Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Á LOKATÓNLEIKUM Reyk- holtshátíðarinnar á sunnudaginn var boðið upp á fjölbreytta dag- skrá. Fyrst spilaði hið afburða- góða Trio Polskie ásamt Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara Adagio e Rondo Concertante í F- dúr eftir Schubert. Píanóleikarinn í hópnum, Tomasz Bartoszek, virt- ist reyndar ekki vera í sama bana- stuðinu og daginn áður, a.m.k. var tærleikinn ekki alltaf eins mikill og maður hefði óskað sér. Hins vegar var samleikurinn til fyr- irmyndar rétt eins og á laug- ardaginn og auðheyrt að Þórunn féll prýðilega inn í hópinn. Túlk- unin var sérlega vel ígrunduð, svo ljóðræn að maður vissi nákvæm- lega hvað Schubert var að meina með tónlist sinni. Samt væri ekki nokkur leið að koma þeim skiln- ingi í orð, enda sjálfsagt lítill til- gangur með tónlistinni ef það væri hægt! Strengjasveitin Virtuosi di Praga var næst á dagskrá og spil- aði allt á tónleikunum eftir það. Fyrst flutti hún Svítu nr. 3 eftir Ottorino Respighi, en hún er í ein- hvers konar nýaldarlegum barokk- stíl; tónmálið er svipað og það sem Bach og félagar tjáðu sig með, en stemningin meira í ætt við slök- unartónlist fyrir hugleiðslu. Sveit- in spilaði ágætlega og var í mun betra formi en á föstudagskvöldið þegar hún lék eingöngu verk eftir Mozart. Að vísu voru milliradd- irnar dálítið veikar sem hafði þær afleiðingar að heildarhljóminn skorti fyllingu, en þar sem leik- urinn var að öðru leyti hreinn og túlkunin ágætlega mótuð gerði það ekki mikið til. Síðasta verkið fyrir hlé, Svíta fyrir strengjasveit eftir Janacek, var verulega falleg í flutningi hópsins; dramatísk átök í tónlist- inni skiluðu sér prýðilega í kraft- mikilli túlkuninni. Serenaða í E- dúr op. 22 eftir Dvorák var sömu- leiðis full af skemmtilegum tilþrifum sem sköpuðu sterka, áhrifamikla heild. Og Adagio eftir Barber var forkunnarfagurt í meðförum sveitarinnar. Þetta er viðkvæm tónlist sem auðvelt er að spila illa, en hér voru öll blæbrigði til staðar og mýktin í fyrirrúmi án þess að það kæmi niður á skýr- leikanum. Útkoman var sérlega hrífandi. Óhætt er að fullyrða að tónleik- arnir hafi verið glæstur endir á vandaðri hátíð. Og þar sem að- sóknin var góð ætti listrænn stjórnandi hátíðarinnar, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, jafnvel að íhuga að stækka hana á einhvern hátt. Það hlýtur að vera markaður fyrir fleiri tónleika. Schubert og slökunarbarokk TÓNLIST Reykholtskirkja Schubert: Adagio e Rondo Concertante; Respighi: Antiche arie a danza; Janacek: Svíta f. strengjasveit; Barber: Adagio; Dvorák: Serenaða. Flytjendur: Trio Polsk- ie (Tomasz Bartoszek, Sebastian Gugala og Arkadiusz Dobrowolski) ásamt Þór- unni Ósk Marinósdóttur og Virtuosi di Praga. Sunnudagur 30. júlí. Kammertónleikar Jónas Sen Listahátíðin The EdinburghFringe, sem í daglegu talier einfaldlega nefnd The Fringe, hófst í höfuðborg Skot- lands á sunnudaginn var, hinn 6. ágúst. Um er að ræða stóra hátíð þar sem einna mest áhersla er lögð á leiklist, en tónlist og dans skipa einnig stóran sess í dag- skránni. Hátíðin var upphaflega jaðarhátíð sem haldin var sam- hliða Edinborgarhátíðinni, en hún var fyrst haldin árið 1947. Í tím- ans rás hefur The Fringe hins vegar vaxið og dafnað og er nú svo komið að hún er orðin mun stærri en sjálf Edinborgarhátíðin. Sumir vilja jafnvel meina að um sé að ræða stærstu listahátíð heims, þótt ekki verði lagt mat á slíkar fullyrðingar hér.    