Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 27
einn maður. Missir Vigdísar og fjöl- skyldu hennar er því mikill en gott er að eiga í sjóði minningar um langa og farsæla samveru og enginn gat reynst manni sínum betur en Vigdís í erfiðri sjúkdómsraun um langt ára- bil. Með hugarró og miklu andlegu þreki mætti Hjörtur því er á móti blés á þeim kafla ævinnar. Ég sendi Vigdísi og fjölskyldu hennar innileg- ar samúðarkveðjur mínar og heima- fólks í Skógum með alúðarþökk fyrir allt sem ég hefi þegið frá Herjólfs- staðafjölskyldu. Þórður Tómasson. Í dag kveð ég vin minn Hjört Hannesson frá Herjólfsstöðum í Álftaveri. Hann kvaddi á einum fal- legasta degi sumarsins. Ég var það lánsöm að kynnast þeim hjónum, Hirti og Vigdísi, fyrir um 15 árum og eiga þau að góðum vinum upp frá því. Við hjónin bjuggum ásamt ungum syni okkar, Böðvari, um tíma á Kirkjubæjarklaustri og þá við sömu götu og Hjörtur og Vigdís. Nokkru eftir að við fluttum á Klaustur bankaði Vigdís upp á með stafla að nýbökuðum flatkökum og bauð okkur velkomin á Klaustur. Lýsandi fyrir þau hjónin, gjafmildi og góðmennska. Upp frá því var mikill samgangur á milli heimilanna og oftar en ekki buðu þau í dýrindismat. Að lokinni máltíð var sest inn í stofu og Hjörtur spilaði fyrir okkur á orgelið eða harmónikuna. Þau buðu okkur líka í bíltúra um sveitina og fræddu okkur um sögu og staðhætti. Böðvar hændist að þeim hjónum, enda einkenndi glaðværð, hlýja og elskusemi heimilislífið. Ef við hjónin þurftum að bregða okkur af bæ þá var Böðvari boðið að vera hjá þeim á meðan, hann var heldur kátur með það. Mér finnst lýsandi að þegar Böðv- ar var í gönguferð með félögum sín- um á Kærabæ þá tók hann strikið og bankaði upp á hjá þeim hjónum. Hann vissi sem var að þar var tekið vel á móti manni. Það gladdi okkur mikið þegar Hjörtur og Vigdís sáu sér fært að koma í fermingarveislu Böðvars, sem haldin var fyrir austan fjall. Hjörtur var greindur og glaðlynd- ur maður sem sá það skemmtilega í tilverunni, það var kátt á Klaustri. Hann hafði góða og hlýja nærveru. Hjörtur hafði góða söngrödd og naut þess að syngja. Það var svo skemmtileg tilviljun að Elín dóttir þeirra hjóna var seinna ljósmóðirin sem tók á móti dóttur okkar hjóna, Elísu, og hefur Elín fengið í arf allt það góða frá for- eldrum sínum. Hjónaband þeirra Vigdísar var fagurt, þau voru samtaka í öllu, rausnarleg og gestrisin. Það er gæfa hvers manns að eiga góða fjölskyldu og vini. Hjörtur og Vigdís reyndust okkur alltaf ákaf- lega vel og hafa alltaf verið mér einkar kær. Elskulegri Vigdísi, Elínu, Hönnu, Hannesi og öllum ástvinum Hjartar sendum við fjölskyldan innilegustu samúðarkveðjur. Ég sakna Hjartar sárt, en er þakklát fyrir að hafa kynnst honum og hans góðu konu. Megi fallegar minningar um góð- an og merkan mann vernda ykkur og styrkja. Laufey Böðvarsdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja nokkur sumur í sveit á Herjólfsstöðum í Álftaveri þar sem Mýrdalsjökullinn blasir við í allri sinni dýrð og grasið grænna en á nokkrum öðrum stað. Á þeim bæ ríktu ein mestu mannkostahjón sem ég hef kynnst um ævina, þau Hjörtur og Vigdís. Þó sumrin hafi ekki verið mörg sem ég dvaldi á Herjólfsstöð- um hafði þessi dvöl hjá þeim hjónum engu að síður mikil áhrif á mig. Á Herjólfsstöðum kynntist ég nátt- úrunni og áhrifamætti hennar, sem m.a. fólst í upplifun barnsins á dögg- inni á kyrrlátum morgnum að sækja kýrnar á fallegum sumardegi (því í minningunni var veðrið alltaf gott), lærði að bera virðingu fyrir öllu því sem lifir og jafnframt að kynnast þeirri ógn sem af