Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 29
MINNINGAR
✝ Gunnar Krist-jánsson fæddist
á Ísafirði 21. sept-
ember 1930. Hann
lést á heimili sínu á
Álftanesi 4. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristján Bjarnason,
f. 11. desember
1898 í Stapadal í
Arnarfirði, d. 26.
desemaber 1977, og
Solveig Bjarnason,
f. Anderson, í Risör
í Noregi 13. mars
1902, d. 4. maí 1987. Gunnar á
eina systur, Dagnýju, f. 28. janúar
1942, maki hennar er Jón Dahl-
mann.
Gunnar tók gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskóla Ísafjarðar 1947.
Hann fór síðan í jarnsmíðanám
hjá Vélsmiðju Helga Þorbergsson-
og Guðlaug Dahlmann, f. 7. ágúst
1907, d. 24. júní 1993. Gunnar og
Ebba eignuðust þrjú börn. Þau
eru: 1) Guðlaug, f. 14. september
1950, maki Halldór V. Kristjáns-
son, f. 26. maí 1946. Þeirra börn
eru: a) Solveig Sif, f. l8. júlí 1971,
maki Arnar Pálsson, f. 21. nóv-
ember 1970. Þau eiga einn son. b)
Jón Vídalín, f. 19. febrúar 1975,
maki Linda Björg Birgisdóttir, f.
2. mars 1975. Þau eiga tvo syni. c)
Gunnar Áki, f. 6. ágúst 1978, maki
Berglind Magnúsdóttir, f. 10.
ágúst 1978. Þau eiga eina dóttur.
2) Hanna Lára, f. 21. mars 1955,
fráskilin. Hennar börn eru Elísa-
bet Rakel Sigurðardóttir, f. 13.
nóvember 1978, og Gunnar Freyr
Barkarson, f. 27. nóvember 1985.
3) Sigurður Axel, f. 30. desember
1958, fráskilinn. Hans dætur eru:
a) Fanney Ebba, f. 28. nóvember
1989, og Rakel Björk, f. 5. sept-
ember l992. Stjúpdóttir Sigurðar
er Fjóla Katrín Elvarsdóttir, f. 10.
nóvember 1987.
Útför Gunnars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
ar á Ísafirði. Síðan lá
leiðin í Vélskóla Ís-
lands og þaðan lauk
hann prófi frá raf-
magnsdeild skólans
vorið 1955. Gunnar
varð l. vélstjóri á
togaranum Ísborgu
það vor og var það
þar til rekstri hans
var hætt 1961. Gunn-
ar vann ýmis störf,
m.a. við skipasmíða-
stöð Marsellíusar
Bernharðssonar, þar
til í febrúar 1963 er
hann réðst til Íshúsfélags Ísfirð-
inga hf., þar sem hann vann til l.
apríl 1998.
Hinn 22. september 1951 kvænt-
ist Gunnar Ebbu Dahlmann, f. 18.
september 1932. Foreldrar henn-
ar voru Sigurður Dahlmann, f. 31.
mars 1899, d. l9. nóvember 1955,
Öll endum við okkar æviskeið. Nú
hefur Gunnar tengdafaðir minn
kvatt þennan heim með þeirri reisn
sem einkenndi allt hans líf. Afkom-
endur geta litið stoltir um öxl því
engan skugga ber á ævi hans. Þegar
minnst er á Gunnar er ekki hægt að
undanskilja eiginkonu hans, Ebbu
Dahlmann, en segja má að nær allt
sem Gunnar tók sér fyrir hendur á
lífsleiðinni hafi hann gert með Ebbu.
Í Ebbu og Gunnari er að finna fólk
sem með ráðdeild og ósérhlífni
byggði grunn þjóðfélags okkar og
aldrei er nógsamlega þakkað. Kynni
okkar Gunnars hófust fyrir 36 árum,
á Birkimel hjá Guðlaugu Dahlmann.
