Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingigerður Ingi-björg Helga- dóttir fæddist á Eskifirði hinn 27. maí 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 31. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Þorláksson og Vil- borg Árnadóttir. Systkini hennar eru: Árni, f. 14. mars 1914, maki Ingi- björg Gunnlaugs- dóttir, látin; Georg, f. 7. september 1915, d. 15. apríl 1999, maki Jóhanna Friðriksdótt- ir, látin; Kristrún, f. 14. september 1923, maki Jóhann Pétursson, f. 1919. Fóstursystkini: Ingigerður Benediktsdóttir, látin, og Trausti Skagfjörð, látinn. Ingigerður giftist hinn 17 júlí 1945 Jó- hanni St. Guð- mundssyni, f. 26. janúar 1921, d. 10. júlí 2000. Börn þeirra eru: 1) Vil- borg, f. 14. okt. 1945, maki Guð- mundur Sigurðsson, f. 2. maí 1944. 2) Þorgerður, f. 20. ágúst 1948. 3) Her- dís, f. 31. jan. 1955, maki Einar Nikulás- son, f. 30. júní 1952. 4) Gunnar Már, f. 5. okt. 1958, maki Helga J. Steindórsdóttir, f. 12. jan. 1959. Barnabörn Ingi- gerðar eru tíu og barnabörnin 13. Útför Ingigerðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Okkur systkinin langar að minnast mömmu okkar með vísum eftir Árna Helgason bróður hennar, sem okkur finnst segja flest það sem við vildum segja í minningu hennar: Líkn er sterk og lífsins gildi. Lífið þitt er fullt af mildi. Bros þín deyja ekki út. Ástúð sanna of fár metur. Undarlegt er hvað þú getur Leyst í önnum harðan hnút. Metið hefir þú margt og kannað. Miklabraut þín hefur sannað: Allt er hægt sem viljinn vill. Sá er æðrast, ekkert vinnur. Aldrei letin gullið spinnur, Flestu spillir öfund ill. En – allt er þetta þér svo fjærri. Þjónustan er ljóma skærri Enda leitað oft til þín. Mörgum hendur þjóna þínar. Þetta sanna fætur mínar. Og allt með gleði, Inga mín.- Mikla blessun guð þér gefur. Gróðurvé þú uppbyggt hefur Heimilið er heimur þinn. Ekki hefur þig auðnan svikið, ykkar barnalán var mikið. Fagran líturðu frændgarðinn.- Margar sálir – síst er skyldi - sækja til þín bros og mildi. Stofan þín hún ilmar öll. Við erfiðleika oft að glíma alltaf hefirðu nægan tíma. Viðsýn er þín hugarhöll. Þú og lífið sættir samið, svaka vel hann Jóa tamið. Gengið með honum út og inn. Hann er ekki að hlaupa og spana, heldur sínum gamla vana, góðhjartaður og greiðvikinn. Stoppar sjaldan – alltaf iðin, enda fljót að kippa í liðinn aflaga þegar eitthvað fer. Reynslufróð og rösk og natin, ræstir skóla – eldar matinn. Svo hópast barnabörn að þér. Yfir daginn liðna lítur, lífshamingju þinnar nýtur. Iðjan ríkan ávöxt ber. Oftar ber við himin hagsins heiðarleika gamla dagsins: Fórnin mest og mikilsverð. Guð blessi þig fyrir allt, mamma. Kveðja. Börn og tengdabörn. Nú þegar lífi Ingu systur minnar í þessum heimi er lokið vil ég þakka henni allt sem hún var mér. Hún var bæði sterk og mild og gleði hennar geislaði á þeim stundum sem við átt- um saman. Kærleikur frá því í æsku var svo mikill að hann gat eins og seg- ir í helgri bók, flutt fjöll. Alltaf var pláss á heimili hennar þegar gest bar að garði og aldrei var neinum vísað á dyr. Hún fékk snemma að kenna á veröldinni og lærði að bjarga sér, var ekki gömul þegar hún fór í „vist“ á fjölmenn heimili þar sem erill var mikill og ekki taldar