Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lloret de Mar
31. ágúst
frá kr. 44.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða einstakt
tilboð á einn vinsælasta
áfangastað Costa Brava
strandarinnar við
Barcelona, Lloret de Mar.
Gott hótel með góðri
aðstöðu, fallegum garði,
sundlaug og
veitingastöðum. Stutt í
golf og á ströndina. Öll
herbergi með baði,
sjónvarpi og síma
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
5 nætur - fullt fæði
Verð kr.44.990
með fullu fæði
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting
í tvíbýli með fullu fæði á Hotel Sunrise í
5 nætur, 31. ágúst.
aður hafi verið til viðeigandi aðili vegna
boðflennunnar.
Við laxveiðiárnar á Mýrum hafa selir
löngum gert sig heimakæra en nú segja
menn að ástandið sé með ólíkindum. Við
Hítará hafa menn oftar en einu sinni séð
sel elta göngur laxa upp að veiðihúsinu
Lundi en að sögn Haraldar er ekki stugg-
að við selnum við ósa árinnar. Hann dvelji
því þar í miklu magni og það þyki veiði-
mönnum miður.
„Hann hefur ekki verið skotinn að neinu
marki og svo virðist sem landeigendur séu
ekki hrifnir af því. Á sama tíma þiggja
þeir þó arð frá laxveiðimönnum þannig að
segja má að þetta sé skrýtið ástand.“
Haraldur segir að þessi tilhögun mála
komi óneitanlega niður á því rækt-
unarstarfi sem við ána er stundað og bend-
ir á að eitt seiði frá eldisstöð kosti um
hundrað krónur með virðisaukaskatti. Það
sé því leiðinlegt að horfa upp á seiðin sem
snúa aftur úr sjó enda í maga sels.
„Ef verðmæti hvers lax er 15 til 20 þús-
und krónur gefur það augaleið að þetta er
dýr biti,“ segir Haraldur.
Ólafur Sigvaldason, formaður Veiði-
félags Hítarár, segir að landeigendur hafi
ekki verið hrifnir af því að stuggað sé við
sel við ósa árinnar. Veiðimenn séu ekki
hrifnir af þessu ástandi og það verði tekið
LANDSELIR við ósa laxveiðiáa hafa
löngum verið þyrnir í augum veiðimanna
sem telja selina trufla laxagöngur og
leggja hinn silfraða sér til munns. Þá hafa
einstaka selir átt það til að synda upp árn-
ar í óþökk veiðimanna hverra flugur hafa
mátt lúta í gras fyrir kjafti selsins.
Undanfarna daga hefur selur einn gert
sér það að leik að stríða veiðimönnum í ár-
mótum Sogs og Hvítár eystri og töldu
menn hann jafnvel hafa teflt djarft og gert
sér ferð í ferskt vatn Sogsins. Haraldur Ei-
ríksson, markaðsfulltrúi Stangveiðifélags
Reykjavíkur (SVFR), segir það ekki vitað
hversu lengi umræddur selur hafi dvalið í
ánni en ástandið á neðsta svæði Sogsins
gefi til kynna að eitthvað sé að. Þannig
hafi verið góð veiði á efri svæðunum en
ekki á þeim neðri. Líklegasta skýringin sé
sú að selurinn hafi atast í göngum laxa.
Dýrt æti hjá selnum
„Þetta er ekkert einsdæmi á þessum
slóðum en það hefur oft komið fyrir að sel-
ur andskotast þarna niðri í Ölfusá. Þá hafa
þeir ýtt laxagöngum upp í Sogið – jafnvel
fisk sem ekki á þar heima,“ segir Haraldur
en á vefsíðu SVFR kemur fram að kall-
fyrir innan veiðifélagsins. „Ef þetta er far-
ið að verða eitthvert vandamál fara menn
eflaust að gera eitthvað í þessu,“ segir
Ólafur og bendir á að menn hafi ekki talið
veru selsins hafa afgerandi áhrif á veiðina
hingað til.
Laxinn hræðist lyktina
Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur
segir að magn landsels hafi aukist á Mýr-
unum frá árinu 2003 en hann flaug yfir
svæðið í gær.
„Selurinn er þarna aðallega til að hvíla
sig en þessi árstími er talsverður föstutími
hjá honum,“ segir Erlingur og bendir á að
selurinn sé þó í fullu æti allan veturinn og
allt vorið. Þannig séu líkur til þess að
hann éti meira magn af niðurgöngufiski
og þeim ungu löxum sem haldi til sjávar.
Fullorðinn selur étur að meðaltali um
þrjú til fimm kíló af fiskmeti á degi hverj-
um en Erling telur að hann éti ekki lax í
miklu magni. Laxinn finni þó lyktina af
selnum og það skjóti honum skelk í
bringu.
„Þegar selur er í ósnum getur verið að
laxinn sé tregari til þess að ganga í árnar
vegna hræðslu. Þá þarf hann ekki að éta
svo marga laxa til þess að hafa áhrif á
laxagengdina enda er um fáa fiska að
ræða.“
Selir eiga það til að synda upp laxveiðiár í óþökk veiðimanna
Leiðist að horfa á laxinn
enda í maga sels
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Laxveiðimenn eru ekki sáttir við landseli sem gera sig heimakomna í ósum áa. Þessi selur fór þó ekki lengra en að Borgarfjarðarbrúnni.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ANNA Richardsdóttir og Svanhvít
Magnúsdóttir hafa sett á laggirnar
skóla á Akureyri þar sem tekið
verður á móti sex og sjö ára börnum
að hefðbundinni skólasetu lokinni.
