Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil FLJÓTVIRKT VERKJALYF VIÐ M.A. TÍÐAVERKJUM. INNIHELDUR ENGIN ÁVANABINDANDI EFNI. VoltarenDolo FÆST ÁN LYFSEÐILS ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S LY F 33 20 4 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgu- eyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfja- fræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. GRÆNFRIÐINGAR í Noregi hafa lýst yfir stuðningi við orð Stefáns Skjaldarsonar, sendiherra Íslands í Noregi, um að íhuga skuli hvort herða skuli aðgerðir gegn sjóræn- ingjaveiðum. Í tilkynningu frá Grænfriðungum eru Íslendingar hvattir til dáða í afstöðu sinni gegn sjóræningjaveiðum og að tími sé kominn til að loka smugum á alþjóð- legum hafsvæðum þar sem henti- fánaskip stundi sjórán sitt. Stefán Skjaldarson flutti í fyrra- dag ræðu á ráðherrafundi um ólög- legar fiskveiðar í Þrándheimi þar sem hann sagði að ef þær aðferðir sem Íslendingar hafa notað til að koma í veg fyrir sjóræningjaveiðar færu ekki að skila árangri yrði að íhuga harðari aðgerðir. Stefán sagði við fréttavef Morg- unblaðsins í gær að íhuga þyrfti hertar aðgerðir gegn hentifánaveið- um því þær gætu valdið hruni fisk- stofna. Sem dæmi nefndi hann karfa- stofninn sem væri í talsverðri hættu og sagði sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg og í Barentshafi talsvert vandamál. Grænfriðungar taka einnig sér- staklega undir þau orð Stefáns að Ís- lendingar telji sér nú heimilt að beita neyðarrétti gegn ólöglegum karfa- veiðum hentifánaskipa. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að aug- ljóst væri að skipin sem stunduðu þær veiðar væru að notfæra sér göt sem gerði það að verkum, að þau gætu stundað veiðar þrátt fyrir mót- mæli og aukið eftirlit. Jafnframt sagði Einar að ákvörðun hefði ekki verið tekin um í hverju auknar að- gerðir gætu falist en að ef aðildar- þjóðir Norður-Atlantshafsfiskveiði- ráðsins tækju höndum saman myndi árangur nást. Grænfriðungar styðja bar- áttu gegn sjóræningjaveiðum Sjávarútvegsráðherra segir að íhuga verði hertar aðgerðir HLJÓMSVEITIN Mezzoforte mun koma fram við útibú Lands- bankans í Austurstræti á menn- ingarnótt í Reykjavík 19. ágúst nk. „Þetta verður í fyrsta skipti í 20 ár sem gamli Garden Party-hópurinn kemur saman,“ segir Gunnlaugur Briem trommuleikari en auk hans eru í hópnum Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Jóhann Ás- mundsson og Kristinn Svavarsson en hinir fjórir fyrstnefndu stofn- uðu hljómsveitina árið 1977. „Við ákváðum að gera þetta til að ögra sjálfum okkur og einnig af því að við munum hafa gaman af þessu. Það var sérstök stemning í þessum hópi og það er hálfgert kraftaverk að hann skyldi nást saman,“ segir Gunnlaugur. „Við munum taka vinsælustu lögin og miðað við fyrri reynslu myndi ég áætla að það yrði alveg pakkað þarna. Þarna munu allir mæta sem höfðu áhuga á okkur á sínum tíma þegar það var sveifla á okkur,“ segir hann og bætir við að hljóm- sveitin hafi þó spilað talsvert und- anfarin ár en með annarri uppstill- ingu. Friðrik ekki með síðan ’96 Tíminn sem Gunnlaugur vísar í hófst í raun með útgáfu lagsins Garden Party sem náði 17. sæti breska smáskífulistans árið 1983. Í kjölfarið komst svo lagið inn á vin- sældalista í mörgum Evrópu- löndum og Asíu. Liðsmenn sveit- arinnar fluttu búferlum til Englands og hófu hljómleikaferðir um Evrópu auk þess að fara til Japans og víðar. Síðan þá hafa liðs- mennirnir einnig sinnt ýmsum öðr- um verkefnum og það er eflaust erfitt að finna tíma sem hentar öll- um. „Friðrik hefur ekki spilað með okkur síðan 1996, eða í 10 ár, en hann hefur þó alltaf verið með- limur í sveitinni þótt hann hafi ekki spilað á tónleikum,“ segir Gunn- laugur sem virðist hress yfir því að gamla uppstillingin verði nú brátt að veruleika aftur. Spurður að því hver hafi verið kveikjan að hugmyndinni segir Gunnlaugur að menn hafi rætt um að gera DVD-disk með tónleika- upptökum. „Þessir tónleikar nú í ágúst gætu orðið byrjunin á því ferli og mögulega gætum við tekið diskinn upp á næsta ári,“ segir hann. Mezzoforte kemur fram á menningarnótt „Gamli Garden Party-hópurinn“ Upprunalegir meðlimir Mezzoforte: Gunnlaugur Briem, Eyþór Gunn- arsson, Friðrik Karlsson og Jóhann Ásmundsson. MAÐURINN sem leitað var að í Skaftafelli fannst kaldur og þrek- aður, en annars heill á húfi, á Skeiðarársandi á áttunda tím- anum í gærmorgun. Björg- unarsveitarmenn úr Slysavarna- félaginu Landsbjörg fundu manninn eftir að slóð hans fannst á söndunum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru um 60 