Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 11.08.2006, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ aukna eftirspurn eftir jarð- olíu og hina miklu hækkun olíuverðs að undanförnu berast fréttir af aukn- um áhuga á olíuvinnslu á Grænlandi og landgrunni þess. Rannsóknir hafa staðið yfir í nokkur ár og virðist ljóst að mikla olíu sé þarna að finna. Svo virðist sem hægt sé að finna olíulindir á þurru landi á vest- urströnd Grænlands og eins á austurströnd- inni, þar sem heitir Jameson-land, en það er íslaust svæði norðan við Scoresbysund. Enn stærri olíulindir mætti þó finna á land- grunninu báðum megin Grænlands og þær stærstu út af norðaust- urhluta landsins þar sem bandaríska jarðfræðistofnunin US Geological Survey hefur talið að finna megi olíu sem svari til helm- ings af olíulindum Saudi-Arabíu Á því svæði er hafdýpi aðeins 100 200 metrar, sem þykir lítið. Fyrir nokkrum árum var ég flug- farþegi á leið til Bandaríkjanna. Ég og sessunautur minn tókum tal sam- an og reyndist hann vera Banda- ríkjamaður. Hann sagðist hafa dval- ið um nokkurra mánaða skeið við leit við jarðfræðirannsóknir á Jameson- landi á Grænlandi sem m.a. fælust í leit á olíuberandi jarðlögum. Væri hann á heimleið um Ísland. Hann sagði mér m.a. að hann teldi að miklar líkur væru á olíu í jarðlögum þarna, en landið væri að uppruna jarðskorpuflís af fornum botni Norð- ursjávar, sem landrek hefði á millj- ónum ára fært til vesturs upp að hinu grænlenska forngrýti. Hann taldi hins vegar að þótt olía fyndist þarna myndi langur tími líða þar til olíuvinnsla gæti hafist. Gera þyrfti fleiri rannsóknarbor- anir og leysa yrði öll þau vandamál sem samfara væru flutningi olíunnar á markað. Ekki mætti gleyma aug- ljósum vanda á sviði umhverf- isverndar. Allt myndi þetta kosta mikla fjármuni og því yrði olíuverð að hækka stórlega til þess að olíufé- lög yrðu fús til þess að leggja þá fjár- muni fram. Þetta samtal rifjaðist upp þegar ég fyrir fáum árum hafði skamma viðdvöl á „Konstabel Pynt“ sem er flugvöllur og samgöngumiðstöð á Jameson-landi. Engan sá ég olíu- borturninn, en þarna er vissulega um víð- áttumikið og íslaust svæði að ræða, þar sem hægt væri að leggja um vegi og lagnir. Ég hitti þarna íslenskan þyrlu- flugmann, sem þarna starfaði og sagði mér að birgðaskip kæmust þarna að landi í skamman tíma á hverju sumri og flyttu þau þá vistir og eldsneyti til byggðarinnar á þessu svæði Frá flugvellinum væri haldið uppi samgöngum með þyrlu við ná- lægðar byggðir. Nú herma fréttir frá Grænlandi að stórir og öflugir olíu- leitaraðilar sýni mikinn áhuga á því að bjóða í olíuleitarleyfi, sem boðin hafa verið út af hálfu stjórnvalda enda hafi rannsóknir síðustu áratuga glætt miklar vonir í því sambandi. Þegar kemur að olíuleit og olíu- vinnslu á eða við Austur-Grænland er ljóst að eftirspurn verður á marg- víslegri þjónustu frá Íslandi, þar eð Ísland liggur í mörgum tilvikum bet- ur við en byggðir Vestur-Grænlands. Mér þykir ekki ósennilegt að við olíuleitina yrðu víðtækar boranir á Jameson-landi fyrst á dagskrá, þar eð þá þarf ekki að glíma við jarðbor- anir innan um borgarísjaka og marg- víslegar framkvæmdir í köldum ís- hafssjó þar sem tæknilegar lausnir eru enn ófullkomnar eða ekki fyrir hendi. Þetta nefni ég í tilefni að því að nú velta menn fyrir sér hvaða hlutverk megi finna mörgum núverandi mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli. Mér hefur af því tilefni dottið í hug að þar mætti koma á fót sérstakri miðstöð fyrir jarðlagarannsóknir og olíuleit á