náttúrunni gæti stafað en Kötlugos var oft í huga fólksins á þessum slóðum. Náttúran var allt í senn, sú sem maður lærði að sýna auðmýkt en jafnframt veitti hún af sínum náðargjöfum og mér borgarbarninu fegurð, frið og styrk. Ég bjó lengi erlendis og oft sóttu minningar frá þessari dvöl á mig og áttu eflaust þátt í því að ég fluttist aftur heim til Íslands. Auk þess var ekki síður fróðlegt að kynnast á Herjólfsstöðum flestum almennum sveitastörfum með búskaparháttum sem vart fyrirfinnast lengur nú á dögum. Minni kynslóð finnst sem okkar börn fari á mis við mikið að hafa aldrei kynnst því að vera í sveit. Það var eitthvað meditatívt við að sækja kýrnar, raka heyi, snúa skil- vindunni á réttum hraða eða strokknum þó svo okkur krökkunum hafi ekki endilega fundist það meðan á þessu stóð. En eftir á að hyggja er mér þetta eitt mikilvægasta tímabil bernsku minnar. Og allt þetta var eingöngu mögu- legt í skjóli þessa manns, sem við nú kveðjum. Það er sú gæfa sem skiptir mestu máli. Það var einhvers konar tímalaus viska sem einkenndi Hjört og erfitt er að lýsa með orðum en öll finnum við fyrir þeirri visku og dýpt í nærveru slíks manns. Hjörtur hafði til að bera einstaka lagni í umgengni við alla menn og skepnur. Þar eru kenningar um upp- eldi og allt sérfræðingatal óþarft, hjá Hirti ríkti brjóstvitið eitt, hann var uppalandi af Guðs náð ásamt ein- stakri hlýju og góðvild sem streymdi frá honum. Það eru þannig náðar- gjafir og mannkostir sem skipta okk- ur öll mestu máli. Jafnframt var Hjörtur með einstakan húmor sem auðveldaði margt. Og hvílíkur uppal- andi sem hann Hjörtur var. Aldrei man ég eftir að hann þyrfti að byrsta sig eða hækka róminn. Allt var þægi- legt og áreynslulaust í andrúmslofti góðvildar og hlýju. Yfirvegun og ró- semi hjartans einkenndi þennan mann sem með framkomu sinni kall- aði fram einlæga virðingu og vænt- umþykju hjá öðrum. Það er þess vegna sem ég skrifa þessi fáu orð. Ég á honum og Vigdísi margt að þakka og kveð nú Hjört með ósk um allt hið besta á frekari vegferð sinni. Vigdísi, Elínu, Hönnu, Hannesi og öðrum afkomendum votta ég samúð mína. Farinn er góður maður, mik- ilmenni í mínum augum. Margrét Bárðardóttir. Vorið 1972 þá átti faðir minn erindi austur að Herjólfsstöðum í Álftaveri vegna fyrirhugaðs uppgraftrar í Kúabót og hafði tekið mig með eins og hann gerði oft. Hjörtur hafði tekið að sér að fylgja honum þangað suður- eftir af liðlegheitum sínum. Ég man þennan dag vel. Frammi í forstofu var stór græn talstöð sem tilheyrði almannavarnakerfinu vegna Kötluv- árinnar og hún heillaði mig. Ég sá strax í hendi mér að það hlyti að vera skemmtilegra hlutskipti að bíða á Herjólfsstöðum hjá Vigdísi húsfreyju uns faðir minn lyki sínum erindum og var það auðsótt mál. Í ofanálag stóð sauðburður yfir og honum fylgdi að útbúa þurfti eyrnamerki fyrir lamb- féð. Það fannst mér gaman og mest- an hluta dagsins dundaði ég mér við að slá lambanúmer á olíueldavélinni í eldhúsinu. Ég heillaðist af þessum stað. Þegar svo til stóð að senda mig til sumardvalar í sveit eins og þá tíðk- aðist ennþá í einhverjum mæli, þá vildi ég hvergi fara nema á bæinn þar sem talstöðin var. Ég var nánast hvert sumar á Herjólfsstöðum upp frá því næstu tíu árin. Herjólfsstaðir voru bær sem iðaði af lífi. Þar voru gjarna mörg börn til sumardvalar, enda var þar gott að vera. Hjörtur var maður sem ungt fólk leit upp til. Hann átti einstak- lega gott með að setja sig í spor bald- inna krakka, enda stutt í barnið í honum sjálfum, og eðlislæga glað- værðina sem einkenndi hann alla tíð. Ég veit