Morgunblaðið - 11.08.2006, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
12. ágúst kl. 12.00:
Eyþór Ingi Jónsson, orgel
13. ágúst kl. 20.00:
Eyþór Ingi Jónsson, organisti
frá Akureyri, leikur verk m.a. eftir
Bach, Clérambault, Muffat, Vierne
og Duruflé.
Sixties
í kvöld
Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar.
www.kringlukrain.is Sími 568 0878
Mr. Skallagrímsson
- leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi
Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson
Leikstjóri: Peter Engkvist
KVÖLDVERÐARTILBOÐ
Tvíréttaður matur og
leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800
Lau. 19. ágúst kl. 20 uppselt
Sun. 20. ágúst kl. 15 örfá sæti
Sun. 20 ágúst kl. 20 örfá sæti
Fös. 25. ágúst kl. 20 örfá sæti
Lau. 26. ágúst kl. 15 uppselt
Lau. 26. ágúst kl. 20 uppselt
Lau. 2. sept. kl. 20
Sun. 3. sept. kl. 15
Sun. 3. sept. kl. 20
PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA
Í SÍMA 437 1600
Staðfesta þarf miða með greiðslu
viku fyrir sýningard.
LISTAMENNIRNIR Alan Jo-
hnston frá Skotlandi, Ragna Ró-
bertsdóttir og Séan Shanahan frá
Írlandi standa að
samsýningunni
Crystal Grey
sem verður opn-
uð á öllum þrem-
ur hæðum Safns
á laugardaginn,
en sýning með
sama nafni var
sett upp fyrr á
þessu ári í sam-
tímalistamiðstöðinni Peacock Vi-
sual Arts í Aberdeen í Skotlandi.
Að auki sýnir svissneski listamað-
urinn Roman Signer innsetningu í
rými á annarri hæð.
Shanahan hlær góðlátlega þegar
hann er inntur eftir því hvers gestir
Safns megi vænta. Hann leggur til
að fólk búi sig undir sem fæst, komi
með opnu hugarfari og vinni sig svo
áfram út frá þeirri forsendu. „Ég
held það fari best á því að fólk komi
ekki með fastmótaðar hugmyndir
og væntingar,“ stingur hann upp á.
Hann lýsir sýningunni sem lát-
lausri og fullyrðir að hún tengist
rýminu sem hún er sett upp í sterk-
um böndum. Auk þess leggur hann
ríka áherslu á að ekki sé um þrjár
aðskildar sýningar að ræða. „Þó
listamennirnir á bak við sýninguna
séu þrír má líta á hana sem heild
þar sem verkin flæða hvert í gegn-
um annað. Það er ekki um þrjár
sjálfstæðar og ótengdar innsetn-
ingar að ræða; nær að tala um þrjá
listamenn sem vefa verk sín saman
þegar í galleríið er komið,“ en verk-
unum hefur verið komið fyrir víðs-
vegar um safnið „hvert í bland við
annað“, að hans sögn. „Hugmyndin
er að verkin vinni saman.“
Hann útskýrir að þó sýningin
komi frá Skotlandi sé nálgunin í
Safni ólík því sem þar var. „Ég held
að það sé óhætt að segja að við
séum öll mjög meðvituð um rýmið
sem við erum að vinna með. Rýmið
sem við höfum til umráða hér hefur
stefnt okkur í nokkuð aðra átt en í
Skotlandi. Ég hugsa að öll verkin
séu að einhverju leyti öðruvísi og
heildarútkoman er það klárlega.
Við erum sömu listamennirnir en
rýmið hefur haft afdrifarík áhrif.“
Eiga ýmislegt sameiginlegt
Auk þess sem efniviðurinn skipar
stóran sess í verkum listamann-
anna allra eiga þeir það einmitt
sameiginlegt að rýmið setur sterk-
an svip á lokaútkomuna hverju
sinni.
Ragna Róbertsdóttir er einna
þekktust fyrir verk sem verða hluti
af arkitektúr rýmisins og vísa til
hvoru tveggja: íslenskrar bygging-
arhefðar og náttúrunnar. Á sýning-
unni í Safni býður hún upp á naum-
hyggjulega skúlptúra þar sem hún
notar gler og hraun sem hún hefur
safnað frá Heklurótum og sjálf
unnið.
