Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 4

Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Mallorca 24. ágúst frá kr. 24.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.24.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð á mann. Gisting frá kr. 1.950 Netverð á mann á nótt, m.v. 2 í íbúð á Paraiso Alcudia. Síðustu sætin Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Mallorca í ágúst. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á einum vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Úrval af gistingu í boði í Alcudia og á Playa de Palma. ÞAÐ er ónotaleg tilfinning að vakna á hótelherbergi í London við fréttir af því að allt flug frá Heathrow hafi verið stöðvað vegna áætlana hryðju- verkamanna um að sprengja flug- vélar á leið vestur um haf. Einkum þegar maður á bókað flug um kvöld- ið. En fólk er fljótt að taka við sér. Fljótlega er hringt frá móttöku hót- elsins og varað við ástandinu á Heat- hrow. Og við útskráninguna er af- hentur útprentaður listi yfir þá hluti sem taka má með í handfarangri. Listinn er ekki langur og óþægilegt fyrir blaðamann að horfa fram á að skilja við upptökutæki með óskrif- uðu viðtali. Að ekki sé talað um far- tölvuna. Á sama tíma skráir Bandaríkja- maður úr fjallahjólasamtökum sig af hótelinu og kemur af fjöllum þegar hann heyrir af ástandinu. „Ég er hissa á því að konan mín hafi ekki hringt í morgun, segir hann. Svo lít- ur hann á klukkuna, áttar sig og bætir við brosandi: „Klukkan er bara fimm í Bandaríkjunum. Hún hringir eftir klukkustund. Morgunblöðin flytja fremur óspennandi fréttir þennan daginn, enda ekki hægt að sjá atburðarásina fyrir. Og þó. John Reid innanrík- isráðherra hefur verið reglulega á skjánum allan morguninn og svarar fyrir handtöku hryðjuverkamann- anna. Hann er einnig á síðum bresku morgunblaðanna að gagnrýna stjórnmálamenn, dómara og stjórn- málaskýrendur fyrir að tálma bar- áttunni „upp á líf og dauða“ gegn al-Quaida þegar hann vildi fá sam- þykkt ný hryðjuverkalög. Tímasetningin auðvitað algjör til- viljun. Og þó? Stríð heima í stofu „Við verðum bara að lifa lífinu áfram, er það ekki?“ segir æðrulaus breskur miðaldra maður og almennt gengur lífið sinn vanagang í London. „Við erum vön þessu,“ segir breskur leigubílstjóri. „Það tók okkur aðeins þrjár til fjórar vikur að jafna okkur eftir sprengjuárásina í neðanjarð- arlestarkerfinu [í London 7. júlí í fyrra]. Enda höfum við þurft að glíma við IRA. Bandaríkjamenn eru miklu viðkvæmari. Þeir hafa aldrei átt í stríði heima í stofu.“ En fólk er þó líka órólegt. „Fólki er brugðið. Það er hvergi óhult að ferðast, hvorki með lest né flugi,“ segir stúlka sem bíður vinkonu sinn- ar, en hún situr föst í flugvél á Heathrow í tvo og hálfan tíma áður en henni er hleypt út. Ekki er laust við að sumum sárni. „Ég skil þetta ekki,“ segir annar leigubílstjóri. „Bandaríkjamenn þurfa ekki að glíma við að fólk af öðru þjóðerni að- lagist ekki. En ef Pakistan leikur við England, þá fær Pakistan stuðning frá fólki sem er fætt hér á Englandi. Hvernig er þetta á Íslandi; vill fólk ekki aðlagast ykkar samfélagi?“ Ungur maður sem fylgist með sjónvarpsskjánum í bankaútibúi hneykslast á því að hryðjuverka- mennirnir séu breskir ríkisborgarar. „Við leyfum fólki að stunda hvaða trúarbrögð sem það vill, en það er ekki nóg – það fær aldrei nóg! Samt greiðum við götu þess, menntum það, önnumst það og ef það veikist þá leggst það inn á spítala og við læknum það.“ Hann hristir höfuðið: „Ég skil ekki af hverju fólk vill skaða annað fólk.“ Eftir stendur baráttuhugurinn að koma ástandinu í lag. „Við erum að leyfa þeim að hafa betur með því að aflýsa fluginu. Þess vegna verðum við fljót að kippa ástandinu í lag,“ segir eldri maður sem rómar Dun- querque hugsunarhátt bresku þjóð- arinnar. „Amma mín bjó í London á stríðsárunum, vann í vopnaverk- smiðju eins og aðrar konur og hert- ist aðeins í sprengjuárásum Þjóð- verja. Gömlu konurnar í London eru harðar af sér. Og við ólumst upp við sögur þeirra.