Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 14
BRESKA lögreglan kvaðst í gær hafa komið í veg fyrir áform hryðjuverkamanna um að sprengja farþegaþotur í loft upp yfir Atl- antshafi á leiðinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Að sögn breskra fjölmiðla er talið að hryðjuverka- mennirnir hafi ætlað að lauma sprengjum í handfarangri inn í allt að tíu farþegaþotur. Aðstoðarlögreglustjóri í London lýsti ráðabrugginu sem „tilraun til að fremja fjöldamorð af ótrúlegri stærðargráðu“. Hann sagði lög- regluna vongóða um að tekist hefði að afstýra hryðjuverkunum. Breska lögreglan hafði í gær handtekið 24 menn í London, High Wycombe og Birmingham vegna rannsóknar málsins. Að sögn breskra fjölmiðla hefur rannsóknin staðið í nokkra mánuði. Að minnsta kosti tveir breskir fjölmiðlar sögðu í gærkvöldi að fimm menn, sem grunaðir væru um aðild að ráðabrugginu, gengju enn lausir. Lögreglan í London vildi ekki staðfesta þetta en sagði að hugsanlega yrðu fleiri hand- teknir vegna málsins. Öryggisráðstafanir voru hertar á öllum flugvöllum Bretlands. Við- búnaðurinn var færður í hæsta stig, sem þýðir að „búist er við að árás standi fyrir dyrum“ og að Bretlandi stafi „mjög mikil hætta“ af hryðjuverkamönnum, sam- kvæmt skilgreiningu bresku leyni- þjónustunnar. „Við erum vongóð um að okkur hafi tekist að hindra áform hryðju- verkamanna um að valda ólýsan- legri tortímingu og fremja fjölda- morð,“ sagði Paul Stephenson, aðstoðarlögreglustjóri í London. „Við teljum að markmið hryðju- verkamannanna hafi verið að lauma sprengiefnum inn í flugvél- ar í handfarangri og sprengja þær á flugi.“ John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, sagði að lögreglan teldi að vitað væri um alla helstu þátt- takendur í hryðjuverkasamsærinu. Lögreglan vildi ekki veita upp- lýsingar um þá sem handteknir hafa verið vegna málsins. Steph- enson gaf þó til kynna að íslamist- ar stæðu á bak við ráðabruggið og breska fréttastofan Press Associa- tion sagði að fangarnir væru flest- ir af pakistönskum ættum en fæddir í Bretlandi. Fréttavefur breska ríkisútvarps- ins, BBC, sagði að talið væri að hryðjuverkamennirnir hefðu skipulagt nokkrar „bylgjur“ árása og ætlað að sprengja þrjár flug- vélar í hverri þeirra. Öryggisvið- búnaðurinn hefði verið aukinn þrátt fyrir handtökurnar vegna þess að hryðjuverkamennirnir kynnu að hafa haft einhvers konar „varaáætlun“ um árásir sem lög- reglan vissi ekki um. Hugðust sprengja vélar bandarískra flugfélaga Hryðjuverkamennirnir hugðust koma sprengjunum fyrir í flug- vélum að minnsta kosti þriggja bandarískra flugfélaga – United, American Airlines og Continental Airlines – að sögn heimildarmanns fréttastofunnar AFP í bandarísku leyniþjónustunni. Hann sagði að minnst fimm bandarískar stór- borgir – New York, Washington, Los Angeles, Boston og Chicago – væru á meðal ákvörðunarstaða vélanna. Peter Clarke, yfirmaður þeirrar deildar Lundúnalögreglunnar sem berst gegn hryðjuverkastarfsemi, sagði að mennirnir hefðu verið handteknir eftir viðamikið eftirlit og náið samstarf við yfirvöld í nokkrum löndum. Hann sagði þetta umfangsmesta eftirlit sem breska lögreglan hefði ráðist í vegna hryðjuverkahættu. Fylgst hefði verið með fundum, ferðum og fjárútlátum fjölmenns hóps. Undirbúningurinn á lokastigi Heimavarnaráðuneyti Banda- ríkjanna gaf í gær út fyrirmæli um hámarksöryggisgæslu í tengslum við flug allra farþegavéla frá Bret- landi til Bandaríkjanna. Michael Chertoff, heimavarna- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að undirbúningur hryðjuverkanna hefði verið á lokastigi þegar breska lögreglan hóf aðgerðir sín- ar í fyrrinótt til að hindra þau. „Þeir ráðgerðu augljóslega margar sprengingar í mörgum flugvélum, en ég tel að það væru aðeins get- gátur að nefna fjölda þeirra.