Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.08.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 21 DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST Í útileguna Nokkuð hefur verið fjallaðum örbylgjuofna ogáhrif þeirra á hollustumatar að undanförnu og hafa margir haldið því fram að mat- ur úr örbylgjuofnum sé annaðhvort næringarrýr eða beinlínis hættu- legur. Hvorugt er rétt og þvert á móti getur matur úr örbylgjuofni innihaldið meira af vítamínum en matur eldaður á hefðbundinn hátt. Þetta á t.d. við um grænmeti sem annars vegar er sett í mikið kalt vatn og soðið í potti en hins vegar matreitt hæfilega í örbylgjuofni. Kannski er það bara heitið örbylgja sem hræðir enda hljómar það hálf- ónáttúrlegt að geisla matinn. Kannski hafa formæður okkar hugsað með svipuðum hætti um frystinn eða ofninn á sínum tíma. Í örbylgjuofni hitnar maturinn allur á sama tíma en ekki frá yf- irborðinu eins og við aðrar mat- reiðsluaðferðir. Maturinn getur hins vegar mishitnað mjög mikið og stundum myndast eins konar hita- pollar. Því er mikilvægt að hræra vel í mat sem er hitaður í örbylgju- ofni og fara varlega, ekki síst ef ver- ið er að hita mat fyrir börn. Ekki er mælt með að hita pelamjólk fyrir ungbörn í örbylgju af þessum sök- um. Allan mat ætti að láta standa í a.m.k. eina mínútu áður en hann er borinn fram til að hitinn jafnist. Næringarinnihald matvæla Flestir vísindamenn eru sammála um að næringarefnainnihald í mat sem eldaður er í örbylgjuofnum sé ekki minna en í mat sem eldaður er á hefðbundinn hátt. Við matreiðslu verður alltaf eitthvert tap á næring- arefnum, aðallega á vatnsleys- anlegum vítamínum, eins og B- og C-vítamíni, sem skemmast vegna hitunar eða fara út í vatn við suðu. Þegar matur er eldaður í örbylgju- ofni tapast hins vegar minna af vatnsleysanlegum vítamínum held- ur en við suðu. B12-vítamín hefur þó reynst mjög viðkvæmt fyrir ör- bylgjum, en það er aðallega að finna í kjöti og mjólkurafurðum, því má segja að örbylgjuofn henti ekki eins vel til matreiðslu þessara matvæla. Hvað er hentugt að elda í örbylgjuofni? Örbylgjuofninn er þægilegt eld- hústæki sem hægt er að nota á ýmsan hátt við matargerð. Hann er þó sjaldan notaður einn og sér í matargerð þar sem maturinn verð- ur líkastur því að vera soðinn en þar sem maturinn hitnar ekki utan frá myndast t.d. ekki skorpa á sama hátt og þegar eldað er í ofni. Ör- bylgjuofninn hentar hins vegar vel til að sjóða grauta, grænmeti og hita og þíða mat. Mest eru þó ör- bylgjuofnar landsmanna sennilega notaðir til að hita mat, bæði keypt- an tilbúinn mat og afganga, og svo er það blessað poppið! Ílátin skipta máli Passa þarf að ílát sem notuð eru við matreiðslu í örbylgjuofni séu ætluð fyrir örbylgjuofn. Best er að nota glerílát en málmílát má ekki nota. Plastílát má aðeins nota ef leiðbeiningar með þeim sýna að plastið þoli örbylgjuhitun. Plast- filmu skal ekki nota í örbylgjuofni þar sem efni gætu borist úr film- unni yfir í matinn og álílát eða ál- filma getur haft truflandi áhrif á ör- bylgjurnar og það má því ekki nota. Ýmis matur er seldur í einnota plastílátum sem ætluð er til að hita matinn í, en slík ílát má ekki nota aftur. Ástæða þess að ílát hitna ekki í örbylgjuofni eins og í ofni er að ílátin innihalda ekki vatn og taka því ekki örbylgjurnar til sín. Hér koma svo uppskriftir að gómsætum en einföldum réttum sem eru eld- aðir í örbylgjuofni Bakaðar kartöflur með fyllingu 4 bökunarkartöflur 3 dl sýður rjómi, 18% 2 tsk. graslaukur, saxaður smátt 2 tsk. rifin piparrót örlítið salt 100 g skinka, bitar 150 g gráðaostur 4 msk. matargerðarrjómi 2 msk. vorlaukur, smátt saxaður 4 msk. valhnetur, saxaðar 4 msk. rækjur Þvoið og burstið kartöflurnar og stingið nokkur göt með gaffli á hýð- ið. Setjið á disk og bakið í örbylgjuofni á hæsta hita í u.