Framlag Johnstons, sem fræg-
astur er fyrir vinnu sína með naum-
hyggjuleg form í gráskala-lituðum
verkum, eru veggverk sem eru
unnin beint á vegginn í Safni, auk
kola- og glerverka. Johnston hefur
sýnt víða og hélt m.a. einkasýningu
árið 1993 í sýningarrýminu Önnur
hæð sem var þar sem Safn er nú. Á
svölum safnsins getur enn að líta
veggverk hans frá þeirri heimsókn.
Shanahan sýnir einlita málverk á
mdf-plötum, auk verks sem hann
vinnur sérstaklega inn í arkitektúr
hússins. Verk hans hverfast öllu
jafna um liti og hlutdræga skynjun
okkar á þeim og um leið skynjun
okkar á verkinu sjálfu.
Innsetning á annarri hæð
Roman Signer, sem sýnir sam-
tímis á annarri hæð Safns, er hvað
þekktastur fyrir ríka kímnigáfu í
tilraunakenndum innsetningum, en
innsetning Signers á safninu hvetur
áhorfendur til kómískrar þátttöku.
„Þetta eru þrír hlutir: lítið eld-
húsborð, hattur þar ofaná og risa-
stór laufblaðablásari. Gestum gefst
tækifæri á að kveikja á blásaranum
og blása hattinum burt. Signer hef-
ur verið að vinna með aulahúmor af
þessari tegund,“ segir Birta Guð-
jónsdóttir í Safni og er augljóslega
skemmt.
Signer var fulltrúi Sviss á Mynd-
listar-tvíæringnum í Feneyjum árið
1999 og hafa verk hans verið sýnd
víða um Evrópu og í Bandaríkj-
unum. Hann hefur áður sýnt á Ís-
landi; í Listasafni Íslands árið 1993,
í Gallerí Slunkaríki á Ísafirði 1996
og í Nýlistasafninu í Reykjavík
1998.
Báðar sýningarnar standa yfir til
10. september en opið er í Safni frá
miðvikudegi til föstudags klukkan
14–18 og laugardaga og sunnudaga
klukkan 14–17.
Morgunblaðið/Jim Smart
Verk eftir Rögnu Róbertsdóttur frá sýningunni á Safni.
Myndlist | Samsýning og innsetning á Safni við Laugaveg
Fólk komi með opnu hugarfari
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
www.safn.is
Séan Shanahan
ÞRIGGJA daga kammertónleika-
dagskrá á Kirkjubæjarklaustri hefst
í kvöld klukkan 21. Hátíð þessi hefur
öðlast fastan sess í tónlistarlífi Ís-
lands en hún var haldin fyrst fyrir
fimmtán árum að frumkvæði Eddu
Erlendsdóttur píanóleikara. Edda
hefur síðan þá séð um listræna
stjórnun tónleikanna þangað til í ár
en nú er hin unga mezzósópr-
ansöngkona Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir tekin við. Auk Guðrúnar
verða flytjendur að þessu sinni þau
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik-
ari, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngv-
ari, Stefán Jón Bernharðsson horn-
leikari, Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðluleikari og Francisco Javier Jáu-
regui gítarleikari ásamt Guðrúnu.
Á tónleikunum verður boðið upp á
fjölbreytt úrval kammertónlistar
þar sem tónlistarmennirnir koma
fram bæði sem einleikarar og í sam-
leik.
Á efnisskrá föstudagstónleikanna
eru söngdúettar með gítar eftir
Blangini, „Two Night Movements“
fyrir fiðlu og gítar eftir Houghton
og sönglög eftir Schubert og Niel-
sen. Stærsta verk kvöldsins verður
síðan ljóðaflokkurinn „Haugtussa“
eftir Grieg.
Á laugardagstónleikunum verða
flutt sönglög eftir Dowland, John-
son, Tarragó og Þorkel Sigurbjörns-
son og gítarverk eftir Tárrega. Þá
verður „Horntríó eftir Ligeti“ frum-
flutt á Íslandi, en ungverska tón-
skáldið György Ligeti lést fyrir
skömmu. Þykir tónverkið eitt af
bestu kammertónverkum síðustu
ára en það var samið 1982.
