Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ekki fer á milli mála aðfarið er að draga úrumsvifum á fast-
eignamarkaði. Þetta gefa
mælingar skýrt til kynna.
Það á jafnt við upplýsingar
frá Fasteignamati ríkisins
um veltuna og fjölda kaup-
samninga á þessum mark-
aði, sem birtar hafa verið að
undanförnu, og tölur um út-
lán lánastofnana, sem greint
var frá í fyrradag. Þannig
dróst veltan á fasteigna-
markaðinum til að mynda
saman um 20% á milli júní
og júlí. Eðlilega kom það
fram í útlánum bankanna, en þau
drógust enn meira saman, eða um
29% á sama tíma, en mismunurinn
skýrist hugsanlega af samdrætti í
endurfjármögnun eldri lána, sem
íbúðalán bankanna ná einnig til.
Reyndar hefur dregið jafnt og
þétt úr útlánum bankanna til
íbúðakaupa allt frá því að þau
voru með allra mesta móti á
haustmánuðum ársins 2004.
Þannig voru útlánin í júlímánuði
síðastliðnum einungis um 10% af
útlánunum í október 2004, eða 3,6
milljarðar í samanburði við 34
milljarða.
Næsta víst er að minni umsvif á
fasteignamarkaði, þ.e. minni eft-
irspurn eftir íbúðahúsnæði, hefur
áhrif á þróun fasteignaverðs. Eðli-
lega er meiri þrýstingur til hækk-
unar þess eftir því sem eftirspurn-
in er meiri, eins og svo skýrt hefur
komið fram á umliðnum misser-
um. Að sama skapi kemst meira
jafnvægi á verðið þegar eftir-
spurnin minnkar.
Hækkun stýrivaxta
Þessi þróun á fasteignamarkað-
inum er það sem Seðlabankinn
hefur með aðgerðum sínum verið
að kalla eftir. Bankinn fylgir
ákveðinni peningastefnu með það
fyrir augum að verðbólgumark-
mið hans náist innan viðunandi
tímamarka, en verðbólgan hefur
hins vegar verið langt yfir verð-
bólgumarkmiðinu, sem miðast við
2,5% verðbólgu á ársgrundvelli.
Það liggur fyrir að þróunin á fast-
eignamarkaðinum og stóriðju-
framkvæmdir eru þeir tveir þætt-
ir sem stærstan þátt eiga í því hve
verðbólgan hefur verið mikil hér á
landi að undanförnu.
Tækið sem Seðlabankinn hefur
til að stuðla að minni þenslu í þjóð-
félaginu, og þar með minni um-
svifum á fasteignamarkaði, eru
stýrivextir bankans.
Frá því í maí árið 2004 hefur
Seðlabankinn hækkað stýrivexti
sína alls fimmtán sinnum. Þá voru
vextirnir 5,30% en þeir eru nú
13,0%. Sérfræðingar á fjármála-
markaði gera almennt ráð fyrir að
vextirnir verði hækkaðir enn frek-
ar á næsta vaxtaákvörðunardegi
bankans, hinn 16. þessa mánaðar.
Lakari lánskjör
Eftir að bankarnir hófu að veita
íbúðalán í ágúst 2004 fóru vextir
af þeim lægst niður í 4,15% í nóv-
ember 2004 og voru þeir vextir í
boði fram í mars 2006. Þá fóru
vextir að hækka aftur og eru vext-
ir af íbúðalánum nú á bilinu 4,85%
til 4,90%. Þó eru í boði 4,70% vext-
ir hjá Íbúðalánasjóði af lánum
með uppgreiðsluþóknun. Vextir af
lánum sjóðsins sem eru án upp-
greiðsluþóknunar eru 4,95%.
Auk þess sem vextir af íbúða-
lánum hafa verið hækkaðir hefur
lánshlutfall verið lækkað og er
það nú almennt um 80% af mark-
aðsvirði íbúðar. Lánshlutfallið var
hins vegar komið í allt að 100%
þegar hæst var. Þar fyrir utan
hefur greiðslumat verið þrengt.
Til viðbótar við lakari lánskjör nú
en þegar þau voru hvað hagstæð-
ust, þá hefur íbúðaverð hækkað
verulega. Þannig hefur það til að
mynda að meðaltali nærri tvöfald-
ast á undanförnum fjórum árum.
Því fer ekki á milli mála að
íbúðakaup þeirra sem eru að festa
kaup á sinni fyrstu íbúð, eða ætla
að stækka við sig, eru almennt
erfiðari nú en þau voru þegar best
lét, og jafnvel einnig þótt lengra
sé farið aftur í tíma.