Grænlandi og væntanlega olíuvinnslu sem fylgja myndi í kjöl- far slíkra rannsókna. Þeim olíufé- lögum sem leyfi fá til olíuleitar á Austur-Grænlandi frá grænlenskum stjórnvöldum yrði boðið upp á að- stöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir margvíslega starfsemi sína. Þar mætti nefna húsnæði fyrir starfs- menn ásamt húsnæði fyrir rann- sóknarstofur og skrifstofur og geymslu á þeim búnaði sem þau þurfa til starfsemi sinnar og safnað yrði hér saman til framhaldsflutn- ings á notkunarstað. Ég tel að hér yrði ekki um skamm- tímaverkefni að ræða, heldur starf- semi sem standa myndi í áratugi. Hugsanlega gæti þjónusta miðstöðv- arinnar einnig gert leit og vinnslu annarra jarðefna að veruleika á Austur-Grænlandi. Reykjanesbær liggur vel við flutn- ingum til Austur-Grænlands hvort sem um er að ræða flutninga á sjó eða í lofti. Sérfræðinga og búnað hvaðanæva úr heiminum mætti flytja á leitar- og vinnslusvæðin á A-Grænlandi og þaðan til baka með skjótum hætti um Keflavíkurflugvöll með tengingu við flug smærri flugvéla milli Græn- lands og Íslands. Slík miðstöð sem hér um ræðir myndi einnig vafalaust skapa umsvif og atvinnu í Reykjanesbæ og ná- grenni og hún gæti skapað aukin markaðstækifæri fyrir flug- og skipaþjónustu íslenskra aðila. Reykjanesbær – þjónustu- miðstöð olíuleitar og olíu- vinnslu á Austur Grænlandi? Björn Friðfinnsson skrifar um mögulega Íslendinga á þjón- ustu við olíustöð á Grænlandi ’Þeim olíufélögum semleyfi fá til olíuleitar á Austur-Grænlandi frá grænlenskum stjórnvöld- um yrði boðið upp á að- stöðu á Keflavíkurflug- velli fyrir margvíslega starfsemi sína.‘ Björn Friðfinnsson Höfundur er lögfræðingur. UNDANFARIÐ hafa þekktir æs- ingamenn haft hátt um ofurlaun stjórnenda stærstu fyrirtækja hér- lendis. Komið hefur fram að laun þeirra séu á við ævilaun þeirra sem lægstu launin hafa. Ekki skal deilt um hvort sá útreikn- ingur sé réttur en mik- ilvægt er að hafa nokkrar staðreyndir í huga. Ofurárangur skilar ofurlaunum Uppgangur fjár- málafyrirtækja hefur verið ævintýralegur að undanförnu og hefur fyrirtækjunum gengið betur en nokkrum öðr- um fyrirtækjum hér- lendis í sögunni. Þegar svo vel gengur að fyr- irtækin margfalda hagnað sinn með snjöllum rekstri og réttum ákvörð- unum er eðlilegt að stjórnendur uppskeri margfalt. Þessu samhengi mótmælir fólk í það minnsta aldrei þegar aðrir eiga í hlut. Lítill verk- taki sem finnur nýjar leiðir eða að- ferðir við að byggja hús og tvöfaldar þannig hagnað síns litla fyrirtækis telur það sjálfsagt og eðlilegt að tvö- falda laun sín. Ræstitæknir sem rek- ur lítið hreinsifyrirtæki og kaupir vél sem margfaldar afköst telur eðli- legt að laun hans margfaldist í kjöl- farið. Þessu mótmælir enginn. Sem betur fer tengist aukinn árangur auknum launum. Óánægja og reiði? Það þarf engum að koma á óvart að landsþekktir talsmenn þvingaðs jafnaðar skuli fordæma það að fólk uppskeri eins og það sái. Þeir hafa alla tíð verið á móti því að fólk geti frjálst sáð í akur sinn án beinnar aðstoðar frá þeim sjálfum. Þeim er einnig tíðrætt um mikla óánægju og reiði í samfélaginu. Hvar er þessi óánægja og reiði? Felst hún í því að vel- ferð fólks hefur aldrei verið meiri í sögunni en einmitt nú? Tengist reiðin því að með- allaunamaður hafi getað ávaxtað sparnað sinn ríkulega með fjárfest- ingum í þeim fyrirtækjum sem náð hafa ofurárangri? Hvar er til dæmis reiði þeirra u.