Strax þá kynntist ég glaðværð hans
og var unun að verða vitni að sam-
bandi hans við tengdamóður sína
sem var einstaklega vel gerð kona.
Við Gunnar kynntumst betur þegar
við Guðlaug bjuggum um árabil í
Bolungarvík. Á þessum tíma var
Gunnar að ná sér eftir hjartaáfall og
reyndi mikið á Ebbu við að ljúka
byggingu húss þeirra við Engjaveg.
Samband okkar Gunnars var alltaf á
þann veg að við fylgdumst hvor með
öðrum og ætíð var hann reiðubúinn
til hjálpar ef til hans var leitað. Þeg-
ar ég hugsa til samskipta okkar
minnist ég óteljandi spilakvölda, já-
kvæðni, einstakrar snyrtimennsku,
hógværðar og samviskusemi ásamt
stríðni sem enginn var óhultur fyrir.
Gunnar var svo stríðinn að það gat
stundum komið honum í vandræði,
en allir fyrirgáfu honum því góðvild
hans var stríðninni sterkari.
Ebba og Gunnar hafa fylgst með
uppvexti barna okkar Guðlaugar og
tekið þátt í gleði þeirra og sorgum. Á
meðan við bjuggum vestanhafs
heimsóttu þau okkur tvisvar og eru
minningar frá þessum tíma yndisleg-
ar. Eftir að Ebba og Gunnar fluttu
frá Ísafirði á Álftanesið nutu lang-
afabörnin athygli þeirra, enda afa-
börnin tíðir gestir. Margs er að
minnast og margt að þakka í sam-
skiptum við Gunnar og er ég þakk-
látur fyrir að hafa fengið að kynnast
þessum sómamanni. Á þessari
stundu sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur til tengdamóður minnar
Ebbu Dahlmann og annarra að-
standenda vegna fráfalls Gunnars
Kristjánssonar.
Blessuð sé minning hans.
Halldór V. Kristjánsson.
Í dag kveðjum við ástkæran afa og
langafa, Gunnar Kristjánsson. Er
við minnumst Gunnars afa breiðist
breitt bros yfir andlit okkar. Afi okk-
ar var ákaflega glaðlyndur og ljúfur
maður. Handlagni og útsjónarsemi
voru aðalsmerki hans eins og heimili
afa og ömmu er glöggt dæmi um.
Elstu minningar okkar eru af
heimsóknum á Engjaveginn sem
beðið var eftir með óþreyju. Dvölin á
Ísafirði var ævintýri líkust. Dekrað
var við mann daginn út og inn, í mat
og drykk, bíltúrum um nærliggjandi
firði með bestu fáanlegu leiðsögn, og
ómældri góðlátlegri stríðni afa.
Ferðin var ekki fullkomin nema
maður færi með afa í íshúsið. Þessar
heimsóknir voru skemmtilegar en
jafnframt gott veganesti fyrir fram-
tíðina.
Fyrir átta árum fluttu afi og
amma af Engjaveginum í Vesturtún-
ið. Okkur þótti þetta vera mikið hug-
rekki af þeirra hálfu. Okkur fannst
við græða mest af þessum ráðahag
sjálf að hafa þau svona nálægt. Ynd-
islegt var að koma í heimsókn, fá
kaffi og kræsingar, spjalla um dag-
inn og veginn. Gaman var að fylgjast
með afa lyfta langafabörnunum upp
til að kíkja á Gaukinn eins og fyrri
kynslóð hafði upplifað. Spenningur-
inn yfir bílabrautunum og bónda-
bænum, smíðuðum af afa, var ekki
minni hjá nýjustu kynslóðinni heldur
en fyrri kynslóðum.
Ávallt kom hann fram við okkur af
virðingu og sem jafningja. Hann
sýndi okkur traust til að gera hluti
sem svo margir fullorðnir hefðu ekki
treyst manni fyrir. Þegar litið er til
baka er það einmitt þetta traust sem
hann sýndi okkur sem manni þykir
svo vænt um og virðir hann fyrir. Við
höfum öll misst mikið. Hans verður
alltaf sárt saknað en við munum
minnast hans með hlýhug og gleði.