Upphaf Fringe-hátíðarinnarmá rekja aftur til ársins 1947 þegar átta leikhópum var ekki boðið að taka þátt í Ed- inborgarhátíðinni. Hóparnir vildu hins vegar ná til hins stóra hóps fólks sem væntanlegur var til Ed- inborgar, þótt leiksýningar þeirra væru mun framúrstefnulegri en þær sem fengu inni á hátíðinni. Hóparnir tóku sig því saman og stofnuðu sína eigin jaðarhátíð sem vakti talsverða lukku, en nemendur við háskólann í Ed- inborg voru einna duglegastir við að takast á við framúrstefnuna á þessu fyrsta ári hátíðarinnar. Smátt og smátt var meiri áhersla lögð á jaðarhluta Edinborg- arhátíðarinnar og árið 1958 var fyrst gefin út sérstök dagskrá yf- ir viðburðina á Fringe-hátíðinni. Lengi vel voru það stúdentar í borginni auk annarra sjálf- boðaliða sem sáu um skipulagn- ingu hátíðarinnar, en árið 1971 var hátíðin orðin það stór að ráð- inn var sérstakur framkvæmda- stjóri til þess að annast hana. Í dag vinna 11 manns við skipu- lagningu allt árið um kring og í ágúst bætast við um 120 sjálf- boðaliðar. Ekki er vanþörf á því í fyrra seldust rúmlega 1,3 millj- ónir miða á hina ýmsu viðburði hátíðarinnar.    Eins og áður segir er mest lagtupp úr leiklist á hátíðinni, en þar má sjá allt frá grískum harm- og gamanleikjum, verkum Shakespeares og Becketts og yfir í nýrri verk. Engin sérstök nefnd velur verk á hátíðina og því er hún tilvalinn vettvangur fyrir hin ýmsu tilraunaleikhús til að koma sér á framfæri. Á heimasíðu há- tíðarinnar segir að á síðasta ári hafi verið haldnar 26.995 sýn- ingar á þeim 1.800 verkum sem á hátíðinni voru, og að í þeim verk- um hafi 16.190 listamenn komið fram. Á þeim þremur vikum í ágústmánuði ár hvert sem hátíðin er haldin er Edinborg undirlögð og má sjá listamenn á hverju ein- asta götuhorni – gangandi auglýs- ingar fyrir hina fjölmörgu við- burði sem boðið er upp á á hátíðinni. Loks ber að geta þess að fjöl- margir heimsþekktir leikarar hafa stigið sín fyrstu skref á The Fringe, til dæmis Rowan Atk- inson, Stephen Fry, Hugh Laurie og Emma Thompson, auk með- lima Monty Python-hópsins.    The Fringe stendur yfir til 28.þessa mánaðar og er áhuga- sömum bent á heimasíðu hátíð- arinnar, edfringe.com. Stærsta listahátíð heims? ’Á heimasíðu hátíðarinnar segir að á síðasta ári hafiverið haldnar 26.995 sýningar á þeim 1.800 verkum sem á hátíðinni voru, og að í þeim verkum hafi 16.190 listamenn komið fram.‘ The Fringe er tilvalinn vettvangur fyrir óhefðbundna leikhópa að koma sér á framfæri. jbk@mbl.is AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson ÞÝSKI rithöfundurinn Walter Lauf- enberg varði sex vikum í sumar í að ferðast vítt og breitt um Ísland með það fyrir augum að safna efni í væntanleg skrif. Laufenberg hefur getið sér gott orð í heimalandi sínu fyrir skáldsögur sínar sem flestar eru með einhvers konar sagn- fræðilegu ívafi en nýjasta bókin hans er söguleg skáldsaga um flæmska málarann Peter Brugel. Vinnuafl sótt til Þýskalands Eitt af þeim verkefnum sem nú eru í