Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 21 UMRÆÐAN ÁÐUR en til Kárahnjúkavirkjunar kom var reynt að knýja Fljótsdals- virkjun fram án umhverfismats í skjóli bráðabirgðaákvæðis við gömlu umhverfismatslögin. Eins og kunnugt er tókust þær fyrirætlanir ekki enda virkjunin líklega ekki nógu stór og ekki til siðs í Evrópu að sleppa um- hverfismati. Eyjabakkar enda fágætir á heims- vísu eins og nokkrir tug- ir þúsunda Íslendinga voru meðvitaðir um. Það var þá sem langt- um stærri fyrirætlanir tóku við af hálfu Lands- virkjunar, Kára- hnjúkavirkjun, en við bara vissum það ekki. Skipulagsstofnun taldi að frestir settir í um- hverfismatslögunum væru ekki til þess fallnir að tryggja fullnægjandi kynningu og umfjöllun meðal stofnana, almenn- ings og félagasamtaka í samræmi við markmið laganna um eins umfangsmikil fram- kvæmdaáform og Kárahnjúkavirkjun er. Landsvirkjun virtist hins vegar leggja mikla áherslu á að ekki yrði hvikað frá ríkjandi frestum og var umhverfismatið keyrt í gegn á einu ári. Ekki verður sagt að stjórnvöld hafi lagt áherslu á að upplýsa lands- menn um stærð, umhverfisáhrif og afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar. Frá upphafi var viðkvæðið að það væri of seint að tjá sig um málið og jafnvel hneykslanlegt að mótmæla, sem þó er lýðræðislegur tjáning- armáti og yfirleitt merki um að eitt- hvað mætti betur fara. Ekki er eðlilegt hvað Íslendingar vissu lítið um áformaða virkjun að Kárahnjúkum. Í könnun Gallups vor- ið 2001 vissu 64,6% úrtaksins lítið eða ekkert áformin, 29,3% nokkuð og að- eins 6,1% töldu sig vita mikið. Skipu- lagsstofnun hafnaði Kárahnjúkavirkj- un með úrskurði sínum 1. ágúst 2001 vegna verulegra, óafturkræfra, nei- kvæðra umhverfisáhrifa en fullnaðar- úrskurður umhverfisráðherra 20. desember sama ár ómerkti hann og leyfði framkvæmdina með einum 20 skilyrðum. Þegar Norsk Hydro hætti við stór- iðjuáform í Reyðarfirði í marslok 2002 var fjárfest- inganefnd umsvifalaust send til New York til viðræðna við banda- ríska álrisann Alcoa. Atkvæðagreiðslan á Alþingi 8. apríl 2002 um virkjun jökulsánna tveggja norðan Vatna- jökuls fór fram án þess að almenningur hefði verið upplýstur um málið sem er nokkuð undarlegt miðað við umfang framkvæmdar- innar. 19. júlí 2002 skrifuðu stjórnvöld og Alcoa undir vilja- yfirlýsingu og hafa landverðir í orðsins fyllstu merkingu flagg- að í hálfa stöng á þeim degi æ síðan. Þegar að atkvæðagreiðslunni kom um álverið í Reyðarfirði á Alþingi ári síðar, 5. mars 2003, höfðu mótmælin magnast til muna en ekki verður sagt að þing- menn hafi með atkvæðum sínum end- urspeglað augljósa vakningu meðal landsmanna á sviði náttúruverndar. Fyrir austan rís langstærsta álver landsins og háspennulínur liðast frek- lega um fallega dali frá virkjun til ál- bræðslu. Einar fimm stórar stíflur og aðrar minni ásamt skurðum, haug- svæðum og háspennulínum afmynda landslagið. Þremur þeirra er ætlað með nokkrum herkjum að mynda svokallað Hálslón sem Landsvirkjun hefur fyrir löngu tekið upp á að teikna inn á kort eins og orðnum hlut. Svæð- ið sem skammsýni pólitíkusa ætlar hreint að drekkja er nú betur þekkt landsmönnum og hinn áður friðaði Kringilsárrani hljómar orðið kunn- uglega. Eyjabakkamegin er nú verið að byggja fjórðu stíflu Kárahnjúkavirkj- unar, Ufsarstíflu, sem stíflar Jökulsá í Fljótsdal og mynda mun eins fer- kílómetra lón og gera lítið úr 15 foss- um í ánni. Næst við verður Kelduá stífluð sem mynda mun átta ferkíló- metra lón sem gleypir Folavatn, eitt frjósamasta stöðuvatnið á Hraunum eins og segir í Vatnalífríki á virkj- anaslóð á vef Náttúrustofu Kópa- vogs. Ufsarlón og Kelduárlón liggja alveg við mörk Eyjabakkasvæðisins sem er á náttúruminjaskrá en Fola- vatn tilheyrir Eyjabökkum. Í nátt- úruverndaráætlun segir í svæðislýs- ingu: „Eyjabökkum fella fleiri fuglar fjaðrir en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Þar er sérstætt og gróskumikið votlendi, m.a. flæðimýr- ar sem eru fágætar hér á landi, og er m.a. beitiland hreindýra, heiðagæsa og álfta.