Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 31

Morgunblaðið - 11.08.2006, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 31 MINNINGAR ✝ Þorbjörg Guð-laugsdóttir (Tobba) fæddist í Reykjavík 20. maí 1943. Hún lést á heimili sínu, Blesu- gróf 29, hinn 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Eyjólfsson, f. 5.8. 1915, d. 16.9. 1992, og Valgerður Hjör- dís Sigurðardóttir, f. 19.7. 1916, d. 6.11. 1988. Bræður Þor- bjargar eru: 1) Sigurður, f. 1940, kvæntur Mögnu M. Baldursdótt- ur, synir: Baldur Rafn, Guðlaugur Ingi, Halldór Kristján og Sigurð- ur Óli. 2) Ingólfur, f. 1944, kvænt- ur Rannveigu Lilju Pétursdóttur, börn: Valgeir Ægir og Rakel Dís. 3) Jón Gunnar, f. 1949, kvæntur Láru Jónsdóttur, börn: Hjörleifur Snævar og Hildi- gunnur. 4) Bárður, f. 1955, kvæntur Guðnýju Pálu Ein- arsdóttur, börn: Telma Björk, Einar Valur og Valgerður Bára. Þorbjörg bjó í for- eldrahúsum fram undir andlát móður sinnar. Þá fluttist hún í sambýli á veg- um Styrktarfélags vangefinna í Blesu- gróf 29 í Reykjavík. Þorbjörg starfaði á hæfingar- stöðvum Styrktarfélags vangef- inna um langan tíma, þó lengst af í Bjarkarási. Einnig starfaði hún með leikhópnum Perlunni á með- an heilsa hennar leyfði. Útför Þorbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kæra systir, þá er komið að kveðjustund. Þegar litið er til baka er óhjákvæmilega margs að minnast frá æsku- og uppvaxtarárum. Einu litlu atviki man ég eftir sem skeði á Fáskrúðsfirði, en það var þegar við gerðumst prakkarar og köstuðum snjóboltum inn um gluggann og á heita eldavélina hjá Gústu í Heiði, sem annars var okkur hinn besti vin- ur sem og bræður hennar Óli og Stebbi. Það verður að viðurkennast að stundum gerðum við okkur þann leiða leik bræðurnir, að gera þér sitthvað á móti skapi, en fyrir það fengum við oft þá þungu refsingu að vera settir út af lista yfir velkomna afmælisgesti hinn 20. maí. Afmælisdagurinn var alla tíð mik- ið tilhlökkunarefni og var til umfjöll- unar marga mánuði áður en hann rann upp. Það var betra fyrir vini og vandamenn að vera búnir að hreinsa mannorð sitt í góðan tíma til að kom- ast á gestalistann. Ég er þess fullviss að þú verður hrókur alls fagnaðar og tilbúin með afmælisbjölluna í þínum nýju heim- kynnum. Ég kveð þig með söknuði og eftirsjá en ylja mér við hlýjar minningar. Þinn bróðir Jón Gunnar. Komið er að leiðarlokum, leiðir skiljast. Tobba systir hefur lokið sínu dagsverki og er gengin á vit forfeðranna. Við sem horfum á eftir henni þökkum fyrir samveruna, söknum hennar að sjálfsögðu en get- um vel unnt henni hvíldar eftir það sem lífið lagði á herðar hennar. Tobba eða Þorbjörg Guðlaugs- dóttir eins og hún lagði ríka áherslu á þegar þykknaði í henni fæddist hér í höfuðborginni 20. maí 1943. Hún tilheyrði þeim hópi fólks sem skap- aranum fataðist í talningu litning- anna í og við hin teljum eitthvað öðruvísi fólk en þar liggur einmitt misskilningurinn. Tobba bjó lengst af í foreldrahús- um þar sem ég kom til sögunnar árið 1955 og ólst upp við að hún tók full- an þátt í öllu sem foreldar og fjöl- skyldan tóku sér fyrir hendur. Hún aðstoðaði móður sína við heimilis- verkin og enginn var vandvirkari en hún þannig að eftir var tekið, hún passaði börn, þá fyrstan að telja mig sem hún kallaði oft litla bróður sinn, og síðan bræðrabörnin eitt af öðru. Allri þessari ábyrgð skilaði hún með natni sem henni var í blóð borin. Tobba var ein af fyrstu þátttak- endum í hæfnisþjálfun Styrktar- félags vangefinna og hófst hennar ferill í Lyngási, síðar starfaði hún Bjarkarási og Lækjarási. Þessir vinnustaðir, samstarfsfólk og leið- beinendur skipuðu stóran sess í hennar lífi þar sem starfsgleði og mannblendni hennar fengu útrás. Einnig fékk hún mikla útrás fyrir leikræna hæfileika í leikhópnum Perlunni. Þar náði hún þeim merka áfanga ásamt samleikurum sínum að túlka leikverkið Síðasta blómið und- ir leikstjórn Sigríðar Eyþórs fyrir forseta Bandaríkjanna. Knúin af þessum leikhæfileikum tók hún oftar