Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 19

Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 19 MENNING Hið sögufræga leikhúsAdmiralspalast stendurí hjarta Berlínarborgar,nánar tiltekið við Fried- richstrasse, aðeins steinsnar frá samnefndri brautarstöð sem þús- undir Berlínarbúa fara um á degi hverjum. Í raun væri nær að tala um menningarmiðstöð en leikhús því húsnæðið er gríðarstórt, einir 23.000 fermetrar og samanstendur af skemmtistað, kaffihúsi, veit- ingastað, heilsulind auk þriggja misstórra sýningarrýma sem henta bæði leik- og tónlistarskemmt- unum. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi ef tveir Íslend- ingar – þeir Helgi Björnsson leik- ari og tónlistarmaður og Jón Tryggvason kvikmyndaleikstjóri – væru ekki hlutaðeigendur í end- urreisn Admiralspalast og þeirrar menningarstarfsemi sem leikhúsið var þekkt fyrir, allt til falls Berl- ínarmúrsins þegar halla fór undan fæti. Kostnaður upp á 1,5 milljarð „Við Jón höfðum staðið fyrir leiksýningum bæði hér í Þýska- landi og annars staðar í Evrópu í nokkurn tíma þegar okkur bauðst árið 2003 að leggja til fjórðungshlut í kauptilboð sem þrír Þjóðverjar hugðust gera í Admiralspalast,“ segir Helgi Björnsson sem var í óðaönn, þegar Morgunblaðið náði í hann, við að undirbúa frumsýningu á Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht, sem fram fer á aðalsviði leikhússins í kvöld. Kaupverð húss- ins var um 1,5 milljónir evra, tæpar 140 milljónir íslenskra króna en auk þess var skilyrði í kaupsamn- ingi um að húsið yrði endurgert af kaupendum. Sú endurreisn hófst þó ekki fyrr en á síðasta ári en töluverður tími fór í að fjármagna endurbygginguna, að sögn Helga. „Endurbyggingin mun þegar yfir lýkur kosta um 15 milljónir evra og er fjármögnuð með hjálp banka og tryggingarfélaga hér í Þýskalandi. Skrautleg saga Eins og sést á myndunum sem fylgja er Admiralspalast ekki bara tíguleg bygging heldur einnig sögu- fræg. Byggingin var reist árið 1911 og þá leysti hún Admiralsgaten- bad-heilsulindina af hólmi, en hún stóð á ölkeldu sem þar er að finna. Í upphafi státaði miðstöðin af kaffi- húsum, kvikmyndahúsum, keilusal, lúxus-heilsulind og skautasvelli sem einnig mátti hylja með við- arplötum þegar dansleikjum var slegið upp. Árið 1923 var skauta- svellinu svo breytt í leikhús, Weltv- arieté, sem tók um 1.065 áhorf- endur í sæti og átta árum síðar var það stækkað enn frekar og rúmaði þá yfir 2.000 manns. Leikhúsið var mikilvægur stólpi í revíu-leiklist- arlífi Berlínar á þriðja og fjórða áratugnum en árið 1939 fékk húsið klassískara og íhaldssamara yf- irbragð þegar áróðurmeistari nas- ista, Jósef Göbbels fékk húsið und- ir sitt forræði. Þá var til að mynda sérstök stúka með baðherbergi, eldhúsi og öðrum nauðsynjum, reist á fyrstu svölunum svo að Adolf Hitler hefði allt til alls þegar hann kaus að sækja leiksýningar. Þegar Rússar tóku við austurhluta Berlínar var húsið – með fram óperettuleikhúsi – notað undir sam- komur háttsettra meðlima austur- þýska kommúnistaflokksins en við fall Berlínarmúrsins, minnkaði op- inber stuðningur við starfsemi þess og svo fór að rekstur lagðist niður árið 1997. Gamli og nýi tíminn „Þegar við tökum við húsinu er ekki mikið eftir af upprunalegu út- liti þess að innan, fyrir utan stóra sviðið. Við tókum því þá ákvörðun nauðugir, viljugir að blanda saman þessum gamla stíl – þar sem hann var að finna – við nútímalegri arki- tektúr og reyndum ekki að fela þá árekstra sem þar urðu. Við byggð- um til dæmis frá grunni nýjan stór- an stiga og ýmislegt annað í fordyri aðalsviðsins