“ Vatnasvið lónanna er stórt og nær langt inn á Eyjabakka og verður svæðið fyrir töluverðri rösk- un. Hraunaveita er net af smærri stíflum og miklum skurðum sem ekki verður talið fegurðarauki á svæðinu. Fyrir Alþingi liggur þingsályktun- artillaga um að tilnefna Eyjabakka- svæðið á skrá Ramsarsamningsins um alþjóðleg mikilvæg votlend- issvæði. Fimm árum eftir úrskurðina 2001 eru Íslendingar enn að uppgötva um- fang framkvæmdanna við Kára- hnjúka. Er nema furða að mótmælin vari enn? Fjölskyldubúðirnar við Snæfell voru mótmæli við tilurð Kárahnjúkavirkjunar og stór- iðjuvæðingu Íslands. Þangað flykkt- ust ungir Evrópubúar frá meginland- inu, dásamlegt fólk sem skemmtilegt var að kynnast, og þangað fórum við ansi mörg til að mótmæla þeim nátt- úruspjöllum sem framin eru á há- lendinu norðan Vatnajökuls til þess eins að gefa erlendu stórfyrirtæki rafmagn til álbræðslu í Reyðarfirði. Hví lá svona á? Hefði ekki verið eðlilegra að gefa sér betri tíma til rannsókna og upplýsa almenning fyrr? Fyrir kosningarnar 1999 til dæmis? Ekki vildu stóru flokkarnir neitt af umhverfismálum vita fyrir kosningar 2003 en hvað verður 2007? Virkjun í óþökk Hanna Steinunn Þorleifsdóttir skrifar um stóriðjuvæðinguna ’Er nema furðaað mótmælin vari enn?‘ Hanna Steinunn Þorleifsdóttir Höfundur er háskólakennari í Frakklandi. „Nú frekar en nokkru sinni þurfum við menntun, sem getur satt hungur okkar í hið yfirskilvitlega.“ Micael H. Murpy. ÁSTANDINU í heiminum nú má helst líkja við ring- ulreið. Því er líkast að sú kynslóð sem nú ræður ríkjum á jörð- inni líti á plánetuna sem sína eign, sem hún geti farið með eins og henni sýnist og öðrum komi það ekkert við, hvorki Guði né mönnum. Ekki bara næsta kyn- slóð, heldur líka sú sem nú ber hitann og þungann af önn dags- ins, sýnist munu verða og hefur nú þegar orðið fyrir al- varlegum hremmingum vegna and- varaleysis þeirra sem hafa völdin í hendi sér. Vísindamenn eru fyrir löngu búnir að benda á og vara við mengunarhættunni. Þó að segja megi að nokkuð hafi áunnist þá er samt þörf á miklu róttækari að- gerðum. Oftrú á einkarekstri og frjálsri samkeppni er stríð á hend- ur hinum almenna borgara, sem sviptur er athafnafrelsi og er reyrður í fjötra örfárra auðkýfinga. Þeir skammta sér mánaðarlaun sem þættu góð árslaun fjögurra til fimm launamanna og kannski mik- ið meira en það. Síðan fá þeir starfslokasamning upp á kannski hátt á annað hundrað milljónir og margföld laun úr lífeyrissjóði mið- að við almenning. Þetta er ótrú- legt, samt er þetta víst svona, því miður, þó allir pólitíkusar telji sig bera hag almennings fyrir brjósti. Þetta geta samt verið ágæt- isdrengir rétt eins og hverjir aðrir. Manngildið verður ekki metið í peningum, sem betur fer. Þó er þetta rangt mat og siðblinda, sem skapar óvild og sundurlyndi og hindrar að raun- verulegt réttlæti geti þróast og þrifist á meðal okkar. Þessi þróun gengur í ber- högg við þær róttæku aðgerðir sem nú eru orðnar brýnar og mjög aðkallandi vegna óhóflegrar iðnvæð- ingar, taumlausrar só- unar á auðlindum og gengdarlausra nátt- úruspjalla. Búið er að þurrka út meira og minna af fjölskylduvæn- um fyrirtækjum, kaupmaðurinn á horninu sést varla lengur og nú er komið að því að