sérlega
skemmtilega sýningu“ að ræða.
Ljósmyndir | Hugleikur og Bjarni massi með ljósmyndasýningu
Tökuverk í tískuverslun
Morgunblaðið/Jim Smart
„Mér fannst þetta svo fínt verk að ég set
það aftur upp,“ segir Hugleikur um sitt
framlag til sýningarinnar í kronkron.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is