Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GREIÐA SKATT AF FÉ Fjármagnstekjur verða sífellt stærri hluti skattgreiðslna Íslend- inga og á síðasta ári voru 2.170 fram- teljendur sem höfðu eingöngu fjár- magnstekjur. Hraðakstur um helgina Tæplega 400 ökumenn óku of hratt í gegnum Hvalfjarðargöngin um verslunarmannahelgina og náð- ist brot þeirra á hraðamyndavélar og eiga þeir von á sektum. Þá stöðv- aði lögreglan í V-Skaftafellssýslu 100 manns fyrir hraðakstur. Spilliefni urðuð Líklegt er að spilliefni hafi verið urðað á einhverjum þeirra urðunar- staða sem nú tilheyra þéttbýli Reykjavíkur. Sums staðar hefur ver- ið byggt ofan á urðunarstaði án þess að fjarlægja gömul úrgangsefni. Ástandið í Darfur versnar Samkomulag, sem náðist í maí og átti að binda enda á átökin í Darfur- héraði í Súdan, hefur þess í stað leitt til átaka milli fylkinga uppreisnar- manna í héraðinu, að sögn embættis- manna Sameinuðu þjóðanna og frið- argæsluliðs Afríkusambandsins. Castro að hressast Embættismenn á Kúbu segja að nokkur tími, vikur eða jafnvel mán- uðir, muni líða áður en Fidel Castro forseti taki á ný við stjórnartaum- unum en hann fól þá bróður sínum, Raul, fyrir nokkru vegna veikinda. Lög gegn kynjamismun Forseti Portúgals, Anibal Cavaco Silva, hefur samþykkt lög gegn kynjamismunun en samkvæmt þeim mega ekki meira en tveir þriðju frambjóðenda stjórnmálaflokka vera af sama kyni. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 21 Viðskipti 12 Forystugrein 22 Úr verinu 13 Minningar 24/29 Erlent 14/15 Myndasögur 32 Minn staður 16 Dagbók 32/35 Höfuðborgin 117 Víkverji 32 Akureyri 17 Velvakandi 33 Suðurnes 18 Staður og stund 34 Landið 18 Bíó 38/41 Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42 Menning 20, 36/41 Veður 43 Umræðan 21/24 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %        &         '() * +,,,                          „VIÐ erum dreifð um allt núna og engin sérstök forysta fyrir hópnum þó við höfum lauslegt samband inn- byrðis,“ sagði einn breskra mótmæl- enda Kárahnjúkavirkjunar í samtali við Morgunblaðið á Egilsstöðum í gærkvöldi. „Við höfum rætt það að halda einhvers konar sameiginlegan fund og ráða ráðum okkar, en af því hefur ekki orðið ennþá.“ Um 50 mótmælendur af 17 þjóð- erni eru nú á Egilsstöðum og víðar á Héraði eftir að lögregla leysti upp mótmælabúðirnar við Lindur. Aðrir höfðu yfirgefið búðirnar í kjölfar að- gerða við Desjarárstíflu, þegar 17 mótmælendur voru fluttir þaðan til yfirheyrslu á Egilsstöðum og sleppt að þeim loknum. Eitthvað af fólkinu er farið til Reykjavíkur, hluti af hópnum fer út með Norrönu á morg- un og búast má við að aðrir þeir út- lendingar sem eftir verða fari fljót- lega af landi brott. Viðmótið hefur gjörbreyst Viðmælendum verður tíðrætt um að lögregla hafi gengið harkalega fram gagnvart fólki sem tengist mót- mælunum á einhvern máta. „Framkoma löggæslunnar hefur gjörbreyst frá því í fyrrasumar, en þá tók ég einnig þátt í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka,“ segir einn Bretanna. „Í þeim löndum sem við komum frá ríkir lýðræði þar sem samfélagið gefur lögreglu ákveðið vald sem byggt er á lagasetningum sem samfélagið hefur ákvarðað. Því miður verður að segjast eins og er að lögreglan hér hefur komið fram við okkur af fádæma hörku og virðing- arleysi, þeir bera ekki virðingu fyrir okkur sem borgurum, gestum í landi sínu eða sem manneskjum. Lögregl- an virðist telja að hún geti í fram- göngu sinni sýnt ruddaskap og ein- strengingshátt, neitað að gefa skýringar á aðgerðum sínum og rétt- lætt framkomu sína með því að við séum á einhverjum stöðum sem við eigum ekki að vera á. Við munum kæra þá lögreglumenn sem hafa beitt okkur líkamlegu ofbeldi og ræða þessi mál við fjölmiðla í okkar heimalöndum þegar þangað verður komið. Við erum bæði í sambandi við íslenska lögmenn og lögmenn heima og munum ekki láta hér við sitja,“ sagði Bretinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Rúmlega 30 verið handteknir Lögregla hefur nú handtekið og látið lausa eftir yfirheyrslur um 30 mótmælendur það sem af er og verk- takarnir Impregilo og Suðurverk kært 14 vegna truflana á starfsemi á virkjunarsvæðinu. Lögregluyfirvöld eystra telja aðgerðir til að varna ónæði á virkjunarsvæðinu fullkom- lega réttmætar og vitna til 15. grein- ar lögreglulaga í því sambandi, en Ragnar Aðalsteinsson hrl. bendir á að lögregla hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og brotið á tjáning- arfrelsi, fundafrelsi, ferðafrelsi og skoðanafrelsi fólks og traðkað þann- ig á lýðréttindum þess. Ekki er vitað til að kærur hafi borist frá mótmæl- endum enn sem komið er, hvorki ís- lenskum né erlendum. Mikil reiði meðal mótmælenda í garð löggæslunnar vegna meints harðræðis „Erum dreifð um allt“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þessi hópur var nýlega farinn úr tjaldbúðum mótmælenda við Lindur áleiðis til Egilsstaða þegar lögregla leysti þær upp. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Hlemms og Lækjartorgs í nýrri ferð sem nefnist „surviving Reykjavik“! Alls taka um 250 skátar þátt á mótinu. Skátarnir eru á aldrinum BANDALAG íslenskra skáta stend- ur nú í þriðja sinn fyrir alþjóðlega skátamótinu NORDJAMB sem sett var við hátíðlega athöfn í Perlunni í Reykjavík í gær. Þar voru mættir skátarnir sem taka þátt í mótinu og mótsstjórnin ásamt skátahöfð- ingja og aðstoðarskátahöfðingja. Dagskrá mótsins verður með nokkuð óhefðbundnum hætti en fyrstu fjóra dagana taka skátarnir þátt í skipulögðum ferðalögum um allt land. Einhverjir munu róa um Ísafjarðardjúp á kajökum, aðrir klífa tinda í nágrenni Skaftafells- jökuls og þá munu sumir ganga Laugaveginn milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur en aðrir munu ganga Laugaveginn milli 15–30 ára og koma frá tíu mismun- andi löndum og eru flestir þeirra frá Englandi en sumir þeirra eru komnir alla leið frá Hong Kong. Mótið stendur til 13. ágúst. Skátar frá tíu löndum í Perlunni Morgunblaðið/Eyþór KONAN sem lést í umferðar- slysi á Suðurlandsvegi við Langsstaði aðfaranótt mánu- dagsins sl. hét Rósa Björg Guð- mundsdóttir, til heimilis í Vall- arási 1 í Reykjavík. Rósa Björg var 36 ára, fædd 4. apríl 1970, hún var ógift og barnlaus. Lést í um- ferðarslysi á Suður- landsvegi Um 2.200 skráðir í maraþon SKRÁNING í Reykjavíkurmaraþon Glitnis gengur vonum framar og síð- degis í gær höfðu 2.214 manns skráð sig í hlaupið en 9. ágúst í fyrra voru skráningarnar orðnar 787. Útlit er fyrir að þátttökumet verði slegið í erfiðustu keppnivegalengd- unum. Nú þegar hafa 425 skráð sig til keppni í maraþoni en í fyrra luku 306 maraþoni. Þá hafa 569 manns skráð sig í hálfmaraþon. Skráning í Latabæjarmaraþon, sem er 1,5 km hlaup fyrir börn, fer ágætlega af stað og hafa 87 börn nú þegar verið skráð til leiks. Þá hafa stórir hlaupahópar frá útlöndum tilkynnt þátttöku. FÆRST hefur í aukana að fyrirtæki og einstaklingar komi upp auglýs- ingum meðfram vegum t.d. með því að leggja stórum bílum eða vinnu- vélum og koma þar fyrir auglýsingu, að mati Guðbrands Sigurðssonar, að- alvarðstjóra umferðardeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Hann tekur þó fram að þetta byggist á tilfinningu en ekki sérstökum rannsóknum. Þeir vegfarendur sem óku Vest- urlandsveginn um helgina urðu til að mynda varir við að nokkrum öku- tækjum og vinnuvélum með auglýs- ingum hafði verið lagt skammt frá veginum. Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar, segir að almennt sé óheimilt að setja upp auglýsingar með þessum hætti. Við alla vegi sé svonefnt veghelg- unarsvæði sem geti verið allt að 30 metra frá veginum og segir Björn að þar megi ekki setja upp slíkar auglýs- ingar. Dæmi séu um að menn reyni að fara framhjá þessu og haldi því fram að þeir hafi orðið að leggja bíl- um sínum í vegkantinum. Utan veg- helgunarsvæða segir Björn að við taki landsvæði sem eigi undir nátt- úruverndarlög og sömu reglur gildi því, óheimilt sé að koma fyrir auglýs- ingum þar. Hann segir að það falli undir starf- svið lögreglunnar að reglum sé fylgt en Vegagerðin hafi reynt að koma til móts við þá sem vilji auglýsa með því að bjóða upp á aðstoð við hönnun á svokölluðum þjónustuskiltum. Þar sé unnt að auglýsa ýmiss konar þjón- ustu sem fyrirtæki og einstaklingar bjóða upp á, t.d. tjaldstæði, veiðileyfi og gistingu. Fátítt að kvartanir berist Guðbrandur Sigurðsson segir að þótt almennt sé óheimilt að vera með slíkar auglýsingar við vegi geti lög- reglan ekkert gert þegar þeim sé komið fyrir á einkalóðum. Um helgina hafi raunin t.a.m. verið sú að auglýsingum var komið fyrir inn á einkalóðum manna skammt frá veg- inum og segir hann að lögreglan geti þá ekkert gert, nema landeigandi kvarti. Hann segir að þetta hafi færst í aukana og svo virðist sem þessir óhefðbundnu auglýsendur reyni að stíla inn á helgarumferðina út úr bænum. „Þetta er ekki æskileg þróun enda bannað að auglýsa með þessum hætti,“ segir Guðbrandur. Auglýsingar í vegköntum eru algengari en áður Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.