Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 23

Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 23 UMRÆÐAN Hvorugkynsorðið prósent merkir hundraðasti hluti; áhersla er að sjálfsögðu á fyrsta atkvæði: þrjú prósent. Hvorugkynsorðið prósenta merkir fjöldi hundraðshluta. (Dæmi: Þrjú prósent eru ekki há prósenta þegar um fólksfjölgun er að ræða.) Gætum tungunnar Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi og kenningar Richards Dawkins prófessors. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG ER ekki einn um það að vera að missa vonina um að hér á landi voru eigi eftir að myndast jafnrétti og bræðralag í fullri almennri merk- ingu. Þess vegna settist ég niður á dögunum og sendi Mogganum okkar góða smágrein um lýðræði. Þar var spurt um hvort lýðræði væri á Íslandi og mitt svar við þeirri spurningu var „nei“. Er pukur inni á löggjaf- arsamkundunni ásættanlegt í lýð- ræðisríki? Meðan bókhald stjórn- málaflokka er lokað er það fyrir hendi. Heilbrigð hugsun Varla er til sá Íslendingur sem ekki gerir sér ljósan þann skaða sem kvótakerfið í sjávarútvegi er búið að valda þjóðarheildinni og sundra henni. Á ströndinni umhverfis landið standa verðlausar lúxusbyggingar og einbýlishús. Allt verðlaust. Vissum útvöldum var gefið leyfi í nafni laga til að veðsetja, leigja eða selja sameign þjóðarinnar á landgrunni Íslands. Elstu menn muna kannski þá tíð að Framsóknaraðallinn sendi leiguliða sína í verið til að þræla og hirti svo hýruna þeirra. Er þetta ekki það sama í dag? En nú er það fiskurinn í sjónum sem er stjórnarskrárbundin þjóðareign. Framsókn er allt leyfi- legt. Er Íslendingum viðbjargandi yf- irleitt? Að Framsókn skuli enn tóra eftir allt sem hefur gerst af hennar völdum. Svo vil ég minna á Samfylkinguna. Nú flýgur hún fjaðralaus. Fylgið hrundi eftir fund Ingibjargar með LÍÚ-liðinu þar sem hún sagði blákalt orðrétt: Við verðum að læra að lifa með kvótakerfinu. Því til staðfest- ingar var ráðinn varðmaður til varnar einum mesta kvótakóngi á landinu. Ég vorkenni Össuri vini mínum að upplifa niðurrif verka sinna. Allir vita að Vinstri grænir missa allt niður um sig ef hreyfður er steinn á hálendinu. Á sama tíma dást þeir að fegurð kyrrláts hafflatarins og ekki þýðir að segja að þeir viti ekki neitt. Ég hefi persónulega, ekki einu sinni heldur margoft, lýst fyrir þeim sem öðrum ráðamönnum þessa lands þeirri einföldu staðreynd að hér er búið að herfa landgrunnið allan sólar- hringinn allt árið um kring. Það er eiginlega furðulegt að eitthvað skuli ennþá finnast lifandi á landgrunni Ís- lands. Sjófugl flykkist á land og yf- irtekur andatjarnir og fiskifræðingar koma af fjöllum á meðan landgrunnið er herfað með dragnót. Öll hrygning, bæði síldar og sandsílis, er í uppnámi og fjöldi lífvera í útrýmingarhættu hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Landgrunnið er að verða ein líf- vana eyðimörk vegna græðgi LÍÚ- klíkunnar sem heldur því fram að hvalurinn og smábátarnir með öngl- ana sína séu skaðvaldurinn mikli. Þetta nefnist víst pólitík og spurn- ing hvort setja þarf lög gegn henni. Boðorð Biblíunnar ættu að vera nægjanleg. GARÐAR H. BJÖRGVINSSON framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands. Ekki sá eini Frá Garðari Björgvinssyni: Garðar Björgvinsson STUNDUM birtist efni í fjölmiðlum og það er eins og eitthvert ryk- sláttugengi sé með fingurna í um- fjölluninni. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 26.7. sl. og e.t.v. víðar er haft eftir hagfræðingi nokkrum að tveir kostir séu um íslenskan gjaldmiðil. Ann- aðhvort að hafa krónuna eins og hún er eða taka upp evru, en til þess þurfi að ganga í Evrópusambandið. Samt velja Danir þriðja kostinn, að halda krónunni en tengja hana beint við evru. Þetta mega Íslendingar líka og því ber alltaf að halda til haga. Um daginn var leynd létt af gögn- um sem sýndu að á svonefndum kaldastríðsárum hafi sími ýmissa manna verið hleraður. Það var allt gert á löglegan hátt. Eðlilega þykir þeim sem fyrir urðu þetta heldur súrt og margir hafa fimbulfambað um það. En enginn hefur vikið orði að því hvernig hlerunum og öðrum ríkisreknum persónunjósnum væri háttað núna ef þessum sömu mönn- um hefði tekist, viljandi eða óvilj- andi, að koma á íslensku ráðstjórn- arríki. Alþingi hefur samþykkt að Íslend- ingar bjóði sig fram til setu í Örygg- isráði SÞ. Ég hef hvergi séð eða heyrt sagt fullum fetum að þetta er skylda þjóðarinnar og bein afleiðing af aðildinni. Þetta mætti halda að all- ir skildu þegjandi og hljóðalaust, en virðist samt vefjast fyrir ein- hverjum. AÐALSTEINN GEIRSSON örverufræðingur. Um gloppóttar fréttaskýringar Frá Aðalsteini Geirssyni: UNDANFARIN misseri hefur lögreglan verið með mjög mikla löggæslu á hálendinu, nánar til- tekið norðan Vatnajökuls á svo- nefndu Kárahnjúkasvæði. Þar er mesta hitamálið Háls- lón sem er 57 ferkíló- metrar að stærð og mun rafmagns- framleiðslan af þess- um virkjanafram- kvæmdum renna óskipt í að knýja ál- ver Alcoa í Reyð- arfirði. Þetta sumar hefur verið mikill ferða- mannastraumur á svæðið norðan Vatna- jökuls þar sem fólk vill sjá og njóta stór- brotinnar náttúru sem senn fer undir vatn. Einnig hefur safnast saman stór hópur af fólki, bæði íslensku og erlendu, til að mótmæla þess- um framkvæmdum ríkisstjórnarinnar. Í júlí stóðu Íslandsvinir fyrir fjölskyldubúðum við Snæfell þar sem yfir 200 manns tjöld- uðu og sýndu hug sinn í verki. Búð- unum lauk 31. júlí en staðfastur hópur hélt áfram að mótmæla. Allan tímann hefur lög- reglan haft mikinn viðbúnað sök- um mögulegra mótmæla. Undanfarið hefur lögreglan far- ið hamförum á svæðinu og áreitt ferðamenn sem og þá sem komnir eru til að mótmæla. Þeir hafa stoppað bíla, leitað í þeim, tekið mat, hótað handtöku og beitt óþarfa hörku við handtökur. Núna nýverið voru 17 handteknir við Desjarárstíflu þar sem lögreglan fór harkalega fram og slasaði eina stelpu. Kathleen Henwood lýsir því svo í samtali við Morgunblaðið að lög- reglumennirnir hafi þrýst andliti hennar í jörðina, rifið hana upp á klút sem hún bar um hálsinn, dregið hana eftir jörðinni og að lokum handjárnað hana. Þá hafi þeir verið með kylfur á lofti. Hún segir mótmælendurna ekki hafa gert sér grein fyrir því í upphafi að verið væri að handtaka þá, en þeir hafi síðar komist að því að þeir hafi verið handteknir fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögregl- unnar. Hún segist hafa verið í varðhaldi í tólf klukkustundir (4. ágúst mbl.is). Einnig hefur lög- reglan hindrað að mótmælendur fái vistir sendar á Lindir þar sem þeir hafa aðsetur og virðist vera að