Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 17 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Stekkjarbrekkur | Áætlað er að ríf- lega fimm þúsund rúmmetrar af sorpi hafi komið í ljós við jarðvinnu í Stekkjarbrekkum, vestan við Vest- urlandsveg, þar sem til stendur að byggja húsnæði fyrir verslanir Byko, Rúmfatalagersins og Mötu. Er um að ræða gamlan öskuhaug sem hætt var að urða í undir lok sjöunda áratugarins. Varð hluta hans vart við grunngröft fyrir versl- unarhúsnæðið sem verður yfir 40 þúsund fermetrar að flatarmáli. Af- ganginn var að finna undir vænt- anlegu vegarstæði Reykjavíkur- borgar. Stekkjarbrekkur ehf. er verk- kaupi framkvæmdanna við húsnæð- ið og segir Arnar Hallsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, að upplýsingar um tilvist öskuhaugsins hafi ekki legið fyrir þegar bygging- arréttur á lóðinni var keyptur. „Við létum gera jarðvegskannan- ir enda framkvæmdin mjög stór og nauðsynlegt að sjá hve traustur grunnurinn væri undir. Töluverður fjöldi holna var grafinn en hvergi komu menn niður á rusl,“ segir Arnar. „Það má segja að um leynd- an galla á vörunni, sem í þessu til- felli er lóðin, hafi verið að ræða.“ Strax hafi verið gengið til samn- ingaviðræðna við Reykjavíkurborg og samið um að borgin urðaði sorp- ið og tæki á sig kostnað vegna þess. Sorpið hefur ekki allt verið flutt til urðunar en verið er að flytja það í Álfsnes þar sem það er urðað sam- kvæmt kúnstarinnar reglum. „Verktakinn okkar, KNH ehf., hefur staðið í því að flytja sorpið en þeir eru slíkir tröllkarlar að sorp- fundurinn hefur ekkert komið niður á verktímanum,“ segir Arnar. Sami verktaki flytur sorpið fyrir borgina. Kostnaður hlutfallslega lítill Ámundi Brynjólfsson, skrifstofu- stjóri mannvirkjaskrifstofu Reykja- víkurborgar, segir yfirvöld hafa haft vitneskju að einhverju leyti um öskuhaug á svæðinu en ekki hafi verið vitað um nákvæma staðsetn- ingu hans eða stærð. „Borgin selur byggingarrétt á lóðinni og er þá gert ráð fyrir því að öll skilyrði séu til staðar. Þetta er ekki eitthvað sem menn áttu von á að koma niður á akkúrat þarna. Þess vegna er það mjög eðlilegt mál að Reykjavík beri þann kostnað sem hlýst af því að urða sorpið,“ segir Ámundi. „Enda er hann í öllu þessu dæmi mjög lítill, miðað við verð á lóðinni og þær framkvæmdir sem þarna eru í gangi.“ Allajafna þegar borgin þurfi að koma burt jarðvegi eða öðru þurfi hún að ráðstafa því á viðeigandi staði. Aðstaðan nú sé sérstök því greiða þurfi urðunargjöld fyrir sorpið sem finnst á svæðinu, af því hljótist viðbótarkostnaður sem ekki komi til þegar mold er flutt í jarð- vegstipp, svo dæmi sé tekið. Engin spilliefni í sorpinu Leitað var til umhverfissviðs Reykjavíkur sem fjallaði um málið og gerði í kjölfarið kröfu um að sorpið færi á löglegan urðunarstað þar sem staðsetning þess lægi fyrir. „Það kom ekki til greina af okkar hálfu að urða úrganginn annars staðar en á löglegum urðunarstað sem er að finna í Álfsnesi. Ekki þótti fýsilegur kostur að nýta sorpið í hljóðmanir eða annað slíkt,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigð- isfulltrúi hjá umhverfissviði. Engin spilliefni var að finna í sorpinu heldur var um að ræða grófan úrgang svo sem plast og bein. „Það er svipað og í urðunarstaðn- um sem kom í ljós þegar verið var að byggja Egilshöll. Þar komu verktakar niður á sorp og var hluti þess grafinn upp og honum fargað,“ segir Kristín Lóa. Það sorp sem var utan byggingarreita á Egilshallar- svæðinu var ekki grafið upp og það urðað enda hafði það ekki að geyma spilliefni og er eins staðið að verki í