„Þetta er mjög stórt og viðamikið
verk en að sama skapi mjög
skemmtilegt og fallegt,“ segir Guð-
rún Jóhanna en flutningur þess
verður í höndum Víkings, Sigrúnar
og Stefán Jóns.
Á sunnudaginn munu tónleika-
gestir fá að heyra „Sögu tangósins“
eftir Piazzolla, „Söng fuglanna“ eft-
ir Montsalvatge, „Fimm grísk þjóð-
lög“ eftir Ravel, „Mazúrka“ og
„Scherzo“ eftir Chopin og „Vorið“
eftir Grieg í íslenskri þýðingu Þor-
steins Gylfasonar. Hátíðinni lýkur
svo með „Horntríói Brahms“.
Skemmtileg blanda
„Við ákváðum að vinna efnis-
skrárnar svolítið út frá flytjend-
unum en þetta eru allt verk sem við
vildum sérstaklega flytja,“ segir
Guðrún
„Á hverjum tónleikum er eitt
stórt verk og svo eru minni verk
með því. Þannig að útkoman verður
skemmtileg blanda af mjög ólíkum
verkum í ólíkum framsetningum og
frá ólíkum tímabilum tónlistarsög-
unnar.“
Miðaverð á staka tónleika er 2.000
krónur, en 4.500 krónur ef keypt er
á alla tónleikana í einu. Ellilífeyr-
isþegar njóta afsláttar og börn und-
ir tólf ára aldri fá ókeypis aðgang.
Tónlist | Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri hefjast í kvöld
Morgunblaðið/ÞÖK
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari,
Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og
Francisco Javier Jáuregui gítarleikari ásamt Guðrúnu.
Fjölbreytt úrval kammertónlistar
ÞAÐ ER skammt stórra högga á
milli hjá fiðluleikaranum unga,
Elfu Rún Kristinsdóttur. Fyrir
skemmstu vann hún til fyrstu verð-
launa í Bach-keppninni í Þýska-
landi fyrir fiðluleik og í gær var
það tilkynnt í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar að Elfa yrði 15. lista-
maðurinn til að hljóta styrk úr
minningarsjóði Jean Pierre Jac-
quillat.
Örn Jóhannsson ávarpaði sam-
komuna í gær fyrir hönd stjórnar
minningarsjóðsins. Í máli hans kom
fram að hlutverk sjóðsins væri að
styrkja tónlistarfólk til að afla sér
aukinnar menntunar og reynslu á
sviði tónlistar. Örn sagði það jafn-
framt hlutverk sjóðsins að minnast
stjórnandans Jean Pierre Jacquil-
lat og framlags hans til íslenskrar
tónlistar, en Jacquillat var að-
alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar
Íslands frá 1980 þar til hann lést
árið 1986.
Til sjóðsins barst 21 umsókn í ár:
„margt hið efnilegasta fólk“, eins
og Örn hafði á orði. En það var
semsagt Elfa Rún sem varð hlut-
skörpust í ár. Í þakklætisskyni lék
hún verk eftir J.S. Bach við styrk-
veitinguna. Það gerði hún vel og
uppskar dynjandi lófatak frá við-
stöddum.
„Hann hjálpar manni að gera það
sem mann langar að gera,“ sagði
Elfa Rún um það hvaða þýðingu
styrkurinn hefur fyrir hana. „Hann
auðveldar mér að fara á námskeið
og einkatíma eftir að ég lýk nám-
inu í febrúar. Ég starfa með kvart-
ett í Berlín og það er töluverður
ferðakostnaður sem fylgir því að
fara á milli Þýskalands og Íslands
og styrkurinn hjálpar til með það.
Svo er þetta líka mikill heiður.“
Tónlist | Elfa Rún Kristinsdóttir hlýtur styrk úr minningarsjóði Jacquillats
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elfa Rún Kristinsdóttir tekur við styrknum úr hendi Arnar Jóhannssonar.
Auðveldar starfið framundan