bígerð hjá Laufenberg er bók um þýskar konur sem fengnar voru hingað til lands eftir seinna stríð til að starfa á sveitabæjum víða um landið. Þessir fólksflutningar eru af- ar merkilegt fyrirbæri í sögu þjóð- arinnar og höfðu víðtæk áhrif á mannlífið en aftur á móti hefur mjög lítið verið skrifað um þetta. Tildrögin voru þau að skapast hafði mikill skortur á vinnuafli í landbúnaði á eftirstríðsárunum vegna mikils uppgangs í Reykjavík sem dró til sín fólk úr sveitunum. Þá brást Búnaðarfélag Íslands við með því að leita eftir landbúnaðarverka- mönnum í Þýskalandi og árið 1949 komu hingað alls 314 Þjóðverjar, um sjötíu prósent þeirra konur. Í starfssamningnum var kveðið á um að fólkið skyldi vinna í eitt ár en dvalarleyfi fólksins gilti í allt að tvö ár. Þá var skilyrði að fólkið ynni í landbúnaði en ef það sækti í önnur störf yrði því einfaldlega vísað úr landi, sem var gert í nokkrum til- vikum. Margar þýsku kvennanna enduðu á að giftast annaðhvort bóndanum eða bóndasyninum og hafa búið hér alla tíð síðan. Erfið umskipti „Ég talaði við nokkrar þessara kvenna og þær sögðu mér sína sögu,“ segir Walter Laufenberg en eins og gefur að skilja tóku flutning- arnir mjög á konurnar, sérstaklega í fyrstu. Margar þeirra komu frá litlum sveitaþorpum í Þýskalandi þar sem tengslin á milli þorpsbúa voru mjög sterk og því áttu þær í mörgum tilvikum erfitt með að venj- ast einangruninni á íslensku bónda- bæjunum og ekki bættu tungu- málaörðugleikarnir úr skák. „Ein þeirra minntist sérstaklega á það að henni hefði þótt afar erfitt að geta ekki nálgast neinar bækur en flestar voru þær mjög bók- hneigðar,“ segir Laufenberg. Fáar heimildir „Ég hef lesið mikið um árin í Þýskalandi eftir stríðið en aldrei hef ég rekist á eina setningu þar sem minnst er á þessa flutninga á Þjóð- verjum til Íslands. Ég varð að sjálf- sögðu mjög hissa þegar ég komst að þessu. Þetta voru mestmegnis ung- ar konur í kringum tvítugt, án há- skólamenntunar og án nokkrar þekkingar á öðrum tungumálum. Þær fóru frá heimkynnum sínum í allt aðra veröld með skipi frá Ham- borg til Reykjavíkur, þetta var ferðalag sem tók eina viku.“ Þar sem ritaðar heimildir um efn- ið eru af skornum skammti var Laufenberg bent á að ræða við Pét- ur nokkurn Eiríksson hagfræðing, en hann hefur safnað saman því litla sem til er af heimildum fyrir lokarit- gerð sína í sagnfræði við Háskóla Íslands. Stór hluti af heimildum Péturs, sem hann byggir ritgerðina á, eru munnlegar frásagnir nokk- urra kvennanna frá Þýskalandi sem urðu hér eftir. „Í samtölum mínum við núlifandi Íslendinga sem umgengust þýsku konurnar að einhverju leyti á þessu tímabili hef ég undantekningarlaust heyrt að þær hafi verið mjög dug- legar, hjálpfúsar og mikil búbót,“ segir Laufenberg. „Ég hef eingöngu heyrt jákvæða hluti um þær og flestir segja að það hafi verið mjög góð hugmynd að fá þær til lands- ins.“ Menning | Skáldsaga um flutning vinnu- afls hingað til lands frá Þýskalandi Af þýskum konum í íslenskri sveit Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Rithöfundurinn Walter Laufenberg grennslast fyrir um afdrif þýskra vinnukvenna á Íslandi sem fluttust hingað eftir seinna stríð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.