Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.08.2006, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is TÆPLEGA 400 ökumenn óku of hratt í gegnum Hvalfjarðargöngin um verslunarmannahelgina og náðist brot þeirra á hraðamyndavélar í göngunum og eiga þeir von á sektum. Líklega hefur aldrei eins rammt kveðið að hrað- akstri í göngunum og um þessa helgi, og á það víð- ar við. Þannig sá lögreglan í V-Skaftafellssýslu t.d. hraðakstur sem aldrei fyrr og stöðvaði 100 manns fyrir slík brot. Þá er ótalinn ofsaakstur bifhjóla í sumar og reyndar bíla. Að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisstjóra Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöngin, er sá mikli fjöldi hraðakstursbrota í göngunum uggvænlegur í ljósi þeirra afleiðinga sem árekstrar og óhöpp inni í göngunum geta haft. „Ég held að þetta sé mesti fjöldi hraðakstursbrota sem ég hef séð yfir sambærilegan tíma,“ segir hann. „Ég er orðlaus yfir þeim hraðakstri sem hefur komið fram í dags- ljósið undanfarnar vikur. Það er óútskýrt hvað veldur þessum hraðakstri en þetta veldur manni áhyggjum. Það má ekkert út af bera í göngunum ef óhapp verður. Þar eru engar vegaxlir og því lendir viðkomandi annaðhvort á gangaveggnum eða á næsta bíl. Það er því lítið svigrúm sem menn hafa ef eitthvað ber út af. Afleiðingarnar verða því miklu alvarlegri en úti í víðáttunni.“ Mikil vonbrigði Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir hraðaksturinn í göngunum um helgina valda sér miklum vonbrigðum og sér fallist hendur yfir þeirri staðreynd að ökumenn skuli ekki gera sér grein fyrir þeim alvarlegu af- leiðingum sem hraðakstur getur haft í för með sér. „Hámarkshraði á vegum er miðaður við bestu mögulegu aðstæður og allur akstur umfram það hefur í för með sér gríðarlega áhættu,“ segir hann. „Miðað við allan þann áróður sem hefur verið rek- inn gegn hraðakstri, eru þetta mjög mikil von- brigði. Hins vegar ber að horfa til þess að um verslunarmannahelgina er langtum meiri umferð en á öðrum tímum. Einnig verður að taka með í reikninginn að nú eru margfalt fleiri bílar í umferðinni en fyrir ára- tug. Eftirlitið er meira á þjóðvegunum og ef til vill má líkja niðurstöðum verslunarmannahelgarinnar við átak lögreglu og tollgæslu við fíkniefnaleit, þ.e. að vitanlega finnst meira af efnum þegar staðið er fyrir átaki. Hins vegar verðum við alltaf fyrir von- brigðum þegar fréttist af hraðakstri. En þrátt fyr- ir allt hefur umferðarslysum stórfækkað á und- anförnum árum sem þakka má áróðri, betri ökukennslu og betri vegum að ógleymdum betri bílum.“ Um 400 ökumenn óku of hratt í Hvalfjarðargöngum um verslunarmannahelgina Orðlaus yfir hraðakstri Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is VINIRNIR Arnór Ragnarsson, fjög- urra ára, og hvolpurinn Perla sem er sex mánaða, hoppuðu líkt og þau ættu lífið að leysa í garði við Þrast- arás í Reykjavík í gærkvöldi. Perla hafði ekki síður gaman af hoppinu en Arnór og stunda þau víst tramp- ólínið grimmt þessa dagana. Fátt virðist toppa hoppið í þeirra huga. Morgunblaðið/Sverrir Toppurinn að vera á trampólíni Boðið að Töfrafossi ÓSK Vilhjálmsdóttir, sem hef- ur ásamt öðrum staðið fyrir ferðum félagsins Augnabliks á öræfin norðan Vatnajökuls, vill nú að ráðherrar landsins fái tækifæri til að kynna sér svæð- ið sem Kárahnjúkavirkjun mun hafa áhrif á. Býður hún öllum ráðherrunum í ókeypis tveggja daga ferð 19. og 20. ágúst og verður gist í skála við Snæfell. „Þau kynnast þá landinu sem á að hverfa,“ segir Ósk. Hún segir að ferðirnar séu fyrir alla sem vilja skoða nátt- úruna á þessum slóðum eigin augum, einnig það sem hverfi undir lón vegna virkjana.  