Hætta á eignaupptöku
Þessi þróun á íbúðalánamark-
aði er að sjálfsögðu slæm fyrir þá
sem eru að festa kaup á sinni
fyrstu íbúð, eða þurfa að stækka
við sig. Þetta gefur augaleið. En á
þessu máli eru fleiri hliðar. Gagn-
vart þeim sem eiga íbúðarhúsnæði
og eru ekki í íbúðarhugleiðingum,
þá skiptir mestu máli að það takist
að ná tökum á verðbólgunni. Það á
ekki hvað síst við um þá sem hafa
verið að festa kaup á íbúðahús-
næði á allra síðustu misserum,
kannski með allt að 100% lánum.
Haldist verðbólgan í þeim hæðum
sem hún hefur verið í að undan-
förnu er hætt við að eignamyndun
í íbúðarhúsnæði þessa fólks, og
ýmissa fleiri reyndar einnig, verði
að engu eða jafnvel neikvæð.
Reyndar eru fasteignaviðskipti al-
mennt ekki heppileg í þeirri verð-
bólgu sem verið hefur. Því hlýtur
það að skipta mestu máli fyrir alla
að það takist að koma böndum á
hana sem allra fyrst.
Lakari lánskjör stuðla allajafna
að lækkun fasteignaverðs. Og nýj-
ustu tölur Fasteignamatsins sýna
að dregið hefur úr hækkunum.
Þetta eru eðlileg viðbrögð á þess-
um markaði þar til jafnvægi hefur
náðst.
Fréttaskýring | Fasteignamarkaður
Breytingar
á markaði
Kaupsamningum fækkar og útlán
bankanna til íbúðakaupa dragast saman
Verðbólgan gæti étið upp eignamyndunina.
Erfiðara að fjármagna
íbúðakaup en áður
Fyrst eftir að bankarnir hófu
að veita íbúðalán í samkeppni við
Íbúðalánasjóð í ágúst árið 2004
var fjármögnun íbúðakaupa auð-
veldari en hún hafði verið áður.
Hærri hluti af kaupverðinu
fékkst að láni á hagstæðari kjör-
um en áður hafði tíðkast. Í kjöl-
farið hækkaði íbúðaverð mikið
og verðbólga einnig. Á þessu ári
hefur aftur verið dregið úr lána-
möguleikum kaupenda. Nú er
svo komið að íbúðakaup eru með
erfiðasta móti.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
OPNUNARHÁTÍÐ Hinsegin daga
fer fram í Loftkastalanum í kvöld
og mun borgarstjórinn í Reykjavík
ávarpa hátíðina. Dagskrá í
tengslum við hátíðina hófst þó í
fyrradag með dragkeppni í Þjóð-
leikhúskjallaranum og í gær var
m.a. haldinn Evróvisjón-dansleikur
á Nasa. Dagskráin nær svo hámarki
á laugardaginn þegar Guðrún Ög-
mundsdóttir þingkona mun flytja
ræðu í Lækjargötunni að lokinni
gleðigöngunni sem leggur af stað
frá Hlemmi kl. 14.
„Við byrjuðum með 1.500 manns
en nú eru þetta orðin 50.000 sem
taka þátt í hátíðinni,“ segir Heimir
Már Pétursson, framkvæmdastjóri
Hinsegin daga, og bætir við að sam-
starf við yfirvöld sé afar gott.
„Svona stórri hátíð fylgir mikil
ábyrgð en þetta hefur alltaf gengið
mjög vel því að hátíðin fer fram án
áfengis og vímuefna og því er aldr-
ei neitt vandamál með fyllirí eða
slíkt,“ segir hann.
Þegar Heimir Már er spurður um
sögu Hinsegin daga víkur hann tali
sínu að atburði sem átti sér stað í
Greenwich Village-hverfinu í New
York 27. júní árið 1969. „Þetta var
útfarardagur Judy Garland og
hommar og lesbíur höfðu komið
saman á Stonewall-barnum til að
syrgja hana. Þá gerðist það einu
sinni sem oftar að lögreglan kom á
staðinn til að handtaka einhvern.
Fimm eða sex voru handteknir og
þegar þeir voru leiddir út í bíl stökk
einhver fram og spurði hvort fólkið
ætlaði að láta fara svona með sig,“
segir Heimir Már og útskýrir að
eftir þessa ögrun hafi lesbía spark-
að í punginn á einum lögregluþjón-
inum og eftir það upphófust óeirðir
sem stóðu í tvo til þrjá daga.
Mótmæli breyttist í fögnuð
„Það er að sjálfsögðu ekki merki-
legt að kona hafi sparkað í lög-
regluþjón en það sem er merkilegt
við þennan atburð er að þetta var í
fyrsta skipti sem hommar og
lesbíur stóðu upp og sögðu að þau
hefðu fengið nóg. Ári síðar kom svo
fólk saman í New York og San
Francisco og hélt upp á þennan at-
burð og það var í raun fyrsta Pride-
hátíðin,“ segir Heimir.