Skólinn hefur hlotið nafnið 7stafir
og byggist hugmyndafræði skólans
á því að vinna með lestur, ritun og
listsköpun sem eina heild. Nýstár-
legar aðferðir eru notaðar til að
miðla kennsluefninu til barnanna og
liggur hvatinn til þess að læra í
spennandi sögum, ævintýrum, vís-
um og listsköpun. Mikil áhersla er
lögð á hreyfingu og tjáningu hvers
konar og eru börnin hvött til þess
að nota líkama, rými og rytma til
þess að búa til dansverk, leikrit og
hreyfisögur. Einnig verður stuðst
við önnur listform í kennslunni, svo
sem tónlist, sjónlist og myndlist.
Markmiðið að skila sterkum
einstaklingum út í samfélagið
Að sögn Önnu Richardsdóttur,
annars stofnanda skólans, kviknaði
hugmyndin að skólanum þegar barn
hennar naut kennslu Svanhvítar
Magnúsdóttur, sem er hinn stofn-
andinn. Anna er íþróttafræðingur
að mennt og Svanhvít hefur sinnt
kennslustörfum um áratuga skeið
og oft á tíðum farið ótroðnar slóðir
með nemendur sína. Hugmyndin að
hinu óhefðbundna skólastarfi er því
í raun ávöxtur samskipta Önnu sem
foreldris og íþróttafræðings og
Svanhvítar sem kennara. „Þaðan lá
leið okkar saman á Brautargeng-
isnámskeið, sem er námskeið fyrir
konur sem stofna vilja fyrirtæki.
Þar gerðum við viðskiptaáætlun og
unnum áfram með hugmyndina og
fengum viðurkenningu fyrir vel
gerða viðskiptaáætlun,“ segir Anna.
Hún segir hið eiginlega markmið
skólastarfsins skila góðum einstak-
lingum út í þjóðfélagið, sterkum
krökkum sem þora að tjá sig um
það sem þau vilja.
7stafa-skólinn hefur störf 21.
ágúst og til að byrja með verður
boðið upp á pláss fyrir 24 nemendur
í skólann.
Skóli sex og sjö ára barna að hefðbundnum skóladegi loknum
Unnið með lestur, ritun og
listsköpun sem eina heild
Svanhvít Magnúsdóttir og Anna Richardsdóttir hafa sett á laggirnar
einkaskóla á Akureyri. Mikil áhersla er lögð á hreyfingu og tjáningu.
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is
ÍSLENSKIR atvinnurekendur geta farið fram á
það þegar auglýst er eftir starfskrafti að viðkomandi
reyki ekki tóbak, hvort sem er á vinnutíma eða eigin
tíma. Atvinnurekendum er því frjálst að neita reyk-
ingamönnum um vinnu þrátt fyrir að uppfylla aðrar
hæfniskröfur. Verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð
segir það þó ekki stefnu stofnunarinnar að hvetja
fyrirtæki til að ráða ekki reykingafólk.
Írska fyrirtækið Dotcom Directories auglýsti í
maí eftir fólki til starfa, en í auglýsingu fyrirtækisins
kom m.a. fram að reykingafólk þyrfti ekki að sækja
um. Olli þetta nokkru fjaðrafoki þarlendis og talað
var um mismunun og fordóma. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins svaraði því til í samtali við írska út-
varpstöð að reykingafólk væri andfélagslegt og tæki
of mikið veikindafrí. „Ef fólk reykir í kaffipásum eða
á þeirra eigin tíma, kemur það til baka á skrifstofuna
angandi. Við erum með mjög litla skrifstofu og það
myndi gera hlutina óbærilega fyrir annað starfs-
fólk,“ sagði framkvæmdastjórinn en einnig að fólk
sem hunsar allar viðvaranir og gögn um skaðsemi
reykinga hafi ekki það gáfnafar sem fyrirtækið leit-
ar að í starfsfólki.
Send var fyrirspurn til Evrópuþingsins, fyrir
hönd þrýstihóps sem berst fyrir réttindum reyk-
ingamanna, um hvort að ekki væri verið að mismuna
reykingafólki. Svörin voru á þá leið að hvergi í reglu-
gerðum væri að sjá að með auglýsingunni væri verið
að mismuna hópi af fólki.
Geta farið fram á reykleysi
Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá
Lýðheilsustöð, tekur undir svör þingsins og segir
ekkert mæla gegn því að atvinnurekendur fari fram
á reykleysi starfsfólks, og í raun engar reglur til um
það. Hann segir samt lítið sem ekkert hafa borið á
því að íslensk fyrirtæki auglýsi með sömu aðferðum.
„Frekar kemur fram í atvinnuauglýsingum að
starfsstöðvar fyrirtækjanna séu reyklausar eða ósk-
að sé eftir reglusömum starfskrafti og það þarf þá
ekki endilega að beinast gegn reykingafólki, það er
frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Viðar og bætir
við að vinnuveitendur geti auk þess sett mun strang-
ari skilyrði en reglugerðir segja til um þar sem þeir
hafi vald yfir starfsemi sinni og húsnæði. Viðar efast
þó um að íslensk fyrirtæki taki upp svipaða siði, sér-
staklega hvað varðar orðalagið í auglýsingunni. „Við
alla vega ýtum ekki undir að reykingafólk sé ekki
ráðið í vinnu, það er ekki okkar stefna.“
Heimilt að
neita reyk-
ingamönnum
um starf
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is