Ráðherrum | 11 Leggja til að einkavæða Íbúðalánasjóð FRAMKVÆMDASTJÓRN Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins telur að Seðla- bankinn þurfi að hækka stýrivexti sína enn frekar en orðið er, til að stuðla að lækkun verðbólgu. Þá hvetur framkvæmdastjórnin íslensk stjórnvöld til að kanna þann möguleika að breyta Íbúðalánasjóði í einkarekinn heildsölubanka. Segir hún að núverandi fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hamli peninga- málastefnu Seðlabankans. Sturla Pálsson, framkvæmda- stjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Ís- lands, segir að skýrsla Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sé að mörgu leyti samhljóða þeim sjónarmiðum, sem Seðlabankinn hefur sett fram síð- ustu misserin um verðbólgu, Íbúða- lánasjóð og opinber fjármál. | 12 Eftir Jóhann M. Jóhannsson johaj@mbl.is ÞÉTTBÝLI Reykjavíkur teygir nú anga sína yfir nánast alla urðunar- staði Reykvíkinga frá fyrri tíð og eru miklar líkur á að spilliefni hafi verið urðuð á einhverjum þeirra þótt flest- ir hafi að geyma hættulítinn úrgang. Er þetta niðurstaða skýrslu um gamla urðunarstaði í Reykjavík sem unnin hefur verið af Kristínu Lóu Ólafsdóttur og Svövu S. Steinars- dóttur, heilbrigðisfulltrúum á um- hverfissviði Reykjavíkurborgar. Hefur sums staðar verið byggt of- an á urðunarstaði án þess að fjar- lægja gömul úrgangsefni og eru í skýrslunni skráðar upplýsingar um sextán urðunarstaði víðs vegar um borgina. Er talið ýmist hugsanlegt eða líklegt að spilliefni sé að finna á fimm þeirra, við Skúlagötu neðan Barónsstígs, í Geirsnefi, á Keldna- holti, í Gufunesi við loftskeytastöð Landsímans og á Gufuneshaugum. Þá er átt við efni á borð við raf- geymasýru, olíuefni, þungmálma og jafnvel PCB. Fram kemur í skýrslunni að lítið sé vitað almennt um hegðun úr- gangsefna hér á landi eftir förgun og að alvarleg mengunarvandamál hafi til þessa ekki komið upp þegar urð- unarstöðum hefur verið raskað við nýframkvæmdir. Sorp finnst enn við nýframkvæmdir Fyrirvari er jafnframt gerður um það í skýrslunni að samsetning úr- gangs og magn einstakra úrgangs- tegunda sé einungis hægt að áætla út frá þeirri atvinnustarfsemi sem hefur verið stunduð í gegnum tíðina. Spilliefni sé fyrst og fremst að finna í leifum urðunarstaða sem hætt var að urða í á síðustu áratugum tuttugustu aldarinnar. Skýrslan er fyrst og fremst unnin eftir munnlegum heimildum þar sem fáum skriflegum heimildum um efnið er til að dreifa. Er hún afrakstur fyrsta áfanga verkefnis sem ákveðið var að ráðast í eftir að gamall urð- unarstaður fannst við Fossaleyni ár- ið 2001 þegar unnið var að byggingu Egilshallar. Sá urðunarstaður hafði að geyma mikið af tuskum, plasti, beinum og skóm. Þrátt fyrir að þar hafi einnig fundist rafhlöður og dósir með efna- leifum sem gætu verið spilliefni segir í skýrslunni að slík efni hafi ekki virst vera í miklu magni. Við framkvæmdir sem standa nú yfir í Stekkjarbrekkum vestan við Vesturlandsveg hefur gamall urðun- arstaður komið í ljós og hefur jarð- vinnuverktaki á svæðinu unnið að því að flytja sorpið í Álfsnes þangað sem urðun úrgangs frá Reykjavík hefur verið flutt. Urðunarstaði spilliefna að finna undir þéttbýli  Öskuhaugur | 17 LAXVEIÐI í íslenskum ám mun að líkindum dragast saman frá því í fyrra en ekki stefnir þó í lélegt lax- veiðisumar heldur miðlungsveiði að sögn Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnun. Hann segir þó óþarft að örvænta. Hópur enskra laxveiðimanna sem var við veiðar í Laxá í Leir- ársveit fyrir nokkru virðist hafa tekið Guðna á orðinu. Þannig ör- væntu þeir ekki þegar á skall hita- bylgja og lónbúinn sýndi hvorki þeim né agni þeirra áhuga. Þeir vissu sem var að fleiri fiskar væru í sjónum og brugðu því á það ráð að halda til sjóstangveiða ásamt leið- sögumönnum sínum. Þar fundu þeir áhugasama þorska og ufsa sem létu glepjast af agninu og voru grillaðir seinna um kvöldið – eftir golfið. | 8 Golf og sjóstöng í stað laxveiðinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.