Solveig Sif, Jón Vídalín,
Gunnar Áki og fjölskyldur.
Horfinn er af sjónarsviðinu heim-
ilisvinur okkar, mágur og svili,
Gunnar Kristjánsson vélstjóri á Ísa-
firði. Hann var giftur Ebbu Dal-
hmann. Brúðkaup þeirra Gunnars
og Ebbu var haldið hinn 22. sept-
ember 1951 og var hann þá tuttugu
og eins árs en hún átján ára. Við
þessa athöfn var eiginkona mín og
systir Ebbu, Jóhanna, eini votturinn
ásamt prestinum. Kom þá í ljós að
séra Sigurður Kristjánsson hafði
gleymt bænabókinni og sendi Jó-
hönnu til þess að sækja hana. Sagði
Gunnar síðar að þá hefði verið síð-
asta tækifærið til þess að stinga af en
svo ástfanginn var hann að það
hvarflaði ekki að honum að nota
tækifærið. Brúðkaupið var ekki við-
hafnarmikið og ef satt skal segja þá
hermir Jóhanna að hún hafi sárvor-
kennt þessum unglingum að stíga
þessi skref út í óvissu framtíðarinn-
ar. En þetta varð eitt fallegasta og
farsælasta hjónaband sem við þekkj-
um til. Þau voru ótrúlega samrýnd
og áttu svo mörg sameiginleg áhuga-
mál. Bæði gestrisin og greiðasöm.
Blómarækt var þeim mikill gleðigjafi
enda garðar þeirra bæði á Ísafirði og
seinna að Vesturtúni 54 á Álftanesi
til mikillar fyrirmyndar. Heimili
þeirra bæði á Ísafirði og Álftanesi
voru menningarheimili og voru bæk-
ur þar í öndvegi. Við hjónin bjuggum
lengst af í Neskaupstað þegar þau
voru á Ísafirði svo þar var vík á milli
vina. Við hittumst þó oftar en flesta
mundi gruna og hallaðist ekki á um
gagnkvæmar heimsóknir.
Vinátta þeirra og greiðasemi
gagnvart börnum okkar verður seint
fullþökkuð enda minnast þau sam-
verustundanna með söknuði og það
er ekkert undarlegt þó að þau hafi
oft litið á þau hjónin sem eina og
sömu persónusköpunina því þannig
var samband þeirra alla tíð, þau
máttu aldrei hvort af öðru líta.
Kæra Ebba, það verður erfitt fyrir
þig og börnin að hafa ekki lengur þá
stoð sem maki þinn var og því biðjum
við allar góðar vættir að styðja þig
og þína og veita þér huggun og frið.
Þess óskar öll fjölskylda okkar.
Jóhanna og Guðmundur.
Vinur minn og svili Gunnar Krist-
jánsson frá Ísafirði er látinn. Gunnar
var kvæntur mágkonu minni Ebbu
Dahlmann og bjuggu þau á Ísafirði
fram til ársins 1998 að þau fluttu
suður og byggðu sér hús á Álftanesi.
Leiðir okkar Gunnars og Ebbu
hafa legið saman allt frá árinu 1969
er ég kvæntist Svanborgu systur
Ebbu. Á þessum tæplega 40 árum
hafa samverustundirnar verið marg-
ar og gefið mikið.
Að heimsækja þau Ebbu og Gunn-
ar á Ísafjörð var allt að því árlegur
viðburður. Dvöl með þeim hvort
heldur var á Engjaveginum eða inni í
skógi í sumarbústaðnum sem áður
var í eigu tengdaforeldra hans var
ánægjuleg dvöl. Gunnar og Ebba
höfðu eignast húsið eftir að Guðlaug
tengdamóðir hans flutti til Reykja-
víkur og Gunnar með sinni handlagni
og smekkvísi hélt húsinu vel við.