þ.b. 10 mínútur. Fylling A: Blandið saman sýrðum rjóma, graslauk, pip- arrót og örlitlu salti. Skerið kross í kart- öflurnar og setjið á disk. Þrýstið við botn kartöflunnar þannig að hún opn- ist. Skiptið fylling- unni á milli kartafln- anna og stráið skinkunni yfir, ef eitthvað er eftir af sósunni má bera það fram með. Skreytið með graslauk og berið fram með gaffli og skeið. Fylling B: Rífið gráðaostinn og hrærið saman við matargerðarrjómann og vorlaukinn. Sker- ið kross í kartöflurn- ar og setjið á disk. Þrýstið við botn kartaflanna þannig að þær opnist. Skipt- ið fyllingunni á milli og stráið yfir rækjum og val- hnetum og örlitlum pipar og berið fram með gaffli og skeið. Himneskur hafragrautur fyrir einn 1 dl haframjöl 2 dl vatn örlítið salt ½ banani 2–4 döðlur, smátt saxaðar 1 msk. sólblómafræ 1,5 dl léttmjólk Blandið haframjöli, vatni og salti saman í djúpan disk. Eldið á hæsta hita í 2–3 mínútur. Hrærið og berið fram með niðursneiddum banana, söxuðum döðlum, sólblómafræjum eða öðrum fræjum og mjólk eða hvaða ávexti sem er. Grautur að morgni stendur með manni allan daginn. Rauðvínskjúklingaréttur úr örbylgjuofninum fyrir 4 800 g kjúklingalundir 1 laukur 100 g beikon 1 dl vatn 1½ msk. hveiti 1 msk. fljótandi kjúklingakraftur 1 msk. tómatþykkni 2 msk. rifsberjahlaup 4 lárviðarlauf 1 hvítlauksgeiri 1½ dl rauðvín örlítið salt og pipar Setjið kjúklingalundirnar í eld- fast form sem passar í örbylgjuofn- inn. Skerið lauk smátt ásamt beik- oninu og setjið í skál. Hristið saman vatn og hveiti og setjið í skálina ásamt tómatþykkni, rifsberjahlaupi, lárviðarlaufum, rauðvíni og krafti. Setjið salt og pipar yfir kjúklinginn og hellið sósunni yfir. Eldið kjúk- lingaréttinn í 12 mínútur á hæsta hita og u.þ.b. 10 mínútur á lægri hita. Fer svolítið eftir hve kraftmik- ill örbylgjuofninn er hve langan tíma þetta tekur. Kjúklingurinn þarf að vera fulleldaður og kjarnhiti í réttinum 70°C. Bragðbætið með salti og pipar og berið fram með góðu brauði eða cous-cous og sýrð- um rjóma.  ÖRBYLGJUOFNAR Ógnvaldur eða undratæki? Matur úr örbylgjuofni getur innihaldið meira af vítamínum en matur sem er eldaður á hefðbundinn hátt, segir Heiða Björg Hilmisdóttir og býður hér upp á gómsæta rétti sem eldaðir eru í örbylgjuofni. Morgunblaðið/Jim Smart Frekari upplýsingar um matargerð í örbylgjuofni er m.a. að finna á; www.ust.is www.lydheilsustod.is www.visindavefur.is/ www.goaska- lice.columbia.edu/ www.slv.se Höfundur er næringarrekstrarfræðingur. ÖRBYLGJUR eru rafsegulbylgjur eins og til dæmis útvarpsbylgjur eða ljósbylgjur. Munurinn á þessum bylgjum felst í bylgjulengdinni. Örbylgjurnar sjálfar eru ekki heitar, heldur innihalda mikla orku sem vatnið í matnum dregur í sig og orkan breytist í hita við það. Hvað er örbylgja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.