reyna svelta þá í burtu, aðferð sem líkist þeim er notast er við í stríði. Mikið og dýrt lögreglulið ásamt sérsveit er á Kárahnjúkasvæðinu sem virðist stunda það að áreita ferðamenn, mótmælendur og að vernda vinnusvæði virkjunarfram- kvæmdanna allra. Eins og Óskar Bjarmarz, yfirlögregluþjónn á Eg- ilsstöðum, segir þá „erum við ég og þú að borga fyrir lögreglu- aðgerðirnar á hálendinu“. Þannig erum ég og þú að halda uppi lögregluliði í stríði við mót- mælendur sem hafa aldrei skaðað nokkurn mann. Nokkrir hafa í mesta lagi stefnt sjálfum sér í voða með því að hlekkja sig við vinnu- vélar. Óskar leiðir líkum að því að mótmælendur hafi eyðilagt dínamít en enginn hefur verið kærður eða handtekinn og engar sannanir hafa komið í ljós enn sem komið er og því virðist það aðeins vera rógburður af hans hálfu. En hvert er hlut- verk lögreglunnar hér á landi? Er hlutverk hennar að halda niðri öllum skoðunum sem eru á öndverðum meiði við ríkisstjórnina? Hlutverk lögreglunnar er að vernda okkur, þess vegna höldum við henni uppi með skatt- peningunum okkar en í þessu tilviki virðist hún vera að ganga nokkrum skrefum of langt. Samkvæmt 14. gr. lögreglulaga um valdbeitingu er hand- höfum lögregluvalds heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna. Aldrei mega þeir þó ganga lengra í beit- ingu valds en þörf er á hverju sinni. Er sam- kvæmt þessari heimild þá réttlætanlegt að berja fólk með kylfu, hóta ferðafólki handtöku, leita í bílum, svelta fólk burt, draga fólk eftir jörðinni og fleira í þeim dúr vegna þess að sama fólkið neitaði að yfirgefa óafgirt vinnusvæði? Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður telur að aðgerðir lög- reglunar séu brot á stjórnarskrár- réttindum fólks en Óskar Bjarmarz vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lög- reglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa af- skipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherj- arreglu eða koma í veg fyrir yf- irvofandi röskun til að gæta örygg- is einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að pissa á almannafæri. Ef við notum þessa lagaheimild lögreglunnar á þá að taka slíkan aðila, snúa hann niður í sandinn, standa á bakinu á honum og slá hann með kylfu eins og gert var við mótmælanda? Hægt væri að réttlæta ýmsan hræðilegan verknað lögreglunnar með þessari heimild og því hvernig Óskar kýs að nota hana. Viljum við búa í samfélagi sem notar lögregluna til að bæla niður skoðanir fólks og stjórnarskrár- varin réttindi til þess að mótmæla? Framkoma yfirvalda við mót- mælendur og almenna ferðamenn á Kárahnjúkasvæðinu er til skammar og er farin að taka á sig verri mynd en mannréttindabrot stjórnvalda gagnvart friðsömum mótmælum Falun Gong þegar for- seti Kína heimsótti Ísland. Hvetjum stjórnvöld til að endur- skoða stefnu sína gagnvart mót- mælum áður en það er of seint. Harkalegar að- gerðir yfirvalda á Íslandi Einar Rafn Þórhallsson skrifar um löggæslu á hálendinu Einar Rafn Þórhallsson ’Viljum við búa ísamfélagi sem notar lögregluna til að bæla niður skoðanir fólks og stjórnarskrár- varin réttindi til þess að mót- mæla?‘ Höfundur er nemi og Íslandsvinur. H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Magi og melting Acidophilus FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.