Stekkjarbrekkum þar sem nægilega þykkt jarðvegslag er ofan á sorp- inu. Öskuhaugur grafinn upp við Vesturlandsveg Eftir Jóhann M. Jóhannsson johaj@mbl.is Heiðmörk | Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur staðið að end- urbótum á einu vinsælasta áning- arsvæði Heiðmerkur, Furulundi. Á góðviðrisdögum fjölmenna Reyk- víkingar í lundinn þar sem meðal annars er að finna leiktæki, grill og sparkvöll. Sparkvöllurinn hefur hins vegar látið á sjá að undanförnu og erfitt fyrir gras að ná þar fótfestu. Því brá skógarvörðurinn á það ráð að setja gulan strandsand á völlinn og breytti honum þannig í strand- blakvöll. Hefur völlurinn notið mik- illa vinsælda meðal útivistarunn- enda, enda skemmtileg nýbreytni að stunda blak í skógarrjóðri. Furulundur hefur einnig stækk- að til muna en bætt var við svæðið sunnan við gamla Furulund. Vinnu- skóli Reykjavíkur og vinnuhópur frá Landsvirkjun voru starfs- mönnum Skógræktarfélagsins inn- an handar við gerð svæðisins. Þar er nú grasflöt inni í skóginum þar sem hægt er að fara í leiki eða liggja í sólbaði. Ljósmynd/Herdís Friðriksdóttir Í blaki Ungt fólk kann vel að meta bætta aðstöðu í Heiðmörk. Strandblakvöllur í Heiðmörk UM 300 manns fóru í siglingu með Húna II, bát Iðnaðarsafnsins á Ak- ureyri nú um verslunarmannahelg- ina. Hollvinir Húna bjóða nú í kvöld og tvö næstu miðvikudagskvöld upp á kvöldsiglingar með bátnum í sam- starfi við Minjasafnið. Lagt verður af stað kl. 19.30 frá Torfunefs- bryggju og siglt í um eina og hálfa klukkustund, allt út fyrir mörk bæj- arins að útgerðarstöðvunum í Jötun- heimum og Þórsnesi. Hörður Geirsson safnvörður verð- ur leiðsögumaður um borð. Rifjuð verður upp saga Akureyrar sem hófst á sandeyri niður af Búðar- gilinu. Skoðaðar verða byggingar og önnur kennileiti í landi. Á eftir verður hægt að renna fyrir fisk. Siglingin er ókeypis og veiði- stangir um borð. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Margrét Þóra Saga og sigling Boðið verður upp á ókeypis siglingu með leiðsögn um borð í Húna II í kvöld og í leiðinni gefst kostur á að renna fyrir fiski. Þessar dömur fóru í eina sjóferð á dögunum og voru heldur betur hissa þegar þær handléku fenginn. Sögusigling í Húna II LÚÐUBRAUT, Blálöngutorg og Risarækjuvegur, þetta eru ný nöfn á götum á Dalvík og er ein af nýjung- um sem þeir Dalvíkingar brydda nú upp á í tilefni af Fiskideginum mikla en hann verður haldinn hátíðlegur nú á laugardag, 12. ágúst. Kvöldið áður opna fjölmargir íbúar bæjarins heimili sín og bjóða gestum og gang- andi upp á fiskisúpu. Fiskidagurinn er nú haldinn í 6. sinn og var dagskrá hans kynnt á Akureyri í gær um leið og skrifað var undir samning við KEA, sem veitir styrk til hátíðahaldanna. Markmiðið með Fiskideginum hefur frá upphafi verið að fá fólk til að koma saman, borða fisk og bjóða upp á ókeypis skemmtun. Fiskisúpa í 40 húsum Fiskidagurinn verður með svip- uðu sniði en alltaf bætast nýjar hug- myndir við, fiskisúpukvöldið var nýj- ung í fyrra og sló algjörlega í gegn og má búast við því sama nú á föstu- dagskvöld þegar Dalvíkingar opna heimili sín og bjóða gestum og gang- andi upp á sjóðheita fiskisúpu. Ef tveir kyndlar eru logandi fyrir utan húsið geta menn gengið að fiskisúpu og vinalegheitum vísum innandyra. Um 4.800 manns skrifuðu í gesta- bækur á 30 heimilum í fyrrasumar, en mikil eftirvænting er ríkjandi að sögn skipuleggjenda nú í ár, margir sem bjóða heim hafa staðið lengi í undirbúningi, útvegað sér stærri potta, þróað uppskriftir og jafnvel eru menn að undirbúa tónlistaratriði í görðum sínum. Nú á föstudag verð- ur