“ „Þessi áform virðast hafa verið þaulskipulögð með löngum fyrir- vara,“ sagði Chertoff. Hann bætti við að hryðjuverkamennirnir hefðu meðal annars ætlað að nota sprengiefni í vökvaformi, geyma það í drykkjarílátum, og fela sprengjur í rafeindatækjum og öðrum algengum varningi. „Áformin minna að nokkru leyti á aðferðir hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda en þar sem rannsókninni er ekki lokið liggur ekki nein end- anleg niðurstaða fyrir.“ Strangar reglur um handfarangur Öryggisráðstafanirnar urðu til þess að mörg flugfélög þurftu að aflýsa eða fresta flugi til Bretlands og tugir þúsunda farþega komust því ekki leiðar sinnar. Miklar tafir urðu á breskum flugvöllum og flugfélögin vöruðu við því að rösk- unin á flugi þeirra gæti staðið í nokkra daga. Farþegum var ekki leyft að fara með handfarangur inn í flugvélar nema nokkra nauðsynlega hluti sem þeir urðu að geyma í gagn- sæjum pokum. Rafeindatæki á borð við fartölvur og síma voru bönnuð. Enn fremur var bannað að fara með vökva, svo sem drykki eða ilmvötn, og hvers konar krem inn í flugvélarnar. Foreldrar ungbarna fengu ekki að hafa með sér pela nema smakka fyrst á mjólkinni fyrir framan öryggisverði. Á meðal þess sem farþegarnir fengu að hafa með sér voru vega- bréf, farmiðar, peningaveski, lyf sem nauðsynleg eru fyrir ferðina (þó ekki í vökvaformi nema í und- antekningartilfellum) og gleraugu án hulsturs. Bandarísk flugfélög settu svip- aðar reglur um handfarangur í flugvélum sínum og mörg lönd tóku einnig þessar reglur upp, þeirra á meðal Ástralía, Kanada, Ítalía og Sviss. Þá var öryggisgæsla hert á flug- völlum víða í Evrópu og Asíu. Hugðust sprengja allt að tíu farþegaþotur AP Vopnaður lögreglumaður á varð- bergi við Flugstöð 4 á Heathrow- flugvelli í gær. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HJ ; E  B! E   F 7! B ! E 67!!  )  !  6!  E  E 7    QG!  > !  6QG! E E 7   QG!!  , E  B   E    6G  N ! !; 6 !  ! ' + 7    +$  1+ '!    +/ !     8! 8   //1  *    !+  $6 !   6   " ,!L7 I ! 6!!E! ! E ;  6   7J FE   !E =E  F ? ! !;7!   !"#$"%&'()*) K  C ?!! ,B  F ! 6 E L   6! N QG! = =!  ! L7  I ! ! K ?LC  E AJ  ;7!  !EJ  !  6 ? E F QE! < !! C  !! 0!D  !6J >  ! C GC 6 Q ;7! J  ?7 -NE ==  6 Q D ;7! J  ! R!! AJ 9:;<=>?*>@A@=> '+",-&'+*() $ &'$()&  7! , 7;! ,N  K7;   "      ./&00+-()& *  B!-9C 9   A)!  D1/ *  6  * E 1 ! 1F! >1 G  7 '!   0 7       1 81  ! ))&***!   9      !  ! :1  1  7  7 '  ! A  B  ! F 7! B ! F  E   >NG ; E ? 6 E  Yfir 20 meintir hryðjuverkamenn handteknir eftir mjög umfangsmikla rannsókn í Bretlandi ’Við erum vongóð umað okkur hafi tekist að hindra áform hryðju- verkamanna um að valda ólýsanlegri tor- tímingu og fremja fjöldamorð.‘ 14 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ísraelar og Hizbollah hindra hjálparstarf JAN Egeland, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi í gær Ísraela og Hizbollah-hreyfinguna fyrir að hafa hindrað flutning hjálpargagna til suðurhluta Líbanons. Egeland sagði að Ísraelar og Hizbollah gætu séð til þess á „augabragði“ að nauð- staddir íbúar Suður-Líbanons fengju þá aðstoð sem þeir þyrftu. „Þetta er smánarlegt í rauninni,“ sagði Egeland. „Við höfum ekki haft neinn aðgang að fólki á átakasvæðinu í marga daga.“ Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) skoraði einnig á Ísraela og Hizbollah að gera hjálparstofnunum kleift að flytja hjálp- argögnin til Suður-Líbanons. „Hjálparstarf okkar er eins og súrefnislaus sjúklingur, sem stendur frammi fyrir lömun og liggur fyrir dauðanum,“ sagði Zlatan Milisic, yfirmaður WFP í Líbanon. Milisic bætti við að um 100.000 manns kæm- ust ekki af átakasvæðinu sunnan við Litani- ána. Talsmaður WFP sagði að hjálpargögn hefðu verið flutt til Sídonborgar í fyrradag en Ísr- aelsher hefði ekki leyft bílalest að flytja þau þaðan til Nabatiyeh, norðan við ána. Læknar án landamæra (MSF) hafa einnig varað við því að sjúkrahús í sunnanverðu Líb- anon séu að verða uppiskroppa með matvæli, eldsneyti og lyf. Reuters Starfsmenn líbanska Rauða krossins bera lyfjakassa yfir á í Suður-Líbanon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.