þ.b. 40.000 ein- staklinga sem eiga hlutabréf í KB banka og hafa horft upp á virði þeirra bréfa margfaldast? Fljótt á litið fæst ekki betur séð en að þeir einu sem séu með upphrópanir og æsing séu einmitt talsmenn jafn- aðarmanna sem þoli ekki þegar vel gengur hjá einstaklingum í frjálsum viðskiptum. Af einhverjum ástæðum ræða talsmenn þvingaðs jafnaðar sjaldan um sitt helsta áhugamál, skattheimt- una, í samhengi við ofurárangur eða ofurlaun. Þeir, sem ofurlaun hafa, greiða persónulega margfalt meira í skatt á ári en allir æsingamenn jafn- aðarmanna gera samanlagt yfir æv- ina. Því til viðbótar greiða fyr- irtækin sem ofurlaunamennirnir stjórna hæstu skatta allra í landinu. Skattgreiðslur viðskiptabankanna námu til dæmis 11,3 milljörðum króna á síðasta ári. Það gerir 1,3 milljónir króna á klukkustund í skatta allt árið um kring. En það er líklega ósanngjarnt að gera þá kröfu til æsingamannanna að þeir séu sanngjarnir og geti þess samhliða öðru. En kannski er þess aldrei að vænta að þeir sem vilji hafa upp- skeruna af öðrum séu sanngjarnir. Ofurlaun eru eðlileg Friðbjörn Orri Ketilsson skrifar um laun og skatta ’Það þarf engum aðkoma á óvart að lands- þekktir talsmenn þving- aðs jafnaðar skuli for- dæma það að fólk uppskeri eins og það sái.‘ Friðbjörn Orri Ketilsson Höfundur rekur fyrirtæki í Reykjavík. Í MAÍ sl. gekk stjórn Ægisdyra frá samningi við norska ráðgjaf- arfyrirtækið Multiconsult frá Tromsö varðandi úttekt á fyrirhug- uðum jarðgöngum milli lands og Eyja. Skýrsla sú sem nú liggur fyrir er af- rakstur þeirrar vinnu, og er unnin af Sverre Barlindhaug jarðverk- fræðingi, en hann og fyrirtækið búa yfir víðtækri reynslu af slíkum verkefnum víðs vegar um heim- inn. Einnig hafa Ár- mann Höskuldsson, jarðfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, og Birgir Jónsson, prófessor í jarðverkfræði við Há- skóla Íslands, aðstoðað Sverre varðandi jarðfræði svæðisins og jarðfræðilegar aðstæður til ganga- gerðar. Tilgangur skýrslugerðarinnar var að fara yfir þær rannsóknir sem hafa verið unnar og einnig þær skýrslur sem hafa verið unnar á vegum Vegagerðarinnar, meta hvaða rannsóknir væru nauðsyn- legar eins og staðan er í dag og einnig að meta mögulegan fram- kvæmdakostnað. Ástæður þess að stjórn félagsins taldi mikilvægt að fá óháðan er- lendan fagaðila til að meta verk- efnið í heild sinni, voru m.a. sú nið- urstaða sem starfshópur samgönguráðherra skilaði af sér í skýrslu nú nýverið. Ægisdyr hafa alltaf lagt áherslu á að nauðsyn- legar jarðfræðirannsóknir verði unnar svo hægt sé að meta þennan möguleika til jafns við aðra mögu- leika sem framtíðarlausn. Þess vegna getur félagið á engan hátt sætt sig við þau vinnubrögð sem starfshópur samgönguráðherra við- hafði gagnvart þessum kosti. Skýrsla Multiconsult tekur á þeim atriðum sem skipta höfuðmáli miðað við stöðu jarðgangamálsins og eru niðurstöður skýrslunnar mjög áhugaverðar. Þær eru þessar helstar:  Göng milli lands og Eyja eru tæknilega framkvæmanleg.  Heildarlengd ganganna er um 18 km, frá Heimaey norðan hafn- arinnar og að Krossi í A-Land- eyjum.  Jarðfræðilegar aðstæður eru að mestu leyti ákjósanlegar og að- allega er það uppkoma við Kross og í Heimaey sem krefst nánari skoðunar.  Miðað við þá vitneskju sem ligg- ur fyrir eru fyrstu 400 m ganganna við Kross flóknir, vegna setlaga sem eru um 40 m þykk ofan á berginu. Hvaða aðferð verður beitt þar kemur ekki í ljós fyrr en fyrir liggja betri upplýsingar um setlög- in og þykkt þeirra.  Næstu 14,6 km ganganna eru áætlaðir að fara í gegnum hefð- bundið fast berg.  Síðustu 3 km ganganna er áætl- að að fari í gegnum fremur veikt móbergstúff, þar sem bergið þarfn- ast verulegra styrkinga.  