en þegar gengið er inn í salinn sjálfan verður ljóst hvar gamli tíminn tekur við af þeim nýja. Veitingastaðurinn sem verður opnar í byrjun október verður að sama skapi í nútímalegri stíl en áð- ur var, þó þar megi einnig greina ákveðinn samruna og önnur starf- semi hússins, sem enn hefur ekki verið fullbyggð, verður á svipuðum arkitektanótum. Við neyddumst í raun til að taka allt í gegn, allt raf- magn, allar pípulagnir – allt innra byrði hússins og þá þurfti að styrkja húsið sjálft auk þess sem nýr grunnur var steyptur fyrir svo- kallaðan hallargarð sem hér er að finna.“ Utan stóra sviðsins, sem opnað verður í dag, verður annar 200 sæta salur opnaður í sept- ember. Fimm hundruð manna sal- ur, sem er fyrir ofan stóra salinn, verður svo opnaður í október en baðið og klúbburinn opna aðeins seinna. „Við stefnum að því að um áramót verði allt í húsinu farið að funkera.“ Gleðihús Helgi segir að framtíðarhlutverk Admiralspalast eigi að vera svipað því og það var þegar starfsemin var hvað glæsilegust: „Fólk á að geta snætt á veitingastaðnum og farið aftur til síns heima. Það á líka að geta sótt baðhúsið eingöngu og farið svo aftur út en það getur líka, ef það kýs svo, farið í baðið, svo á veitingastaðinn og síðan í leikhúsið. Eftir leikhúsið getur það svo ákveðið að fara á klúbbinn sem verður í kjallara hússins og mun rúma um 800 manns.“ Að sögn Helga var húsið eitt allsherjar skemmtihús á stríðsárunum, opið allan sólarhringinn. Hermennirnir sneru kannski aftur beint frá aust- urvígstöðvunum í tveggja daga frí og dvöldu þá allan tímann í Admi- ralspalast þar sem þeir voru þjón- ustaðir á hvern þann hátt sem þeir kusu. „Mig grunar að einhvers staðar hér uppi á háalofti hafi verið herbergi þar sem konur seldu blíðu sína, enda var það ekki óvanalegt hér áður fyrr á stöðum sem þess- um. Það eru í kringum 970 her- bergi í húsinu þannig að það hefur eitt og annað gengið á.“ Maður gæti jafnvel hugsað sér að það væri reimt í Admiralspa- last? „Ja, ég get ekki ímyndað mér annað.“ Stjörnum prýdd sýning Þegar rætt var við Helga að kvöldi miðvikudags, stóð yfir rennsli fyrir fjölmiðla á Túskild- ingsóperunni. Voru að sögn Helga mættar um átta til níu sjónvarps- stöðvar og um sextíu aðrir fjöl- miðlar sem sýnir hvers lags athygli framtakið vekur í Berlín og Þýska- landi öllu. „Óperan er í leikstjórn Klaus Maria Brandauers sem er mjög virtur leikari og leikstjóri hér í landi en í helstu hlutverkum eru margar af stærstu stjörnum Þjóð- verja. Í hlutverki Makka hnífs er til dæmis Campino nokkur sem far- ið hefur fyrir hinni frægu þýsku hljómsveit Die Toten Hosen en svo má nefna Katrin Sass sem lék mömmuna í Goodbye Lenin og Gottfried John sem er með bestu og þekktustu leikurum Þjóðverja. Þessi hópur vekur ekki síður at- hygli en leikhúsið sjálft en það er ekki víst að þessir leikarar hefðu tekið þetta að sér ef ekki hefði ver- ið fyrir Admiralspalast sem er á besta stað í Berlín og sögufrægt með eindæmum. Hvort tveggja vekur athygli Þjóðverja enda húsið ekki sambærilegt við önnur leikhús í Evrópu þegar kemur að stærð en þá sérstaklega, fjölbreyttum rekstri.