Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Í tölum sem ríkisskattstjórihefur tekið saman að beiðniMorgunblaðsins má sjá veru-lega aukningu á fjölda ein- staklinga sem hefur verulegar fjár- magnstekjur. Er nú svo komið að um 3,98% allra framteljenda, ein- staklinga og sambúðarfólks og hjóna sem telja saman fram til skatts, hefur hærri fjármagns- tekjur en aðrar tekjur, og hefur þetta hlutfall hækkað um fjórðung frá árinu 2000, þegar 3,18% fram- teljenda voru í þessari stöðu. Í gegnum tíðina hefur alltaf verið eitthvað um að fólk lifi af fjár- magnstekjunum einum saman, en þar til nýlega var þar einkum um að ræða eldra fólk sem hafði staðið í rekstri, og safnað eignum sem gegndu svo hlutverki lífeyris þegar það hætti að vinna, segir Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri. Hann segir að í dag sé staðan orðin sú að stór hópur einstaklinga lifi af fjármálastarfsemi, en hafi engar tekjur af atvinnu, og hafi þessi hópur farið ört vaxandi á und- anförnum árum. Til viðbótar sé nokkur fjöldi sem hefur bæði launatekjur og umtalsverðar fjár- magnstekjur. Aukið vægi fjármagnstekna sést glöggt þegar skoðaðar eru saman- lagðar skatttekjur sem aflað er í landinu, sem birtar voru í Vefriti fjármálaráðuneytisins fyrir helgi. Fram til ársins 1999 voru fjár- magnstekjur á bilinu 2–6% af skatt- skyldum tekjum, en á síðasta ári voru þær 17% af heildinni. Fjármagnstekjurnar á Íslandi í fyrra voru um 120 milljarðar króna. Meira en helmingur af þessum fjár- magnstekjum er hagnaður af sölu hlutabréfa, og fimmtungur til við- bótar er arður af hlutabréfaeign. Rúmlega níu þúsund fjölskyldur höfðu tekjur af sölu hlutabréfa á síðasta ári, varlega áætlað um 6 milljónir króna á hverja af þessum fjölskyldum að meðaltali, þó ólík- legt sé að þessum gæðum sé jafnt skipt. Um 40 þúsund fjölskyldur höfðu arð af eign slíkra bréfa. Hlut- fallslega flestir, rösklega 60 þúsund fjölskyldur, höfðu tekjur af vöxtum á innistæðum í bönkum, alls rúm- lega 11 milljarða. Umbun í formi kaupréttar Aukningu á vægi fjármagns- tekna má einnig sjá úti í atvinnulíf- inu þar sem þróunin er sú að til við- bótar við oft afar há laun stjórnenda fyrirtækja, fer umbun fyrir góð störf fram í gegnum kaup- rétt, sem skilar sér síðar til viðkom- andi, en þá að hluta til í formi fjár- magnstekna. Þær tvær leiðir sem flestir lands- menn nota til að eiga fyrir salti í grautinn eru annars vegar venjuleg launavinna, og hins vegar að hafa tekjur af fjármunum. Tekjurnar eru skattlagðar á mismunandi hátt, af launatekjum er greiddur tekju- skattur til ríkisins og útsvar til sveitarfélagana, samtals 36,72%. Á fjármagnstekjur leggst hins vegar aðeins 10% fjármagnstekjuskattur. „Þetta samrýmist illa því jafn- ræði og jafnrétti sem á að vera í skattalögunum, auk þess sem svona munur gerir það að verkum að menn freistast til að reyna að færa tekjur sem eru raunverulega launatekjur í það form að vera fjár- magnstekjur,“ segir Indriði. Dæmi um þetta segir Indriði vera menn sem hafa ekki annan starfa en að fylgjast með hlutabréf- um sínum, kaupa og selja þegar hentar, og hafa af því fjármagns- tekjur. „Menn sem stunda þetta, eru í fullu starfi við að gera þetta, og reikna sér ekki laun fyrir það. Auðvitað eru þeir að vinna að þessu.