Frekari jarðfræðirannsókna er þörf áður en hægt er að leggja drög að hönnun ganganna. Þessar rannsóknir verða að sýna fram á gerð setlaga við gangamunnann landmegin og í bergmassanum í Norðurfjöllunum á Heimaey, þar sem áætlað er að göngin komi upp. Frekari rannsókna á seti og bergi milli lands og Eyja er einnig þörf.  Sú aðferð sem kemur til greina við að bora göngin er hefðbundin „drill-and-blast“ aðferð, en heil- borun með borvélum er ekki talin heppileg. Hins vegar þarf flóknari og dýrari aðferð við Kross vegna lausa yfirborðssetsins.  Á grunni þeirrar vitneskju sem er til um jarðfræði svæðisins og reynslu í gerð jarð- ganga við sambæri- legar jarðfræðiað- stæður er framkvæmdakostnaður 18 km ganga áætlaður vera 1,615 ma. norskra kr. eða um 18,6 ma.kr. miðað við gengi norsku krónunnar. Í þessari tölu er ekki innifalinn kostnaður vegna nákvæmari rann- sókna, hönnunar eða fjármögnunar verksins. Kostnaðarskipting er þessi: Verktaka- og stjórnunarkostnaður: 170 m. norskar.kr. (2,0 ma. kr.) 400 m steypt göng í landi: 140 m.norskar kr. (1,6 ma. kr.) 14,6 km göng styrkt á hefðbundinn hátt: 950 m. norskar kr. (11,0 ma.kr.) 3 km mikið styrkt göng: 255 m. norskar kr. (2,9 ma. kr.) Niðurstöður skýrslunnar sýna fram á það mjög skýrt að jarðgöng milli lands og Eyja er sá kostur sem samgönguyfirvöld eiga að leggja mikla vinnu í á næstu mán- uðum. Ægisdyr hafa frá upphafi haldið því á lofti að nauðsyn er á því að ljúka nauðsynlegum jarð- fræðirannsóknum á svæðinu áður en endanleg ákvörðun er tekin um framhaldið. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir eru eftir rannsóknir sem verða hluti af heildarverkinu enda lýkur rannsóknarferli jarð- ganga aldrei fyrr en búið er að bora göngin. Einnig staðfestir skýrslan að sú stærðargráða sem félagið hefur haldið fram með framkvæmdakostnað er á rökum reist. Miðað við tölur úr skýrslunni má áætla að þegar allur kostnaður hefur verið tekinn inn í verkið sé verið að tala um að göngin kosti á bilinu 20–22 ma.kr. Ægisdyr hafa áður sýnt fram á að með þeim framlögum sem ríkissjóður greiðir árlega vegna Herjólfs og með inn- komu af áætluðu veggjaldi í göngin munu göngin greiðast upp á um 40 árum. Ægisdyr telji í framhaldinu mikilvægt að bæjaryfirvöld í Vest- mannaeyjum og samgönguyfirvöld taki höndum saman og sameinist um að ljúka nauðsynlegum rann- sóknum á árinu, sem skýrsluhöf- undur leggur til og Ármann Hösk- uldsson og Birgir Jónsson hafa sömuleiðis lagt áherslu á. Þær ganga m.a. út á að boraðar verða kjarnaholur bæði við Kross og á norðanverðri Heimaey og þá verð- ur vitneskjan mun áreiðanlegri um aðstæður beggja vegna sundsins. Besti kosturinn og sá hagkvæm- asti er jarðgöng milli lands og Eyja og því vonast stjórn Ægisdyra til samhents átaks þeirra sem málið skiptir og að málinu verði komið í réttan farveg. Ægisdyr hafa frá upphafi einsett sér að vinna faglega að málinu og tryggja það að rann- sóknarferlið yrði klárað. Það tak- mark er enn í hávegum haft hjá stjórn félagsins enda ekki verið að kalla eftir ákvörðun um jarðgöng í dag heldur þegar frekari upplýs- ingar úr borholum Eyjamegin og landmegin liggja fyrir. Slagorðið verður „Ökum alla leið til Eyja árið 2011“. Jarðgöng til Eyja – vænlegasti kosturinn Ingi Sigurðsson fjallar um framtíðarlausn í samgöngu- málum við Vestmannaeyjar Ingi Sigurðsson ’… vonast stjórn Æg-isdyra til samhents átaks þeirra sem málið skiptir og að málinu verði komið í réttan farveg.‘ Höfundur er formaður Ægisdyra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.