Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Verðhrun Síðasta útsöluvika     25-50% afsláttur Nýjar vörur frá Síðustu dagar útsölunnar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 ...eftir þínu höfði Lyngháls 4 – s: 517 7727 – www.nora.is Frumlegur vínkælir TIL LEIGU VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI Húsnæðið er 107 fm á jarðhæð í Faxafeni 9. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Blöndal í símum 588 1569 og 694 1569. ALLT að 10 þúsund manns komu á 9. Unglingalandsmót Ungmenna- félags Íslands sem haldið var á Laugum í S-Þingeyjarsýslu um verslunarmannahelgina. Á mótinu kepptu 1.100 keppendur á aldrinum 11–18 ára í ýmsum íþróttagreinum og var veður með besta móti. Að sögn Ómars Braga Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra móts- ins, náði tjaldsvæði mótsgesta yfir um 7 hektara og bar engan skugga á framkvæmd mótsins, sem er rétt- nefnd íþrótta- og fjölskylduhátíð. Friðrika Björk Illugadóttir, verk- efnisstjóri mótsins, segir að hátíðin hafi verið afar vel heppnuð í það heila og að um 6–7 þúsund manns hafi verið á tjaldstæðinu þegar mest var. „Það var mikið líf hérna og allt gekk vonum framar,“ segir Ómar. „Það var hlýtt í veðri og krakkarnir syntu í tjörninni og stukku í ána, þannig að allir voru hressir og sátt- ir.“ Friðrika segir aðstöðuna á Laug- um til fyrirmyndar en keppt var á nýjum frjálsíþróttavelli auk þess sem leikin var knattspyrna á sex fótboltavöllum, stundum öllum í einu. Ómar segir greinilegt að sama fólkið mæti ár eftir ár. „Þetta er fyrst og fremst fyrir krakkana sem hafa gríðarlega mikið að gera frá morgni til kvölds. Þetta er þeirra val og hér er ekkert áfengissull á einum eða neinum. Dagskránni lýkur klukkan hálftólf á kvöldin og ekkert er í gangi á nóttunni. Keppni hefst síðan kl. 9 að morgni þannig að næt- urbrölt hefur ekkert upp á sig.“ Ómar segir nýafstaðið mót vera með þeim stærstu og skemmtileg- ustu sem UMFÍ hefur haldið og jafnframt með þeim fjölmennari. Gæslan á staðnum var í samstarfi við heilsugæsluna og lögregluna á Húsavík ásamt björgunarsveitum á Héraði. Læknir var einnig á staðn- um en varla kom neitt upp á sem krafðist íhlutunar þessara aðila. „Þetta mót fær mjög góða ein- kunn hjá mér og Þingeyingarnir og aðrir sem unnið hafa myrkranna á milli að uppbyggingu fyrir mótið eiga hrós skilið,“ segir Ómar. Um 10 þúsund manns á Unglingalandsmóti UMFÍ á Laugum „Allt gekk vonum framar“ Ljósmynd/Örlygur Hnefill Um 1.100 ungmenni kepptu á Unglingalandsmóti UMFÍ á Laugum. EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Stígamótum: „Í nokkrum fjölmiðlum um helgina var villandi fréttaflutningur um sjónarmið Stígamóta varðandi útihátíðahald og kynferðisbrot. Ekki var stuðst við upplýsingar eða viðtöl við fulltrúa Stígamóta. Sann- leikurinn er sá að Stígamót sendu út fréttatilkynningu í júní og í fram- haldi af því bréf til umsjáraðila útihátíða. Bent var á þrennt. Í fyrsta lagi nauðsyn þess að boðið væri upp á áfallahjálp á slíkum samkomum og í öðru lagi að tryggt væri að þjón- ustan væri vel kynnt öllum hátíða- gestum. Þriðja atriðið var það sjón- armið Stígamóta að unglingar undir 18 ára aldri ættu ekki að hafa að- gang að slíkum skemmtunum eft- irlitslausir. Til áréttingar buðu Stígamót upp á þjónustu sína til þess eins að tryggja að skortur á þjálfuðu starfs- fólki kæmi ekki í veg fyrir að áfalla- hjálp væri í boði. Að sjálfsögðu er eðlilegast að heimafólk á hverjum stað sé fært um að sinna slíkum störfum og flest bendir til að svo sé. Í fjölmiðlum hafa Stígamót lofað það framtak og þá ábyrgð sem flest- ir mótshaldarar hafa sýnt með því að gera ráð fyrir áfallateymi. Um gæði þjónustunnar eða vinnubrögð hafa Stígamót ekkert sagt, enda ókunnugt um þau. Gagnrýni Stígamóta hefur ein- göngu snúist um að skort hefur á að þjónustan hafi verið kynnt á sama hátt og önnur þjónusta á mótssvæð- um. Það er augljóslega hætta á að góð þjónusta sé vannýtt ef hún er ekki vel kynnt þeim sem kynnu að þarfnast hennar.“ Yfirlýsing frá Stígamótum EINAR Kristinn Guðfinns- son, sjávarútvegsráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í norðvesturkjördæmi, hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi í kosningunum í vor. Hann segir í samtali við fréttavef Bæjarins besta að ekkert annað standi til og að hann vonist til að hljóta stuðning í eitt af efstu sætunum, en hann skipaði annað sætið á lista flokksins í síðustu al- þingiskosningum. Einar Kristinn Guðfinnsson Gefur kost á sér áfram Í LOK sumars mun Landhelgisgæsl- an halda hina árlegu sprengjueyð- ingaræfingu „Northern Challenge“. Æfingin fer fram á varnarstöð NATO í Keflavík og á öðrum svæð- um innan 80 km við hervöllinn. Á æf- ingunni, sem er studd af NATO, er aðaláhersla lögð á sprengjueyðing- araðgerðir, bæði á landi og á sjó, sem vörn gegn hryðjuverkum. Þetta mun verða síðasta stóra æfingin sem haldin verður á varnarstöðinni í Keflavík á meðan að hún er undir stjórn Bandaríkjahers. Um 80 sprengjueyðingarsérfræð- ingar frá 8 þjóðlöndum sem taka þátt í æfingunni. Sprengjudeild Land- helgisgæslunnar undirbýr og stjórn- ar æfingunni með stuðningi annarra deilda Landhelgisgæslunnar, varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, Bandaríkjahers, svo og lög- reglu og flugvallarstarfsmanna. Í tilkynningu segir að viðbúnaður og þjálfun sprengjueyðingarsveitar Gæslunnar sé mikilvægur fyrir varn- ir gegn hryðjuverkum og er þessi æfing stór þáttur í þeirri þjálfun. Sprengjueyðing æfð í haust AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.