en ekki völdin í fjöl- skylduboðum, hringdi bjöllu, hélt ræðu og leiddi fjöldasöng. Afmæli skipuðu sérstakan sess. Þar skyldi sunginn afmælissöngurinn, að ekki sé talað um hennar eigið afmæli 20. maí, sem var þjóðhátíðardagur fjöl- skyldunnar. Tobba var sjálfstæð og ríghélt í sjálfstæði sitt og ef það var eitthvað sem hún og foreldrar hennar gátu tekist á um voru það sjálfstæðismál. Hún ferðaðist um borgina þvera og endilanga í strætisvögnum, þekkti allar leiðir hvort sem fjölskyldan bjó í Vogahverfi eða Garðabæ. En að sjálfsögðu þurfti að lúta reglum for- eldra en eins og okkur hættir öllum til þá reyndi Tobba að teygja þær og beygja örlítið sér í hag. Auk þess að heimsækja ættingja í þessum ferð- um (oft nefndar rispur) heimsótti hún ótal vini og velunnara sem margir voru eigendur og starfsfólk í hinum ýmsu verslunum og söluturn- um við Laugaveginn. Allt þetta fólk reyndist henni vel þannig að með eindæmum sætir og lýsir því best hvað hún laðaði fram það góða í fólki. Árið 1988 urðu þáttaskil í lífi Tobbu en þá fluttist hún í sambýlið í Blesugróf 29. Það mátti finna örlít- inn kvíða hjá henni þegar þessar breytingar voru í farvatninu en þeg- ar á hólminn var komið var það sjálf- stæðið sem sigraði. Þarna var henn- ar heimili eftir það og hvergi annars staðar enda með eindæmum hvernig heimilisfólk og starfsfólk valdist í Blesugróf 29 þar sem ríkir og hefur ríkt mjög góður andi og því mikil ánægja heim að sækja. Þegar ég lít yfir lífshlaup Tobbu systur sannfærist ég um að þar fór sterkur persónuleiki. Lífið lagði á hana byrðar sem bugað hefðu fíl- eflda karlmenn. Þessu tók hún með sínu eindæma æðruleysi og lífsgleði sem má líka rekja til þess að hún var alltaf umkringd fólki sem þótt vænt um hana. Hvort heldur voru ætt- ingjar eða vinir við störf eða leik. Ég kveð hana þakklátur fyrir að fá að vera bróðir hennar og vona að hún fyrirgefi mér og bræðrum okkar stríðnina á stundum. Kæru ættingjar og vinir, ég vil þakka ykkur fyrir að hafa reynst henni Tobbu vel og ég held að það halli ekki á neinn þótt ég þakki sér- staklega Sigríði Pétursdóttur, for- stöðukonu sambýlisins í Blesugróf 29, sem bar Tobbu á höndum sér. Einnig vil ég þakka Ingólfi bróður okkar fyrir þá sérstöku alúð og ræktarsemi sem hann sýndi Tobbu systur. Vertu sæl, elsku systir, takk fyrir samveruna og njóttu þess nú að vera laus úr þeim fjötrum sem háðu þér í jarðlífinu. Þinn litli bróðir, Bárður. Minning mín um þig, elsku Tobba systir mín. Þar kom að því að þú losnaðir úr viðjum örlaga þinna. Þú varst rósin sem fékk ekki að springa út, vængstýfði svanurinn sem ekki var leyft að fljúga. Það sem þú þurftir að gjalda fyrir að lifa þessu jarðlífi var mikið og ekki allra að standast þá raun. Og hvernig þér tókst að gera þann hluta tilverunnar sem þú hafðir ekki aðgang að þér opinn var bara snilld. Það veit eng- inn nema þeir sem hafa verið sam- ferða þér í lífinu og staðið þér næst hversu greind þú varst, ákveðin, sást í gegnum ef að þér var þrengt og leystir allar þrautir sem þú mætt- ir á ótrúlegan hátt. Þú hafðir svo margt að gefa og í þér fannst svo margt sem aðra skorti. Minningarn- ar um samveru okkar hér á jörð er mér ómögulegt að skrifa hér því þær eru ótæmandi. Þú ert mér eilíf mynd í hringrás hugans sem birtist óafvit- andi hvenær sem er og ég fyllist sælutilfinningu, gleði og stolti af að hafa verið svo heppinn að vera bróð- ir þinn. Ég þakka þér samveru- stundirnar allar og augnablikin öll sem skjótast fyrirvaralaust upp í hugann í minningunni um þig. Nú þegar ég veit að þú ert laus úr viðj- um tilverunnar hér á jörðu sé ég þig fyrir mér sem prinsessu, út- sprungna rós eða fljúgandi svan á vit eilífrar þrautalausrar tilveru annars staðar. Fljúgðu Tobba, fljúgðu. Þinn bróðir Ingólfur. Mig langar að minnast Þorbjarg- ar mágkonu minnar í örfáum orðum. Ég kynntist Þorbjörgu fyrir rúmum 30 árum er ég fór að vera með Bárði, litla bróður hennar, eins og hún kall- aði hann oft Ég gleymi því ekki þegar ég hitti