Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 25

Morgunblaðið - 11.08.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 25 Sérblað Frjálsrar verslunar umtekjur kunnra Íslendinga áárinu 2005 hefur orðið tilefniupphrópana um „nýja stétta- skiptingu“ á Íslandi og „ofurlaun“ stjórnenda bankanna. Íslenska hagkerfið losnaði úr viðjum hafta og pólitískrar stjórnunar undir lok síðustu aldar. Það sem kom í stað- inn – upptaka kvótakerfis, markaðs- lausnir, einkavæðing ríkisfyrirtækja og lögun viðskiptaum- hverfisins að Evrópu- reglum – verður seint tal- in uppskrift að jafnri tekjuskiptingu á Íslandi. Þessi uppskrift gaf hins vegar möguleika á fram- leiðniaukningu og auð- söfnun og leiddi til fjár- festinga í framrás á alþjóðavettvangi og til tekjuöflunar fyrir þjóð- arbúið. Þetta var upp- skrift að nýju ríkidæmi margra og stóraukinni velsæld þorra Íslendinga. Umræða um laun stjórnenda er hefðbundin þegar að kreppir eftir uppsveiflu. Stjórnir fyr- irtækja hafa talið heppi- legt að tryggja sér starfs- krafta góðra stjórnenda með því að tengja kjör þeirra við rekstrarhagnað eða virðisauka hlutafjár. Hagnaðartengingin þykir stundum ýta undir skammtímahugsun þannig að sá kostur hefur einnig verið valinn að setja stjórnendur í sama bát og hluthafa. Þeir fá þá rétt til að kaupa hlutafé á þeim kjörum sem gilda á þeim tíma- punkti sem samningur er gerður. Slík- ir kaupréttarsamningar gilda fram í tímann og eru bundnir skilyrðum. Ekki séð betri leið „Ofurlaun“ væru ekki fyrir hendi sem vandamál í stjórnmálum ef ekki hefði náðst „ofurárangur“ bæði í hagn- aði og ekki síður í virðisaukningu hlut- fjár í nokkuð mörgum alþjóðlegum fyr- irtækjum sem eiga rætur á Íslandi. Eigendur hlutafjár í Kaupþingi banka, t.d. lífeyrissjóðir, hafa fengið „of- urvirði“ fyrir eignarhlut sinn á und- anförnum árum og hafa nýtt þá verð- mætisaukningu til fjárfestinga og athafna. Hið góða við hlutafélög á markaði er að þeim er skylt að gefa glögga mynd af tekjum sínum og gjöldum, þar á meðal kjörum stjórnenda félaganna. Hjá bönkunum eru þessi atriði því gegnsæ. Þegar bankastjórar innleysa sinn umsamda hlut af virðisaukningu liðinna ára endurspeglast það í skatt- greiðslum þeirra. Hins vegar ber að varast að telja þessa virðisaukningu til launa yfirstandandi árs. Þannig er ekki í pottinn búið. Vert er samt að minna á að af kaupréttarsamningum stjórnenda er greiddur tekjuskattur. Ég hef ekki séð aðra betri leið en að tengja kjör stjórnenda við afkomu og virðisauka hlutafjár. Þannig hefur okk- ur hjá Kaupþingi banka tekist að halda saman eftirsóttu teymi stjórnenda sem hefur reynst félaginu mjög verðmætt. Kjör starfsmanna í fjármálafyr- irtækjum eru að öðru leyti með því besta sem gerist á markaði og þau hafa tekið stakkaskiptum. Fyrst og fremst vegna þess að meginhluti starfa hefur breyst í hálaunuð sérfræðistörf. Ný jafnaðarstefna Ég leyfi mér að efast um að hug- myndir um að taka meira af stjórn- endalaunum til ríkisins, setja lög um hámarkslaun fyrir stjórnendur, t.d. 1.636.000 – á mán. – eða beita stjórn- armönnum lífeyrissjóða sem launa- löggum, skili „stéttlausu“ samfélagi. Íþyngjandi sérreglur og sérviska mundu auk þess leiða til feluleiks eða flutnings starfsmanna, starfa og fyr- irtækja frá Íslandi. Ég tel beinlínis varasamt að lífga við gömul hugtök um