[...] Það eru leiðir til að færa tekjur á milli, og stundum eru skil- in milli eignatekna og vin mjög óljós.“ Tæplega 26 þúsun einkahlutafélög Á undanförnum árum he sprenging í fjölda einkahlu en í dag eru 25.631 skráð isskattstjóra. Fjölgunin f 2005 er 14,4%, en þá v 22.400 einkahlutafélög sk 2004 fór fjöldinn í fyrsta s 20 þúsund, en þá voru þau Stærstur hluti þessar hlutafélaga er stofnaður rekstur einyrkja. Þetta h iskonar hagræði í för með þann einstakling, en þó miklu máli hversu háar te komandi hefur, og hversu hæð hann lætur einkahlu sitt greiða sjálfum sér Reyndir menn segja það puttareglu að það sé ekk einkahlutafélagið velti um króna á ári að það borg stofna slíkt félag, enda kostnaður því samfara einkahlutafélag, bæði við það og færa bókhald vegna Þeir sem einkum stund Fréttaskýring | Mikill munur er 6.600 framt fjármagnste Í dag hafa rúmlega 6.600 framteljendur á Íslandi hærri fjármagnstekjur en aðrar tekjur, og tæplega 2.200 hafa engar aðrar tekjur en af sölu hlutabréfa, arði, leigu og öðru sem fellur undir fjármagnstekjur. Fjöldi þeirra sem hafa hærri fjármagnstekjur en aðrar tekjur hefur aukist um 33,5% frá árinu 2000. Í gegnum tíðina hefur allt var það aðallega eldra fólk Til að sjá í hnotskurn mun-inn á skattgreiðslum ein-staklinga er nærtækastað taka dæmi. Í þessu dæmi eru teknir þrír einstaklingar, Arnar, Birna og Davíð. Arnar lifir á launatekjunum einum saman, Birna lifir eingöngu á fjármagns- tekjum, en Davíð er sjálfstætt starfandi iðnaðarmaður sem stofn- að hefur einkahlutafélag um rekst- urinn. Tekin eru tvö dæmi um þessa þrjá einstaklinga, með mismunandi upphæð á mánuði. Til að forsendur séu sanngjarnar fyrir alla aðila liggur sama upphæð á bak við þá alla. Birna og Davíð eru með inn- komu upp á annars vegar 400 þús- und krónur, en hins vegar 1 milljón króna. Þar sem vinnuveitandi Arn- ars þarf að greiða bæði laun og launatengdan kostnað er sann- gjarnast að reikna með að launa- greiðandi Arnars hafi sama kostn- að af launagreiðslunum og nemur innkomu hinna tveggja. Í fyrra dæminu hefur því launa- greiðandi Arnars 400 þúsund króna kostnað af því að greiða hon- um laun, sem þýðir að hann er með um 350 þúsund króna tekjur á mánuði, en vinnuveitandinn greiðir samtals um 50 þúsund krónur í tryggingargjald og sem mót- framlag í lífeyrissjóð. Arnar greiðir 4% í lífeyrissjóð, og greiðir svo 36,72% tekjuskatt af því sem eftir er, að frádregnum persónuafslætti, 29.029 krónum. Í launaumslaginu hans um mánaðarmótin eru því 241.930 krónur. Af þeim þarf hann svo mögulega að greiða í sitt stétt- arfélag og starfsmannafélag. Birna hefur eingöngu fjármagns- tekjur, samtals 400 þúsund krónur á mánuði. Hún greiðir 10% fjár- magnstekjuskatt, en getur notað hluta persónuafsláttar síns á móti, samtals 7.639 krónur. Hún ákveður að leggja til hliðar ákveðna upp- hæð til efri áranna, sömu upphæð og Arnar greiðir í lífeyrissjóð. Eftir standa 327.242 krónur, 35,3% hærri upphæð en Arnar he mánuðinn. Davíð rekur einkahlutaf ehf. sem veltir 400 þúsund á mánuði. Hann reiknar sé mögulega kaup sem iðnaða í sjálfstæðum rekstri má, 2 und krónur á mánuði, og g því í lífeyrissjóð, auk 36,72 eins og Arnar greiðir af sín launum. Af því sem eftir st inni í einkahlutafélaginu