stundir vinnu- tímans. Hún byrjaði búskap með tvær hendur tómar eins og sagt var en þrek og æðruleysi kom fljótt í ljós í byrjun lífsins. Aldrei sá ég hana öðru- vísi en ánægða með hlutskipti sitt og hvernig hún gat miðlað til meðbræðra sinna var mér oft undrunarefni. Ekki var talið eftir þótt dagurinn entist varla til annarra starfa fyrir heimilið. Í byrjun hjúskapar var húsnæðið ekki stórt, lítill hermannabraggi en hann varð samt allt annar þegar þau hjón- in, Inga og Jói, höfðu komið sér fyrir og þakklætið fyrir að hafa fengið af- drep var stórkostlegt. Margar nætur gisti ég hjá systur minni þótt þröngt væri og alltaf var hlýjan og ástúðin fyrir hendi og brosið ekki langt und- an. Það var ekki verið að æðrast yfir plássleysi, því þau voru nægjusöm. Síðan komu betri tímar og betra hús- næði, sérstaklega minnist ég þegar þau fluttu á Bústaðaveginn, það var eins og að flytja í höll. Það var allt gert til að fagna góðu húsnæði og ég tala nú ekki um þegar þau komust á Hæðargarðinn. Þá var fjölskyldan orðin stærri og alltaf var þakklætið efst við hvern áfanga. Hún átti góða fjölskyldu og börnin voru hennar auð- ur og þegar barnabörnin komu þá var nú kátt í „höllinni“. Það var stutt stoppið hjá mér í höf- uðborginni ef ég gat ekki komið við hjá Ingu og glaðst með hennar far- sæld gegnum árin. Þetta er aðeins lítið eitt sem ég minnist nú við burtför minnar elsku- legu systur en þakklæti mitt til henn- ar og hennar fjölskyldu er ómælan- legt. Guð blessi Ingu systur á nýjum vettvangi og gefi henni blessun hans sem hún fól sig og sína. Árni Helgason. Inga frænka skrifað með stórum stöfum því að í mínum huga var hún svo stórbrotin manneskja. Inga var föðursystir mín en einnig ein af mín- um bestu vinkonum. Ég kynntist henni reyndar ekki að ráði fyrr en á unglingsárum þegar ég fór að venja komur mínar til hennar í Hæðargarði 38. Til hennar sótti ég góð ráð, sem voru fúslega gefin og án skilyrða, uppörvun og ekki síst leiðsögn í lífinu sem hefur reynst mér afar vel. Við Inga gleymdum okkur gjarnan yfir kaffibolla og góðu spjalli og stundum fór það svo að ég missti af síðasta strætó og fékk þá að gista en var vak- in með ilmandi kaffisopa snemma næsta dag til að koma nú ekki of seint í skóla eða vinnu. Já, Inga leiddi mig á svo lifandi hátt inn í heim bernskuára sinna á Eskifirði og unglingsáranna sem einkenndust af vinnumennsku hér og þar. Hún var aðeins fjórtán ára þegar hún kom til Reykjavíkur sem fullgild „vinnukona“ og fór fyrst á fætur á morgnana og síðust í rúmið á kvöldin auk þess að sjá að mestu leyti um börnin á heimilinu. ,,Svona var nú lífið,“ sagði hún gjarnan þegar ég undraðist yfir ,,harðstjórn“ fólksins sem hún vann hjá og svo hló hún bara. Hún ljómaði þegar hún minntist fyrstu kynna þeirra Jóa. Jói var ,,flottur“ og hún talaði alltaf um hann með virðingu í mín eyru og ég fann að hjónaband þeirra var þeim báðum heilagt. Við Inga sátum oftast í eld- húsinu og þá rak Jói stundum inn nef- ið og sagði: ,,Anna mín, hvað ertu búin að heyra þessar sögur oft?“ og þá hlógum við báðar innilega. Ég varð aldrei þreytt á því að hlusta á hana Ingu, hún var svo skemmtileg og lif- andi í frásögnum sínum og ég var sem dáleidd að hlusta á hana. Það lék allt í höndunum á henni og mér var spurn hvernig hún færi að þessu. Þá svaraði hún gjarnan: „Neyðin kennir naktri konu að spinna og latri konu að vinna.