Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 33 DAGBÓK Dagana 10. og 11. ágúst verður áGrand hóteli í Reykjavík haldin ráð-stefna norrænna næringarráðgjafa.Kolbrún Einarsdóttir er formaður Félags norrænna næringarráðgjafa og fulltrúi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands í norrænu stjórninni: „Með ráðstefnunni sköpum við grundvöll fyrir samskipti milli næring- arráðgjafa Norðurlandanna, aukum umræðu um fag okkar og veitum norrænum næring- arráðgjöfum tækifæri til að hitta hver annan og auka við fagþekkingu sína,“ segir Kolbrún. Ráðstefnan á Grand hóteli er sú níunda sem félagið heldur, en þetta er í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin hér á landi: „Flutt eru fjölbreytt erindi á ráðstefnunni, en stór hluti dagskrárinnar lýtur að neysluvenjum, offitu, líkamssamsetningu og orkubúskap líkamans,“ segir Kolbrún. „Meðal annars verður fjallað um hvað stjórnar matarlystinni og sagt frá evrópskri könnun, sem íslenskir fræðimenn höfðu yfirumsjón með, þar sem athuguð voru áhrif fisks og fiskfitu hjá fólki í megrun. Einn- ig verður sagt frá evrópskri könnun þar sem hugað var að því hvernig hvetja mætti til auk- innar fiskneyslu, og þá sérstaklega meðal yngra fólks.“ Fjallað verður á ráðstefnunni um bandarísk- ar tillögur að ráðleggingum um ýmsar drykkjartegundir og einn fyrirlesara mun ræða um notkun blóðsykurstuðuls. „Svo verður fjallað um næringarráðgjafann í starfi, en gerð var könnun á því hvernig næringarráðgjafar eru nýttir í vinnu sinni á sjúkrahúsum og hver áhrifin eru af starfi þeirra,“ segir Kolbrún. „Járnneysla íslenskra barna er viðfangsefni eins fyrirlestursins og einnig mun danskur næringarráðgjafi upplýsa um næringu veikra barna. Loks er fastur liður á ráðstefnum fé- lagsins að fjalla um hvernig meta á næringar- ástand sjúklinga. Síðasta erindi ráðstefnunnar flytur sálfræðingur sem við höfum fengið til liðs við okkur og fjallar hann um konur í starfi, en næringarráðgjafastéttin er óneitanlega mik- il kvennastétt.“ Kolbrún segir ánægjulegt að helmingur fyr- irlesara séu íslenskir fræðimenn, en samtals verða flutt 14 erindi á ráðstefnunni og er von á 80 gestum, þar af 60 erlendis frá. Næringarráðgjafar starfa einkum við heil- brigðisstofnanir, en einnig hjá fyrirtækjum: „Flestir næringarráðgjafar læra næring- arfræði, sem fjallar um hvað við borðum, hvernig líkaminn nýtir næringuna og hvaða áhrif maturinn hefur á heilsuna, en bæta síðan við sig námi í klínískri næringarfræði sem fjallar um næringarþarfir við mismunandi sjúkdóma,“ útskýrir Kolbrún. Nánar má lesa um ráðstefnuna og dagskrá hennar á slóðinni www.gestamottakan.is. Heilsa | Ráðstefna Félags norrænna næringarráðgjafa á Grand hóteli 10. og 11. ágúst Offita og orkubúskapur líkamans  Kolbrún Ein- arsdóttir fæddist í Reykjavík 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976, útskrifaðist sem matráðsmaður frá Hússtjórnarkenn- araskóla Íslands 1978, næringarfræð- ingur frá Háskól- anum í Ósló 1981 og næringarráðgjafi frá Háskólanum í Gautaborg 1983. Kolbrún hef- ur starfað sem næringarráðgjafi við Land- spítala, síðar Landspítala – háskólasjúkra- hús, síðan 1983, og sem klínískur kennslustjóri á næringarstofu frá 2002. Kolbrún hefur verið fulltrúi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands í Félagi nor- rænna næringarráðgjafa síðan 1998. Maki Kolbrúnar er Gísli Þór Sigurþórsson kennari og eiga þau þrjú börn. Engar flækjur. Norður ♠ÁKG1083 ♥Á654 N/Enginn ♦4 ♣82 Vestur Austur ♠962 ♠D75 ♥87 ♥DG ♦1062 ♦KDG95 ♣KG1054 ♣D73 Suður ♠4 ♥K10932 ♦Á873 ♣Á96 Bart Bramley og Björn Fallenius unnu Live Masters tvímenninginn í Chicago í síðasta mánuði með töluverð- um yfirburðum, en þeir hlutu 63,24% skor í 180 spila keppni. Árangur þeirra er sérlega glæsilegur í ljósi þess að þeir höfðu aldrei spilað saman áður! Báðir nota flókin kerfi með sínum föstu spilafélögum, en í þetta sinn voru allar flækjur lagðar til hliðar og léttleikandi tilfinningin látin ráða för. Og það gaf góða raun. Þeir voru til dæmis eitt fárra para sem komst í slemmu í spilinu að ofan. Fallenius var í norður og Bramley í suður: Vestur Norður Austur Suður -- 1 spaði 2 tíglar 2 hjörtu Pass 4 tíglar * Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Innákoma austurs er hjálpleg, því Bramley hálfpartinn neyðist til að melda tvö hjörtu á fremur rýran styrk. Fallenius „flísar“ með fjórum tíglum til að sýna stuttlit og Bramley spyr gal- vaskur um lykilspil, enda hafa spilin hans stórbatnað. Hægt er að fá alla slagina með því að hitta í hjartað, en Bramley tók fyrst á kónginn og svínaði fyrir hinn hámann- inn, svo austur fékk slag á tromp. En bara það að ná slemmunni gaf þeim fé- lögum 72 stig af 90 mögulegum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Be7 5. O-O O-O 6. He1 d6 7. c3 Ra5 8. Bb5 a6 9. Ba4 c5 10. Rbd2 Dc7 11. Rf1 Be6 12. Bg5 h6 13. Bh4 b5 14. Bc2 Rc6 15. Re3 Rh7 16. Bg3 Bf6 17. Bb3 Re7 18. Bxe6 fxe6 19. d4 Had8 20. a4 exd4 21. cxd4 e5 22. dxe5 dxe5 23. Dc2 c4 24. axb5 axb5 25. b3 Rg5 26. Rxg5 Bxg5 27. bxc4 Bxe3 28. Hxe3 bxc4 29. Hc3 Hd4 30. Hc1 Hc8 31. f3 Dd6 32. Bf2 Hd2 33. Da4 Kh7 34. Be3 Hd3 35. Kf2 Hxc3 36. Hxc3 De6 37. Db4 Rg6 38. g3 Dh3 39. Kg1 Hd8 40. Db1 De6 41. Kg2 Da6 42. Dc2 Hc8 43. Dd2 Hb8 44. De2 Hc8 45. Db2 Hd8 46. Ha3 Dc6 47. Dc2 Db5 48. Hc3 Hc8 49. Ha3 Hd8 50. Ha7 Hd3 51. Dc1 c3 52. Bxh6. Staðan kom upp á norska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Moss. Geir Tallaksen (2356) hafði svart gegn stórmeistaranum Kjetil Lie (2523). 52 … Hd2+! 53. Kh3, hvítur hefði orðið óverjandi mát eftir 53. Bxd2 De2+ 54. Kh3 cxd2 55. Dc7 Rf4+! 56. Kg4 Dxf3+! þar sem eftir 57. Kxf3 d1=D+ mátar svartur í næstu leikjum. Eftir textaleikinn verð- ur svartur manni yfir ásamt því að hvítur er flæktur í mátnet. 53 … Kxh6 54. Dxc3 De2 55. Kg4 Dxh2 56. De3+ Kh7 57. Kf5 Hd6 58. Hxg7+ Kxg7 59. Da7+ Kf8 60. Db8+ Ke7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. frá höfninni, oft margir í einu. Þetta skapar mikla hættu og má líkja því við ef fólk í útlöndum þyrfti að fara yfir brautarteina til að komast í lestirnar. Ég bý ofarlega við Kleppsveginn og þar var áður mjög gott aðgengi að strætisvagni. Leið 4 var sér- staklega notadrjúgur vagn og fólk hér í hverfinu sér mikið eftir hon- um. Nú koma áberandi fleiri leigu- bílar að stóru blokkunum hér á Kleppsveginum enda segja leigubíl- stjórar mér að það sé gósentíð hjá þeim síðan leiðakerfinu var breytt. Annað sem betur mætti fara eru Nýja strætókerfið er mistök STRÆTÓLEIÐIR eldra kerfisins í miðbæ og eldri hverfum þótti býsna gott og var ekki mikið kvartað yfir því. Strætisvagnar eru fyrir fólkið sem ekki notar bíla og þar er ekki síst um að ræða eldra fólk og börn. Það er því áríðandi að stutt sé í stoppistöðvar og að ekki þurfi að fara yfir stofnbrautir (hraðbrautir) eins og t.d. Sæbrautina þar sem bílar hafa verið teknir á 160 km hraða og stórir flutningabílar koma strætóskýlin. Þau standa tæpast undir nafni því lítið skjól er þar að hafa. Það þyrfti einnig að vera tafla í skýlunum sem sýnir hvenær vagn- inn stoppar við skýlið svo að fólk viti hversu lengi það þarf að bíða á hverjum stað. Það tala margir um að biðskýlin í Hafnarfirði séu góð enda virðast þau verða miðuð við ís- lenskt veðurfar. Eftir áratuga reynslu af því að nota strætisvagna borgarinnar finnst mér hæfilegt að hafa 15 mín- útur á milli ferða á daginn og hálf- tíma á kvöldin. Þann tíma geta allir sætt sig við að bíða en allt umfram það fer að ergja fólk og veldur því að það reynir að sleppa við að taka strætó. 070422-3879 Kisa týndist frá Vesturgötu SVART fress týndist frá Vestur- götu 50 í Reykjavík 10. júlí síðast- liðinn. Kötturinn var í pössun þar en er úr Hafnarfirði og ratar því ekki heim. Hann er eyrnamerktur 02G124. Þeir sem hafa orðið hans varir eru beðnir um að hafa sam- band í síma 445 8832 eða 615 3795. Hans er sárt saknað. Velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 75 ára afmæli. Siggerður Þor-steinsdóttir, Ósi, Eyrarbakka, er 75 ára í dag, 9. ágúst. Í tilefni dags- ins ætlar Siggerður ekki að gera nokk- urn skapaðan hlut og hvíla sig svo vel á eftir. 100 ára afmæli í dag. GuðrúnJónsdóttir frá Auðkúlu í Arn- arfirði verður 100 ára í dag 9. ágúst. Hún tekur á móti ættingjum og vin- um á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar að Mosabarði 10 í Hafnarfirði. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.