fe ákveðin upphæð í að greið ingargjald og mótframlag veitanda í lífeyrissjóð. Efti ur hagnaður, sem ber 18% Davíð getur svo tekið þenn hagnað út úr félaginu sem greiðir af því 10% fjármag tekjuskatt. Davíð ákveður að leggja sama til efri áranna og Arn bætir því við það sem hann þegar greitt í lífeyrissjóð. laun og arður er lagt sama hann 244.797 krónur til ráð unar um hver mánaðamót, Tvö dæmi um skattgr ÞÁTTTAKA Í FRIÐARGÆZLU Það er kominn tími til að íslenzkstjórnvöld endurskoði þátttökuokkar Íslendinga í friðargæzlu- störfum víða um heim. Um helgina bár- ust fréttir um að 17 starfsmenn franskra hjálparsamtaka á Sri Lanka hefðu verið drepnir. Stjórnandi samtak- anna hefur tilkynnt að starfsemi þeirra á Sri Lanka hefði verið hætt. Benoit Miribel, stjórnandi samtakanna, sagði vegna þessara hörmulegu atburða: „Dauði þeirra er óviðunandi og sýnir að villimennskan er að ná yfirhöndinni. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Um helgina bárust líka fréttir um það að Sigurður Hrafn Gíslason, aðstoðar- yfirmaður norrænu eftirlitssveitanna á Sri Lanka, hefði verið með í för yfir- manns sveitanna á leið til vatnsbóls, þegar stjórnarherinn gerði loftárás í nágrenni vatnsbólsins. „Við vorum á röngum stað á röngum tíma,“ sagði Sig- urður Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Ís- lendingur lendir í lífshættu við slík störf. Þekktast er dæmið um það þegar Ís- lendingar, sem störfuðu á flugvellinum í Kabúl í Afganistan, stofnuðu lífi sínu og annarra í hættu með teppakaupum. Lít- il afgönsk stúlka dó í þeim átökum og bandarísk stúlka einnig en báðar voru í námunda við teppaverzlunina. Enn hef- ur ekki komið fram opinberlega, hvort íslenzk stjórnvöld hafi bætt fjölskyld- um þessara stúlkna missi þeirra, sem auðvitað er aldrei hægt að fullu. Furðu litlar umræður urðu hér á Íslandi um þennan þátt teppakaupamálsins. Undir lok síðasta árs tók þáverandi utanríkisráðherra þá skynsamlegu ákvörðun að kalla íslenzka friðargæzlu- menn heim frá norðurhluta Afganistan. Upplýsingar höfðu borizt til Íslands um meiri vopnabúnað þeirra en vitað hafði verið um hér eða skýrt hafði verið frá. Óróinn í þeim hluta Afganistan var slík- ur, að ekkert vit var í öðru en kalla þessa menn heim. Danir, Svíar og Finnar hafa ákveðið að kalla sitt fólk heim frá Sri Lanka. Þá koma upp hugmyndir um að fjölga Ís- lendingum á Sri Lanka. Það er glap- ræði. Við höfum ekki fólki á að skipa, sem hefur fengið þjálfun í að bregðast við aðstæðum af því tagi, sem nú eru komnar upp á Sri Lanka. Meira vit er í því að kalla þá Íslendinga heim, sem þar eru nú. En málið er stærra en það. Tími er kominn til að stefnumörkun varðandi þátttöku okkar í friðargæzlu verði skýr- ari en hún er nú. Við erum herlaus þjóð. Við eigum okkur enga hefð í vopnabún- aði. Við höfum ekki þjálfað fólk upp til þess að starfa á svæðum, þar sem hern- aðarátök geta hafizt fyrr en varir. Við getum lagt okkar af mörkum til þess að veita fátækum þjóðum liðsinni en við eigum að gera það á þeim sviðum, sem henta þeirri sérþekkingu, sem við búum yfir. Það er ekki hermennska eða einhvers konar hermennska. Allt slíkt er framandi fyrir okkur Íslendinga. Það hafa aldrei farið fram neinar um- ræður á Alþingi Íslendinga um það, að