stéttaskiptingu vegna vaxandi tekju- mismunar. Í okkar þjóðfélagi hefur kunnátta og hugmyndaauðgi komið í stað lands, tækja og fjármagns sem hreyfiafl efnahagslífsins. Sé vilji til þess að áframhald verði á aukinni vel- sæld þjóðarinnar í efnahagslegum skilningi er mikilvægt að hrekja ekki í burt eða drepa í dróma einmitt það sem hefur verið drifkraftur aukinnar velsældar undanfarinna ára. Slíkt myndi rýra þjóðarhag en ekki efla. Mér fyndist meira um vert ef um- ræðan á Íslandi snerist um það hvort stefnur og straumar í atvinnulífinu væru í réttum farvegi? Hvort núver- andi áherslur muni stuðla að bættum þjóðarhag og með hvaða ráðum verði helst komið á viðunandi jafnvægi og stöðugleika í þjóðarbúskapnum? Hvernig getum við tryggt gegnsæi, samhengi og skilvirkni í skattakerfinu? Hvernig ætlum við að fylgja eftir „ofurárangri“ síðustu tíu ára? Hvernig ætlum við að taka næsta skref og tryggja að það skili okkur viðlíka árangri og „ofurárin kringum aldamótin“? Eitt af því sem valda ætti áhyggjum er að al- menningur fjárfestir í miklu minna mæli en fyr- ir nokkrum árum í hluta- bréfum fyrirtækja. Við þyrftum að auka þekk- ingu á hlutafélögum og hlutabréfum og öðrum sparnaðarformum þannig að allir nemendur sem út- skrifast úr framhalds- skóla væru færir um að meta kosti sem bjóðast á fjármálamarkaði. Það væri jafnaðarstefna sem skilaði árangri og ávinn- ingi til einstaklinga. Ábyrgar fjárfestingar Fyrirtæki eru hluti af samfélaginu og stjórnendur þeirra og starfsfólk hafa fullan rétt til þess að skipta sér af því á sama hátt og almenningur og stjórnmálamenn hafa rétt til þess að hafa áhrif á atvinnulífið. Þetta viðhorf kemur meðal annars fram í störfum Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóð- anna (UNEP). Á vegum hennar hefur verið efnt til einstaks alþjóðleg sam- starfs við fjármálafyrirtæki (UNEP- FI eða The United Nations Environ- ment Programme Finance Initiative). Þetta samstarf leiddi meðal annars til útgáfu á „Grundvallarreglum fyrir ábyrgar fjárfestingar“ sl. vor. Þá hefur UNEP-FI látið gera rækilega könnun á áhrifum ESG-málefna (umhverf- ismála, félagslegrar ábyrgðar og góðra stjórnarhátta) á rekstur fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum. Könnunin er unnin í samvinnu við mörg helstu eign- astýringarfyrirtæki heims. Eins og vænta mátti er komið beint að efninu undir heitinu: „Show me the money?“ Tvennt er sérstaklega áhugavert í nið- urstöðum skýrslunnar: Í fyrsta lagi kemur í ljós að hægt er að mæla og meta áhrif svokallaðra ESG-málefna á virði hlutabréfa. Í öðru lagi er talið að þessi málefni séu þegar farin að hafa áhrif á hluta- bréfaverð í vissum atvinnugreinum. Hagsmunir fara saman Ég tel að við sem störfum að því að beina fjármagni í sem mesta og besta ávöxtum munum taka mið af nið- urstöðum UNEP-FI. Þær hljóta einn- ig að vera kjörin sem viðmið hjá fjár- festum, t.d. lífeyrissjóðum, sem eru nú mjög krafðir um siðræna fjárfesting- arstefnu. Á vegum UNEP-FI eru stjórnvöld og fjármálafyrirtæki að þróa á alþjóðavettvangi tæki og að- ferðir til þess að ná fram sameig- inlegum markmiðum. Samvinna af þessu tagi er miklu líklegri til árang- urs en boð og bönn. ESG-málefni gætu orðið órjúfanlegur hluti af góðum við- skiptaháttum, eins og UNEP stefnir að. Í öllu falli er hægt að taka undir með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þegar hann fylgdi „Grundvallarreglum fyrir ábyrgar fjárfestingar“, úr hlaði í vor: „Í dag er það ljósara en nokkru sinni fyrr að markmið Sameinuðu þjóðanna um frið, öryggi og þróun eiga samleið með sókn að aukinni velferð og vax- andi mörkuðum. Bregðist samfélögin, misfarast markaðirnir.