björg- unarsveitarmenn við leit í alla fyrrinótt en þegar birti til var settur mikill þungi í hana og tóku á milli 160 til 170 björgunarsveit- armenn þátt í leitinni, fótgang- andi og á fjór- og sexhjólum, auk svæðisleitar- og sporleitarhunda. Einnig var stærri þyrla Land- helgisgæslunnar, Líf, við leit á svæðinu. Ekki hafði spurst til mannsins, sem er á fimmtugsaldri, frá því um klukkan hálftvö aðfaranótt mánudags en maðurinn var afar illa búinn til útivistar. Fannst kaldur og þrekaður BERJASPRETTAN á Austurlandi virðist ætla að verða einstaklega góð í ár og þá sérstaklega á Aust- fjörðum. Þá er útlit fyrir góða sprettu á Norðurlandi en berin kunna að verða seinni til og vand- fundnari á Vesturlandi. Þetta sagði Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og áhugamaður um berjatínslu, blaða- manni Morgunblaðsins í gærkvöldi. Sveinn var þá á leið til Seyðis- fjarðar hvar hann fékk staðfest, það sem hann hafði grunað í kjölfar frétta af feitum berjum í Miðfirði, að berin á Austfjörðum væru öngv- ir grænjaxlar. „Ég fór í gönguferð út af Skála- nesi í lok júlí og bjóst þá ekki við neinu sérstöku. Þá voru þar ekki einungis falleg krækiber sprottin heldur jafnframt myndarleg aðal- bláber,“ segir Sveinn. Frá gamalli tíð hefur berjatínslu- tímabilið verið talið standa frá síð- ustu vikunni í ágúst fram í fyrstu vikuna í september en að sögn Sveins er hægt um vik að hefja tínsluna fyrr á Norður- og Austur- landi. Þá ættu íbúar höfuðborg- arsvæðisins ekki að örvænta því sést hefur til fullskapaðra berja í bröttum hlíðum Esju og fögur berjalönd í botni Hvalfjarðar og í Kjósinni munu eflaust taka við sér innan tíðar. Ílátin skulu ætíð með En hvernig skyldu þeir menn standa að tínslunni sem mesta reynsluna hafa? Blaðamanni finnst sem sérstakt áhald, berjatína, hljóti að vera hið mesta þarfaþing ætli menn sér að ná langt og tína mikið magn berja. Sveinn segir það þó ekki aðalatriðið – heldur það, að gleyma ekki ílátunum. „Það er ágætt að handtína fyrri hluta tímabils því þá er hægt að koma aftur viku seinna og svæðið er þá eins og enginn hafi komið þar. Berjatínuna á frekar að nota á seinni hluta tímabilsins þegar farið er að huga að saft- og sultugerð.“ Gnótt fullþroskaðra berja á Austurlandi Berjasprettan mjög misjöfn eftir landshlutum Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um frekari aðild Íslendinga að norrænu eft- irlitssveitunum, SLMM, í Sri Lanka og gat hún því ekki svarað því hvort kæmi til greina að fækka, eða fjölga, Íslend- ingum í eftirlits- sveitunum í ljósi harðnandi átaka að undanförnu. Svíar, Danir og Finnar hafa þurft að draga sig út úr eftirliti SLMM í landinu í kjölfar þess að ESB skilgreindi tamílsku tígrana sem hryðjuverkasamtök í maí sl. Valgerður sem átti fund með utanríkisráðherra Finna, Erkki Tuomioja, í gærdag segir þó lítið hafa verið rætt um málið á fund- inum. Hins vegar hafi blaðamenn verið forvitnir að vita afstöðu Ís- lendinga á blaðamannafundi sem haldinn var eftir fund ráðherranna. „Í þessari viku mun háttsettur sendiboði frá Noregi fara til Sri Lanka til að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi, hann mun í kjöl- farið koma til Íslands til fundar með okkur og síðan munum við taka ákvörðun um framhaldið,“ segir Valgerður og tekur fram að áfram verði fylgst grannt með framvindu mála í utanríkisráðu- neytinu. Aðspurð hvort Íslendingar myndu fylgja Norðmönnum segir Valgerður að of snemmt sé til að kveða upp úr um það. Engin ákvörðun liggur fyrir um aðild Íslendinga Valgerður Sverrisdóttir ÖSSUR Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkis- málanefnd Alþingis, gagnrýndi feril varnar- viðræðna Íslands og Bandaríkj- anna í samtali við fréttastofu RÚV í gær. Tel- ur hann utanrík- ismálanefnd ekki fá nægilegar upplýsingar um gang viðræðn- anna og að nær væri að semja við Bandaríkjamenn um aðstoð við björgunarstörf heldur en að hér verði áfram herþotur. Þá sagðist Össur telja sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hafi fyrr á árinu tilkynnt íslensku samninga- nefndinni að þeir væru reiðubún- ir að greiða Íslendingum 36 millj- ónir dollara, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna, til að sjá um tiltekin verkefni, einkum vegna umsjónar og viðhalds fast- eigna sem tengjast Atlantshafs- bandalaginu og þá hugsanlega hernum líka. „Ég veit ekki betur en að það hafi engin viðbrögð orðið frá formanni samninga- nefndarinnar gagnvart þessu,“ sagði Össur um viðbrögð ís- lenskra yfirvalda. Össur segir Bandaríkjamenn hafa boðið 2,5 milljarða Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.