boðið upp á súpu í um 40 húsum. Meðal nýjunga í tengslum við Fiskidaginn í ár er að allar götur á Dalvík hafa skipt um nafn. Í eina viku heita göturnar eftir þekktum og minna þekktum fiskum, Mímisvegur breytist í Risarækjuveg, Karls- rauðatorg í Blálöngutorg og Svarf- aðarbraut í Lúðubraut. Nýjar merk- ingar hafa verið settar upp við hlið gömlu nafnanna og geta gestir skemmt sér í göngutúr um bæinn og skoðað nýju nöfnin. Saltfiskvöfflur meðal nýjunga Alls verður boðið upp á 14 fiskrétti og á matseðlinum nú er mikið um nýjungar, rétti sem hvergi fyrirfinn- ast annars staðar í heiminum. Sem dæmi þar um má nefna saltfiskvöffl- ur, sem menn gera sér vonir um að muni vekja athygli matargesta. Vöfflurnar verða bakaðar í 50 vöfflu- járnum og bornar fram með súrsætri sósu. Hulunni verður svo svipt af fleiri nýjum réttum en nefna má að Friðrik V. verður á staðnum ásamt erlendum gestum, sjálfboðaliðasam- tökunum SEEDS, fulltrúar þeirra munu fara yfir fiskuppskriftir úr heimalöndum sínum og velja 2–3 sem þykja bestar og bjóða þær gest- um Fiskidagsins. Stærsti súpupottur landsins Þá stendur til að slá Íslandsmet þegar framleidd verður asísk fiski- súpa í stærsta súpupotti landsins. Skemmtidagskrá verður á tveim- ur sviðum á hátíðarsvæðinu allan daginn með þátttöku um 200 skemmtikrafta. Þá verður fiskasýn- ing, ein sú allra stærsta frá upphafi, með hátt í 200 tegundum af ferskum fiski. Færeyski kútterinn Jóhanna TG 326 er svo væntanlegur til Dal- víkur á morgun, fimmtudag og verð- ur fram yfir helgi. Jóhanna er einn þeirra færeysku kúttera sem sigldu milli Íslands og Skotlands með fisk á stríðsárunum. Heiðursgestur Fiskidagsins mikla nú verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og mun hann flytja ávarp á aðalsviðinu á laugardag. Dalvíkingar búast við miklu fjölmenni í fisk og súpu um helgina Verða saltfiskvöfflur í boði á Lúðubraut? Morgunblaðið/Margrét Þóra Gott og gaman Um 30 þúsund manns heimsóttu Dalvíkinga og tóku þátt í Fiskideginum mikla í fyrra, þessi tvö voru í þeim hópi. JÓLATÁKNIÐ fyrir árið 2006 hefur litið dagsins ljós, en það er að þessu sinni eftir Krist- ínu K. Þorgeirsdóttur. Þetta er í ellefta sinn sem Jólagarð- urinn í Eyjafjarðarsveit gefur úr sérstakt jólatákn. Kristín velur sér að heiðra íslensku konuna, prúðbúna á þjóðbúningi, sitjandi við prjónaskap. Kristín er þekkt fyrir einkar þjóðlega og vel gerða útfærslu af gömlu ís- lensku jólasveinunum. Kristín naut þeirra forréttinda að handavinna hverskonar var aðalsmerki á æskuheimili hennar og þá ekki síst þjóð- búningasaumur. Lá leið henn- ar síðan til náms í Húsmæðra- skólunum á Laugum og á Blönduósi og hlaut hún góða viðurkenningu frá báðum þessum skólunum. Kristín hefur alla tíð unnið við handverk samhliða störf- um á almennum vinnumark- aði. Jólatáknið er samkvæmt venju í 110 tölusettum eintök- um og kemur í gjafaöskju sem einnig er verk Kristínar. Prúðbúin við prjóna- skap Fleyta kertum | Kertafleyting fer fram á flötinni fyrir framan Minja- safnið á Akureyri og tjörninni sem þar er í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. ágúst kl. 22.30, til að minnast sprenginganna í Hiroshima og Nagasaki í ágúst 1945. Ávarp flytur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Kertum hefur verið fleytt á Ak- ureyri af þessu tilefni árlega síðan 1998. Á hverju ári hefur verið ærið nóg af nýjum tilefnum til að andæfa yfirgangi hernaðarsinna, segir í frétt um viðburðinn, og einnig að nú horfi menn upp á sprengjuregn og blóð- bað í Líbanon, Palestínu og Írak.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.