hana fyrst, hún var stödd inni í her- bergi sínu og heyrði ég mikla músík og mannamál. Ég hélt að hún væri með félagsskap, en hún var að hlusta á danslögin í útvarpinu og spjallaði um lögin við sjálfa sig. Þorbjörg var mikil félagsvera og ekki þótti henni leiðinlegt að vera í veislum enda hrókur alls fagnaðar. Það voru ekki haldnar veislur án þess að Þorbjörg mætti með bjöll- una sína og hringdi henni til að bjóða veitingar, og sá hún um þetta fyrir alla fjölskylduna, hvort sem var afmæli, skírn eða gifting. Ég minnist góðra stunda sem við áttum með henni í fríum hérlendis og er- lendis. Hún skemmti sér alltaf manna best og tók þátt í öllu sem aðrir gerðu. Ófá voru kvöldin sem hún sat hjá börnum okkar og gátum við ekki fengið betri manneskju til að passa, hún var samviskusöm og vandvirk, og ekki spillti að koma heim ef hún hafði gengið frá í eld- húsi eða brotið saman þvott, því eng- inn gerði það eins vel og hún. Hún fór víða um og ferðaðist mik- ið með strætó, og ef ég hitti hana á förnum vegi og bauð henni far heim þóttist hún ekki þekkja mann því þá var ég að skemma hennar rispu eins og hún kallaði það. Hún var alltaf mikil dama og vildi vera fín, alltaf með lakkaðar neglur og varalituð. Ófá veskin er hún búin að eiga og ekki var verra ef hún fékk rauða seðla í þau. Síðastliðin átján ár hefur hún búið í sambýlinu Blesugróf 29 og unað hag sínum vel. Elsku Sirra, annað starfsfólk og heimilisfólk, það er búið að vera yndislegt að fá að vera með ykkur öllum þessi ár og sjá hvað þið hafið gert fyrir hana. Elsku Þorbjörg, Guð blessi minn- ingu þína. Guðný P. Einarsdóttir. Elsku Þorbjörg, ljúf er þín minn- ing. Það var góður skóli að kynnast þér, viljastyrk og vandvirkni þinni sem þú hlaust sem veganesti út í lífið úr foreldrahúsum, frá þínum tryggu og traustu foreldrum og bræðrum. Þér var treyst fyrir að passa bræðrabörnin, hvort sem það var að rölta með þau úti í kerru eða sitja hjá þeim kvöldstund. Bónus fylgdi gjarnan pössuninni, það var frá- gangur í eldhúsinu og það vannstu upp á 10. Þú hafðir það frelsi að skreppa í strætó og gast farið allra þinna ferða meðan kraftur og þor entist. Marga þolraun gekkstu í gegnum og stóðst þær. Gæfan var þér hliðholl þegar þú eignaðist heimili í Blesugróf 29, þar leið þér vel hjá félögum og ein- staklega hjartahlýju og umhyggju- sömu starfsfólki sem gætti þín sem fjöreggs síns síðustu árin þegar kraftur þinn og vilji var heftur. Slær um stund strengi trega opin und. Byrjar ferð barn að nýju. (Hrafnkell Valdimarsson.) Þín mágkona Lára. Ég held að amma Valgerður og afi Guðlaugur hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að Tobba skyldi alltaf vera fullgildur meðlimur fjölskyld- unnar þrátt fyrir fötlun sína. Tobba fæddist á tíma þegar lítið var vitað um orsakir fötlunar hennar, og hvað börn með Downs-heilkenni gætu verið fær um. Amma og afi tóku samt þá erfiðu ákvörðun að sjá nær alfarið um Tobbu sjálf, og umvöfðu hana kærleik um leið og þau ætl- uðust til þess að hún tæki þátt í heimilislífinu á margan hátt, og sinnti ýmsum skyldum. Sú ákvörðun ömmu og afa að taka Tobbu ávallt sem fullgildum fjöl- skyldumeðlim hafði í för með sér að Tobba þurfti að standa fyrir sínu í hópi fjögurra bræðra. Pabbi, Ing- ólfur, Jón og Bárður sýndu Tobbu alltaf stórkostlega umhyggju, en létu hana samt aldrei komast upp með neinn moðreyk. Hún var með- tekin að því leytinu til sem hvert annað systkini. Að mínu áliti varð það til þess að Tobba varð einhver mesti töffari sem ég hef þekkt. Ég held að besta orðið sem geti lýst Tobbu sé töffari. Það hljómar kannski klisjulega, og er tæpast ís- lenska, en fæstir myndu neita því sem þekktu hana vel að hún var sannkallaður töffari. Sjaldan sýndi Tobba að hana varðaði hætishót um hvað öðrum gæti fundist um hegðun sína. Hún sat heldur ekkert á því hverjum henni líkaði vel við eða illa, og gat klifur sem fall á vinsældalista hennar gerst ógnarhratt. Hvers ÞORBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.