“ Margt í bígerð Helgi vill helst ekki samþykkja það að vera kallaður leikhússtjóri þegar gengið er á hann. „Það eru tvö aðskilin fyrirtæki sem að hús- inu koma; annars vegar húseign- arfyrirtæki og svo rekstrarfyr- irtæki. Við erum fimm sem skiptum með okkur verkum í síðara fyrirtækinu og ef einhver á að kall- ast leikhússtjóri þá væri það Mar- cus Flugge sem fengi að setja þann hatt á sig. En það titlar sig enginn neitt ennþá. Okkar hlutverk allra er bara að finna áhugaverða hluti og fylla svo húsið af fólki. Við höf- um möguleika á að gera ansi margt. Við erum með 200, 500 og 1.800 sæta sali svo að við sjáum fyrir okkur að geta þróað sýningar frá því að vera smáar uppfærslur og upp í stærri. Framleiðslufyr- irtæki okkar Jóns hefur þegar sett upp sýningar á borð við Cavewom- an, (Helliskonan) sem er svona hin hliðin á Hellisbúanum og annað verk sem kallast Triple Espresso og var frumsýnt í München í júní. Cavewoman hefur farið um allt Þýskaland og við stefnum á að sýna það hér líka en þar fyrir utan erum við með nokkrar sýningar sem við hyggjumst sýna. [Áhugasömum er bent á heimasíðu Admiralspalast sem finna má hér að neðan]. Við er- um ekki styrktir af ríki eða borg og því verðum við að vera með stykki sem bera sig … til að byrja með allavega. Jafnhliða því munum við svo leigja húsið út til leikhópa og annarra listamanna sem við höfum trú á að laði að áhorfendur.“ Jákvætt viðhorf til Íslendinga Sérðu fyrir þér að íslenskir lista- menn komi til með að leika og syngja á fjölum Admiralspalast? „Já, það er allt til í dæminu. Við höfum aðeins rætt það en það er ekkert ennþá ákveðið í þeim efn- um.“ Þú færð þá holskeflu tölvupósta eftir að viðtalið birtist. „Já, það er vonandi,“ segi Helgi og hlær. „Eins og er höfum við ekki burði til að bjóða íslenskum sýningum í heimsóknir en ef maður tekur til dæmis Rómeó og Júlíu Vesturports að þá getum við vel ímyndað okkur að sú sýning myndi ganga upp með þýskum leikurum. Það er ennþá of erfitt að borga undir erlendan leikhóp í margar vikur en ef fjársterkir aðilar heima eru tilbúnir til að borga undir ís- lenskar sýningar í Admiralspalast erum við reiðubúnir til að skoða það gaumgæfilega. Hins vegar finnst mér það liggja beint við að í framtíðinni munum við leita til ís- lenskra listamanna. Benni Hemm Hemm verður til að mynda í opn- unarpartíinu okkar á föstudaginn og svo ætlar Egill Sæbjörns að vera með performans svo að þú sérð að þetta er þegar byrjað. Ís- lendingar vekja athygli hér í Berlín og það er greinilega jákvætt við- horf til okkar, hvernig sem það er tilkomið.“ Söng á blaðamannafundi Morgunblaðinu barst til eyrna að á blaðamannafundi sem haldinn var á mánudaginn í Admiralspalast, hefði Helgi brostið í söng og hann er inntur eftir því í lok samtalsins. „Já, já. Ég var svona að reyna að létta andrúmsloftið á fundinum.“ Gekk það? „Nei, nei, það gekk ekkert svaka- lega vel. Þeir höfðu ekki mikinn húmor fyrir því en ég hafði hins vegar gaman af því sjálfur.“ Hvaða lag söngstu? „Ég söng bara nokkrar línur úr „I’ve got you under my skin“, ég var eitthvað að lýsa þeim áhrifum sem Berlín hefði á mig, að hún væri að læðast undir skinnið á manni. Þannig að ég ítrekaði það bara með nokkrum línum frá Cole Porter.“ Leiklist | Íslenskir athafnamenn standa að baki enduropnun Admiralspalast-leikhússins í Berlín Menningarhöll í hjarta Berlínar Frá blaðamannafundinum sem haldinn var í Admiralspalast á mánudaginn. Helgi Björnsson og Jón Tryggvason sitja fyrir miðju en sá fyrrnefndi tók upp á því að syngja fyrir blaðamenn til að létta andrúmsloftið. Admiralspalast-leikhúsið í Berlín. Eins og sést á þessari mynd er endur- reisn hússins enn í fullum gangi en kostnaðurinn við endurbygginguna mun slaga upp í einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Eftir Höskuld Ólafsson og Flóka Guðmundsson www.admiralspalast.de Horft út í sal af aðalsviði leikhússins sem rúmar 1.800 gesti í sæti. Í kvöld verður Túskildingsóperan frumsýnd í Admiralspalast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.