“ Hagsmunirnir eru ekki andstæðir heldur fara þeir saman. Uppskrift að velsæld Eftir Sigurð Einarsson Sigurður Einarsson ’Mér fyndistmeira um vert ef umræðan á Ís- landi snerist um það hvort stefn- ur og straumar í atvinnulífinu væru í réttum farvegi.‘ Höfundur er stjórnarformaður Kaupþings banka. eytingar á skattkerfinu til að auka jöfnuð. Það megi m.a. gera með því að setja frí- ð. Samtök atvinnulífsins vara við því að hafa stór orð um breytingar á skattkerfinu. ega. um fyrir a útskýr- ðar eignir i og skatt- miðast við ni til þess aupptöku. að skatt- fjármagni ýr að það a skatt á æðum og skattlagn- vo byggð með svo- reiknings- séð þýddi ður fyrir- gningar. Í tta fyrir- og skatt- “ segir í r fyrr að fjár- eild verið innan við 10 milljarðar á ári fram eftir síðasta áratug og um og innan við 2% heildartekna landsmanna. „Til dæmis var afar þung skattlagning á söluhagnað af hlutabréfum sem hafði í för með sér að hlutabréf voru almennt ekki seld og skattstofninn eftir því. Verst var þó að þetta setti þunga klafa stöðnunar á at- vinnulífið.“ Þessi saga var höfð til hlið- sjónar þegar fjármagnstekju- skattur var tekinn upp, að því er fram kemur í fréttabréfi SA. Þá var stöðugleiki orðinn meiri og trúin á að hann myndi haldast nokkuð sterk. Því hafi verið ákveðið að leggja niður verð- bólgureikningsskil og skatt- leggja verðbólguhagnað fyrir- tækja með almennri skatt- prósentu þeirra. Í fréttabréfinu er lögð áhersla á að verðbólga sé tekin með í reikninginn. „Við eðlilegar aðstæður má reikna með því að árleg verð- bólga sé 2,5% sem er beinlínis verðbólgumarkmið Seðlabank- ans. Sé miðað við 5% raunvexti af skuldabréfum eða innstæðum er 10% fjármagnstekjuskattur ígildi rúmlega 15% skattpró- sentu af rauntekjum af fjár- magni. Sé miðað við 10% raun- hagnað af eigin fé fyrirtækja verður 18% tekjuskattur fyrir fyrirtæki að tæplega 23% skatti. Séu þessar prósentur svo skoð- aðar saman á þeim forsendum sem hér eru lagðar til grundvall- ar kemur í ljós að einstaklingur sem ætlar að leggja launin sín inn í hlutafélag og taka þau út í gegnum hagnað og arð er að greiða milli 34% og 35% skatt af rauntekjum. Enn meiri misvísun Nú þegar verðbólgan hefur náð sér á strik og verðlag hækk- ar um og yfir 8% á heilu ári verður misvísunin ennþá meiri. Miðað við 5% raunvexti verður 10% fjármagnstekjuskattur þá að tæplega 27% skatti á raun- tekjur. Miðað við 10% raun- hagnað á eigið fé fyrirtækja verður 18% tekjuskattur að tæp- lega 34% skatti á raunhagnað. Til viðbótar bætist svo að verð- bólgan dregur úr árangri í rekstri fyrirtækjanna þannig að það næst ólíklega sami árangur í 8% verðbólgu og gerist þegar verðbólgan er lægri,“ segir í fréttabréfinu. „Þegar allar hliðar málsins eru skoðaðar má segja að upp- taka 10% fjármagnstekjuskatts hafi gengið vonum framar og á árinu 2005 voru fjármagnstekjur 120 milljarðar, þar af helming- urinn söluhagnaður sem sást tæpast áður og arðstekjur um 25 milljarðar sem áður voru afar rýrar. Fjármagnstekjur hafa ekki vaxið á kostnað launatekna því að þær hafa vaxið hratt og voru hærri á árinu 2005 en nokkru sinni fyrr, sama á hvaða mælikvarða er reiknað.