leggja landbún- aðinn undir auðjöfrana og gera fjölskyldubúskapinn útlægan. Bændur skulu verða þrælar í verk- smiðjubúskap auðkýfinganna eða vinna í einhverju risaálveri. Skyldi þeim ekki verða hugsað til gömlu góðu daganna þegar þeir voru frjálsbornir menn og nutu þess að sjá grænar grundir, hjarðir í haga, tignarleg fjöll, stjörnubjartan him- in og norðurljós? Stefnt er að því að selja flest eða kannski öll þjón- ustufyrirtæki í hendur einkaaðila. Halda menn virkilega að hag okkar sé betur borgið með þessu móti? Ábyrgir og raunsæir vís- indamenn eru lengi búnir að vara þjóðir heims við því hvert stefni í mengunarmálum og hefur orðið nokkuð ágengt. Samkvæmt þeim fræðum duga engin vettlingatök ef á að snúa þeirri þróun til hins betra og ekki er von á góðum ár- angri á meðan mesta stórveldi heims lætur sig það litlu skipta. Það þarf efalaust mikla hugarfars- breytingu til að bjarga málunum. Maður gæti líka haldið að einka- væðing á öllum sviðum væri síst til þess fallin að létta þann róður. Réttlátt þjóðfélag þarf að byggja innan frá, á góðvild og tillitssemi við náungann. Til þess að svo megi verða þarf gildismat hamingj- unnar, í stað gildismats ránfugls- ins. Ég byrjaði þessa grein með til- vitnun í málsgrein sem bendir fram á veginn og vil ég nú gera þau orð að mínum og endurtaka þau hér: „Nú frekar en nokkru sinni þurf- um við menntun, sem getur satt hungur okkar í hið yfirskilvitlega.“ Endurtökum ekki mistök tutt- ugustu aldarinnar. Búum okkur bjarta framtíð! Ófriður og ringulreið eða and- legt og efnahagslegt öryggi Gunnþór Guðmundsson skrifar um þjóðfélagsmál ’Réttlátt þjóðfélag þarfað byggja innan frá, á góðvild og tillitssemi við náungann.‘ Gunnþór Guðmundsson Höfundur er rithöfundur og fyrrum bóndi. Sagt var: Ef þú mundir detta, þá mundirðu geta meitt þig. RÉTT VÆRI: Ef þú dyttir, þá gætirðu meitt þig. Gætum tungunnar MIG langar að minna ráðamenn aftur á þá ósanngirni sem felst í íbúðarkaupum, eignarmyndun og þeim vaxtabótum sem íbúðareig- endur fá, háð fjölskylduformi. Í dag er staða húsnæðislána og húsnæðismála þannig að nánast ómögulegt er fyrir einstætt foreldri að festa sér kaup á húsnæði á höfuðborg- arsvæðinu. Ekki standa þeim til boða sértæk lán sem miða við aðstæður, laun og eignir og þurfa að lág- marki að eiga 2.500.000 kr. til út- borgunar og hafa 197.000 kr. til ráðstöf- unar, að öðru leyti geta þau ekki eignast hús- næði. Þeir einstæðu foreldrar sem þó hafa átt eða getað keypt sér húsnæði sitja ekki við sama borð og sam- búðar- og hjónafólk hvað varðar vaxtabæt- ur og eignatengingu. Réttur til vaxtabóta fellur niður hjá ein- stæðu foreldri þegar nettóeign þess er orðin 5,9 milljónir króna, en það gerist ekki fyrr en 3,9 milljónum seinna hjá sambúðar- og hjónafólki eða þegar nettóeign þess er orðin 9,8 milljónir. Þar að auki eru hámarks vaxtabætur einstæðra for- eldra rúmum 62.000 lægri en hjá sambúðar- og hjónafólki. Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta, sé sú tala lægst í þeim flokki, er einnig 150 þúsund lægri hjá einstæðu foreldri heldur en sambúðar- og hjónafólki. Í þessu felst gífurlegur ójöfnuður. Til gamans þá vil ég stilla upp í þríbýli, þremur fjölskyldum sem keyptu, hver sína þriggja herbergja íbúð, allar á sama tíma, fyrir sama verð, með sömu vöxtum, sömu af- borgunum. Í einni íbúðinni býr ein- stætt foreldri með eitt barn 8 ára. Í annarri íbúðinni búa hjón með eitt barn sem einnig er átta ára og í þeirri þriðju býr ungt fólk í sambúð, en barnlaus. Fyrir þessar fjölskyldur er enginn munur á verði íbúðar, það er enginn munur á stærð íbúðar, það er enginn munur á lánskjörum, það er