Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 12

Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 12
Fréttaskýring | Stjórn bandaríska seðlabankans ákvað á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að halda stýri- vöxtum óbreyttum í 5,25%. Þar með lauk vaxtahækkunarferli bankans sem hófst í júní 2004 en vaxtahækk- anirnar hafa verið 17 frá þeim tíma. Ákvörðun stjórnarinnar er í takt við væntingar markaðsaðila sem flestir, þó ekki allir, höfðu gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum eftir að tölur um hækkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum voru birtar á föstu- dag fyrir viku en atvinnuleysi mæld- ist 4,8% í júlí, samanborið við 4,6% í júní. Þá hægði á hagvexti á öðrum ársfjórðungi er hann mældist 2,5% en á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur 5,6%. Þrátt fyrir það jókst tólf mánaða verðbólga úr 2,1% í 2,9% á milli fjórðunganna. Það eru hæstu verðbólgutölur frá því á þriðja ársfjórðungi 1994, en þá mældist verðbólgan 3,2%. Sam- kvæmt lögum um bandaríska seðla- bankann þarf hann ekki einungis að taka tillit til verðbólgu heldur einnig atvinnuleysis. Skiptar skoðanir eru um hvort ákvörðun Bens Bernankes seðla- bankastjóra hafi verið rétt þar sem hann hefur fyrst og fremst lagt áherslu á að halda verðbólgu í skefj- um og hafa fréttaskýrendur sagt að Bernanke hafi lagt trúverðugleika sinn að veði með þessari ákvörðun. Tillagan um að halda stýrivöxtunum óbreyttum var ekki samþykkt ein- róma því einn stjórnarmeðlimur vildi heldur hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Hækkunum ekki lokið? Í tilkynningu frá seðlabanka Bandaríkjanna segir að búist sé við því að verðbólga muni hjaðna til lengri tíma litið, að hluta til vegna samdráttar á fasteignamarkaði og svo vegna áhrifa fyrri stýrivaxta- hækkana og hækkandi olíuverðs. Þó kemur fram að mikil orkuþörf muni ýta undir verðbólguþrýsting haldi verð á orkugjöfum áfram að hækka á heimsmarkaði. Því sé ákveðin verðbólguhætta enn til staðar og leggur stjórnin áherslu á að ákvörð- unin nú sé frekar hlé á stýrivaxta- hækkunarferlinu en tákn um að því sé lokið, seðlabankinn sé tilbúinn til að hækka stýrivexti sjáist ekki merki þess að verðbólga sé á und- anhaldi. Það er almennt álit aðila á markaði að um hlé sé að ræða. Vandasamt verk fyrir höndum Fréttaskýrandi Wall Street Jor- nal skrifar að margir hagfræðingar telji að þessi ákvörðun stjórnarinnar muni auka hættu á samdrætti í bandaríska hagkerfinu. „Vandi stjórnarinnar endurspegl- ast í því að hagfræðingar, líkt og meðlimir stjórnarinnar, eru ekki sammála um hvað skuli gera þegar hagkerfið sendir mismunandi skila- boð. Sumir hagfræðingar vilja meina að Seðlabankinn hafi hækkað vexti of mikið nú þegar, meðan aðrir segja að bankinn hafi ekki hækkað þá nógu mikið,“ segir í Wall Street Journal. Að sögn blaðsins er hagkerfið nú að ganga inn í tímabil sem yfirleitt er álitið eitt það viðkvæmasta í hag- sveiflu, þegar það hefur náð fullri af- kastagetu og verðbólguþrýstingur hefur myndast. „Vísbendingar benda til þess að stýrivextir hægi nú á hagkerfinu, en það er ekki ljóst hvort þeir hafi hægt nægjanlega á því, eða of mik- ið.“ Seðlabankinn gerði hlé á stýri- vaxtahækkunarferli sínum á svipuð- um tímapunkti í febrúar árið 1995 og í maí 2005. Í fyrra skiptið var lending hagkerfisins mjúk en í það seinna varð samdráttur í hagkerf- inu. Þá hefur International Herald Tribune það eftir John Lonski, yf- irhagfræðingi hjá fjármálaþjónustu Moody’s, að margir þættir bendi til þess að hætta á samdrætti hafi auk- ist. „Óvissa á fasteignamarkaði, óframkomin áhrif fyrri stýrivaxta- hækkana og möguleikinn á enn hærra orkuverði, allt þetta gæti leitt til þess að hægði á bandaríska hag- kerfinu, mun meira en nú er búist við,“ segir Lonski. Næsta stýrivaxtaákvörðun banda- ríska seðlabankans verður tekin 20. september nk. Seðlabanki Bandaríkjanna heldur stýrivöxtum óbreyttum Reuters Erfitt verk Ben Bernanke seðlabankastjóri mun eiga erfitt verk fyrir höndum að mati hagfræðinga, en ástand efnahagsins er sagt viðkvæmt. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is 12 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ( )*+  )&*.) $&).) 2*+ 2*% & & ,-). /01 %&/)3 %&+3$ 4*+ 4$3 & & 202 341 5&6.. 633 4$* 4*6 & & 341 567   3%% $%&+3$ 4*3 4*) & & 82.1 /# 9  %&3%* $$&$)5 2*% 2*5 & &             "$% & #% '  ' 0: ;  <!= 6 0 : 6 0  <!= 6 0;  <!= 6 >;7 <!= 6 /?@ 6 ,A <!= 6 <   ? 6 5!=B  ? 6 A? ' 6 4  6 4 : ,6  6 +C, 0  : +  ! ) ! !D>!EF ,GF? 6 H! 6 ( ) # $*+  , <!= 6 > < 6 8:  : <!= 6 I6 G 6 -J  E 7E  6 K ! 7E  6 ,) +  + -"." )F !L )!E! ; - /   + 82.M )NE  ; E; E +53* 5)$ %/* 3)3* 56** %55 $%%* $.5* .*+** )*/* $.** %%%** $%6* $$*** 3.. > J  F J ; E; E D   D D D D D D D D D D D D D D " &$ " &$ " D &$ " &$ " &$ " &$ D D " &$ D D D " &$ "  &$ D D D D D D D D D ; E =   - ?E N   5!= )                D        D D D D D D D                  D D                     D   K E = N B@  0-  O 0 6!!  ,G7 ; E =   D     D D D D D D D ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 0,48% og var 5349 stig við lok markaða. Bréf Ac- tavis hækkuðu um 3,21%, bréf Al- fesca hækkuðu um 0,96% og Dags- brúnar um 0,74%. Bréf Flögu lækkuðu um 2,33% og bréf Lands- bankans um 0,48%. Viðskipti með hlutabréf námu 1,1 milljarði króna, þar af 276 milljónum með bréf Landsbankans. Úrvalsvísitala hækkaði um 0,48% ● XAVIER Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca, en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Al- fesca, frá árinu 2002. Segir í frétta- tilkynningu að það hafi verið sameig- inleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur lát- ið af störfum eftir tveggja ára starf hjá félaginu. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á fram- leiðslu eigin vörumerkja,“ segir Xav- ier Govare. „Þannig hefur okkur tek- ist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca.“ Alfesca skiptir um forstjóra ● HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins nam rétt rúmum 570 milljónum króna, sam- anborið við tæplega 435 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam um 630 milljónum samanborið við um 540 milljóna króna hagnað árið áður. Arð- semi eigin fjár er 18,0% á árs- grundvelli, en var 16,7% á sama tímabili í fyrra. Vaxtatekjur sparisjóðsins námu 2,2 milljörðum. og jukust um 75,2% frá sama tímabili árið 2005, en vaxtagjöld jukust um 131% á sama tíma og voru nú tæpir 1,8 milljarðar. Hreinar vaxtatekjur námu 455 millj- ónum króna samanborið við 505 millj- ónir fyrri hluta árs 2005 og hafa því dregist saman um 9,9%. Virðisrýrnun útlána nam 165 millj- ónum króna samanborið við 124 millj- ónir fyrstu 6 mánuði ársins 2005. Eigið fé í lok júní 2006 nam 6,6 milljörðum króna og hefur vaxið um tæpar 500 milljónir frá áramótum. Hagnaður SPV eykst um 31% HAGNAÐUR af rekstri Íbúðalánasjóðs nam 2,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins samkvæmt rekstrarreikningi samanborið við 576 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir, að stærstur hluti auk- ins hagnaðar helgist af verðbólguþróun að undanförnu og jákvæðum mun verðtryggðra eigna umfram skuldir, líkt og hjá öðrum inn- lendum fjármálafyrirtækjum á sama tíma- bili. Uppgreiðslur lána sjóðsins hafi lækkað umtalsvert á tímabilinu og námu 25 millj- örðum en þær námu 128 milljörðum allt árið 2005. Segir í tilkynningu að sjóðurinn hafi nýtt hluta af þessum uppgreiðslum til nýrra lánveitinga auk þess sem hann nýtti sér heimildir til aukaútdráttar húsbréfa og upp- greiðslu óhagstæðra lána. Eigið fé sjóðsins í júnílok nam 16,4 millj- örðum eða 3,17% af heildareignum sjóðsins. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er 6,5% en lang- tímamarkmið er að hlutfallið sé yfir 5%. Fimmföldun hagnaðar Íbúðalánasjóðs HAGNAÐUR Actavis eftir skatta nam 61,9 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 5,6 milljarða króna, á fyrri helmingi þessa árs, saman- borið við 22,4 milljónir evra á sama tímabili í fyrra, en um er að ræða aukningu upp á 191,4%. Heildartekjur samstæðunnar voru 705,9 milljónir evra fyrstu sex mánuði ársins og jukust um 215% frá sama tíma árið áður, þegar þær námu 223,8 milljónum evra. Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam151,9 milljónum evra, en var í fyrra 48 milljónir. Yfir hundrað ný lyf á markað EBITDA framlegð fyrirtækis- ins á tímabilinu nam 21,5%, sem er sami árangur og á sama tíma- bili í fyrra. Róbert Wessman, for- stjóri Actavis, segir í tilkynningu að stjórnendur félagsins séu ánægðir með rekstur félagsins á fyrri hluta ársins og séu við það að ná góðum árangri á flestum lyk- ilmörkuðum. Öflugur innri vöxtur og góð framlegð styðji við þá stefnu fyrirtækisins, að byggja upp alþjóðlegt fyrirtæki með góða tekjudreifingu á stærstu lyfja- mörkuðum heims. Heildartekjur á öðrum árs- fjórðungi þrefölduðust og voru 364,1 milljón evra samanborið við 122 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Innri vöxtur samstæðunn- ar, á föstu gengi, var 8% fyrir annan ársfjórðung og 12% á fyrstu mánuðum ársins. Félagið markaðssetti 107 ný samheitalyf á helstu markaði fé- lagsins á ársfjórðungnum, eða alls 197 á fyrri hluta ársins. Actavis með 5,6 millj- arða króna hagnað Róbert Wessman HAGSTOFA Íslands birtir í dag vísitölu neysluverðs fyrir ágústmán- uð og búast greiningardeildir bank- anna við lítilli hækkun á milli mán- aða, 0,3–0,5%. Vísitala neysluverðs í júlímánuði var 263,1 stig og gangi spár greiningardeildanna eftir verð- ur vísitalan á bilinu 263,9–264,4 stig í ágúst. Þegar almennt er talað um verðbólgu er átt við breytingu til 12 mánaða og verði spárnar að veru- leika er verðbólga í ágúst á bilinu 8,5–8,7%. Þetta er vel yfir efri þol- mörkum verðbólgumarkmiðs Seðla- banka Íslands sem eru 4% en fátt er svo með öllu illt að ei boði gott og góðu tíðindin eru þau að verðból- guaukningarferlið virðist vera í rén- un en frá því um áramót hefur verð- bólga hækkað um 4 prósentustig. Í júlí var verðbólga á ársgrundvelli 8,4% og er því um smávægilega hækkun að ræða á milli mánaða. Ef litið er til septembermánaðar kemur í ljós að í september í fyrra jókst verðbólga verulega á mánaðar- grundvelli, 1,5%, og á ársgrundvelli hækkaði verðbólga um 1,1 prósentu- stig á milli mánaða. Þetta stóra stökk skýrist fyrst og fremst af lok- um sumarútsala annars vegar og hækkun húsnæðisverðs hins vegar, undirvísitala húsnæðis hækkaði um 1,3% á sama tíma. Erfitt er að segja til um hver útsöluáhrif eru nú en hús- næðisverð er jafnvel tekið að hjaðna og má því gera ráð fyrir að verðbólga geti eitthvað lækkað í september. Þetta þýðir að eigi verðbólga í sept- ember að vera 8,7% þarf vísitala neysluverðs að vera 268,4 stig sem er 4 stiga hækkun á milli mánaða. 5> ? A? <   ? 0/$ !   !   '   !1 '! +$% KN  N F@ PD ; E? ; E       23& 234& 23& > J  F J F!E 3&& 3& 35& Spá 8,5–8,7% verðbólgu í ágúst Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.