Umhirða Gunnars um hús sín og
garða var aðdáunarverð. Þar var
dyttað að öllum hlutum stórum sem
smáum og allur gróður bar þess
merki að vel var um hann hugsað.
Bílar hans og bílskúrar báru þess og
merki að hér var fagmaður að verki.
Gunnar var bráðskemmtilegur
maður og hafði gaman af að segja
frá. Kímnin og glettnin í andlitinu
var allsráðandi við hverja frásögn og
oft var skotið lausum skotum en þess
var alltaf gætt að engan sviði undan.
Veiðiferðirnar í Vopnafjörðinn á
árunum 1974–1980 voru einstakar.
Þá komu saman systkinin fjögur
ásamt mökum og börnum og Guð-
laugu ömmu. Ebba og Gunnar komu
frá Ísafirði, Hanna og Guðmundur
frá Neskaupstað og við Svanborg
ásamt Jóni og Guðlaugu úr Reykja-
vík. Þar naut Gunnar sín enda góður
veiðimaður og einstakur náttúru-
unnandi.
Hér að leiðarlokum vil ég þakka
Gunnari fyrir allar okkar góðu sam-
verustundir um leið og ég votta
Ebbu, börnum þeirra, þeim Guð-
laugu, Hönnu Láru og Sigurði Axel
og öðrum aðstandendum samúð
mína.
Örn Arnþórsson.
Gunnar og móðursystir okkar,
Ebba, voru með eindæmum sam-
rýnd hjón, svo samrýnd að flestir töl-
uðu um Gunnar og Ebbu í sömu
andrá. Þau kynntust ung að árum,
unglingsást sem óx og dafnaði, þau
þroskuðust saman og sérhver bugða
og lækur á lífsins leið styrkti sam-
band þeirra.
Gunnar og Ebba voru einstaklega
góð heim að sækja, gestrisni þeirra
beggja fengum við systur að kynnast
snemma í barnæsku þegar við heim-
sóttum þau til Ísafjarðar ásamt for-
eldrum okkar. Gunnar var mjög
handlaginn og sá um að allt væri í
réttu horfi innan stokks sem utan.
Allt var í röð og reglu, svo vel farið
með alla hluti. Þau hjónin voru bæði
bókelsk og miklir tónlistarunnendur
og stóru safni af bókum og hljóm-
diskum komið haganlega fyrir í
stofu. Ebba setti kynstrin öll af kaffi-
brauði á borð; Gunnar var ævinlega
brosmildur og glettinn, það er jafn-
vel hægt að segja að hann hafi verið
stríðinn og það féll okkur systrum
vel í geð, enda hlógum við oft dátt að
fjölmörgum hnyttnum athugasemd-
um hans.
Gunnar var skemmtilegur frændi,
hæglátur og góðhjartaður, hann var
góður faðir og ekki síðri afi og
langafi. Þegar við systur sóttum þau
hjónin heim á Ísafjörð, á unglings-
árum og síðan með eiginmönnum
okkar, komnar með eigin fjölskyld-
ur, var gaman að sjá hversu stoltur
Gunnar var þegar þau hjónin leiddu
okkur um bæinn, sýndu okkur dýrð-
ina fyrir vestan. Á Ísafirði var æsku-
heimili Gunnars sem og Ebbu, þau
voru stolt af heimahögunum, börn-
um sínum, afkomendum, heimili,
hvort af öðru. Heimsækja þau síðan í
nýja húsið á Álftanesinu þar sem þau
undu sér svo vel, á allt eins hlýlegu
og fallegu heimili og á Ísafirði. Sjá
þau síðan alltaf eins og nýástfangin í
veglegri veislu sem þau héldu í tilefni
af gullbrúðkaupi sínu fyrir fimm ár-
um; fagna með fjölskyldu, vinum og
vandamönnum, öllum þeim sem gátu
sammælst um hið einstaka samband
sem á milli þeirra var.