við eigum að taka þátt í hernaðarstörf- um. Ríkisstjórn getur ekki skuldbundið okkur til þátttöku í slíkri starfsemi nema hafa ákvörðun Alþingis um það til að byggja á. Sú ákvörðun liggur ekki fyrir. Þess vegna er nauðsynlegt að ríkis- stjórnin endurskoði þátttöku okkar í þessu starfi öllu og að við einbeitum okkur að því, sem við kunnum og getum. Spor þeirra sautján starfsmanna franskra hjálparsamtaka, sem voru myrtir um helgina, hræða. RANNSÓKNIR Á MÆNUSKÖDDUN Fátt er læknavísindunum jafnerfittviðureignar og mænuskaði. Talið er að tæplega tuttugu milljónir manna þjáist af mænuskaða í heiminum um þessar mundir. Í umfjöllun í Morgun- blaðinu fyrir nokkru kom fram að ár- lega slösuðust 11 þúsund manns alvar- lega á mænu í Bandaríkjunum. Á Íslandi er að meðaltali um að ræða tvö slík tilfelli á ári. Auður Guðjónsdóttir hjúkrunar- fræðingur hefur barist þrotlaust fyrir eflingu rannsókna á mænuskaða og á heiðurinn af því að á Íslandi var byrjað að starfrækja gagnabanka um mænus- köddun sem rekinn er með styrk frá ís- lenskum heilbrigðisyfirvöldum og Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO. Gagnagrunnurinn hefur verið kynntur fyrir Evrópuráðinu í Strass- borg og fengið góðar undirtektir og nú er verið að kynna verkefnið fyrir Evr- ópusambandinu. Tékkneski endurhæf- ingarlæknirinn Miroslav Ouzký á sinn þátt í því. Hann gerði skýrsluna, sem lá til grundvallar þegar málið var til umfjöllunar í Evrópuráðinu, og hefur nú hafist handa við að beita sér í krafti stöðu sinnar sem þingmaður á Evr- ópuþinginu og sætis í heilbrigðisnefnd þingsins. Í viðtali, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, segir Ouzký að hann vilji auka umræðu um rannsóknir á mænusköddun innan Evrópusam- bandsins með það fyrir augum að meira fé verði veitt í málaflokkinn og jafnvel að sett verði löggjöf: „Í skýrslu minni kemur t.d. fram að leita þurfi nýrra leiða í meðferðarúrræðum vegna mænuskaða. Það er það sama og vakið er athygli á í gagnagrunninum, en þar eru saman komnar allar þekktar að- ferðir til lækningar á mænuskaða, og ekki spurt að því hvaðan þær koma.“ Ouzký kveðst oft bera ástandið í málum mænuskaddaðra saman við fuglaflensuna: „Ímyndið ykkur alla þá fjármuni sem eytt er í rannsóknir á fuglaflensu, sjúkdómi sem leitt hefur 120 manns til dauða. Fólk lagði allt í sölurnar til að stöðva útbreiðslu fugla- flensu en svo höfum við sjúkdóm eins og mænuskaða sem hrjáir milljónir manna og þar hefur enginn lengur áhuga á að framkvæma nýjar rann- sóknir. Þessu viljum við breyta,“ segir hann og bætir við að mænuskaðatil- fellum hafi fjölgað svo mikið að líkja megi við faraldur. Það er erfitt að gera sér í hugarlund þær breytingar, sem verða á lífi þeirra, sem verða fyrir mænuskaða. Þegar mænan fer í sundur missir sjúkling- urinn alla stjórn neðan þess hluta lík- amans, sem er neðan skaðans. Fólk getur lifað áratugum saman bundið við hjólastól eftir að hafa skaddast á mænu í slysi. Gagnagrunnurinn, sem Auður Guðjónsdóttir hefur veg og vanda af, er mikilvægt tæki til að leita leiða til að lækna mænuskaða og það ber að setja afl í að tryggja að hann nýtist sem skyldi um leið og stuðningur við rann- sóknir á málaflokkinum er efldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.