ekki hvort hann gerði sér nokkurn tímann grein fyrir hversu mikil áhrif hann hafði á mig og aðra með einstakri vinnusemi og ósér- hlífni sem við ósjálfrátt reyndum að sýna líka. Ég hef oft sagt að þarna hafi ég lært að vinna og það eru örugglega ekki ýkjur. Hjörtur hafði líka þann eiginleika sem ekki er öll- um gefinn, sem var að kunna að tala til ungs fólks og gera það sem við jafningja. Fátt höfðar meira til ungs fólks en finna að á það sé hlustað og því sé treyst. Og það gerði Hjörtur. Árin á Herjólfsstöðum voru gleði- leg ár. Minningin er böðuð sólskini og hlýju. Og þannig minnist ég Hjartar núna þegar komið er að leið- arlokum. Jóhann Þórsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 27 MINNINGAR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG HANSDÓTTIR, Naustahlein 25, Garðabæ, andaðist á St. Jósefsspítala sunnudaginn 30. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Rósmundur Sigurðsson, Elísabet Kolbrún Hansdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Richard Henry Echard, Oddný Guðjónsdóttir, Rósmundur Hans Rósmundsson, Guðbjörg Oddsdóttir, systkini, barnabörn og langömmubörn. Ástkær systir okkar, SOFFÍA ÞÓRARINSDÓTTIR handavinnukennari, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 30. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét Þórarinsdóttir, Stefán Þórarinsson, Þórhildur Þórarinsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN SIGMUNDSSON húsasmíðameistari frá Norðfirði, Kleppsvegi 62, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 1. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Sigmundur Smári Stefánsson, Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir, Kristófer Valgeir Stefánsson, Alda Guðmundsdóttir, Pétur Önundur Andrésson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR (Didda), Steinagerði 1, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 6. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Stefán Eysteinn Sigurðsson, Sigurður M. Stefánsson, Soffía H. Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Stefánsson, Gunnar H. Stefánsson, Sæunn Halldórsdóttir, Guðrún M. Stefánsdóttir, Paul Siemelink, Andri Stefánsson, Harpa María Örlygsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS GUNNLAUGSSON íþróttakennari, Vogatungu 28, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi fimmtudagsins 3. ágúst, verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 11. ágúst kl. 13.00. G. Ríkey Einarsdóttir, Kristjana Ríkey Magnúsdóttir, Sigurgeir Höskuldsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Pétur Yngvi Yamagata, Halla Magnúsdóttir, Hlífar S. Rúnarsson, Selma Líf, Erna Mist, Kári Steinn, Hildur, Ríkey, Katla og Magnús Máni. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTJÁN GUÐMUNDSSON fyrrverandi bóndi í Tröð, Önundarfirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardag- inn 29. júlí. Útförin fer fram frá Holtskirkju í Önundarfirði í dag, miðvikudaginn 9. ágúst kl. 14.00. Ásta Ásvaldsdóttir, Ásvaldur Magnússon, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Guðmundur Steinar Björgmundsson, Guðmundur Helgi Magnússon, Jóhanna Sturlaugsdóttir, Sólveig Bessa Magnúsdóttir, Björgvin Sveinsson, Guðný Hildur Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, mágur og frændi, AXEL SIGURBJÖRNSSON, Ljósheimum 2, sem lést á Sjúkrahóteli Landspítalans verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 15.00. Fjóla Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Sveinsson og systrabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.