“ Skilningsríkir farþegar „Þetta hefur verið mjög annasam- ur dagur,“ segir Angie Condos, stöðvarstjóri Flugleiða á Heathrow, í gærkvöldi þegar farið var að inn- rita farþega til Íslands. „En það var gott að okkur var greint snemma frá stöðunni, eða fimm í morgun, því að þá komumst við hjá því að senda vél frá Íslandi til Heathrow. Svo gátum við haldið farþegum upplýstum frá byrjun og þeir voru afar skilnings- ríkir. Við bókuðum engan inn, ekki heldur í morgun, og flestir eru fyrst að mæta út á flugvöll núna í kvöld. Þó hafa 50 farþegar til Bandaríkj- anna beðið síðan tíu í morgun. Við höfum reynt að hugsa vel um þá og þeir munu gista í nótt á Íslandi. Í heild hefur þetta því gengið mjög vel og enginn hefur misst hemil á sér,“ segir hún og hlær. Að sögn Condos hefur ekki verið mikill órói á Heathrow þrátt fyrir allt. „Fólk hefur haldið ró sinni vegna þess að það vissi frá byrjun að hverju það gekk. Það var stöðugt verið að miðla upplýsingum á helstu fréttamiðlunum. Það lá alltaf ljóst fyrir að það yrði ekki auðvelt að ráða við ástandið á Heathrow vegna gíf- urlegs fjölda farþega sem á þar leið um. Ég held það hafi bjargað miklu að fólki var strax ráðlagt að fara ekki út á Heathrow nema brýna nauðsyn bæri til. Fólk hefur almennt verið skilningsríkt enda verið að gæta ör- yggis þess og fjöldi mannslífa í húfi.“ Á leið í brúðkaup Það er ekki löng röð við innrit- unarbás Flugleiða, enda flestir far- þegar fyrst að mæta í gærkvöldi og höfðu varið deginum í London. „Ég var að koma núna,“ segir Banda- ríkjamaður og bætir við brosandi: „Þú færð því ekkert neikvætt upp úr mér um Flugleiðir.“ „Ég er að fara í brúðkaup vina minna í Árbæjarkirkju á laugardag,“ segir David Petchell, sæll og glaður. „Mér leist þó ekkert á blikuna þegar ég vaknaði í morgun. Ég kveikti á sjónvarpsfréttum og hugsaði: Guð minn góður! En sem betur fer kemst ég til Íslands.“ Tveir Íslendingar varast viðtöl á þessum varasama degi, en upp- ljóstra þó að þeir hafi hringt um morguninn, heyrt um seinkunina og unnið í London yfir daginn. Var brugðið „Við áttum bara flug í kvöld, þann- ig að við vorum heppin,“ segir Valdís Ívarsdóttir með Albert Elí tveggja ára son sinn sofandi í fanginu og bíð- ur innritunar með fjölskyldunni á Heathrow-flugvelli. „Þetta breytir ekki miklu fyrir okkur, en okkur brá í morgun. Þegar tengdapabbi vakti mig með þessum tíðindum í morgun hélt ég að hann væri að plata.“ „En við kipptum okkur samt ekki mikið upp við þetta,“ segir Vigfús Bjarni Albertsson, eiginmaður Val- dísar. „Það má segja að við séum far- in að venjast þessu, því þegar við fluttum til Bandaríkjanna á sínum tíma, þá var það 10. september árið 2001.“ „Mér fannst það skrýtið að lögg- urnar skyldu vera með byssur. Þær voru aldrei svona stórar áður,“ skýtur dóttirin Rannveig Íva, níu ára, inn í. Fjölskyldan hafði búið sig undir að gista yfir nóttina í London. „Það hefði verið lítið mál, því við erum svo heppin að systir mín býr hér,“ segir Valdís. „Ef illa hefði farið hefðum við vel getað dvalið hér lengur.“ Handfarangurinn flokkaður „Ætli maður megi ekki taka bók með sér?“ segir Þórir Björnsson á meðan hann er að hagræða farangr- inum og setja það í ferðatöskuna sem ekki á lengur heima í handfar- angri. „Ég er nýkominn út á flugvöll vegna þess að ég hringdi í morgun og heyrði af seinkuninni. Flugfélagið hringdi svo áðan, lét mig vita af því að flogið yrði í kvöld og ég er mætt- ur.“ Hann hallar sér fram á innrit- unarborðið og fer í gegnum helstu fylgihluti. „Má þetta vera með … en þetta?“ Og kemur á daginn að Isle of Dogs eftir Patriciu Cornwell má ekki vera með í plastpokanum sem honum leyfist að taka með í handfarangri. Hann setur hana hlæjandi í ferðatöskuna og raðar svo í pokann á meðan hann þylur upp: „Lyklar, passi, peningar, farseðill, pappírar.“ „Af hverju vill fólk skaða annað fólk?“ Hryðjuverkaógnin í London setti lífið úr skorðum hjá þeim sem ætluðu að ferðast um Heathrow- flugvöll í gær. Pétur Blöndal var á meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum og sá fram á að komast hvergi. Hann talaði um atburðarásina við Lundúnabúa, flugfarþega á Heathrow og stöðvarstjóra Flugleiða. Fjölskylda í biðstöðu á Heathrow í gærkvöldi: Valdís Ívarsdóttir með son sinn Albert Elí, tveggja ára, Vigfús Bjarni Albertsson, Rannveig Íva Aspardóttir, Elín Vigfúsdóttir og Albert Ríkharðsson. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Angie Condos stöðvarstjóri og Yusuf Hussein, starfsmaður Flugleiða, sögðu daginn hafa verið annasaman á Heathrow en að fólk hefði haldið ró sinni. Þórir Björnsson með þá hluti í poka sem leyfðir eru í handfarangri. pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.