enginn munur á afborgunum. Munurinn felst hins vegar í vaxta- bótunum, eignatengingu og hámarki vaxtagjalda. Á meðan það foreldri sem býr eitt með sínu barni fær að hámarki 218 þúsund í vaxtabætur, geta vaxtabætur hjóna og sambúð- arfólksins orðið 280 þúsund. Einnig er það áhugavert að vita til þess að þegar eignarmyndun þess- ara þriggja fjölskyldna verður 3,8 milljónir í þeirra fasteign, að frá- dregnum skuldum, þá byrjar vaxtabótaskerð- ing hjá því foreldri sem býr eitt með sínu barni en hjá þeim sem eru í sambúð og hjónabandi er engin skerðing hafin. Skerðing til vaxta- bóta sambúðar og hjónafólksins hefst þeg- ar eignarmyndun þeirra í íbúðinni er orð- in 6,1 milljón krónur. En við þau mörk eru réttindi til vaxtabóta fallin niður hjá því for- eldri sem býr eitt með sínu barni, enda féllu þau niður við eign- armyndun upp á 5,9 milljónir, á meðan vaxtabætur sambúðar og hjónafólksins héld- ust óskert við þau mörk. Þetta er ekki með nokkru móti ásætt- anlegt og ég tel brýna þörf á að breytingar verði gerðar á eign- armyndun og skerðingarmörkum vaxtabóta, sanngjarnast hlýtur að vera að þessi mörk verði þau sömu hvort sem foreldrar eru í sambúð, hjónabandi, einhleypt eða einstætt foreldri. Kjör einstaklinga til íbúðar- kaupa, einstaklinga án barna sem og fráskildra foreldra án forsjár barna eru enn lakari heldur en einstæðra foreldra. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta afskaplega ósanngjarnt og krefst endurskoðunar og breytingar við fyrsta tækifæri, er svara og við- bragða óskað frá meirihluta Alþingis sem og þeirra ráðuneyta sem bera ábyrgð á umræddum málaflokki. Er þetta sanngjarnt? Ingimundur Sveinn Pétursson skrifar opið bréf til þingmanna og ráðherra rík- isstjórnarflokkanna Ingimundur Sveinn Péturssson ’… ég tel brýnaþörf á að breyt- ingar verði gerð- ar á eignamynd- un og skerðingar- mörkum vaxtabóta …‘ Höfundur er einstætt foreldri og formaður Félags einstæðra foreldra. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ sem rekur mig í að skrifa þessa grein er viðtal sem birtist við þing- mann Sjálfstæðisflokksins á Norð- vesturlandi, Einar Odd Kristjánsson, í kvöldfréttum NFS föstudaginn 28. júlí. Þar kvart- aði háttvirtur þingmaður yfir ástandi vega á landinu. Nær orð- rétt sagði hann að við Íslendingar stæðum jafnfætis helstu þjóðum heimsins í einu og öllu, nema þá vega- málum. Ég vil leiðrétta þingmanninn og benda honum á að þar vaði hann í villu. Vissulega mega vegir landsins líta betur út og að sjálfsögðu þarf að verja fjármunum ríkisins til þess að það verði að veruleika en bygging tónlistarhúss er samt brýnni að mínu mati. Ég vil benda Einari Oddi á það að Ísland er langt á eftir helstu þjóð- um hvað varðar flutning á klassískri tónlist. Það eru vegir á Íslandi en enn er ekkert tónlistarhús sem hýst getur sinfóníutónleika. Í því máli stöndum við alls ekki jafnfætis þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Það vill nú svo skemmtilega til að lönd eru allajafna dæmd eftir menningunni sem þar ríkir, ekki vegunum. Aldrei hef ég hitt ferðalang sem er nýkom- inn frá Mið-Evrópu og er orðlaus yfir því hvað vegirnir eru fallegir og vel hirtir. Þeir eru hins vegar ófáir sem eiga ekki orð til að lýsa þeirri reynslu að hlusta á góða sinfóníuhljómsveit í góðri tónleikahöll. Fyrir þá sem halda því fram að Ísland sé of lítið til að starfrækja tónlistarhús þá minni ég á það að Reykjavík er jafnstór og Flór- ens var á tímum Dante. SIGURBJÖRN ARI HRÓÐMARSSON Bugðulæk 17, Reykjavík Að standa jafnfætis Frá Sigurbirni Ara Hróðmarssyni: Sigurbjörn Ari Hróðmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.