“ egja mikilvægt að taka verðbólgu með í skattaumræðu a fjármagnstekju- ngið framar vonum Morgunblaðið/Golli GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokks- ins, segir að fara þurfi yfir skattkerfið í heild sinni og huga að sam- spili ýmissa þátta. Þannig þurfi hærri fjármagnstekjuskatt, fleiri en eitt skattþrep og aukið vægi persónu- afsláttar í sambandi við afkomu þeirra lægst launuðu ef ætl- unin er að auka jöfnuð og réttlæti í skatt- kerfinu. „Það er að mörgu að hyggja en ekki beinlínis eitt atriði skiptir máli heldur samspil allra þessara þátta,“ segir Guðjón Arnar. Guðjón Arnar bendir á að fjármagns- tekjuskattur sé verulega hærri í ná- grannalöndum okkar og í mörgum þeim landa séu mörg skattþrep. „Við höfum þá verið að fara nokkuð aðrar leiðir. Við settum á tiltölulega lágan fjármagnstekjuskatt og á sama tíma var tekin upp sú stefna að fella niður há- tekjuskatt þrátt fyrir að menn sæju að launaþróunin væri að verða allt önnur en hún var hér í þjóðfélaginu.“ Guðjón segir ríkisstjórnina hafa gert mistök með því að fella niður há- tekjuskatt og telur það koma til greina að koma honum aftur á. Hann telur jafn- framt að persónuafsláttur mætti vera hærri en nú er. „Við höfum lengi verið með þá stefnu í Frjálslynda flokknum að persónu- afsláttur mætti vera verulega hærri en hann er þannig að skattleysismörk nálg- uðust lágmarksframfærslutekjur. Þangað hefðum við viljað horfa með breytingu á skattkerfinu í framtíðinni þannig að menn væru ekki að greiða skatt af tekjum sem væru undir lágmarksframfærslu.“ Aðspurður segir Guðjón að það hljóti að vera eðlilegt að menn reikni sér lág- markslaun fyrir að sýsla með fjármuni sína. „Það hlýtur að vera eðlilegt alveg eins og það er lágmark sem menn reikna sér í endurgjald fyrir störf í eigin fyrirtæki þá hlýtur að vera eðlilegt að menn hafi lág- markslaun fyrir að sýsla með fjármuni sína. Það er umsýsla eða starf eins og annað.“ Fara þarf yfir skattkerfið í heild sinni Guðjón A. Kristjánsson ta á hærri tekjur,“ segir en samkvæmt frumvarp- magnstekjur skattfrjálsar úsund krónum en 18% agður á tekjur þar um- r óttast ekki að fjármagn flytjist úr landi í kjölfar rmagnstekjuskatts. um það allt byggist á ein- kilningi eða þá að menn ri vitund. Þó svo að við þessa aðferð og skattlagn- % á hærri fjármagns- að samt vægari skattlagn- stekna en víðast hvar í ringum okkur. Þetta snýst það hvort menn ætli að etta bómullarumhverfi – er búið að búa til fyrir g fjármagnseigendur á Ís- sjálfsögðu þurfum við að vera á svipuðum nótum ingum okkur. En það eru ir því að hafa þetta svona r segir það óæskilegt að nn mun á skattlagningu na og launatekna og raun kunni að hvetja til þess st við að komast undan nni en forðast eigi að búa ugur“ hér á landi. r segir ljóst að sveit- ði af umtalsverðum em aukinn fjöldi ein- eingöngu fjármagns- tekjur eða hafi stofnað einkahlutafélög um sinn rekstur. Við því mætti bregð- ast með því að gera þeim, sem telja fram miklar fjármagnstekjur en engar launatekjur, að reikna á sig endur- gjald. Þetta væri jafnframt til þess fall- ið að minnka mun á skattlagningu fjár- magnstekna og launatekna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.