“ Henni féll aldrei verk úr hendi, alltaf að. Stund- um kom ég til hennar með eitthvað sem ég var að reyna að sauma, sem var mér ekki lagið, og þá endaði það yfirleitt á því að hún settist við saumavélina og kláraði saumaskap- inn en ég vaskaði upp í staðinn. Það INGIGERÐUR INGIBJÖRG HELGADÓTTIR Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON fyrrverandi orðabókarstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Vilborg Guðjónsdóttir, Jón Viðar Jónsson, Guðjón Jónsson, Elísabet Sólbergsdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir, Birgir Karl Knútsson og barnabörn. Bróðir okkar og mágur, GEIR SIGURGEIRSSON frá Hlíð, sem andaðist á Kirkjuhvoli miðvikudaginn 26. júlí, verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju laugar- daginn 12. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á dvalarheimilið Kirkjuhvol. Guðlaug Sigurgeirsdóttir, Bóel Sigurgeirsdóttir, Hermann Kristinsson, Tryggvi Sigurgeirsson, Lilja Sigurgeirsdóttir, Ingólfur Björnsson, Páll Sigurgeirsson, Þórhildur M. Guðmundsdóttir. Okkar ástkæri, GUNNAR KRISTJÁNSSON frá Ísafirði, sem lést á heimili sínu, Vesturtúni 54, Álftanesi, að kvöldi föstudagsins 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Ebba Dahlmann, Guðlaug Gunnarsdóttir, Halldór V. Kristjánsson, Hanna Lára Gunnarsdóttir, Sigurður Axel Gunnarsson, afabörn og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar og frænda, SVEINS BALDVINSSONAR frá Naustum. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunarlækninga- deildar Kristnesspítala fyrir hlýju og alúð. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Þórlaug Baldvinsdóttir og vandamenn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, BJÖRNS ST. HÓLMSTEINSSONAR frá Raufarhöfn, Grandavegi 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilda V4 og V3A á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund. Jónína Ósk Pétursdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Pétur Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir, Hólmsteinn Björnsson, Þorgerður Ása Tryggvadóttir, Guðrún R. Björnsdóttir, Lilja V. Björnsdóttir, Jón Ómar Finnsson, Birna Björnsdóttir, Ríkharður Reynisson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU BJARGAR TH. INGIMUNDARDÓTTUR frá Patreksfirði. Sérstakrar þakkir viljum við færa starfsfólki Drop- laugarstaða fyrir góða umönnun. Þóra F. Ólafsdóttir, Sigvaldi Sigurjónsson, Kristbjörg Ólafsdóttir, Halldór Valdín Gíslason, Þórarinn Kr. Ólafsson, Arnhildur Ásdís Kolbeins, Guðjón B. Ólafsson, Finnbjörg Skaftadóttir, G. Sigurrós Ólafsdóttir, Guðmundur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS SNORRASONAR fyrrv. útgerðarmanns, Kleppsvegi 62, (áður Eikjuvogi 19). Sérstakar þakkir til starfsfólks B-4 Fossvogi, L1 og L5 Landakoti og þriðju hæðar Skjóli. Anna Olsen, Guðrún Halldórsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Sigrún Halldórsdóttir, Gylfi Bjarnason, Snorri Halldórsson, Birna Ingvarsdóttir, Stefán Halldórsson, Signhild B. Borgþórsdóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.