Ein minning er hvað sterkust í
huga okkar; Gunnar og Ebba leiðast
í fágætri kyrrð og eftirminnilegu sól-
setri í Hrútafirðinum á ættarmóti
móðurættar okkar systra, Bakkaað-
alsins, í júlí á síðasta ári. Nokkrum
vikum áður en alvarleg veikindi
Gunnars uppgötvuðust. Sólsetur við
ferðalok.
...en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgrímsson.)
Við vottum Ebbu og börnum
dýpstu samúð okkar. Megi minning-
in um góðan dreng verða þeim líkn.
Hanna Guðlaug, Bertrand,
Bryndís og Ívar.
Góður vinur, Gunnar Kristjáns-
son, er fallinn frá. Ég kynntist Gunn-
ari fyrst í gegnum eiginmann minn,
Leif Pálsson, en þeir unnu saman á
togaranum Ísborgu. Við Ebba eig-
inkona hans þekktumst frá barn-
æsku. Styrktust þá vináttuböndin og
hafa haldist til þessa dags.
Gunnar var glæsilegur maður.
Þótt ég kynntist honum seint man ég
vel eftir þessum sæta strák á skóla-
árunum. Flestar stelpurnar í Gaggó
litu hann hýru auga. En Ebba vin-
kona mín hreppti hnossið og má
segja að þar hafi farið fallegt par.
Þau hófu búskap barnung og voru
einstaklega samrýnd. Bæði voru fag-
urkerar og samstiga um að hlúa að
sínu fallega og smekklega heimili.
Það var mikill heiður fyrir okkur
fjölskylduna að fá að taka þátt í fagn-
aði með þeim á 50 ára brúðkaups-
afmæli þeirra árið 2001 með fjöl-
skyldu þeirra og góðum vinum.
Gunnar var séntilmaður. Öll fram-
koma hans bar vott um geðprýði og
fágun.
Hann var ekki maður sem tranaði
sér fram. Hélt hann sig yfirleitt til
hlés þegar snarpar umræður urðu
um menn og málefni. En í góðra vina
hópi var hann allra manna kátastur
og lét spaugsyrðin fjúka. Stríðinn
var hann og kom oft með smáskot
þegar við vinkonurnar sátum og
mösuðum.
Ómetanleg var hjálpsemi þeirra
hjóna þegar þau hjálpuðu dóttur
minni og fjölskyldu með húsnæði er
þau áttu í erfiðleikum með veikt
barn. Þar voru sannir vinir í raun.
Ég minnist skemmtilegu sam-
verustundanna fyrir vestan þegar
setið var og spjallað og galsast um
málefni líðandi stundar. Ekki má
gleyma bridskvöldunum sem fór að
vísu ört fækkandi eftir að Leifur
missti heilsu. Eftir að við fluttumst
suður hittumst við ekki eins oft og
við hefðum kosið en alltaf hlakkaði
maður til endurfunda og naut sam-
vistanna.
Síðustu mánuðirnir hafa verið fjöl-
skyldunni erfiðir. Gunnar sýndi ein-
stakt æðruleysi í baráttunni við erf-
iðan sjúkdóm, allt þar til yfir lauk.
Guð styrki Ebbu vinkonu mína,
Gullý, Hönnu Láru, Bóbó og fjöl-
skyldur.
Blessuð sé minning kærs vinar.
Inga Jónsdóttir.
GUNNAR
KRISTJÁNSSON
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er
heiðruðu minningu systur okkar, mágkonu og
frænku,
EYRÚNAR STEINDÓRSDÓTTUR,
Víðihlíð,
Grindavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ágúst Steindórsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
HALLA ARNLJÓTSDÓTTIR,
Hraunbæ 156,
Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 7. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag,
föstudaginn 11. ágúst, kl. 15.00.
Þröstur Freyr Gylfason, Una Björk Ómarsdóttir,
Guðbjört Gylfadóttir, Árni Ólafur Jónsson,
systkini og barnabarn.
Elskuleg eiginkona mín,
HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Halldór Kristjánsson.