„Síðan þá hefur þessum hátíðum
fjölgað og þær eru nú um 400 um
allan heim. Gay Pride er hátíð þar
sem fólk minnist sigranna. Þátttak-
endum fjölgar stöðugt og hér á Ís-
landi er þátttakan mjög almenn.
Þetta er orðin nokkurs konar
þjóðhátíð, segir Heimir og bætir við
að hann gæti vel hugsað sér að
þessi hátíð yrði haldin víðar um
landið.
En þó að Hinsegin dagar séu ekki
eiginleg mótmæli segir Heimir Már
að besta pólitíkin í réttindabaráttu
samkynhneigðra sé sýnileikinn.
„Fólk nýtir oft þetta tækifæri til að
segja sínum nánustu frá því að þeir
séu lesbíur eða hommar. Það er
gleðilegt því um það snýst hátíðin:
að þora að vera til.“
Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju
Að lokum minnir Heimir Már á
guðsþjónustu sem haldin verður í
Hallgrímskirkju á sunnudag en
þar mun presturinn Pat Bum-
gardner frá Bandaríkjunum messa
en auk þess munu sex íslenskir
prestar þjóna fyrir altari. „Þetta er
í fyrsta skipti sem guðsþjónusta er
hluti af hátíðinni. Þótt lagaleg rétt-
indi samkynhneigðra séu orðin
mikil, eigum við enn í samræðum
við kirkjuna. Þess vegna er það
mikilvægt að fólk komi saman í
Hallgrímskirkju á sunnudaginn til
að sýna að samkynhneigðir vilja
iðka sína trú eins og aðrir. Það er
enginn munur á samkynhneigðum
kristnum manni og öðrum kristnum
manni. Það er ekki í samræmi við
kristna trú að dæma. Við verðum
öll dæmd þegar þar að kemur.“
Hinsegin dagar haldnir í Reykjavík í áttunda sinn
Morgunblaðið/Eyþór
Sjálfboðaliðar unnu hörðum höndum við að gera klárt fyrir hátíðina er ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um
verkstæði Gay Pride-samtakanna í gamla 66° norður-húsinu við Skúlagötu.
Sýnileikinn er besta pólitíkin
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
„ÞAÐ er rétt að ég var þarna á veið-
um án þess að hafa veiðikort og það
gerði ég því ég vissi ekki betur en
svo að þessar lundaveiðar krefðust
þess ekki að vera með veiðikort,“
segir Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra.
Samkvæmt upplýsingum Sigurðar
Arnar Guðleifssonar lögfræðings hjá
Umhverfisstofnun hefur ráðherran-
um verið sent bréf þar sem hann er
krafinn útskýringa á lundaveiðum
sínum í Grímsey í Steingrímsfirði í
júlí sl. „Ég stóð að þessum veiðum í
góðri trú vegna fávísi minnar um
þessi mál. Ég hef aldrei stundað
þessar veiðar öðruvísi en svo að
mönnum hafi verið ljóst að ég gerði
það. Ég greindi meðal annars frá
þessu í blaðaviðtali því ég vissi ekki
annað en ég hefði stundað löglegt at-
hæfi,“ segir Einar.
Þriðjudaginn síðasta birti Frétta-
blaðið umfjöllun um lundaveiðar
Einars og fleiri aðila og lýsir hann
þar árlegum lundaveiðiferðum sín-
um sem staðið hafa í 15 ár. Í kjölfarið
bárust svo veiðistjórnunarsviði Um-
hverfisstofnunar kvartanir þar sem
stofnunin var beðin að kanna hvort
Einar hefði leyfi til veiðanna.
Í 11. gr. laga um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum er gerð krafa um að þeir
sem veiði villt dýr afli sér veiðikorts
sem Umhverfisstofnun gefur út á
nafn viðkomandi gegn gjaldi, sem
samkvæmt lögunum er ákvarðað
2.200 krónur á ári. Sama regla er svo
áréttuð í 2. gr. reglugerðar um veiði-
kort og hæfnispróf veiðimanna. Í
lögunum og reglugerðinni er að
finna refsiheimildir og gæti brot
Einars varðað sektum og upptöku
veiðifangs og veiðitækja.
Spurður að því hvort hann hyggist
í kjölfar þessa máls fá útgefið veiði-
kort segir Einar að hann voni að
hann geti það, enda hafi hann áhuga
á þessari iðju í þau fáu skipti sem
hann stundi hana.
Í góðri trú við lundaveiðar
í Grímsey á Ströndum